Hugsi yfir viðbrögðum formanns VR

Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, segist vera hugsi yfir viðbrögðum ...
Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, segist vera hugsi yfir viðbrögðum formanns VR að setja Hörpu í „viðskiptabann“ vegna umfjöllunar um uppsagnir þjónustufulltrúa í Hörpu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, segir að málstaður forstjóra Hörpu hafi fengið lítinn hljómgrunn í umfjöllun og umræðu um uppsagnir meirihluta þjónustufulltrúa Hörpu í vikunni.

Alls hafa 22 þjón­ustu­full­trú­ar í Hörpu sent inn upp­sagn­ar­bréf vegna óánægju með kjör sín. Fimm til viðbót­ar eiga eft­ir að gera upp við sig hvort þeir halda áfram eða ekki.

Upp­sagn­irn­ar komu í kjöl­far fjöl­miðlaum­fjöll­unar um þjón­ustu­full­trúa í Hörpu sem of­bauð launa­hækk­un for­stjóra, sem var sögð 20%, svo að hann sagði upp. Formaður stjórnar Hörpu segir fréttir að launahækkun forstjórans vera falsfréttir. 

Í langri færslu sem Vilhjálmur birti á Facebook í gærkvöldi segist hann vera hugsi yfir „þeirri miklu orrahríð sem dunið hefur á forstjóranum síðustu daga.“ Hann segist sjálfur bera ábyrgð á stöðunni þar sem hann kom að ráðningu Svanhildar Konráðsdóttur í starf forstjóra Hörpu. „Mér finnst ekki eðlilegt að sitja í skjóli og láta aðra um að taka á sig alla ágjöfina þegar ég ber sjálfur hluta af ábyrgðinni á því hvernig staðan er,“ skrifar Vilhjálmur.

1,5 milljónir króna í mánaðarlaun „í hóflegri kantinum“

Því næst rifjar hann upp ráðningu Svanhildar. „Í byrjun árs 2017 þegar ráðningarferlið gekk yfir lá fyrir að stjórn Hörpu yrði að semja við hana um laun vegna þess að búið var að breyta lögunum um aðkomu kjararáðs að ákvörðun launa forstjóra Hörpu. Eins og gengur var nokkur vinna að samræma sjónarmið varðandi launin en á endanum samdist um 1500 þús. kr. mánaðarlaun sem var í hóflegri kantinum miðað við það sem gerðist og gekk hjá æðstu stjórnendum í starfsemi af svipuðu umfangi og hjá Hörpu. Eftir að búið var að semja um launin við Svanhildi kom úrskurður frá kjararáði um lægri laun og hún féllst á að vera á þeim í tvo mánuði þangað til að ábyrgðin á málinu færðist alfarið til stjórnar Hörpu. Mér finnst það ekki vera eðlilegt að tala um „launahækkun“ þegar tímabundinni launalækkun lýkur. Hvað skyldu margir stjórnendur sem tóku launalækkanir í kjölfar hrunsins 2008 til baka einu til tveimur árum seinna hafa nuddað viðkomandi starfsmönnum upp úr því að þeir hafi fengið „launahækkanir“? Og hvað skyldu margir starfsmenn hafa upplifað það sem „launahækkun“ að fá fyrri umsamin laun á ný?“ skrifar Vilhjálmur.  

Erfiðasta sem stjórnandi gerir er að skerða kjör

Vilhjálmur segir að eitt af því leiðinlegasta og erfiðasta sem stjórnandi stendur frammi fyrir sé að skerða kjör starfsmanna með einhverjum hætti. Hann bendir á að þjónustufulltrúar í Hörpu hafi fengið borgað umfram taxta til lengri tíma sem hann telur ekki vera góða framkvæmt hjá opinberum eða hálfopinberum aðilum.

„Ein af sparnaðarráðstöfunum sem ráðist var í var því að lækka þessa yfirborgun á taxta en bjóða nýja samninga sem enduðu að vera með með 15% álagi á taxta auk þess að ekki yrði lengur greitt fyrir óunna dagvinnutíma líkt og tíðkast hafði,“ skrifar Vilhjálmur.

Hann segir að breytingarnar hafi verið gerðar í samráði við VR. „Eðlilega kom trúnaðarmaður [að] samtalinu við starfsmenn um þessar breytingar. Þetta er á engan hátt einstök aðgerð hjá Svanhildi eða Hörpu því ýmis fyrirtæki þurfa því miður stundum að grípa til slíkra aðgerða. Engu að síður er þetta alltaf viðkvæmt mál ekki síst þar sem launin eru ekki há. Þetta var hins vegar aðeins ein aðgerð af mörgum til að ná niður kostnaði. Og ég hef á tilfinningunni að ef launin hefðu verið í núverandi horfi frá upphafi hefði fæstum þótt slík laun athugaverð. Vissulega þarf að gæta þess að þegar gripið er til aðgerða eins og í Hörpu að starfsmönnum þyki að réttlátlega sé staðið að verki. Og almennt virðist svo sem það hafi tekist,“ skrifar Vilhjálmur.

Furðar sig á viðskiptabanninu

Þá segist hann vera hugsi yfir viðbrögðum formanns VR að setja Hörpu í „viðskiptabann“.

„Var það gert í samráði við aðra starfsmenn Hörpu sem eru í VR? Og er það í þágu þeirra? Ætlar formaðurinn að grípa til sambærilegra aðgerða gegn öðrum fyrirtækjum sem yfirborga taxta minna en 40%? Ég tel rétt að þetta mál fái að róast niður og að menn ræði það af meiri yfirvegun en verið hefur,“ skrifar Vilhjálmur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bergþór fékk fyrsta laxinn

07:33 Bergþór Grétar Böðvarsson er Reykvíkingur ársins og það var hann sem landaði fyrsta laxinum í Elliðaánum í morgun.   Meira »

Bjartur dagur fram undan

06:54 Í dag er bjartur og fallegur dagur í vændum, þótt ekki verði mjög hlýtt þar sem vindur stendur af hafi og vegna þess hve kaldur sjórinn er hefur sjávarhitinn mikil áhrif á lofthitann. Spáð er allt að 16 stiga hita í dag en hlýjast verður á Suðurlandi. Meira »

Slasaðist á leið úr bíói

05:48 Kona var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans um klukkan 20 í gærkvöldi eftir að hafa dottið í tröppum þegar hún var að koma út úr Smárabíói. Meira »

HM eykur áhuga

05:30 Áhugi á Íslandi og íslenska landsliðinu í knattspyrnu hefur margfaldast eftir að heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór af stað. Meira »

Efla flýr myglu á Höfðabakkanum

05:30 Á næstu mánuðum verður starfsemi verkfræðistofunnar Eflu flutt af Höfðabakka í Reykjavík, en í byggingunni þar hafa greinst rakaskemmdir og mygla, sem kallar á umfangsmiklar viðgerðir. Meira »

Eyjamenn geta fagnað rallinu í ár

05:30 Aukning í holuábúð lunda mælist í Vestmannaeyjum og víðar í kringum Suðurland. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýafstaðins lundaralls en því lauk í Eyjum sl. mánudag. Fækkun mælist á Vesturlandi en ekki er ljóst hvað veldur. Meira »

Þjóðverjar vilja íslenskt grænmeti

05:30 Varanleg áhrif af opnun verslunar Costco hér á landi á sölu á íslensku grænmeti eru takmörkuð. Þetta segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Meira »

Leita upplýsinga og sjónarmiða RÚV

05:30 „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem keppinautar á auglýsingamarkaði kvarta yfir þátttöku RÚV á markaðnum. Það er búið að fjalla um það af hálfu stjórnvalda áður,“ segir Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Meira »

