Geimfaraþjálfun á Húsavík

Frá undirritun samningsins í dag.
Frá undirritun samningsins í dag. Ljósmynd/Aðsend

Samstarfssamningur var í morgun undirritaður milli fulltrúa Könnunarsafnsins á Húsavík, ICEXtech á Húsavík og hins finnska fyrirtækis Space Nation um undirbúning geimfaraþjálfunar á Íslandi fyrir nema á vegum Space Nation.

Er þetta annar samningur safnsins og ICEXtech við erlend fyrirtæki í geimiðnaði, en í fyrra var sett af stað samstarf við hið bandaríska fyrirtæki 4th Planet Logistics og verður búnaður á vegum þeirra prófaður á Íslandi síðari hluta sumars.

Vilja koma upp geimiðnaði

"Við erum að vinna að því að koma upp smá geimiðnaði hér á Húsavík og erum mjög spennt að fylgjast með framvindu mála vegna mögulegrar umsóknar Íslands í Evrópsku geimvísindastofnuninni, ESA, en störf sem til verða í tengslum við inngöngu Íslands í stofnunina teljum við vel eiga heima á Húsavík," segir Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings og framkvæmdastjóri ICEXtech.

"Sögulega hafa Þingeyjarsýslur lengi tengst könnun himintungla og geimvísindum. Stjörnu-Oddi, sem var árhundruðum á undan sinni samtíð, vann að athugunum sínum í Flatey á Skjálfanda. Í áratugi voru rannsóknir á norðurljósum stundaðar á Tjörnesi og nú rís mikil norðurljósarannsóknarstöð í Reykjadal. Geimfarar hafa hér í nokkur skipti komið til þjálfunar, m.a. flestir þeirra sem gengu á tunglinu og höfum við haldið þeirri sögu vel á lofti, og loks má nefna að búnaður vegna marsbílsins Curiosity var prófaður við Námaskarð," segir Örlygur.

Frá sýningu safnsins um könnun eldfjalla og Öskjusvæðið.
Frá sýningu safnsins um könnun eldfjalla og Öskjusvæðið. Ljósmynd/Aðsend

Örlygur er á leið til Canaveral-höfða í næstu viku og mun flytja erindi um æfingar Apollo geimfaranna hér á landi, en síðar á þessu ári eru 50 ár frá fyrsta fluginu til tunglsins og næsta sumar verða 50 ár frá því að Neil Armstrong steig fyrstur manna fæti á tunglið.

"Af því tilefni opnaði Könnunarsafnið á dögunum tvær nýjar sýningar, annars vegar um könnun eldfjalla og Öskjusvæðið, og hins vegar um könnun hella, en talið er líklegt að hellar á tunglinu og Mars muni hýsa fyrstu löngu leiðangra manna þangað, en hellar veita náttúrulega vörn gegn geislun á þessum hnöttum," segir Örlygur

mbl.is

Innlent »

Mannréttindafundur í beinni

11:34 Opinn fundur mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar fer fram í dag á alþjóðlegum degi mannréttinda. Hægt er að fylgjast með honum í beinni útsendingu á mbl.is. Meira »

Krefja þrjár konur um bætur

11:15 Tveir karlmenn, sem sakaðir voru um nauðgun í Hlíðamálinu svokallaða, hafa stefnt Hildi Lillendahl Viggósdóttur fyrir færslu sem hún birti á Facebook. Krefjast þeir að hún verði dæmd til að greiða þeim hvorum um sig 1,5 milljónir króna. Meira »

Eldur í reykkofa á Svalbarðsströnd

11:14 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út nú á ellefta tímanum í morgun eftir að tilkynnt var um þykkan svartan reyk frá útihúsi í Heiðarholti á Svalbarðsströnd. Meira »

Hálfur milljarður til útlendingamála

10:58 „Þrátt fyrir að dregið hafi úr tilhæfulausum umsóknum vegna breytinga á regluverki, hefur umsóknum um alþjóðlega vernd fjölgað,“ segir í greinargerð fjáraukalaga til stuðnings þess að heimild til aukningar framlags til útlendingamála fyrir árið 2018 verði hækkuð um 529,2 milljónir króna. Meira »

Saksóknari fái 32 milljónir

10:26 Ríkisstjórnin biður í fjáraukalögum um heimild til þess að hækka áætluð útgjöld til dómsmála um 9,3 milljónir króna í fjáraukalögum til þess að mæta kostnaði við settan saksóknara og aðstoðarmanns í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, en heildarkostnaður var 32,1 milljón króna. Meira »

Bílvelta í Ármúla

10:25 Bílvelta varð á gatnamótum Ármúla og Háaleitisbrautar, í nágrenni Samgöngustofu, um níuleytið í morgun. Tveir sjúkrabílar og lögregla voru kölluð á staðinn. Meira »

Jan Mayen-þorskur líklega frá Íslandi

10:23 Góð þorskveiði norska línubátsins Loran í norskri lögsögu við Jan Mayen síðsumars og í haust hefur vakið athygli og spurningar um hvaðan þorskurinn komi. Meira »

Óttast ástandið þegar flensan bætist við

09:24 „Það er eðli bráðaþjónustunnar að þar verða sveiflur. Álagið hefur verið að aukast að meðaltali og við óttumst sérstaklega tímann þegar flensan kemur,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Meira »

Víkingaklappið höggvið í tré

08:18 Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur vísað umsókn listamanns um tveggja milljóna króna styrk til að gera höggmyndir af landsliði Íslands í víkingaklappi og setja upp fyrir utan íþróttaleikvanginn í Laugardal til borgarráðs til afgreiðslu. Meira »

Stormur sunnan- og vestanlands síðdegis

08:01 Það gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm, 15-25 m/s, sunnan- og vestanlands síðdegis og í kvöld og slær jafnvel í staðbundið rok með rigningu á láglendi að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og miðhálendinu. Meira »

Tekið á loftslagsvanda með timburhúsum

07:57 Vegna mikillar koltvísýringslosunar sem hlýst af notkun stáls og steinsteypu verða hönnuðir bygginga að snúa sér að því að hanna byggingar úr timbri, sem er auðveld og árangursrík loftslagsaðgerð. Meira »

Taka stöðuna í lok vikunnar

07:37 Starfsgreinasambandið og VR halda áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins í vikunni. Staða viðræðna verður gerð upp í vikulok hjá hvorum tveggja samtökum. Meira »

Amber enn föst á strandstað

07:22 Ekki tekst að losa hollenska flutningaskipið Amber, sem strandaði á sandrifi í innsiglingu Hornafjarðarhafnar í gærmorgun, á háflóðinu nú í morgun. Þetta staðfesti Vignir Júlíusson, forstöðumaður Hornafjarðarhafnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Lá ofurölvi á gangstétt við bar

06:15 Lögregla hafði í nótt afskipti af ofurölvaðri konu þar sem hún lá á gangstétt við bar í Bústaða- og Háaleitishverfi, en nokkur slík atvik þar sem lögregla þurfti að hafa afskipti af ofurölvuðu fólki voru skráð í dagbók lögreglu eftir þessa nóttina. Meira »

Um 80% eru prentuð erlendis

05:30 Um 80% allra þeirra 614 bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2018 eru prentuð erlendis.   Meira »

Tvöfalt meira af svefnlyfjum

05:30 34 þúsund einstaklingar fengu ávísuð svefnlyf á Íslandi á síðustu tólf mánuðum. Notkun svefnlyfja er hlutfallslega miklu meiri hér en í flestum öðrum löndum, samkvæmt upplýsingum á vef landlæknis. Meira »

Gera þarf ítarlegri kröfur

05:30 Gera þarf ítarlegri kröfur um áhrif bygginga á vind hér á landi, einnig vantar frekari eftirfylgni með núverandi kröfum, að mati Harðar Páls Steinarssonar verkfræðings. Meira »

Götur, sléttur og básar

05:30 Götunafnanefnd Reykjavíkur hefur gert tillögur að nýjum götuheitum á Landspítalalóð, í Gufunesi og á Esjumelum.  Meira »

Andlát: Kristrún Eymundsdóttir

05:30 Kristrún Eymundsdóttir, fyrrverandi framhaldsskólakennari, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 8. desember. Hún var 82 ára að aldri. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Lladro stytta
Húsgögn, silfur borðbúnaður, B&G postulín matar og kaffistell, Lladro styttur, b...
Ljósmyndanámskeið fyrir byjendur
Flott námskeið fyrir þá sem vilja læra á myndavélina og ná enn betri myndum. ...
Málarameistari
Málarameistari getur bætt við sig vinnu sími6603830...