Kerfin tali saman í málefnum barna

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. mbl.is/Haraldur Jónasson

Stefnt er að því að endurskoða allt félagslega kerfið sem snýr að börnum. Um samstarf milli kerfa verður að ræða undir stjórn félagsmálaráðuneytisins með aðkomu mennta- og heilbrigðisráðuneytisins auk sveitarfélaga. „Við ætlum að brjóta múra og byggja brýr,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra.

Velferðarráðuneytið stendur fyrir ráðstefnu í dag um snemmtæka íhlutun í málefnum barna á Íslandi, SIMBA og kom þetta fram í máli ráðherra við setningu ráðstefnunnar.

Salvör Nordal, umboðsmaður barna.
Salvör Nordal, umboðsmaður barna. mbl.is/Hari

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, fagnar þessu - að kerfin tali saman og bendir á að íslenskt þjóðfélag verði að sameinast í þessu verkefni. Saman þurfum við að finna leiðir til að samræma áralagið og brúa bilið á milli kerfa. Því það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum og að sögn Salvarar þurfum við fjölbreytt meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni og fjölbreytni í menntamálum. 

Nánar verður fjallað um ráðstefnuna á mbl.is í dag en hægt er að fylgjast með henni hér.

Hér er hægt að lesa umfjöllun mbl.is um málefni barna og ungmenna

mbl.is