Ekki kunnugt um veru Íslendinga í Sýrlandi

Frá Afrin í Sýrlandi.
Frá Afrin í Sýrlandi. AFP

Utanríkisráðuneytið er í sambandi við alþjóðadeild lögreglu og ræðismenn í Tyrklandi vegna orðróms um að ís­lensk­ur karl­maður hafi lát­ist í Afrin í Sýr­landi fyr­ir nokkr­um dög­um.

Ráðuneytinu er ekki kunnugt um veru hans, né annarra Íslendinga, í Sýrlandi. Þetta segir María Mjöll Jóns­dótt­ir, deild­ar­stjóri hjá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu, í samtali við mbl.is. Að sögn má búast við að málið taki tíma í vinnslu.

Meðal þeirra sem greina frá mál­inu á Face­book-síðu sinni er tyrk­neski vef­miðill­inn Etha. Þá er einnig greint frá mál­inu í tyrk­nesku út­gáfu fréttamiðils­ins CNN og í frétt Hurriyet, sem er einn stærsti fréttamiðill Tyrk­lands. Í frétt­un­um seg­ir að Íslend­ing­ur­inn hafi fallið í árás­um tyrk­neska hers­ins en að sjálf­ur hafi hann bar­ist við hlið sýr­lenskra Kúrda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert