Hugsi yfir viðbrögðum formanns VR

Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, segist vera hugsi yfir viðbrögðum ...
Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, segist vera hugsi yfir viðbrögðum formanns VR að setja Hörpu í „viðskiptabann“ vegna umfjöllunar um uppsagnir þjónustufulltrúa í Hörpu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, segir að málstaður forstjóra Hörpu hafi fengið lítinn hljómgrunn í umfjöllun og umræðu um uppsagnir meirihluta þjónustufulltrúa Hörpu í vikunni.

Alls hafa 22 þjón­ustu­full­trú­ar í Hörpu sent inn upp­sagn­ar­bréf vegna óánægju með kjör sín. Fimm til viðbót­ar eiga eft­ir að gera upp við sig hvort þeir halda áfram eða ekki.

Upp­sagn­irn­ar komu í kjöl­far fjöl­miðlaum­fjöll­unar um þjón­ustu­full­trúa í Hörpu sem of­bauð launa­hækk­un for­stjóra, sem var sögð 20%, svo að hann sagði upp. Formaður stjórnar Hörpu segir fréttir að launahækkun forstjórans vera falsfréttir. 

Í langri færslu sem Vilhjálmur birti á Facebook í gærkvöldi segist hann vera hugsi yfir „þeirri miklu orrahríð sem dunið hefur á forstjóranum síðustu daga.“ Hann segist sjálfur bera ábyrgð á stöðunni þar sem hann kom að ráðningu Svanhildar Konráðsdóttur í starf forstjóra Hörpu. „Mér finnst ekki eðlilegt að sitja í skjóli og láta aðra um að taka á sig alla ágjöfina þegar ég ber sjálfur hluta af ábyrgðinni á því hvernig staðan er,“ skrifar Vilhjálmur.

1,5 milljónir króna í mánaðarlaun „í hóflegri kantinum“

Því næst rifjar hann upp ráðningu Svanhildar. „Í byrjun árs 2017 þegar ráðningarferlið gekk yfir lá fyrir að stjórn Hörpu yrði að semja við hana um laun vegna þess að búið var að breyta lögunum um aðkomu kjararáðs að ákvörðun launa forstjóra Hörpu. Eins og gengur var nokkur vinna að samræma sjónarmið varðandi launin en á endanum samdist um 1500 þús. kr. mánaðarlaun sem var í hóflegri kantinum miðað við það sem gerðist og gekk hjá æðstu stjórnendum í starfsemi af svipuðu umfangi og hjá Hörpu. Eftir að búið var að semja um launin við Svanhildi kom úrskurður frá kjararáði um lægri laun og hún féllst á að vera á þeim í tvo mánuði þangað til að ábyrgðin á málinu færðist alfarið til stjórnar Hörpu. Mér finnst það ekki vera eðlilegt að tala um „launahækkun“ þegar tímabundinni launalækkun lýkur. Hvað skyldu margir stjórnendur sem tóku launalækkanir í kjölfar hrunsins 2008 til baka einu til tveimur árum seinna hafa nuddað viðkomandi starfsmönnum upp úr því að þeir hafi fengið „launahækkanir“? Og hvað skyldu margir starfsmenn hafa upplifað það sem „launahækkun“ að fá fyrri umsamin laun á ný?“ skrifar Vilhjálmur.  

Erfiðasta sem stjórnandi gerir er að skerða kjör

Vilhjálmur segir að eitt af því leiðinlegasta og erfiðasta sem stjórnandi stendur frammi fyrir sé að skerða kjör starfsmanna með einhverjum hætti. Hann bendir á að þjónustufulltrúar í Hörpu hafi fengið borgað umfram taxta til lengri tíma sem hann telur ekki vera góða framkvæmt hjá opinberum eða hálfopinberum aðilum.

„Ein af sparnaðarráðstöfunum sem ráðist var í var því að lækka þessa yfirborgun á taxta en bjóða nýja samninga sem enduðu að vera með með 15% álagi á taxta auk þess að ekki yrði lengur greitt fyrir óunna dagvinnutíma líkt og tíðkast hafði,“ skrifar Vilhjálmur.

