Sætta sig ekki við óbreytt ástand

Svifryksmengun hefur verið töluverð í Reykjavík að undanförnu.
Svifryksmengun hefur verið töluverð í Reykjavík að undanförnu. mbl.is/RAX

„Hin mikla svifryksmengun sem leggst reglulega yfir borgina ógnar heilsu borgarbúa. Ekki er hægt að sætta sig við óbreytt ástand,“ segir í bókun umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar á fundi þess í morgun þar sem rætt var um svifryksmengun.

Þar kemur fram að ljóst sé að mikill hluti mengunarinnar komi frá bílaumferð. Mestu muni þar um mikla notkun nagladekkja í borginni og hátt hlutfall díselbifreiða.

„Götur borgarinnar eru þrifnar reglulega en alltaf er hægt að gera betur. Varanlegur árangur næst þó ekki nema ráðist verði að rót vandans.“

Ráðið beinir því til umhverfis og skipulagssviðs borgarinnar að koma með tillögur um leiðir til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert