Sveitarstjórn hafnar nýjum vindmyllum

Önnur vindmyllan í Þykkvabæ eyðilagðist í eldsvoða.
Önnur vindmyllan í Þykkvabæ eyðilagðist í eldsvoða. mbl.is/Árni Sæberg

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur hafnað því að Biokraft fái heimild til að reisa tvær vindrafstöðvar í Þykkvabæ, í stað tveggja eldri og minni vindmyllna.

Lögmaður Biokraft telur að ýmislegt í meðferð skipulags- og umferðarnefndar sveitarfélagsins sé ólögmætt og er eigandi Biokraft að íhuga framhald málsins. Til greina kemur að vísa málinu til úrskurðarnefndar eða höfða mál fyrir dómstólum.

Eftir að önnur vindrafstöð Biokraft eyðilagðist í bruna á síðasta ári óskaði eigandi fyrirtækisins eftir því að fá að endurnýja báðar myllurnar vegna þess að þær gömlu væru úreltar og ekki lengur hægt að fá slíka myllu keypta. Uppfærð útgáfa er heldur hærri, í samræmi við þróunina í nýtingu vindorkunnar. Eigandi Biokraft telur að sveitarfélagið hafi tekið vel í óskir hans um að endurnýja vindrafstöðvarnar. Hámarkshæð vindmyllnanna í Þykkvabæ er bundin í deiliskipulagi og þurfti því að breyta skipulagi samkvæmt ábendingu skipulagsfulltrúa. Biokraft lét vinna nýtt deiliskipulag og sveitarstjórn samþykkti að auglýsa það, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert