Líkir íslenskum fangelsum við hótel

Sindri Þór Stefánsson.
Sindri Þór Stefánsson. Grunnkort/Map.is

Sindri Þór Stefánsson lýsir því í viðtali við New York Times í dag hvernig hann hafi strax séð eftir flóttanum til Svíþjóðar þegar hann sá mynd af sér í öllum fjölmiðlum. Sindri situr í gæsluvarðhaldi í Amsterdam en hann strauk af Sogni aðfararnótt 17. apríl.

Í umfjöllun NYT kemur fram að yfir fjórir mánuðir séu liðnir síðan tölvubúnaði, sem er metinn á um 200 milljónir króna, var stolið. Hann er afar sérhæfður og hannaður til að grafa eftir rafmyntum á borð við Bitcoin. Þetta er eitt stærsta þjófnaðarmál sögunnar hér á landi og hétu eigendur búnaðarins þeim sex milljónum króna í fundarlaun sem gæti veitt upplýsingar um málið.

Tölvubúnaðurinn er notaður til þess að grafa eftir rafmyntum.
Tölvubúnaðurinn er notaður til þess að grafa eftir rafmyntum. AFP

Sindri Þór sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að þjófnaðinum en hann hefur ítrekað verið dæmdur fyrir fíkniefnabrot sem og innbrot. Samkvæmt NYT hafa fjölmiðlar sagt hann höfuðpaurinn á bak við þjófnaðinn og það skýrist af því að honum hafi verið haldið lengur en öðrum þeim sem hafa verið yfirheyrðir í tengslum við málið.

„En síðan, líkt og tölvurnar, hvarf herra Stefánsson. Næstu fimm daga var hann á alþjóðlegum lista yfir fólk á flótta undan réttvísinni,“ segir í umfjöllun NYT.

Þar er því lýst hversu auðveldur flóttinn hafi verið og að Sindri hafi tekið leigubíl á flugvöllinn og flogið með morgunflugi til Stokkhólms líkt og forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir. 

„Við tölum ekkert saman,“ segir Sindri í símaviðtali við NYT úr fangelsi fyrir utan Amsterdam. Um fyrsta viðtalið sé að ræða sem hann veitir frá því hann var handtekinn í Amsterdam fyrir tveimur vikum síðan. Sindri segist hafa verið með derhúfu og forðast augnsamband við fólk um borð í flugvélinni. 

Sindri vildi ekki ræða við blaðamann NYT um þjófnaðinn heldur miklu frekar vildi hann ræða hversu mikið hann sæi eftir flóttanum. Hann hafi ekki borðað og verið með stöðugan hnút í maganum yfir því að hafa lagt þetta á fjölskyldu sína. Eins hafi hann verið hræddur um að þekkjast. 

Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir við NYT áhuga Íslendinga á málinu. „Ég sit hér í heitum potti í sundlaugunum og vinir og félagar spyrja hvort ég hafi fundið hann?“

Í New York Times er lýst aðbúnaði fanga að Sogni. Það sé opið fangelsi þar sem fangar hafi sérherbergi með flatskjáum. Þeir séu með snjallsíma og megi nota þá að vild. Á daginn annist þeir eldamennsku og fleira og fái greitt fyrir.

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir andrúmsloftið vinalegt á Sogni og fangar séu í góðu sambandi við fangaverði. Aldrei komi til slagsmála eða rifrilda þar en Guðmundur Ingi hefur sjálfur afplánað á Sogni.

Sogn í Ölfusi.
Sogn í Ölfusi. mbl.is/RAX

Blaðamaðurinn segir að fangelsið minni frekar á sveitabæ heldur en fangelsi en hann heimsótti Sogn fyrir skemmstu.

Sindri segir í viðtalinu að hann hafi farið að leita að flugi um klukkan 23 um kvöldið. Eftir að hafa bókað flug undir fölsku nafni, opnaði hann gluggann og lét sig hverfa. Að hans sögn rölti hann áleiðis eftir þjóðveginum og síðan farið á puttanum til Keflavíkur. Þar hringdi hann á leigubíl. Lögreglan segir aftur á móti að vitorðsmaður Sindra hafi keyrt hann til Keflavíkur.

