Telur tíðni banaslysa með því hæsta

Veðurbarðir ferðamenn í Reynisfjöru. Ferðamenn virða oft að vettugi viðvaranir ...
Veðurbarðir ferðamenn í Reynisfjöru. Ferðamenn virða oft að vettugi viðvaranir vegna Reynisfjöru og drukknaði kínverskur ferðamaður í fjörunni 2016. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

11 manns, mögulega 12, hafa farist af slysförum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Allt árið í fyrra létust 14 manns í banaslysum í umdæminu, 2016 voru banaslysin níu og 12 árið 2015.

Tveir ferðamenn létust á sunnudag eftir að hafa fallið í Þingvallavatn, leit hefur staðið yfir án árangurs að manni sem talinn er hafa farið í Ölfusá aðfaranótt sunnudags og á miðvikudag lést kona í umferðarslysi við Markarfljót. Undanfarnir dagar hafa því verið verulega annasamir fyrir lögregluna á Suðurlandi og sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is fyrir helgi, að álagið á lögreglunni í umdæminu væri mikið og fjöldi lögreglumanna dygði í raun bara fyrir Árnessýsluna eina.

Sex erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum á Suðurlandi það sem af er ári og þegar tölfræði banaslysa í umdæminu er skoðuð fyrir árin 2015-2018 kemur í ljós að fjöldi þeirra erlendu ríkisborgara sem farist hafa af slysförum á Suðurlandi hefur, er mest var, verið tæplega tveir þriðju hlutar banaslysa.

Öll fórnarlömb banaslysa í umferðinni erlendir ferðamenn

Sú staða kom upp árið 2017 þegar níu erlendir ríkisborgarar fórust af slysförum á Suðurlandi. Þess má þó geta að tveir þessara erlendu ríkisborgara voru búsettir hér á landi.  Kanadamaðurinn David Frederik McCord, eða Grampa Dave, féll til jarðar með svifvæng í Reynisfjöru og georgískur hælisleitandi féll í Gullfoss. Þá voru öll fórnarlömb þeirra fjögurra banaslysa sem urðu í umferðinni á Suðurlandi það árið erlendir ferðamenn.

Tölfræði lögreglunnar á Suðurlandi sýnir að banaslys erlendra ferðamanna í umdæminu tengjast mikið umferð og útivist og segir Oddur ástæðurnar vera margar. „Vanmat á aðstæðum og ofmat á eigin getu er oft það sem við er að fást,“ segir hann og bætir við að í umferðarslysunum eigi ökuhraði og almennt aðgæsluleysi oft hlut að máli. Meðal þeirra fjögurra erlendu ferðamanna sem létust í umdæminu 2016 voru þrír kínverskir ferðamenn og var einn þeirra að skoða norðurljós á gangi eftir vegi.

Kort/mbl.is

Oddur hefur áður sagt að sýnileiki lögreglu kunni að vera ein leið til að draga úr fjölda umferðarslysa, en varðandi útivistarslysin segir hann upplýsingagjöf til ferðamanna þurfa að vera í lagi. „En það er samt ekki til nein einhliða lausn,“ segir hann og nefnir Reynisfjöru sem dæmi en þar hafa ferðamenn ítrekað verið hætt komnir.

„Leiðsögumenn segja okkur margir að þeir eigi í erfiðleikum með fólk,“ bætir hann við. Oft virðist sama hversu mikið leiðsögumenn ítreki hættuna sem stafi af fjörunni. Ferðafólk virði þær leiðbeiningar að vettugi og fari samt niður að fjöruborðinu. Einn kínversku ferðamannanna sem lést 2016 drukknaði í Reynisfjöru.

