„Sárt að faðir minn skuli ekki lifa“

Hafþór Sævarsson sonur Sævars Ciesi­elski.
Hafþór Sævarsson sonur Sævars Ciesi­elski.

„Það er sárt að faðir minn hafi ekki fengið að lifa þennan dag,“ segir Hafþór Sævarsson sonur Sævars Ciesi­elski sem hlaut þyngsta fang­els­is­dóm­inn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu: Ævi­langt fang­elsi í saka­dómi sem stytt var í 17 ár í Hæstarétti. 

„Það eina sem dugar er heildaruppgjör, heildaruppgjör er það og heildaruppgjör skal það heita,“ segir Hafþór. Hann segir jafnframt niðurstaða setts saksóknara í málinu að krefjast sýknu skyldi ekki koma neinum á óvart.  

Oddgeir Einarsson lögmaður afkomenda Sæv­ars Ciesi­elski segir jákvætt að settur saksóknari geri kröfu um sýknu í málinu. 

Geirfinnsmálið. Sævar Ciesielski flytur ræðu sína fyrir dómi.
Geirfinnsmálið. Sævar Ciesielski flytur ræðu sína fyrir dómi.
Sex­menn­ing­arn­ir sem voru sak­felld­ir. Efri röð f.v.: Sæv­ar Ciesi­elski, Erla …
Sex­menn­ing­arn­ir sem voru sak­felld­ir. Efri röð f.v.: Sæv­ar Ciesi­elski, Erla Bolla­dótt­ir og Kristján Viðar Viðars­son. Neðri röð f.v.: Tryggvi Leifs­son, Al­bert Kla­hn Skafta­son og Guðjón Skarp­héðins­son. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert