Telur tíðni banaslysa með því hæsta

Veðurbarðir ferðamenn í Reynisfjöru. Ferðamenn virða oft að vettugi viðvaranir ...
Veðurbarðir ferðamenn í Reynisfjöru. Ferðamenn virða oft að vettugi viðvaranir vegna Reynisfjöru og drukknaði kínverskur ferðamaður í fjörunni 2016. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

11 manns, mögulega 12, hafa farist af slysförum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Allt árið í fyrra létust 14 manns í banaslysum í umdæminu, 2016 voru banaslysin níu og 12 árið 2015.

Tveir ferðamenn létust á sunnudag eftir að hafa fallið í Þingvallavatn, leit hefur staðið yfir án árangurs að manni sem talinn er hafa farið í Ölfusá aðfaranótt sunnudags og á miðvikudag lést kona í umferðarslysi við Markarfljót. Undanfarnir dagar hafa því verið verulega annasamir fyrir lögregluna á Suðurlandi og sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is fyrir helgi, að álagið á lögreglunni í umdæminu væri mikið og fjöldi lögreglumanna dygði í raun bara fyrir Árnessýsluna eina.

Sex erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum á Suðurlandi það sem af er ári og þegar tölfræði banaslysa í umdæminu er skoðuð fyrir árin 2015-2018 kemur í ljós að fjöldi þeirra erlendu ríkisborgara sem farist hafa af slysförum á Suðurlandi hefur, er mest var, verið tæplega tveir þriðju hlutar banaslysa.

Öll fórnarlömb banaslysa í umferðinni erlendir ferðamenn

Sú staða kom upp árið 2017 þegar níu erlendir ríkisborgarar fórust af slysförum á Suðurlandi. Þess má þó geta að tveir þessara erlendu ríkisborgara voru búsettir hér á landi.  Kanadamaðurinn David Frederik McCord, eða Grampa Dave, féll til jarðar með svifvæng í Reynisfjöru og georgískur hælisleitandi féll í Gullfoss. Þá voru öll fórnarlömb þeirra fjögurra banaslysa sem urðu í umferðinni á Suðurlandi það árið erlendir ferðamenn.

Tölfræði lögreglunnar á Suðurlandi sýnir að banaslys erlendra ferðamanna í umdæminu tengjast mikið umferð og útivist og segir Oddur ástæðurnar vera margar. „Vanmat á aðstæðum og ofmat á eigin getu er oft það sem við er að fást,“ segir hann og bætir við að í umferðarslysunum eigi ökuhraði og almennt aðgæsluleysi oft hlut að máli. Meðal þeirra fjögurra erlendu ferðamanna sem létust í umdæminu 2016 voru þrír kínverskir ferðamenn og var einn þeirra að skoða norðurljós á gangi eftir vegi.

Kort/mbl.is

Oddur hefur áður sagt að sýnileiki lögreglu kunni að vera ein leið til að draga úr fjölda umferðarslysa, en varðandi útivistarslysin segir hann upplýsingagjöf til ferðamanna þurfa að vera í lagi. „En það er samt ekki til nein einhliða lausn,“ segir hann og nefnir Reynisfjöru sem dæmi en þar hafa ferðamenn ítrekað verið hætt komnir.

„Leiðsögumenn segja okkur margir að þeir eigi í erfiðleikum með fólk,“ bætir hann við. Oft virðist sama hversu mikið leiðsögumenn ítreki hættuna sem stafi af fjörunni. Ferðafólk virði þær leiðbeiningar að vettugi og fari samt niður að fjöruborðinu. Einn kínversku ferðamannanna sem lést 2016 drukknaði í Reynisfjöru.

Jafngildir því að 120 farist af slysförum

Spurður hvort tíðni banaslysa í Suðurlandsumdæmi sé hærri en annars staðar á landinu, kveðst Oddur ekki hafa séð samantekt um málið, en að hann telji engu að síður að svo sé. „Ef maður tekur viðbragðsaðilana á Suðurlandi í um 24.000 manna samfélagi sem eru að fást við 12-14 banaslys á ári og yfirfærir á höfuðborgarsvæðið með sína 200.000 íbúa þá myndi það jafngilda því að 120 látist af slysförum þar á ári.“

Sjálfur myndi hann vilja að lögregla gæti haft jákvæð afskipti af ferðafólki. Stoppaði það og leiðbeindi, áður en það bryti af sér eða kalla þyrfti til lögreglu. „Það gerum við hins vegar ekki í dag með þeim mannskap sem við höfum, þegar við erum bara að slást við viðbragðslöggæslu,“ segir Oddur.

Álagið sé enda langt umfram það að vera eðlileg krafa á samfélagið. Hann samsinnir því líka að mikið annríki sé búið að vera hjá lögreglunni síðustu viku. „Það eru líka ekki bara þessi banaslys sem eru að hrjá okkur, því við erum líka með kynferðisbrot, heimilisofbeldi og annað sem fylgir í öllum öðrum samfélögum og allt eru þetta forgangsmál sem þarf að keyra áfram með hraði.“

mbl.is

Innlent »

Fyrir þá sem vilja vakna brosandi

07:37 K100 er fyrsta útvarpsstöðin sem hefur dagskrá klukkan sex að morgni og munu Jón Axel Ólafsson, Ágeir Páll Ásgeirsson og Kristín Sif Björgvinsdóttir stýra þættinum Ísland vaknar. Segja þau í samtali við blaðamann að þátturinn sé fyrir þá sem vilja vakna brosandi. Meira »

Einmana og félagslega einangruð

06:59 „Við sjáum félagslega einangrun og einmanaleika í stórauknu mæli í samfélaginu öllu – frá barnæsku til efri ára. Við sjáum dæmi þess að félagslegt misrétti og félagsleg einangrun erfist milli kynslóða,“ segir Árni Páll Árnason í nýrri skýrslu um norræna velferðarkerfið. Meira »

„Sunnudagur lítur betur út“

06:38 Alldjúp lægð er nú langt suðvestur af landinu en skilin frá henni ganga yfir í dag. Næsta lægð er væntanleg aðfaranótt laugardags og útlit fyrir storm og mikla rigningu. En huggun harmi gegn þá lítur sunnudagur betur út. Meira »

Sérstök þjónusta fyrir konur

06:32 Velferðarráðuneytið hefur falið Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að útfæra tilraunaverkefni um móttöku innan heilsugæslunnar þar sem konur gætu sótt ráðgjöf og ýmsa þjónustu vegna sértækra heilsufarsvandamála sem eru bundin við konur. Meira »

Heimilisofbeldi og eftirför

05:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um heimilisofbeldi í Hafnarfirði í nótt en ofbeldismaðurinn hafði yfirgefið heimilið áður en lögreglan kom þangað. Meira »

Miklar brotalamir í samráðskerfum

05:30 Lýðræðisgáttir Reykjavíkurborgar á netinu eru í lamasessi. Gjörbreyta þarf verkefnum sem borgin hefur hrundið af stað á undanförnum árum til að auka samráð og þátttöku borgaranna. Meira »

Rýfur 500 þúsund eintaka múrinn

05:30 „Á meðan mér finnst ég hafa eitthvað fram að færa sem rithöfundur og fæ hugmyndir til þess að vinna úr held ég áfram,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Meira »

Segist ekki hafa skálað við Kjærsgaard

05:30 „Nei, ég skálaði ekki við hana, ég hitti hana ekki einu sinni,“ segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, um ummæli Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem féllu undir liðnum störf þingsins við upphaf þingfundar í gær. Meira »

Þarf að huga að auðlindagjaldi

05:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur miklar líkur á að fjárfestingar erlendra aðila í ferðaþjónustu muni aukast á næstu árum, þar sem áhugi fjárfesta á ferðaþjónustu hafi aukist verulega og líklegt sé að sá áhugi muni ná í auknum mæli til erlendra aðila. Meira »

Ekkert bólar á kostnaðarmatinu

05:30 Hvorki stéttarfélögin í Starfsgreinasambandi Íslands og VR né Samtök atvinnulífsins hafa enn birt mat á kostnaði við kjarakröfur félaganna vegna endurnýjunar kjarasamninga. Meira »

Lítið mældist bæði af eldri og yngri loðnu

05:30 Heildarmagn loðnu í leiðangri Hafrannsóknastofnunar í september mældist 337 þúsund tonn og þar af var metin stærð veiðistofns vertíðarinnar 2018/2019 um 238 þúsund tonn. Meira »

Gunnar Smári í forsvari

05:30 Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og eiginmaður Öldu Lóu Leifsdóttur, er í fyrirtækjaskrá skráður stjórnarformaður félagsins Nýr kafli ehf., sem tilgreint er í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar um verkefnið „Fólkið í Eflingu“ frá 12. október síðastliðnum. Meira »

Starfsmannaleigur fái vottun

Í gær, 23:19 Þær starfsmannaleigur sem eru með allt sitt í lagi gætu á næstunni fengið vottun hjá Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandinu. Meira »

3,2 milljarðar gengu ekki út

Í gær, 23:00 Enginn var með allar tölur réttar í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru tæpir 3,2 milljarðar króna.  Meira »

Oddný hætt í Þingvallanefnd

Í gær, 22:13 Oddný G. Harðardóttir situr ekki lengur í Þingvallanefnd og hefur varamaður hennar, Guðmundur Andri Thorsson, tekið sæti Samfylkingarinnar í nefndinni. Oddný var ein þriggja nefndarmanna sem studdu ráðningu Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur í starf þjóðgarðsvarðar Þingvalla. Meira »

Dæmdur fyrir hatursorðræðu

Í gær, 21:55 Sema Erla Serdar fagnar því að Héraðsdómur Suðurlands hafi dæmt mann sekan um hatursorðræðu vegna ummæla sem hann lét falla í athugasemdakerfi DV í júlí 2016: „Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna)“. Meira »

Jólageitin mætt undir ströngu eftirliti

Í gær, 21:12 Sænska jólageitin er mætt fyrir utan verslunina IKEA stærri og dýrari en nokkru sinni fyrr. Geitin, sem vegur um sjö til átta tonn, var hífð upp með krana í dag. Líkt og í fyrra verður geitin undir ströngu eftirliti svo brennuvargar geri sér ekki að leik að kveikja í henni. Meira »

Leiðakerfi WOW stækkað um 15%

Í gær, 20:14 Flugfélagið WOW air ætlar að stækka leiðarkerfi sitt um 15% á næsta ári. Auka á tíðni flugferða til stærstu áfangastaða félagsins í Bandaríkjunum vegna eftirspurnar Indverja þegar WOW hefur flug til Delí á Indlandi. Meira »

Stór hópur mun græða fleiri ár

Í gær, 20:01 „Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Nái frumvarpið fram að ganga verður hægt að veita einstaklingum upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra. Meira »
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Til leigu í Vesturbænum
Lítil falleg íbúð, hentar einstaklingi eða pari.Leigist aðeins reglusömum engin ...
Atvinnuhúsnæði til leigu
Atvinnuhúsnæði við Kársnesbraut. 205fm gólfflötur. 120fm milliloft. Lofthæð 7m ...