Telur tíðni banaslysa með því hæsta

Veðurbarðir ferðamenn í Reynisfjöru. Ferðamenn virða oft að vettugi viðvaranir ...
Veðurbarðir ferðamenn í Reynisfjöru. Ferðamenn virða oft að vettugi viðvaranir vegna Reynisfjöru og drukknaði kínverskur ferðamaður í fjörunni 2016. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

11 manns, mögulega 12, hafa farist af slysförum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Allt árið í fyrra létust 14 manns í banaslysum í umdæminu, 2016 voru banaslysin níu og 12 árið 2015.

Tveir ferðamenn létust á sunnudag eftir að hafa fallið í Þingvallavatn, leit hefur staðið yfir án árangurs að manni sem talinn er hafa farið í Ölfusá aðfaranótt sunnudags og á miðvikudag lést kona í umferðarslysi við Markarfljót. Undanfarnir dagar hafa því verið verulega annasamir fyrir lögregluna á Suðurlandi og sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is fyrir helgi, að álagið á lögreglunni í umdæminu væri mikið og fjöldi lögreglumanna dygði í raun bara fyrir Árnessýsluna eina.

Sex erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum á Suðurlandi það sem af er ári og þegar tölfræði banaslysa í umdæminu er skoðuð fyrir árin 2015-2018 kemur í ljós að fjöldi þeirra erlendu ríkisborgara sem farist hafa af slysförum á Suðurlandi hefur, er mest var, verið tæplega tveir þriðju hlutar banaslysa.

Öll fórnarlömb banaslysa í umferðinni erlendir ferðamenn

Sú staða kom upp árið 2017 þegar níu erlendir ríkisborgarar fórust af slysförum á Suðurlandi. Þess má þó geta að tveir þessara erlendu ríkisborgara voru búsettir hér á landi.  Kanadamaðurinn David Frederik McCord, eða Grampa Dave, féll til jarðar með svifvæng í Reynisfjöru og georgískur hælisleitandi féll í Gullfoss. Þá voru öll fórnarlömb þeirra fjögurra banaslysa sem urðu í umferðinni á Suðurlandi það árið erlendir ferðamenn.

Tölfræði lögreglunnar á Suðurlandi sýnir að banaslys erlendra ferðamanna í umdæminu tengjast mikið umferð og útivist og segir Oddur ástæðurnar vera margar. „Vanmat á aðstæðum og ofmat á eigin getu er oft það sem við er að fást,“ segir hann og bætir við að í umferðarslysunum eigi ökuhraði og almennt aðgæsluleysi oft hlut að máli. Meðal þeirra fjögurra erlendu ferðamanna sem létust í umdæminu 2016 voru þrír kínverskir ferðamenn og var einn þeirra að skoða norðurljós á gangi eftir vegi.

Kort/mbl.is

Oddur hefur áður sagt að sýnileiki lögreglu kunni að vera ein leið til að draga úr fjölda umferðarslysa, en varðandi útivistarslysin segir hann upplýsingagjöf til ferðamanna þurfa að vera í lagi. „En það er samt ekki til nein einhliða lausn,“ segir hann og nefnir Reynisfjöru sem dæmi en þar hafa ferðamenn ítrekað verið hætt komnir.

„Leiðsögumenn segja okkur margir að þeir eigi í erfiðleikum með fólk,“ bætir hann við. Oft virðist sama hversu mikið leiðsögumenn ítreki hættuna sem stafi af fjörunni. Ferðafólk virði þær leiðbeiningar að vettugi og fari samt niður að fjöruborðinu. Einn kínversku ferðamannanna sem lést 2016 drukknaði í Reynisfjöru.

Jafngildir því að 120 farist af slysförum

Spurður hvort tíðni banaslysa í Suðurlandsumdæmi sé hærri en annars staðar á landinu, kveðst Oddur ekki hafa séð samantekt um málið, en að hann telji engu að síður að svo sé. „Ef maður tekur viðbragðsaðilana á Suðurlandi í um 24.000 manna samfélagi sem eru að fást við 12-14 banaslys á ári og yfirfærir á höfuðborgarsvæðið með sína 200.000 íbúa þá myndi það jafngilda því að 120 látist af slysförum þar á ári.“

Sjálfur myndi hann vilja að lögregla gæti haft jákvæð afskipti af ferðafólki. Stoppaði það og leiðbeindi, áður en það bryti af sér eða kalla þyrfti til lögreglu. „Það gerum við hins vegar ekki í dag með þeim mannskap sem við höfum, þegar við erum bara að slást við viðbragðslöggæslu,“ segir Oddur.

Álagið sé enda langt umfram það að vera eðlileg krafa á samfélagið. Hann samsinnir því líka að mikið annríki sé búið að vera hjá lögreglunni síðustu viku. „Það eru líka ekki bara þessi banaslys sem eru að hrjá okkur, því við erum líka með kynferðisbrot, heimilisofbeldi og annað sem fylgir í öllum öðrum samfélögum og allt eru þetta forgangsmál sem þarf að keyra áfram með hraði.“

mbl.is

Innlent »

Reykræstu Breiðholtsskóla

Í gær, 23:58 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Breiðholtsskóla skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld eftir íkveikju við hurð skólans. Meira »

Segja Hval hf. hafa veitt kálffulla langreyði

Í gær, 21:21 Dýraverndunarsamtökin Hard to Port saka Hval hf. um að hafa veitt kálffulla langreyði í útrýmingarhættu fyrr í dag. Myndir af atvikinu dreifðust hratt um samfélagsmiðla og efnt var til mótmæla klukkan hálfníu í kvöld fyrir utan húsnæði Hvals hf. í Hvalfirði. Meira »

Stuðningsfulltrúinn snýr ekki aftur

Í gær, 20:43 Stuðningsfulltrúinn fyrrverandi, sem var sýknaður af ákæru um að hafa beitt börn kynferðisofbeldi er hann starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, fær ekki að snúa aftur í starfið. Þetta staðfestir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Meira »

Funduðu um stöðu íslenskra flugfélaga

Í gær, 20:18 Forsætisráðherra fundaði í dag með fjármálaráðherra, samgönguráðherra og ráðherra ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarmála vegna stöðu íslensku flugfélaganna. Ráðherrarnir ræddu skýrslu starfshóps sem kannar kerfislæg mikilvæg fyrirtæki. Flugfélögin hafa ekki óskað eftir aðstoð frá ríkinu. Meira »

Ekkert kynslóðabil í sveitinni

Í gær, 20:00 Hljómsveitin „Key to the Highway“, sem einbeitir sér að lögum, sem Eric Clapton hefur komið að og spilar gjarnan á tónleikum, heldur lokatónleika sumarsins þar sem ævintýrið hófst, í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit í Borgarfirði miðvikudaginn 22. ágúst næstkomandi. Meira »

„Alvarlegur vandi“ á Seltjarnarnesi

Í gær, 19:22 Foreldrar á Seltjarnarnesi bíða nú upp á von og óvon eftir því hvort börn þeirra, sem áttu að komast í aðlögun nú í ágúst, komist í aðlögun á næstu mánuðum. Enn á eftir að manna nokkur stöðugildi á nýjum deildum leikskólans sem verða opnaðar vegna mikillar fjölgunar í sveitarfélaginu. Meira »

Óperusöngævintýri Bertu á Ítalíu

Í gær, 19:09 „Það var svo gaman að koma í svona gamalt hús og syngja,“ segir Berta. „Manni finnst þetta eiga svo vel heima á svona stað, að syngja óperur og aríur í svona gamalli höll. Það er alveg stórbrotið.“ Meira »

Góða veðrið kvatt

Í gær, 18:50 Veðurspár gera ráð fyrir því að góða veðrið sem lék við höfuðborgarbúa á Menningarnótt um helgina sé að baki. Fram undan eru blautir dagar en gert er ráð fyrir því að það rigni eitthvað alla daga fram að helgi í Reykjavík. Meira »

Viðbúnaður vegna hótunar pilts

Í gær, 18:37 Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til að Varmárskóla í Mosfellsbæ síðdegis í dag eftir að lögreglunni hafði borist símtal um að viðkomandi væri staddur þar vopnaður skotvopni og stuðbyssu og hefði uppi hótanir. Meira »

Stýrimaðurinn gerir að nótinni

Í gær, 18:21 Daglegt líf fólksins í landinu leitar nú að nýju til jafnvægis og rútínu eftir sumarleyfi. Skólastarf hefst í vikunni og atvinnulífið rúllar áfram. Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september og sjómenn víða um landið eru að gera klárt svo leggja megi á djúpið. Meira »

Segir meintan þrýsting ýkjur

Í gær, 17:53 „Ég túlka það ekki þannig að það hafi verið um þrýsting að ræða í hennar orðum. Það eru ýkjur að tala um þrýsting á íslenska þingmenn,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og varaformaður utanríkismálanefndar, í samtali við blaðamann mbl.is um fund þingmanna með utanríkisráðherra Noregs. Meira »

Áhættumatið kynnt á næstu vikum

Í gær, 16:55 Vinna við áhættumat sem erlendur sérfræðingur, Preben Willeberg, hefur unnið fyrir landbúnaðarráðuneytið um innflutning gæludýra er mjög langt komin. Þetta kemur fram í svörum landbúnaðarráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Afbrotum fjölgar í flestum flokkum

Í gær, 16:39 Skráðum afbrotum hefur fjölgað í 9 flokkum af 14 það sem af er ári. Þó hefur afbrotum fækkað í flestum flokkum miðað við síðastliðna sex og tólf mánuði. Það sem af er ári hefur skráðum ölvunarakstursbrotum fjölgað um 40% og fíkniefnaakstursbrotum um 59% miðað við meðaltal á sama tímabili sl. 3 ár. Meira »

Óskar eftir vitnum að líkamsárás

Í gær, 16:15 Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað 6. ágúst um klukkan 1.40 þegar hópur manna veittist að tveimur karlmönnum. Meira »

Nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs

Í gær, 15:47 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur ráðið nýjan aðstoðarmann. Hann heitir Jón Pétursson og er einn af stofnendum Miðflokksins. Meira »

Endurskoða tekjuskattskerfið

Í gær, 14:33 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað tíu sinnum frá því í desember í fyrra. Endurskoðun tekjuskattskerfisins og frumvarp um nýtt fyrirkomulag launa kjörinna fulltrúa eru á meðal þeirra verkefna sem eru í vinnslu. Meira »

Staðan ekki auglýst með fyrirvara

Í gær, 14:32 „Þessi staða er auglýst til fimm ára eins og allar svona stöður. Það er ekki farið að skoða hvað yrði þegar og ef Þjóðgarðsstofnunin verður til,“ segir Ari Trausti Guðmundsson. Auglýst hefur verið eftir nýjum þjóðgarðsverði, en fyrr í sumar voru drög að frumvarpi um sameiningu þjóðgarðanna kynnt. Meira »

„Þetta er bara ömurlegt“

Í gær, 14:03 Ferðamenn sem keyrðu utan vegar og tjölduðu á Skeiðarársandi hafa verið tilkynntir til lögreglu af bílaleigunni sem leigði þeim bílinn. Bogi Jónsson hjá Campingcars segir við mbl.is að ferðamennirnir verði boðaðir í skýrslutöku hjá lögreglunni vegna málsins. Meira »

Þrjú umferðaróhöpp á Suðurnesjum

Í gær, 13:44 Nokkur umferðaróhöpp komu inn á borð lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir árekstur á Vogavegi. Þá hafði bifreið verið ekið inn í hlið annarrar bifreiðar. Bifreið þess sem slasaðist var fjarlægð með dráttarbifreið. Meira »
Gler krukkur og smáflöskur
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...
Antik.!!! Bílkasettutæki og hátalarar
Til sölu antik Clarion bílkasettutæki, ónotað enn í kassanum. Verð kr 10000.. E...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...