Hann segir að breytingarnar hafi verið gerðar í samráði við VR. „Eðlilega kom trúnaðarmaður [að] samtalinu við starfsmenn um þessar breytingar. Þetta er á engan hátt einstök aðgerð hjá Svanhildi eða Hörpu því ýmis fyrirtæki þurfa því miður stundum að grípa til slíkra aðgerða. Engu að síður er þetta alltaf viðkvæmt mál ekki síst þar sem launin eru ekki há. Þetta var hins vegar aðeins ein aðgerð af mörgum til að ná niður kostnaði. Og ég hef á tilfinningunni að ef launin hefðu verið í núverandi horfi frá upphafi hefði fæstum þótt slík laun athugaverð. Vissulega þarf að gæta þess að þegar gripið er til aðgerða eins og í Hörpu að starfsmönnum þyki að réttlátlega sé staðið að verki. Og almennt virðist svo sem það hafi tekist,“ skrifar Vilhjálmur.

Furðar sig á viðskiptabanninu

Þá segist hann vera hugsi yfir viðbrögðum formanns VR að setja Hörpu í „viðskiptabann“.

„Var það gert í samráði við aðra starfsmenn Hörpu sem eru í VR? Og er það í þágu þeirra? Ætlar formaðurinn að grípa til sambærilegra aðgerða gegn öðrum fyrirtækjum sem yfirborga taxta minna en 40%? Ég tel rétt að þetta mál fái að róast niður og að menn ræði það af meiri yfirvegun en verið hefur,“ skrifar Vilhjálmur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þjófnaður á bókasafninu

06:09 Kona varð fyrir því óláni að stolið var frá henni munum þar sem hún var á bókasafninu í miðborginni síðdegis í gær. Meðal annars var síma hennar stolið, greiðslukorti og lyfjum. Meira »

Vill kaupa 8 milljarða hlut í lóninu

05:30 Eignarhaldsfélagið Kólfur ehf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé framtakssjóðsins Horns II í Bláa lóninu. Hlutur sjóðsins í fyrirtækinu er tæplega 20% og er metinn í bókum hans á ríflega 8 milljarða króna. Meira »

100 manns í megrunaraðgerðir

05:30 „Mér fannst fáránlegt að horfa upp á þessa biðlista og sjálfsagt að bjóða upp á þennan valkost. Þetta er frábært sjúkrahús með læknum sem menntaðir eru í London og víðar á Vesturlöndum,“ segir Guðjón Ólafur Sigurbjartsson, hjá Hei Medical Travel sem býður upp á heilbrigðisþjónustu í Lettlandi. Meira »

Viðkvæm en ekki í hættu

05:30 Langreyður er ekki lengur flokkuð sem tegund í hættu (EN) á heimslista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN). Tegundin er nú flokkuð sem viðkvæm (VU). Meira »

Borgarlínan meðal verkefna í pípunum

05:30 Fulltrúar ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið niðurstöður starfshóps varðandi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. fjallað um áform um borgarlínu. Meira »

Hönnun Landsbankans að ljúka

05:30 Gerð aðaluppdrátta nýrra höfuðstöðva Landsbankans eru á lokastigi. Áætlað er að í desember verði þeir sendir til byggingarfulltrúa Reykjavíkur. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa bankans. Meira »

Tíminn er að hlaupa frá okkur

05:30 „Tíminn er að hlaupa frá okkur. Margir bændur bíða með ákvörðun um það hvort þeir treysta sér til að halda áfram eftir því hvort og þá hver aðkoma ríkisins verður.“ Meira »

Isavia vill fá að sekta fyrir stöðubrot

05:30 Isavia, sem annast rekstur Keflavíkurflugvallar, telur æskilegt að félagið fái sjálfstæða lagaheimild í umferðarlögum til að leggja á og innheimta gjöld eða sektir af ökumönnum. Meira »

Tillögu vegna SÁÁ vísað frá

Í gær, 22:57 Tillögu Egils Þórs Jónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að auka fjárveitingar til SÁÁ um 140 milljónir króna vegna skorts á stuðningi og úrræðum við ákveðna hópa með fíknivanda var vísað frá á fundi borgarstjórnar nú í kvöld. Meira »

Flutti jómfrúarræðu sína

Í gær, 22:49 Ragna Sigurðardóttir, 2. varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, flutti jómfrúarræðu sína í borgarstjórn í kvöld í umræðum um tillögur stýrihóps um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Meira »

Óvenjuleg talstöðvarskilyrði í dag

Í gær, 22:26 Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur glímt við afar óvenjuleg talstöðvarskilyrði í dag vegna háþrýstisvæðis sem liggur frá Noregi til Íslands. Skilyrðin valda því að stjórnstöðin nemur fjarskipti frá Englandi, Noregi og Norðursjó sem alla jafna ættu ekki að drífa nema 30-40 sjómílur. Meira »

Vilja 300 milljónum meira

Í gær, 22:10 Fordæmalaus spurn eftir leiknu íslensku sjónvarpsefni hefur skapast að mati félaga þeirra sem koma að íslenskri kvikmynda- og sjónvarpsgerð og hvetja þau alla alþingismenn til þess að taka undir hækkun framlaga til sjónvarpssjóðs um 300 milljónir króna. Meira »

Breytingar á hönnun kostað 23 milljónir

Í gær, 21:43 Breytingar á hönnun nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis hafa kostað rúmar 23 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Meira »

„Ég skil ekki svona vinnubrögð“

Í gær, 21:35 „Þetta fyrirtæki, Stakksberg, er að halda kynningarfund annað kvöld klukkan átta. Ég verð að segja það að mér finnst það sæta mikilli furðu hversu illa sá fundur sé kynntur,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, um íbúafund sem Stakksberg heldur annað kvöld. Meira »

Viðræðuhópur skilar niðurstöðum

Í gær, 21:17 Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað niðurstöðum sínum til ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ræddi við íþróttaiðkendur í Kópavogi

Í gær, 20:52 Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, ræddi í dag við unga íþróttaiðkendur í HK og Breiðabliki. Heimsóknin var hluti af innleiðingu á verkefninu TUFF-Ísland í Kópavogi. Meira »

Enn hægt að sjá Danadrottningu

Í gær, 20:42 Dagskráin hjá Margréti Þórhildi Danadrottningu vegna 100 ára fullveldisafmælis Íslands 1. desember næstkomandi er þétt. Enn er hægt að tryggja sér miða á sinfóníska sagnaskemmtun í Hörpu, þar sem drottningin mun flytja stutt ávarp í upphafi sýningar. Meira »

Huginn lengdur um 7,2 metra

Í gær, 20:15 Huginn VE-55 kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í síðustu viku, eftir talsverðar breytingar í skipasmíðastöð í Póllandi. Heimferðin gekk vel. Huginn er frystiskip og fjölveiðiskip og var smíðaður árið 2001 í Chile en var nú lengdur um 7,2 metra. Meira »

Hreyfum okkur hægar en vandinn eykst

Í gær, 19:56 „Það gengur mjög hægt að útskrifa,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vakti athygli á því í pistli sínum um helgina að „frá­flæðis­vand­inn“, eða út­skrift­ar­vandi aldraðra, sé nú í áður óþekkt­um hæðum. Meira »
veggklukka antik veggklukka
er með flotta veggklukku með mjúkum og þægilegum slætti á12,000 kr sími 869-279...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk 205/55 R16.. Verð kr 12000... Sími 8986048....
ANDLITSBAÐ Á KR.7500 TIL JÓLA
Gefðu andliti þinu næringu í roki og rigningu kulda eða öðru sem á því mæðir. ...
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...