Bragi vill mæta á fund velferðarnefndar

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu vill funda með velferðarnefnd Alþingis til …
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu vill funda með velferðarnefnd Alþingis til að varpa ljósi á umfjöllun um afskipti hans af einstaka málum Barnaverndarstofu.

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur óskað eftir að fá að koma á fund velferðarnefndar við fyrsta tækifæri. Helst vill hann mæta á áætlaðan fund nefndarinnar á mánudag þar sem rætt verður hvort Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hafi haldið upplýsingum leyndum fyrir Alþingi og velferðarnefnd vegna máls Braga. 

Barna­vernd­ar­nefnd­ir höfuðborg­ar­svæðis­ins sendu fjöl­marg­ar kvart­an­ir í nóvember um for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu sem og fram­komu stofn­un­ar­inn­ar Barna­vernd­ar­stofu í garð þeirra til fé­lags­málaráðuneyt­is­ins.

Fjallað var um mál­efni Braga hjá Barna­vernd­ar­stofu í Stund­inni í gær þar sem seg­ir að Ásmund­ur Einar hafi búið yfir ít­ar­leg­um upp­lýs­ing­um um af­skipti Braga af barna­vernd­ar­máli í Hafn­ar­f­irði og þrýst­ing sem hann beitti barna­vernd­ar­starfs­mann af vorkunn­semi við fjöl­skyldu manns sem grunaður var um kyn­ferðis­brot gegn dætr­um sín­um.

Bragi segir í bréfinu að hann telji sig geta varpað nýju ljósi á málið „sem kollvarpi þeirri mynd sem dregin hefur verið upp í umfjöllun Stundarinnar um málið og í kjölfar hennar.“

Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, sagði á Alþingi í gær að Ásmund­ur hafi sagt ósátt í þingsal þegar mál­efni for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu voru til umræðu.

Ásmundur Einar sagðist í gærkvöldi ekki hafa leynt gögn­um um rann­sókn á máli Braga og að hann standi við orð sín um að hvorki Bragi né Barna­vernd­ar­stofa hafi gerst brot­leg í starfi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert