Telur tíðni banaslysa með því hæsta

Veðurbarðir ferðamenn í Reynisfjöru. Ferðamenn virða oft að vettugi viðvaranir ...
Veðurbarðir ferðamenn í Reynisfjöru. Ferðamenn virða oft að vettugi viðvaranir vegna Reynisfjöru og drukknaði kínverskur ferðamaður í fjörunni 2016. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

11 manns, mögulega 12, hafa farist af slysförum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Allt árið í fyrra létust 14 manns í banaslysum í umdæminu, 2016 voru banaslysin níu og 12 árið 2015.

Tveir ferðamenn létust á sunnudag eftir að hafa fallið í Þingvallavatn, leit hefur staðið yfir án árangurs að manni sem talinn er hafa farið í Ölfusá aðfaranótt sunnudags og á miðvikudag lést kona í umferðarslysi við Markarfljót. Undanfarnir dagar hafa því verið verulega annasamir fyrir lögregluna á Suðurlandi og sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is fyrir helgi, að álagið á lögreglunni í umdæminu væri mikið og fjöldi lögreglumanna dygði í raun bara fyrir Árnessýsluna eina.

Sex erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum á Suðurlandi það sem af er ári og þegar tölfræði banaslysa í umdæminu er skoðuð fyrir árin 2015-2018 kemur í ljós að fjöldi þeirra erlendu ríkisborgara sem farist hafa af slysförum á Suðurlandi hefur, er mest var, verið tæplega tveir þriðju hlutar banaslysa.

Öll fórnarlömb banaslysa í umferðinni erlendir ferðamenn

Sú staða kom upp árið 2017 þegar níu erlendir ríkisborgarar fórust af slysförum á Suðurlandi. Þess má þó geta að tveir þessara erlendu ríkisborgara voru búsettir hér á landi.  Kanadamaðurinn David Frederik McCord, eða Grampa Dave, féll til jarðar með svifvæng í Reynisfjöru og georgískur hælisleitandi féll í Gullfoss. Þá voru öll fórnarlömb þeirra fjögurra banaslysa sem urðu í umferðinni á Suðurlandi það árið erlendir ferðamenn.

Tölfræði lögreglunnar á Suðurlandi sýnir að banaslys erlendra ferðamanna í umdæminu tengjast mikið umferð og útivist og segir Oddur ástæðurnar vera margar. „Vanmat á aðstæðum og ofmat á eigin getu er oft það sem við er að fást,“ segir hann og bætir við að í umferðarslysunum eigi ökuhraði og almennt aðgæsluleysi oft hlut að máli. Meðal þeirra fjögurra erlendu ferðamanna sem létust í umdæminu 2016 voru þrír kínverskir ferðamenn og var einn þeirra að skoða norðurljós á gangi eftir vegi.

Kort/mbl.is

Oddur hefur áður sagt að sýnileiki lögreglu kunni að vera ein leið til að draga úr fjölda umferðarslysa, en varðandi útivistarslysin segir hann upplýsingagjöf til ferðamanna þurfa að vera í lagi. „En það er samt ekki til nein einhliða lausn,“ segir hann og nefnir Reynisfjöru sem dæmi en þar hafa ferðamenn ítrekað verið hætt komnir.

„Leiðsögumenn segja okkur margir að þeir eigi í erfiðleikum með fólk,“ bætir hann við. Oft virðist sama hversu mikið leiðsögumenn ítreki hættuna sem stafi af fjörunni. Ferðafólk virði þær leiðbeiningar að vettugi og fari samt niður að fjöruborðinu. Einn kínversku ferðamannanna sem lést 2016 drukknaði í Reynisfjöru.

Jafngildir því að 120 farist af slysförum

Spurður hvort tíðni banaslysa í Suðurlandsumdæmi sé hærri en annars staðar á landinu, kveðst Oddur ekki hafa séð samantekt um málið, en að hann telji engu að síður að svo sé. „Ef maður tekur viðbragðsaðilana á Suðurlandi í um 24.000 manna samfélagi sem eru að fást við 12-14 banaslys á ári og yfirfærir á höfuðborgarsvæðið með sína 200.000 íbúa þá myndi það jafngilda því að 120 látist af slysförum þar á ári.“

Sjálfur myndi hann vilja að lögregla gæti haft jákvæð afskipti af ferðafólki. Stoppaði það og leiðbeindi, áður en það bryti af sér eða kalla þyrfti til lögreglu. „Það gerum við hins vegar ekki í dag með þeim mannskap sem við höfum, þegar við erum bara að slást við viðbragðslöggæslu,“ segir Oddur.

Álagið sé enda langt umfram það að vera eðlileg krafa á samfélagið. Hann samsinnir því líka að mikið annríki sé búið að vera hjá lögreglunni síðustu viku. „Það eru líka ekki bara þessi banaslys sem eru að hrjá okkur, því við erum líka með kynferðisbrot, heimilisofbeldi og annað sem fylgir í öllum öðrum samfélögum og allt eru þetta forgangsmál sem þarf að keyra áfram með hraði.“

mbl.is

Innlent »

„Dómurinn laug upp á hana“

11:20 Gerður Berndsen, móðir Áslaugar Perlu Kristjónsdóttur, sem lést eftir að henni var hrint yfir svalahandrið í fjölbýlishúsi við Engihjalla í Kópavogi árið 2000, hefur sent póst á alla alþingismenn með ósk um að lögum um meðferð sakamála verði breytt á þann veg að hægt sé að taka málið upp að nýju Meira »

Flugakademían kaupir Flugskóla Íslands

10:52 Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands og er samanlagður fjöldi nemenda í flugskólunum á fimmta hundrað, að því er segir í fréttatilkynningu. Ekki er gert ráð fyrir miklum breytingum á starfsemi skólanna í fyrstu og mun flugkennsla fara fram bæði á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli. Meira »