Staða kynjanna að jafnast

05:30 Kynjahlutfall í nefndum á vegum ráðuneytanna hefur aldrei verið jafnara, bæði hvað varðar hlutfall í nefndum skipuðum á starfsárinu 2017 og í öðrum starfandi nefndum árið 2017. Meira »

Málið á milli ríkisins og ganganna

05:30 „Í þessu tilviki er um að ræða málefni Vaðlaheiðarganga og íslenska ríkisins og það tengist okkur ekki.“ Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, spurður út í meinta skuld fyrirtækisins við Vaðlaheiðargöng hf. Meira »

Andlát: Poul Mohr, fv. ræðismaður í Færeyjum

05:30 Poul Mohr lést 16. júní síðastliðinn, 88 ára að aldri. Mohr var kjörræðismaður Íslands í Færeyjum í 22 ár, frá árinu 1985 allt til ársins 2007 þegar Ísland opnaði sendiskrifstofu í Þórshöfn. Meira »

Gekk örna sinna rétt hjá salerni

05:30 Enn virðist vera algengt að ferðamenn gangi örna sinna á almannafæri. Dóra Sigurðardóttir, bóndi á Vatnsdalshólum í Vatnsdal, Austur-Húnavatnssýslu, kom að ferðamanni, konu, að ganga örna sinna á túni skammt frá bæ Dóru á dögunum. Meira »

Eldur í ruslagámum í bílskýli við Laugaveg

00:17 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í ruslagámum í bílskýli við Laugaveg 176 laust fyrir klukkan hálftólf í kvöld. Meira »

Telja endurskipun í stöðu framkvæmdastjóra LÍN ófaglega

00:04 Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) lýsa yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð mennta- og menningarmálaráðuneytis við endurskipun í embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Meira »

Sólríkt í höfuðborginni á morgun

Í gær, 22:33 Heiðskírt verður á höfuðborgarsvæðinu mestan hluta morgundagsins og von er á fjölmörgum sólskinsstundum. „Ef þetta gengur allt eftir eins og við erum að vona þá léttir til seinni part nætur og verður orðið heiðskírt þegar fólk fer til vinnu [á morgun]. Það verður ágætlega bjart yfir á morgun, en svo er ballið búið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

Heitar umræður í borgarstjórn

Í gær, 21:50 Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar var settur í dag klukkan tvö. Fyrir fundinum lágu 54 mál, mörg hver formsatriði. Dagur B. Eggertsson var endurkjörinn borgarstjóri, Dóra Björt Guðjónsdóttir forseti borgarstjórnar og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs í samræmi við meirihlutasáttmála Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Meira »

Páfagaukur eyðir nóttinni hjá lögreglu

Í gær, 21:33 Hópur erlendra ferðamanna sem voru staddir við höfnina á Húsavík í dag ráku upp stór augu þegar páfagaukur kom fljúgandi að þeim og tyllti sér á öxlina á einum ferðamanninum. Meira »

Tók HM-klippinguna alla leið

Í gær, 21:19 „Maður verður að taka þetta alla leið, það þýðir ekkert annað,“ segir Ýr Sigurðardóttir sem fór alla leið með HM-hárgreiðsluna í ár, en rakarinn hennar, Fabian á stofunni Jacas í Orlando í Bandaríkjunum, lét höfuð Ýrar líta út eins og fótbolta. Meira »

Draumurinn kviknaði við fermingu

Í gær, 20:49 Sesselja Borg, 19 ára gömul ballettdansmær, hlaut nýverið inngöngu á atvinnudansnámsbraut við hinn virta Joffrey ballettskóla í New York. Sesselja hefur dansað ballett frá þriggja ára aldri og hefur hún tvisvar sinnum verið valin til þess að keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri ballettkeppni. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: ÍSLENSKa, ENSKA,NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: 28/5, 25/6, 2...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
Klettar - Heilsárshús - 65fm + 35fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...