Skipulagsstofnun óskar eftir upplýsingum um samskipti sveitarstjórnar og verktaka

Skipulagsstofnun hefur óskað eftir upplýsingum um samskipti sveitarstjórnar Árneshrepps við …
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir upplýsingum um samskipti sveitarstjórnar Árneshrepps við fyrirtækin sem hyggjast reisa Hvalárvirkjun. mbl.is/Golli

Skipulagsstofnun hefur óskað eftir upplýsingum um samskipti sveitarstjórnar Árneshrepps við fyrirtækin sem hyggjast reisa Hvalárvirkjun. Greint var frá beiðninni í kvöldfréttum Rúv. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir í samtali við mbl.is að samskiptin sem stofnunin óskar eftir að skoða varði afgreiðslu á breytingum á aðalskipulagi Árneshrepps.

„En þetta er í sjálfu sér ótengt  þessum tilteknu samskiptum sem hafa birst í fréttum undanfarna daga,“ segir Ásdís Hlökk og vísar í sam­skipti Evu Sig­ur­björns­dótt­ur, odd­vita hrepps­ins, við Vest­ur­verk og HS Orku, sem hyggj­ast reisa Hvalár­virkj­un á. Gögn­in fékk Pét­ur Húni Björns­son, stjórn­ar­maður í Rjúk­anda, sam­taka um vernd­un um­hverf­is, nátt­úru og menn­ing­ar­minja í Árnes­hreppi, eft­ir að hafa farið fram á að fá af­rit af sam­skipt­um Árnes­hrepps við Vest­ur­verk og HS Orku á grund­velli upp­lýs­ingalaga. 

Í gögnunum kemur fram að odd­viti Árnes­hrepps leitaði meðal ann­ars til Vest­ur­verks og HS Orku til þess að fá aðstoð við að gera um­sagn­ir sem Skipu­lags­stofn­un óskaði eft­ir frá hreppn­um, jafn­framt því að veita hags­munaaðila skýrslu af fundi hrepps­nefnd­ar ásamt fund­ar­gerð.

„Tilefni þessa bréfs eru athugasemdir sem bárust við kynningu skipulagstillögunnar og við töldum að lægi ekki fyrir nægileg svör eða skýringar varðandi og síðan athugasemdir sem hafa verið beint sérstaklega til okkar,“ segir Ásdís Hlökk.

Athugasemdir frá aðilum í sveitarstjórn, Landvernd og Rjúkanda

Athugasemdir sem stofnuninni hafa borist varða ákveðin formsatriði í afgreiðslu, spurningar um hæfi sveitarstjórnarmanna við afgreiðslu málsins og samskipti við framkvæmdaraðila varðandi þátttöku framkvæmdaraðila í tilteknum framkvæmdum í sveitarfélaginu. Athugasemdirnar koma meðal annars frá aðilum í sveitarstjórn, Landvernd og náttúruverndarsamtökunum Rjúkanda, að sögn Ásdísar Hlakkar.   

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar. Ljósmynd/Aðsend

Hún segir að ekki sé hægt að segja til um á þessu stigi máls­ins hvort gripið verði til ein­hverra aðgerða, svo sem end­ur­skoðun á aðal­skipu­lagi, ef í ljós kem­ur að sam­skipti sveit­ar­stjórn­ar og fyr­ir­tækj­anna eru ekki tal­in eðli­leg.

„Ef að það eru einhver atriði þar sem stofnunin telur að sé nauðsynlegt að bæta úr svo að hægt sé að staðfesta viðkomandi skipulag beinum við því til sveitarfélagsins að bæta úr þeim annmörkum. En nú er of snemmt að segja til um það í þessu máli vegna þess að við eigum ennþá eftir að fá þessi svör frá sveitarfélaginu,“ segir Ásdís Hlökk.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert