Var væntanlega að leiðbeina Evu

Árneshreppur á Ströndum. Miklar deilur hafa verið í hreppnum vegna ...
Árneshreppur á Ströndum. Miklar deilur hafa verið í hreppnum vegna áforma um Hvalárvirkjun. mbl.is/Golli

Ekkert er óeðlilegt við samskipti Vesturverks og oddvita Árneshrepps að mati Ásgeir Margeirssonar, stjórnarformanns Vesturverks, sem segir tillögu framkvæmdastjóra fyrirtækisins að bókun hreppsnefndar eingöngu vera setta fram í leiðbeiningarskyni.

Pétur Húni Björnsson, stjórnarmaður í Rjúkanda vekur á Facebook-síðu Rjúkanda athygli á því að Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, hafi sent Evu Sigurbjörnsdóttur oddvita Árneshrepps tillögu að bókun hreppsnefndar.

„Sæl Eva

Hjálagt er Skipulags- og matslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Árneshrepps vegna Hvalárvirkjunar. Óskað er eftir heimild til að vinna að breytingum á gildandi aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í samræmi við meðfylgjandi skipulags- og matslýsingu. Hjálagt er einnig tillaga að bókun hreppsnefndar vegna þessa erindis. Það er mjög mikilvægt að þetta sé rétt bókað hjá hreppsnefnd annars gerir Skipulagsstofnun athugasemdir við bókunina að mér er sagt. Kveðja/Regards Gunnar G. Magnússon“ segir í bréfinu sem Pétur Húni birtir.

Segir Pétur því ekki rétt líkt og þeir Gunnar og Ásgeir hafi haldið fram að þeir hafi bara sinnt þeim erindum sem til þeirra hafi verið beint og „ekki skipt sér að því hvað hreppurinn gerir“.

Sveitarfélagsins að ákveða hvernig tillagan lítur út

Í samtali við mbl.is ítrekar Ásgeir að ekkert óeðlilegt hafi verið við samskipti Vesturverks og Árneshrepps. Spurður hvort það teljist eðlilegt að Vesturverk sendi oddvita tillögu að bókun hreppsnefndar kveðst hann ekki hafa séð umrædd tölvupóstsamskipti. „Í grunninn er það samt svo að ef Eva hefur spurt hann, þá svara ég eins og áður, að það sem við sendum frá okkur er okkar álit eða afstaða. Hvað sveitarfélagið síðan gerir, eins og í þessu tilviki við textann sem kemur frá Gunnari, get ég ekki svarað fyrir. Það er sveitarfélagsins að gera,“ segir Ásgeir.

Mbl.is leitaði svara hjá Evu um það hvort tillagan hefði verið bókuð orðrétt en hún kvaðst ekki tjá sig um málið.

Spurður hvort að viðhorf sitt sé það sama hafi tillagan verið send að frumkvæði Gunnars, segir Ásgeir Gunnar þá væntanlega vera að segja „hvað honum finnst þurfa að koma fram í tillögunni. Það er svo sveitarfélagsins að ákveða hvernig hún lítur út. Það er hvorki Gunnars, mitt né annarra að gera,“ segir hann.

„Þarna er hann að reyna að leiðbeina Evu með sinni þekkingu á því hvernig svona mál þurfa að gerast. Það er mjög mikilvægt í þessu að vinna málin rétt og gera rétt. Þetta er flókinn frumskógur að fara í gegnum og mál geta fallið á svo mörgum tæknifeilum,“ bætir hann við og nefnir sem dæmi að kærur hafi borist sveitarfélögum af því að bókun hafi vantað hjá einhverri nefnd, eða skipulags- eða umhverfisnefndir viðkomandi sveitarfélaga ekki bókað málið rétt.

„Það er ekki margir sem eru sérfræðingar á þessu sviði.“

Það breyti því þó ekki að það sé sveitarfélagsins að móta sínar skoðanir, álit og ákvarðanir sjálft.

mbl.is

Innlent »

Tilraun til að vega að trúverðugleika blaðamanns

16:49 Það að kalla blaðamann „óvin vinnandi stétta“, að segja að honum hafi verið „sigað á [okkur] af húsbónda sínum“ og lýsa honum sem „holum manni“, vegna harðra skoðanaskrifa hans um samningskröfur stéttarfélaga, er tilraun til að vega að mennsku hans og trúverðugleika. Meira »

Miklar götulokanir vegna kvennafrís

16:07 Miklar götulokanir verða í miðborginni á kvennafrídegi miðvikudaginn 24. október. Lokanir verða á Kalkofnsvegi og víðar vegna baráttufundar á Arnarhóli í tilefni af samkomunni, en sviði verður komið fyrir á Kalkofnsvegi fyrir framan Arnarhól. Meira »

Bilun í hitakerfi rúðunnar olli sprungu

15:45 Sprunga í rúðu í flugstjórnarklefa flugvélar Icelandair sem var á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur aðfaranótt laugardags myndaðist vegna bilunar í hitakerfi rúðunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með atvikið til skoðunar. Meira »

Rannsaka andlát ungrar konu

15:37 Ung kona fannst látin á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar málið. Dánarorsök liggur ekki fyrir, en einn maður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Meira »

Ríkissaksóknari skoðar Euro Market-mál

15:29 Ríkissaksóknari fór þess á leit við lögreglustjórann á Vesturlandi að hann aðstoðaði ríkissaksóknara við rannsókn á því hvernig minnisblað lögreglu sem hafði að geyma trúnaðarupplýsingar komst í hendur á óviðkomandi aðila. Niðurstaða rannsóknar lögreglustjórans á Vesturlandi hefur verið kynnt ríkissaksóknara sem fer með rannsókn málsins. Meira »

Ekki hlaupið að verktakaskiptum

15:15 Akstursþjónusta fatlaðra á vegum Strætó bs. hefur gengið vel í dag þrátt fyrir gjaldþrot verktakans Prime Tours sem hafði 25 bíla í rekstri. Framkvæmdastjóri Strætó ætlar að funda með lögfræðingum á morgun og fara yfir næstu skref. Meira »

Lentu í arfavitlausu veðri

14:45 „Við vorum að veiðum suðaustarlega í Smugunni um 340 mílur frá Norðfirði. Það gafst heldur lítill tími til veiða vegna veðurs. Það brældi og gerði í reynd arfavitlaust veður þannig að það var ekkert annað að gera en að halda í land,“ segir Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti NK. Meira »

Jón Steinar svarar Önnu Bentínu

14:19 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður svarar Önnu Bentínu Hermansen, brotaþola kyn­ferðisof­beld­is og ís­lensks rétt­ar­kerf­is, í opnu bréfi til hennar sem hann sendi mbl.is. Jón Steinar segist ekki efast um að afdrif kæru Önnu vegna kynferðisbrots hafi verið henni þungbær en kæran var felld niður. Meira »

„Breytingar keyrðar áfram af mannvonsku“

13:47 „Sú nýja forysta sem hefur verið að koma fram á völlinn í verkalýðshreyfingunni, hefur þau sjónarmið að ef þú ert ekki sammála þeim þá eigir þú að víkja, engin málefnaleg umræða.“ Þetta skrifar Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM, á Facebook í gær. Meira »

Framkvæmdum af hálfu borgarinnar lokið

13:38 Framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík af hálfu Reykjavíkurborgar er lokið og hefur Háskólinn í Reykjavík tekið húsnæðið í notkun, að sögn Óla Jóns Hertervig, setts skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) hjá Reykjavíkurborg. Meira »

Tveir menn í farbanni

13:10 Tveir af þeim þremur mönnum sem voru handteknir vegna rannsóknar á máli sem snýr að ætluðum brotum á almennum hegningarlögum, lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga hafa verið úrskurðaðir í farbann. Meira »

Ákærðir fyrir árás á Houssin

11:35 Héraðssaksóknari hefur ákært Baldur Kolbeinsson og Trausta Rafn Henriksson fyrir hættulega líkamsárás á ungan hælisleitanda frá Marokkó, Houssin Bsraoi, í janúar síðastliðnum. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudaginn. Meira »

Tankbíll í árekstri á Hringbraut

10:45 Tankbíll og fólksbíll rákust saman á gatnamótum Hringbrautar og Nauthólsvegar, skammt frá BSÍ, um klukkan 10 í morgun.  Meira »

Undir áhrifum áfengis og svefnlyfs

10:29 Kona sem lést í bílslysi á Grindavikurvegi í mars í fyrra var ekki spennt í öryggisbelti. Hún kastaðist út úr bílnum þegar hann hafnaði utan vegar og valt. Konan var undir verulegum áhrifum áfengis og einnig undir áhrifum svefnlyfs. Styrkur þess í blóði var við eitrunarmörk. Meira »

Innkalla rjómasúkkulaði

09:27 Nói Síríus hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti. Meira »

Umferðarslys á Þrengslavegi

09:14 Einn var fluttur á sjúkrahús eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar í morgun.  Meira »

Ljósastýring við Goðafoss?

08:18 Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir áhyggjum sínum vegna þeirrar hættu sem skapast við einbreiða brú yfir Skjálfandafljót við Goðafoss þegar umferð er sem mest. Meira »

Snjóflóð tengd aukinni umferð

07:57 Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að aukin fjölgun snjóflóða af mannavöldum komi ekki á óvart, þar sem hún haldist í hendur við stóraukna ástundun fólks á vetraríþróttum til fjalla. Meira »

Fyrsta flensutilfelli haustsins staðfest

07:37 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir að eitt tilfelli af flensu hafi greinst á Landspítalanum í haust.   Meira »
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...
Mjög góður Runó Megane
Runó Mjög góður Runó til sölu. Bíllinn er mjög vel og lítið ekinn eða 162.000 k...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...