Líkir íslenskum fangelsum við hótel

Sindri Þór Stefánsson.
Sindri Þór Stefánsson. Grunnkort/Map.is

Sindri Þór Stefánsson lýsir því í viðtali við New York Times í dag hvernig hann hafi strax séð eftir flóttanum til Svíþjóðar þegar hann sá mynd af sér í öllum fjölmiðlum. Sindri situr í gæsluvarðhaldi í Amsterdam en hann strauk af Sogni aðfararnótt 17. apríl.

Í umfjöllun NYT kemur fram að yfir fjórir mánuðir séu liðnir síðan tölvubúnaði, sem er metinn á um 200 milljónir króna, var stolið. Hann er afar sérhæfður og hannaður til að grafa eftir rafmyntum á borð við Bitcoin. Þetta er eitt stærsta þjófnaðarmál sögunnar hér á landi og hétu eigendur búnaðarins þeim sex milljónum króna í fundarlaun sem gæti veitt upplýsingar um málið.

Tölvubúnaðurinn er notaður til þess að grafa eftir rafmyntum.
Tölvubúnaðurinn er notaður til þess að grafa eftir rafmyntum. AFP

Sindri Þór sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að þjófnaðinum en hann hefur ítrekað verið dæmdur fyrir fíkniefnabrot sem og innbrot. Samkvæmt NYT hafa fjölmiðlar sagt hann höfuðpaurinn á bak við þjófnaðinn og það skýrist af því að honum hafi verið haldið lengur en öðrum þeim sem hafa verið yfirheyrðir í tengslum við málið.

„En síðan, líkt og tölvurnar, hvarf herra Stefánsson. Næstu fimm daga var hann á alþjóðlegum lista yfir fólk á flótta undan réttvísinni,“ segir í umfjöllun NYT.

Þar er því lýst hversu auðveldur flóttinn hafi verið og að Sindri hafi tekið leigubíl á flugvöllinn og flogið með morgunflugi til Stokkhólms líkt og forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir. 

„Við tölum ekkert saman,“ segir Sindri í símaviðtali við NYT úr fangelsi fyrir utan Amsterdam. Um fyrsta viðtalið sé að ræða sem hann veitir frá því hann var handtekinn í Amsterdam fyrir tveimur vikum síðan. Sindri segist hafa verið með derhúfu og forðast augnsamband við fólk um borð í flugvélinni. 

Sindri vildi ekki ræða við blaðamann NYT um þjófnaðinn heldur miklu frekar vildi hann ræða hversu mikið hann sæi eftir flóttanum. Hann hafi ekki borðað og verið með stöðugan hnút í maganum yfir því að hafa lagt þetta á fjölskyldu sína. Eins hafi hann verið hræddur um að þekkjast. 

Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir við NYT áhuga Íslendinga á málinu. „Ég sit hér í heitum potti í sundlaugunum og vinir og félagar spyrja hvort ég hafi fundið hann?“

Í New York Times er lýst aðbúnaði fanga að Sogni. Það sé opið fangelsi þar sem fangar hafi sérherbergi með flatskjáum. Þeir séu með snjallsíma og megi nota þá að vild. Á daginn annist þeir eldamennsku og fleira og fái greitt fyrir.

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir andrúmsloftið vinalegt á Sogni og fangar séu í góðu sambandi við fangaverði. Aldrei komi til slagsmála eða rifrilda þar en Guðmundur Ingi hefur sjálfur afplánað á Sogni.

Sogn í Ölfusi.
Sogn í Ölfusi. mbl.is/RAX

Blaðamaðurinn segir að fangelsið minni frekar á sveitabæ heldur en fangelsi en hann heimsótti Sogn fyrir skemmstu.