Þegar hann kom til Stokkhólms fór hann með lest, leigubíl og ferju til Þýskalands með viðkomu í Danmörku. Þar hitti hann fólk sem keyrði hann til Amsterdam og að eigin sögn var hann aðeins frjáls þar í þrjár klukkustundir. Þar tóku nefnilega vegfarendur eftir honum og sendu lögreglu mynd af honum. Lögreglan var fljót að koma á staðinn og handtaka hann. „Ég var bara á göngu þegar það gerðist,“ segir Sindri í viðtalinu.

Sindri með vinum sínum í Amsterdam sama dag og hann ...
Sindri með vinum sínum í Amsterdam sama dag og hann var handtekinn. Instagram/ Haffilogi

Þar er haft eftir Sindra að hann hafi  verið edrú í meira en sjö ár og vinni við að búa til smáforrit og vefsíður. Hann vill lítið gera úr því að hafa nýverið handtekinn fyrir framleiðslu á maríjúana og segir að það sé bara hliðarverkefni.

Þegar hann var handtekinn stóð til að hann færi úr landi eftir tvo daga ásamt eiginkonu og þremur börnum. Þau ætluðu að flytja til Spánar og hefja nýtt líf.

New York Times segir síðan í lok greinarinnar að sama hverslu þversagnarkennt það kunni að hljóma þá þrái Sindri ekkert frekar en að komast þangað sem hann vildi ólmur flýja frá. Í fangelsinu í Hollandi sé hann aðeins nafn og númer, hungraður og á verði gagnvart öðrum föngum. Til samanburðar segir hann: „Íslensk fangelsi eru eins og hótel.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lögreglan leitar að þremur stúlkum

00:47 Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir þremur stúlkum sem allar eru á 16. aldursári, en þær fóru frá heimilum sínum á Selfossi í gærkvöldi. Heita þær Ísabella Máney Grétarsdóttir, Andrea Ósk Waagfjörð og Hrafnhildur Malen Lýðsdóttir. Meira »

„Markmiðið að engin kveiki í geitinni“

Í gær, 21:50 „Aðallega þykir okkur vænt um jólageitina og þetta er náttúrulega dýr búnaður, jólaseríur og fleira,“ segir Gunnlaugur Fannar Jónsson, öryggisstjóri IKEA, í við fyrirspurn mbl.is um nauðsyn sólarhringsvöktunar við hina margfrægu jólageit IKEA við Kauptún í Garðabæ. Meira »

Japönsk kvikmynd þótti of dónaleg

Í gær, 20:37 Það er margt sem saga kláms á Íslandi á sameiginlegt með sögu kláms annars staðar í heiminum, en af því var minna framleitt hér á landi en víða annars staðar. Þetta segir Kristín Svava Tómasdóttir, höfundur sagnfræðiritsins Stund klámsins. Meira »

Stefnir í tvöfaldan lottópott

Í gær, 19:51 Eng­inn var með fyrsta vinn­ing í Lottó í kvöld og stefn­ir því í tvö­fald­an pott í næstu viku. Tveir deildu hins vegar með sér öðrum vinningi og hljóta þeir 158 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var í áskrift en hinn var keyptur í verslun 10-11 á Laugaveginum. Meira »

Harðkjarnarokk fær nýjan samastað

Í gær, 19:45 Aðdáendur þungarokks á Íslandi geta bráðlega ekki lengur svalað þorsta sínum í málm- og harðkjarnarokk á Rás 2. Ríkisútvarpið hefur ákveðið að taka eina þungarokksþátt landsins, Dordingul, úr loftinu og færa hann alfarið á veraldarvefinn. Meira »

Í varðhaldi vegna vinnumansals

Í gær, 19:21 Erlendur maður hefur verið í gæsluvarðhaldi í hálfan mánuð vegna gruns um að hann hafi stundað vinnumansal, að því er fram kom í fréttum RÚV í kvöld. Er maðurinn, sem er pakistanskur, talinn hafa flutt tugi manna til Íslands yfir um tveggja ára skeið og suma þeirra á fölsuðum skilríkjum. Meira »

Skeytingarleysi er ekki valkostur

Í gær, 18:40 „Virðing og skilningur þarf alltaf að vera leiðarljós í aðstoð við fólk sem stendur höllum fæti,“ segir segir formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Félagsráðgjafar lásu sögur skjólstæðinga sinna og vilja að stjórnvöld og aðrir styðji fátækt fólk með félagslegum umbótum. Meira »

„Töluvert mikið álag á spítalanum“

Í gær, 18:25 Það er viðvarandi hátt álag á Landspítalanum sem veldur því að eðlilegar sveiflur í komum á spítalann geta leitt til erfiðleika á bráðamóttöku eins og varð í gær, að því er Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, segir í samtali við mbl.is. Meira »

Stjórn­völd í herferð gegn tekjulágum

Í gær, 17:58 Aukinn ójöfnuður, skattbyrði láglaunahópa og tækifæri til úrbóta í skattkerfinu var á meðal þess sem kom fram á opnum fundi Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands í dag. Fundurinn bar yfirskriftina Skattbyrði og skerðingar og afkoma lágtekjufólks á Íslandi var einkum til umræðu. Meira »

„Vel haldið utan um okkur“

Í gær, 17:08 „Það er mjög vel haldið utan um okkur,“ segir Þórdís Ósk Sigtryggsdóttir, ein þeirra um 160 farþega sem voru um borð í flugvél Icelandair sem skyndilega þurfti að lenda á Saguenay Bagotville-flugvellinum í Kanada, vegna sprungu í rúðu í flugstjórnarklefa vélarinnar. Meira »

Mótmæltu með blómum og skiltum

Í gær, 16:11 Hernaðarandstæðingar stóðu fyrir mótmælum og sögugöngu í Þjórsárdal í dag, en þar fór fram seinni dagur heræfingar bandarískra hermanna. Tilgangur æfingarinnar er að undirbúa hermenn til veru í slæmu veðri og kanna þolmörk þeirra í göngu með þungan búnað. 400 hermenn áttu að taka þátt í æfingunni. Meira »

Gjaldskýlin urðu gröfunum að bráð

Í gær, 16:05 Starfsmenn verktakafyrirtækisins Þróttar ehf. unnu við það í vikunni að fjarlægja tvö af þremur gjaldskýlum Hvalfjarðarganga með stórvirkum gröfum. Meira »

Margt á 10 ára afmæli UNICEF og Te & Kaffi

Í gær, 15:52 Margt var um manninn þegar UNICEF á Íslandi og Te & Kaffi blésu til afmælisveislu í Smáralindinni í dag til að fagna 10 ára farsælu samstarfi. Tveggja metra afmæliskakka kláraðist og mikill fögnuður braust út þegar tónlistarmaðurinn Páll Óskar steig þar á svið. Meira »

Ólafur: Barátta sem má ekki tapast

Í gær, 14:52 Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða og fyrrverandi forseti, segir framtíð norðurslóða og orkubyltingu vera sömu hliðina á sama peningnum. Ólafur var gestur í Víglínunni á Stöð 2 hjá Heimi Má Péturssyni. Meira »

Metfjöldi herskipa hér við land

Í gær, 13:33 „Við röðum þessum skipum bara upp eins og kubbum sem þurfa að falla sem best að bryggjunni. Við þá vinnu skiptir lengd skipa mestu máli og hversu djúpt þau rista,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Morgunblaðið í dag og vísar í máli sínu til þess mikla fjölda herskipa Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem nú liggur við bryggju á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Taka athugasemdir ASÍ alvarlega

Í gær, 13:08 „Við tökum athugasemdir ASÍ alvarlega. Það er ljóst að ég mun tryggja það að við munum ekki taka að okkur verkefni sem iðnaðarmenn eða aðrir hafa áhuga á,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar um gagnrýni ASÍ á fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga undan fangelsa . Meira »

„Menn lifa ekki á kostnaðarmötum“

Í gær, 12:21 „Við höfum ekki rætt þetta í samninganefndinni, en við látum eitthvað kostnaðarmat ekki hafa áhrif á það sem við erum að gera. Við teljum okkur vera að ná launum fyrir fólk sem þarf á því að halda og er á lágum launum í dag,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Yfir 600 á biðlista inn á Vog

Í gær, 12:11 „Það er með algjörum ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld skuli ekki bregðast við þessum vanda á einhvern hátt. Starfsfólkið á Vogi vinnur allan sólarhringinn á vöktum, alla daga ársins og ekkert má útaf bregða í rekstrinum, hvorki veikindi né aðrar óvæntar uppákomur,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Meira »

Jón Steinar prófi „sitt eigið meðal“

Í gær, 11:41 „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er,“ segir í yfirlýsingu stjórnenda Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti Meira »
ÞVOTTAVÉL
TIL SÖLU GÓÐ AEG ÞVOTTAVÉL. NÝ KOL. VERÐ 45Þ.Þ. UPPL. Í 822-4850....
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR HVÍTLAKKAÐUR STOFUSKÁPUR MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41 H=9...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...