„Þyngra en tárum taki“

09:20 „Mér þykir þetta þyngra en tárum taki,“ segir Freyr Sigurjónsson flautuleikari í fréttatilkynningu þar sem hann greinir frá ástæðu þess að hann getur ekki frumflutt flautukonsert Jóns Ásgeirssonar með SÍ í næstu viku. Freyr greindist nýverið með krabbamein og er nú í lyfja- og geislameðferð. Meira »

Göng eða göngubrú yfir Glerárgötu

09:11 Skólaráð Glerárskóla og hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri hefur óskað eftir því við skipulagsráð bæjarins að farið verið í aðgerðir til að bæta öryggi nemenda á leið í skólann. Meira »

Misnotaði stöðu sína gegn Aldísi

08:53 Jón Baldvin Hannibalsson notaði sendiráðsbréfsefni og undirritaði bréf sín til íslenskra ráðuneyta sem sendiherra, þar sem hann óskaði eftir því að dóttir hans, Aldís Schram, yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Meira »

Auka á hamingjuna í Mývatnssveit

08:18 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps er að láta kanna líðan íbúanna með það fyrir augum að grípa til aðgerða til að auka hamingju þeirra. Sveitarstjórinn segir að margt sé hægt að gera til þess. Meira »

Opinn fyrir að endurskoða iðgjöldin

07:57 Viðtal Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, kveðst opinn fyrir hugmyndum um að endurskoða iðgjöld á almennum markaði. Meira »

Eldsvoði á Ísafirði

07:16 Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Ísafirði skömmu eftir miðnætti í nótt. Engin slys urðu á fólki en talsvert tjón, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Meira »

Úrkoma ýmist í föstu eða votu formi

06:57 Í dag má búast við allbreytilegu veðri, en þar sem hlýnar á landinu og hlánar víða við suður- og suðvesturströndina má gera ráð fyrir að úrkoman verði ýmist í föstu og eða votu formi, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Karlar sem hatast við konur

06:55 „Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld ... Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

„Munurinn er móðurtilfinningin“

06:00 „Það var skrýtið. Ég er búin að vera uppi á pöllum frá ´86 frá því á heimsmeistaramótinu í Sviss þar sem við lentum í 6. sæti. Maður er búinn að horfa á manninn og fullt af góðum vinum og þetta var bara allt öðruvísi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í síðdeginu á K100 hjá Loga og Huldu. Meira »

Ölvaður þjófur handtekinn

05:52 Lögreglan handtók mann sem er grunaður um þjófnað á veitingastað í miðborginni um miðnætti. Að sögn lögreglu var maðurinn talsvert ölvaður og gistir nú fangageymslur lögreglunnar. Meira »

Komin undir 600 milljarða

05:30 Heildarskuldir ríkissjóðs, að frádregnum endurlánum og sjóðsstöðu ríkissjóðs, námu um 593 milljörðum um áramótin, samkvæmt Lánamálum ríkisins. Hrein skuld ríkissjóðs hefur því lækkað um rúma 290 milljarða frá desember 2013. Meira »

Reikningar verði skoðaðir

05:30 Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja fram tillögu í borgarráði í dag um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar fái óháða matsmennn til að sannreyna reikninga sem tilheyra bragganum við Nauthólsveg 100. Meira »

Áhyggjur af hlýnun

05:30 Fólk hugsar meira um umhverfis- og loftslagsmál en það gerði fyrir rúmu ári. „Við sjáum að fólk hefur auknar áhyggjur af áhrifum loftslagsbreytinga á lifnaðarhætti þess. Íslendingar segjast finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga í sínu sveitarfélagi, þeir telja sig vera að upplifa breytingarnar.“ Meira »

Fagna afmæli bjórdagsins með hátíð

05:30 „Það sem við erum fyrsta handverksbrugghús landsins fannst okkur að við ættum að gera eitthvað sniðugt. Þetta verður heljarinnar hátíð enda ber bjórdaginn upp á föstudag,“ segir Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi. Meira »

Hótað og reynt að múta

05:30 Bryndísi Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra ríkisins, hefur margsinnis verið hótað og reynt að múta henni í starfi en hún tók við embættinu árið 2007. Aukinheldur hefur starfsmönnum embættisins verið hótað sem og stofnuninni sem slíkri, meðal annars pólitískum afskiptum í einstökum málum. Meira »

Komst í eldflaugaverkefni með NASA

05:30 „Við byrjuðum í þessu verkefni af alvöru haustið 2017 en háskólinn í Ósló hefur unnið að þessu samstarfi við NASA síðustu fjögur ár. Þetta gekk vel og það er vilji til að halda þessu samstarfi áfram,“ segir Tinna Líf Gunnarsdóttir, nemi í geimverkfræði við háskólann í Tromsö í Noregi. Meira »

Kastljós misnotaði „gróflega viðtal“

05:30 „Þarna misnotaði Kastljós gróflega viðtal við mig, fleygði mér inn í harkalega samfélagsumræðu án þess að ég hefði hugmynd um það fyrr en skaðinn var skeður. Þurfti ég að auki að sæta því næstu vikur og mánuði að heyra glósur um að ég hefði beinlínis verið upphafsmaður að málinu.“ Meira »
NP þjónusta
NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsinga...
Bækur til sölu..
Til sölu bækur...Vestur íslenskar æviskrár..1-5.bindi..Hraunkotsætt... Lygn str...
Bækur til sölu..
Tl sölu bækur..Vestur íslenskar æviskrár 1-5 bindi..Hraunkotsætt.. Lygn sreymir...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...