Sindri segir í viðtalinu að hann hafi farið að leita að flugi um klukkan 23 um kvöldið. Eftir að hafa bókað flug undir fölsku nafni, opnaði hann gluggann og lét sig hverfa. Að hans sögn rölti hann áleiðis eftir þjóðveginum og síðan farið á puttanum til Keflavíkur. Þar hringdi hann á leigubíl. Lögreglan segir aftur á móti að vitorðsmaður Sindra hafi keyrt hann til Keflavíkur.

Þegar hann kom til Stokkhólms fór hann með lest, leigubíl og ferju til Þýskalands með viðkomu í Danmörku. Þar hitti hann fólk sem keyrði hann til Amsterdam og að eigin sögn var hann aðeins frjáls þar í þrjár klukkustundir. Þar tóku nefnilega vegfarendur eftir honum og sendu lögreglu mynd af honum. Lögreglan var fljót að koma á staðinn og handtaka hann. „Ég var bara á göngu þegar það gerðist,“ segir Sindri í viðtalinu.

Sindri með vinum sínum í Amsterdam sama dag og hann ...
Sindri með vinum sínum í Amsterdam sama dag og hann var handtekinn. Instagram/ Haffilogi

Þar er haft eftir Sindra að hann hafi  verið edrú í meira en sjö ár og vinni við að búa til smáforrit og vefsíður. Hann vill lítið gera úr því að hafa nýverið handtekinn fyrir framleiðslu á maríjúana og segir að það sé bara hliðarverkefni.

Þegar hann var handtekinn stóð til að hann færi úr landi eftir tvo daga ásamt eiginkonu og þremur börnum. Þau ætluðu að flytja til Spánar og hefja nýtt líf.

New York Times segir síðan í lok greinarinnar að sama hverslu þversagnarkennt það kunni að hljóma þá þrái Sindri ekkert frekar en að komast þangað sem hann vildi ólmur flýja frá. Í fangelsinu í Hollandi sé hann aðeins nafn og númer, hungraður og á verði gagnvart öðrum föngum. Til samanburðar segir hann: „Íslensk fangelsi eru eins og hótel.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hrafn fékk leiðréttingu hjá Þjóðskrá

11:24 „Ég er kominn heim!“ segir Hrafn jökulsson í stöðufærslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist hafa fengið tilkynningu frá Þjóðskrá Íslands um að lögheimili hans hafi verið flutt til Árneshrepps. Meira »

Rannsókn málsins á lokastigum

10:45 Rannsókn eins stærsta þjófnaðarmáls Íslandssögunnar er á lokastigum. „Eina sem ég get sagt þér er að rannsókn málsins er á lokastigum,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is í gær. Meira »

Óvænt sjósund bæjarstjórans

09:48 Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, lenti í smá vandræðum við upptöku á kynningarmyndbandi og skellti sér óvænt í sjósund. Meira »

Heggur nærri rigningarmetinu í maí

09:29 Er rigningarmetið í Reykjavík í maí virkilega að fara að falla? Þessu veltir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur fyrir sér í færslu á Facebook-síðu sinni og telur ekki ólíklegt að svo geti farið. Núverandi met, 126 mm, er frá 1989 en fyrra met, 122 mm, var skráð 1896. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

08:56 Stefnt er að því að fræsa báðar vinstri akreinar á Sæbraut, frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar að gatnamótum við Katrínartún, í dag. Meira »

IKEA innkallar reiðhjól

08:46 IKEA innkallar SLADDA-reiðhjólið vegna ófullnægjandi öryggis beltadrifsins, sem kemur í stað hefðbundinnar keðju á hjólinu.   Meira »

Kvennafangelsið líklega rifið

08:18 Húsið Kópavogsbraut 17, sem áður hýsti Kvennafangelsið, verður líklega rifið. Kópavogsbær keypti húsið af ríkinu 2015. Hluti þess er nú leigður AA-samtökunum. Meira »

Ólík viðhorf eftir búsetu í borginni

08:00 Mismunandi fylgi framboðslistanna í Reykjavík eftir borgarhlutum er enn mjög áberandi í lokakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir borgarstjórnarkosningarnar á laugardaginn. Könnunin var birt hér í blaðinu í gær. mbl.is sýnir þennan mun á gagnvirku korti þar sem sjá má fylgið eftir mismunandi breytum. Meira »

Hækkun fasteignamats verði ógilt

07:57 Fyrirtæki innan raða Félags atvinnurekenda hefur stefnt Þjóðskrá og Reykjavíkurborg vegna útreiknings fasteignamats og álagningar fasteignagjalda. Meira »

Fyrsta gagnaverið rís á Blönduósi

07:37 „Við fáum aukna starfsemi inn í samfélagið. Reksturinn skapar umsvif og störf,“ segir Valgarður Hilmarsson, sveitarstjóri á Blönduósi. Meira »

Ákærður fyrir hatursorðræðu

07:01 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í athugasemdakerfi DV í nafni eiginkonu hans. Meira »

Samfelld úrkoma

06:55 Fremur hæg breytileg vindátt verður á landinu í dag. Samfelld úrkoma suðaustan- og austanlands og einnig um tíma fyrir norðan. Vestan til á landinu má búast við skúraleiðingum. Heldur vaxandi suðvestan- og vestanátt þegar líður á daginn. Meira »

Enn snjóflóðahætta til fjalla

06:51 Eftir lægðagang undanfarið er töluverður snjór til fjalla á jöklum og hálendinu. Sleðamenn komu af stað snjóflóði í Skriðutindum á mánudag og segja mikið vera af flóðum á því svæði. Á fimmtudag í síðustu viku lentu menn í snjóflóði á Grímsfjalli. Meira »

Eignaspjöll og líkamsárás í Garðabæ

06:34 Einn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við eignaspjöll á bifreið í Garðabæ og hugsanlega líkamsárás þar í bæ. Meira »

Nýr formaður Heimilis og skóla

06:11 Sigrún Edda Eðvarðsdóttir var kjörin nýr formaður samtakanna Heimili og skóli í gær.   Meira »

Ók á 170 km hraða

05:54 Lögreglan á Akureyri stöðvaði ökumann sem ók á 170 km hraða á hringveginum skömmu eftir miðnætti í nótt.  Meira »

Komið að ögurstund í Reykjavík

05:30 Hörð kosningabarátta hefur verið háð í höfuðborginni í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og á laugardaginn dregur til tíðinda. Stærstu valkostir kjósenda virðast snúast um það hvort núverandi meirihluti hafi verið á réttri leið eða hvort breytinga sé þörf. Meira »

Fágætur Kjarval á uppboði

05:30 „Þessi blómakörfumynd eftir Kjarval telst til lykilverka hans og er hreint fágæti. Það er afar sjaldgæft að svona mynd komi á uppboð enda eru þær í raun svo fáar.“ Þetta segir Tryggvi Páll Friðriksson hjá Gallerí Fold. Meira »

Tillaga um raflínu við Héraðsvötn

05:30 Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur fallið frá lagningu Blöndulínu 3 á svonefndri Efribyggðarleið og leggur í staðinn fram tillögu um að nýja byggðalínan fari um svonefnda Héraðsvatnaleið. Meira »
Fjögur heilsársdekk undan RAV4 til sölu
Fjögur lítið notuð heilsársdekk til sölu, seljast öll á kr. 30 þúsund. Dekkin er...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: START/BYRJA: 2018: 28/5, 25/6,...
 
Leikskóli seltjarnarnes
Leikskólakennsla
Leikskóli Seltjarnarness Leikskólabör...
Deildarstjóri fjármálasvið
Sérfræðistörf
DEILDARSTJÓRI Á FJÁRMÁLASVIÐI DRÍF...
Forstöðumaður hornbrekku
Stjórnunarstörf
Laus staða í Fjallabyggð STAÐA HJÚKRU...
Tónlistarkennari
Önnur störf
Það vantar tónlistarkennara norður Tó...