Jafngildir því að 120 farist af slysförum

Spurður hvort tíðni banaslysa í Suðurlandsumdæmi sé hærri en annars staðar á landinu, kveðst Oddur ekki hafa séð samantekt um málið, en að hann telji engu að síður að svo sé. „Ef maður tekur viðbragðsaðilana á Suðurlandi í um 24.000 manna samfélagi sem eru að fást við 12-14 banaslys á ári og yfirfærir á höfuðborgarsvæðið með sína 200.000 íbúa þá myndi það jafngilda því að 120 látist af slysförum þar á ári.“

Sjálfur myndi hann vilja að lögregla gæti haft jákvæð afskipti af ferðafólki. Stoppaði það og leiðbeindi, áður en það bryti af sér eða kalla þyrfti til lögreglu. „Það gerum við hins vegar ekki í dag með þeim mannskap sem við höfum, þegar við erum bara að slást við viðbragðslöggæslu,“ segir Oddur.

Álagið sé enda langt umfram það að vera eðlileg krafa á samfélagið. Hann samsinnir því líka að mikið annríki sé búið að vera hjá lögreglunni síðustu viku. „Það eru líka ekki bara þessi banaslys sem eru að hrjá okkur, því við erum líka með kynferðisbrot, heimilisofbeldi og annað sem fylgir í öllum öðrum samfélögum og allt eru þetta forgangsmál sem þarf að keyra áfram með hraði.“

mbl.is

Innlent »

Hæstiréttur snýr við meiðyrðadómi

15:52 Hæstiréttur hefur sýknað fyrrverandi stjórnarmenn Blindrafélagsins, þau Hall­dór Sæv­ar Guðbergs­son, Baldur Snæ Sig­urðsson, Rósu Maríu Hjörv­ar, Lilju Sveins­dótt­ur, Guðmund Rafn Bjarna­son og Rósu Ragn­ars­dótt­ur af meiðyrðakröfu Bergvins Oddssonar, fyrrverandi formanns Blindrafélagsins. Meira »

Árásin tilefnislaus og hrottafengin

15:19 Árás Dags Hoe Sigurjónssonar á þá Kelvis Sula og Elio Hasani aðfaranótt 3. desember var tilefnislaus og hrottafengin. Þetta kemur fram í dómsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur og segir að ákærði eigi sér engar málsbætur. Meira »

Sigmar vinnur mál gegn Skúla í Subway

15:05 Ákvörðun hluthafafundar Stemmu hf. þann 9. maí 2016 um að selja lóðarréttindi að Austurvegi 12 og 14, Holsvelli, til Fox ehf. var ógilt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar með var farið að kröfu Sjarms og Garms ehf. og Sigmars Vilhjálmssonar. Meira »

Atli áfram sviptur málflutningsréttindum

14:39 Landsréttur hafnaði í dag kröfu Atla Helgasonar um að fella niður sviptingu á málflutningsréttindum hans. Dómurinn sneri með því við úrskurði héraðsdóms sem tók kröfur hans til greina. Atli var dæmdur í 16 ára fangelsi árið 2001 fyrir að hafa orðið manni að bana. Meira »

Tónleikagestir mæti með regnhlífarnar

13:30 Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í fimmta sinn nú um helgina. Búist er við að um 15 þúsund tónleikagestir sæki hátíðina og þar af fjölmargir erlendir gestir. Hátíðin hefst með trompi í kvöld þar sem m.a. velska rokktónlistargoðsögnin Bonnie Tyler stígur á svið. Meira »

Gott veður fyrir leik Íslands á morgun

13:29 Búist er víð fínu veðri víðast hvar á landinu um klukkan þrjú á morgun þegar strákarnir í íslenska landsliðinu hefja leik á móti Nígeríu á HM í Rússlandi. Leikurinn verður sýndur á skjáum undir berum himni á ýmsum stöðum á landinu, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Meira »

Ljósmæðranemar ætla ekki að ráða sig

12:58 Útskriftarnemar í ljósmóðurfræði segjast standa heilshugar við yfirlýsingu sína sem birt var í apríl, þar sem lýst var yfir fullum stuðningi við ljósmæður í yfirstandandi kjaraviðræðum, núna þegar uppsagnir ljóðsmæðra fara að taka gildi. Ekki er það í kortunum fyrir ljósmæðranema að ráða sig í fastar stöður sem ljósmæður fyrr en samningar nást. Meira »

Sýnt beint frá Samgönguþingi

12:50 Samgönguþing hefst klukkan eitt í dag og stendur til klukkan fimm. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, setur þingið sem haldið er á Hótel Sögu. Þingstjóri verður Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri. Meira »

Drífa útilokar ekki framboð

11:46 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, útilokar ekki að bjóða sig fram til formennsku í Alþýðusambandinu. Í samtali við mbl.is segist hún ekki hafa tekið neina ákvörðun um það, en hún muni hugsa málið. Meira »

Dómurinn hvalreki fyrir starfsmenn

11:45 Dómur Hæstaréttar í máli Jökuls Þórs Jónssonar, starfsmanns Hvals hf., gegn Hvali hf. er ekki aðeins fordæmisgefandi fyrir starfsmenn Hvals heldur allan íslenskan vinnumarkað. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýsðfélags Akraness, sem annaðist málarekstur. Meira »

Jón Steinar sýknaður

11:45 Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag sýknaður af kröfu Benedikts Bogasonar, hæstaréttardómara, í meiðyrðamáli sem sá síðarnefndi höfðaði í fyrra. Meira »

Ekkert erindi vegna dýrareglugerðarinnar

11:12 Engin veitingastaður eða kaffihús í Reykjavík hefur tilkynnt heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að þeir hyggist heimila hunda eða ketti í sínum húsakynnum frá því að Matvælastofnun gaf út leiðbeiningar með reglugerð sem heimilar dýr á veitinga- og kaffihúsum. Meira »

Ræða viðbragðsáætlun vegna verkfalls

10:33 Forstjóri Landspítalans og framkvæmdarstjóri kvenna- og barnasviðs, funda nú með Heilbrigðisráðuneytinu vegna fyrirhugaðs verkfalls ljósmæðra. Verið er að ræða og kynna viðbragðsáætlun spítalans þegar uppsagnir taka gildi 1. júlí. Meira »

Dagur í 17 ára fangelsi fyrir manndráp

09:27 Dagur Hoe Sigurjónsson hefur verið fundinn sekur um manndráp og manndrápstilraun og hefur verið dæmdur til að sæta 17 ára langri fangelsisvist. Meira »

Fólk í vandræðum í Rússlandi

08:28 Embætti ríkislögreglustjóra hefur heyrt af mörgum sem hafa lent í vandræðum eftir að hafa týnt skráningarkortinu (migration card) sem fólk fær við komuna til Rússlands. Meira »

Sjúkum sinnt í Templarahöll

08:18 Baksvið Landspítalinn hefur ákveðið að skrifstofum spítalans við Eiríksgötu 5 verði breytt í þá veru að þar verði í framtíðinni þjónusta við sjúklinga. Meira »

Super Puma umdeildar í Noregi

07:57 Teknisk Ukeblad (TU) í Noregi greindi frá því 15. júní að nota ætti þyrlur sem enginn vildi fljúga með í Noregi til björgunarstarfa á Íslandi. Um er að ræða tvær Airbus H225 Super Puma-þyrlur sem verða afhentar Landhelgisgæslunni (LHG) í lok ársins eða byrjun næsta árs. Meira »

Leitin að arftaka komin á skrið

07:37 „Ég virði það við Gylfa að koma fram núna og tilkynna þetta. Það hefði verið erfitt að fara inn í sumarið í óvissu fram á haust,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs í október. Meira »

Ók á 210 km hraða

07:35 Ökumaður bifhjóls var stöðvaður á Suðurlandsvegi við Lögbergsbrekku um níuleytið í gærkvöldi eftir að lögregla hafði mælt hjólið á 210 km/klst. Meira »
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 580.000
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 197.000 km...