Guðlaugur hittir aðstandendur Hauks

Haukur Hilmarsson.
Haukur Hilmarsson.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar á morgun með aðstandendum Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi. 

Fyrst var greint frá málinu á Vísi. Guðlaugur Þór staðfestir fundinn í samtali við mbl.is en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Fyrr í dag kom fram að leit liðsmanna Varn­ar­sveita Kúrda (YPG) að líki Hauks Hilm­ars­son­ar um helg­ina bar eng­an ár­ang­ur. Svæðið þar sem Hauk­ur er tal­inn hafa fallið er nú á valdi tyrk­neskra her­sveita og því er óvíst hvort og þá hvenær leit verður haldið áfram.

Gagnrýnir stjórnvöld harðlega

Móðir Hauks, Eva Hauksdóttir, gagnrýnir íslensk stjórnvöld harðlega og segir þau gagnslaus. 

Þau eru öll af vilja gerð en vita bara ekkert hvað þau eiga að gera til þess að fá það staðfest hvort Haukur er lífs eða liðinn. Þau þau hafa ekki haft beint sambandi við tyrknesk stjórnvöld, bara sendiráð og ræðismenn sem eru með þetta í „ferli“, ekki heldur tyrkneska herinn, hvað þá Nató,“ skrifar Eva á Facebook-síðu sína.

Lögreglan rannsakar þetta sem mannshvarf en ef svo ólíklega vill til að Haukur sé á lífi þá getur skipt verulegu máli hvort hann finnst klst. fyrr eða síðar. Samt gefur ráðuneytið mér engan ádrátt um að redda mér kontakt upplýsingum. Gulli ætlar náðarsamlegast að hitta fjölskylduna á morgun.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert