Fylgismenn virkjunar í öll sæti hreppsnefndar

Kjörstjórn telur atkvæði upp úr potti. Fimmtán manns voru viðstaddir ...
Kjörstjórn telur atkvæði upp úr potti. Fimmtán manns voru viðstaddir talningu atkvæða í félagsheimilinu í Trékyllisvik. mbl.is/Sunna

Það mátti heyra saumnál detta á meðan kjörstjórn í Árneshreppi taldi atkvæði í sveitarstjórnarkosningunum í vitna viðurvist í félagsheimilinu í Trékyllisvík í kvöld. Þrír sitja í kjörstjórn og voru nöfn sem kjósendur höfðu ritað á kjörseðla sína lesin upphátt. Fimmtán manns voru viðstaddir talninguna, m.a. Eva Sigurbjörnsdóttir núverandi oddviti.  Atkvæði féllu þannig að  Guðlaugur Ágústsson, Bjarnheiður Fossdal og Arinbjörn Bernharðsson fengu 24 atkvæði til aðalmanns  hvert og Eva Sigurbjörnsdóttir og Björn Torfason fengu 23 atkvæði hvort. Aðrir fengu færri. Munu þau fimm því skipa hreppsnefnd Árneshrepps á komandi kjörtímabili. Varamenn verða: Úlfar Eyjólfsson, Magnús Karl Pétursson, Sigurstein Sveinbjörnsson, Elín Agla Briem og Sigrún Ósk Ingólfsdóttir.

Allir í kjöri

Í Árneshreppi eru óbundnar kosningar sem þýðir að allir kjósendur í sveitarfélaginu eru í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrir fram skorast undan því.

Á kjörseðlinum eru því engir listabókstafir. Hann er tvískiptur og skrifa kjósendur á efri hluta hans nöfn þeirra sem þeir kjósa sem aðalmenn og á neðri hlutann rita þeir nöfn varamanna. Fimm aðalmenn eru í hreppsnefnd Árneshrepps og jafnmargir varamenn.

46 voru á kjörskrá; 24 konur og 22 karlar. Kosningaþátttaka var með besta móti, 43 kusu eða 93,48%.

Tvær fylkingar

Ákveðin lína var lögð þegar við upphaf talningar í kvöld. Þó að um óbundnar kosningar, nokkurs konar persónukjör, sé að ræða voru fylkingarnar tvær sem orðið hafa til í hreppnum með tilkomu hugmynda um Hvalárvirkjun augljósar. Mikill samhljómur var í vali fólks eftir því hvort það er með eða á móti virkjun.

Þannig kusu stuðningsmenn virkjunarinnar þau Arinbjörn Bernharðsson, Guðlaug Ágústsson, Bjarnheiði Fossdal, Björn Torfason og Evu Sigurbjörnsdóttur sem aðalmenn. Guðlaugur, Bjarnheiður og Eva sátu öll í hreppsnefnd á síðasta kjörtímabili og eru hlynnt virkjuninni.

Andstæðingar virkjunar kusu hins vegar Ólaf Valsson, Elínu Öglu Briem, Valgeir Benediktsson, Jóhönnu Ósk Kristjánsdóttur og Vigdísi Grímsdóttur. Einnig voru nöfn Sifjar Konráðsdóttur og Hrafns Jökulssonar á kjörseðlum andstæðinga virkjunarinnar.

 Hrefna Þorvaldsdóttir og Ingólfur Benediktsson sem sátu í hreppsnefnd á síðasta kjörtímabili og voru yfirlýstir andstæðingar virkjunar báðust undan kjöri í kosningunum nú.

Atkvæði dregin úr potti

Stemningin var vægast sagt rafmögnuð á meðan talning fór fram í litla félagsheimilinu sem kúrir í fjallasalnum umhverfis Trékyllisvík. Allir sem komnir voru til að fylgjast með sátu grafkyrrir og hljóðir á meðan nöfnin á kjörseðlunum voru lesin.

Kjörseðlar voru lagðir í stóran stálpott á langborðinu sem kjörstjórnin sat við.

„Nú er potturinn tómur og nú leggið þið saman,“ sagði Ingólfur Benediktsson, formaður kjörstjórnar, er atkvæði aðalmanna höfðu verið talin og beindi orðum sínum til talningarmannanna. Hófst svo lestur á nöfnum þeirra fimm sem flest atkvæði höfðu hlotið.  Í kjölfarið yfirgáfu margir félagsheimilið.

Nú tekur ný hreppsnefnd við því verkefni að ákveða framhald fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Hluti skipulagstillagna vegna hennar hafa verið samþykktar en Skipulagsstofnun á enn eftir að afgreiða þær og hefur óskað eftir gögnum frá hreppsnefnd um ákveðin atriði er skipulagsgerðinni tengjast. Enn á svo eftir að gera frekari breytingar á aðalskipulagi vegna virkjunarinnar og þá er það einnig í höndum hreppsnefndar að afgreiða framkvæmdaleyfi vegna hennar þegar þar að kemur.

 Virkjunarhugmyndin hefur sannarlega klofið hið fámenna samfélag á Ströndum í tvennt í afstöðu sinni. Eitt fyrsta verkefni hinnar nýju hreppsnefndar verður að kjósa sér oddvita. Það mun gerast um miðjan júní.

mbl.is

Innlent »

Bíll valt í Ártúnsbrekkunni

Í gær, 22:37 Fólksbíll fór út af veginum neðarlega í Ártúnsbrekkunni upp úr klukkan tíu í kvöld. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu valt bíllinn og endaði á toppnum. Meira »

Stolið frá leigusala en fær enga aðstoð

Í gær, 22:05 Maður sem leigði íbúð sína öðrum manni fær hvorki hjálp frá lögreglu né lögmönnum í kjölfar þess að leigjandi hans stal öllum húsgögnum og búnaði úr íbúð og bílskúr mannsins. Hann brá því á það ráð að auglýsa eftir lögmanni í atvinnublaði Fréttablaðsins í gær. Meira »

Mikið um dýrðir á bíladögum

Í gær, 21:47 Hátt í þrjú hundruð bílar tóku þátt í bílasýningu á Akureyri í dag sem batt endahnútinn á hina árlegu bíladaga í bænum sem voru haldnir um helgina þar sem mikið var um dýrðir. Meira »

Blásið til tónlistarveislu í Þorlákshöfn

Í gær, 21:25 Rekstur veitingastaðarins Hendur í höfn í Þorlákshöfn hefur gengið vonum framar, en hann fagnaði nýlega fimm ár afmæli og í maí flutti hann í stærra og endurbætt húsnæði við aðalgötuna í bænum. Í sumar verður svo blásið til tónleikaraðar á veitingastaðnum. Meira »

Fíknigeðdeild lokuð fram í ágúst

Í gær, 21:21 Þrátt fyrir að minna sé um lokanir á geðdeildum Landspítalans nú en í fyrra verða margar þeirra lokaðar stóran hluta sumars. Fíknigeðdeild lokaði þann 15. júní og opnar ekki aftur fyrr en 7. ágúst. Meira »

Búið að grafa helming ganganna

Í gær, 20:44 Búið er að grafa 49,9% af heildarlengd Dýrafjarðarganga, eða 2.646,7 metra.   Meira »

Lýsi er ógeðslegt – En það virkar

Í gær, 20:10 „Frá víkingum til súrs hákarls – Tíu ástæður fyrir því að Íslendingar eru svona sterkir“ er fyrirsögn greinar þýska vefmiðilsins Kölner Stadt-Anzieger þar sem þjóðverjarnir reyna að gera sér í hugarlund ástæður þess að Íslendingar séu svo sterkir. Meira »

Sleppt að loknum yfirheyrslum

Í gær, 20:09 Mennirnir tveir sem voru yfirheyrðir í dag, grunaðir um að hafa fótbrotið karlmann, var sleppt úr haldi seinnipartinn að loknum yfirheyrslum. Meira »

Fengu lýðveldishátíðarköku í Vatnaskógi

Í gær, 19:44 Um eitt hundrað drengir úr sumarbúðunum í Vatnaskógi fengu lýðveldishátíðarköku í dag, enn í gleðivímu eftir leik Íslands og Argentínu í gær. Meira »

Á kajak meðfram vesturströnd Evrópu

Í gær, 19:10 Toby Carr, breskur 36 ára arkítekt og kajakræðari, er um þessar mundir að hefja ferðalag sitt sjóleiðina um Vestur-Evrópu á kajak. Carr hlaut styrk frá minningarsjóði Winston Churchill til þess að rannsaka allar þær 31 siglingaveðurstöðvar sem lesnar eru upp í sjóveðurspám Bretlands. Meira »

Hátíðlegt á Akureyri og Húsavík: Myndir

Í gær, 18:27 Norðlendingar héldu 17. júní hátíðlegan eins og aðrir landsmenn. Á Akureyri fór skrúðganga niður Gilið, auk þess sem venjan er að útskrifa stúdenta á þjóðhátíðardeginum. Meira »

Um 2.500 mættu í Zaryadye-garðinn

Í gær, 18:14 Talið er að rúmlega 2.500 stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafi mætt í upphitunargleði í Zaryadye-garðinum í Moskvu í gær fyrir leik Íslands og Argentínu. Meira »

Vatnsleki í kjallara í Hjaltabakka

Í gær, 17:55 Tveir dælubílar frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru sendir í fjölbýlishús í Hjaltabakka í Breiðholti vegna vatnsleka. Meira »

Almenningur telur sig harðari

Í gær, 17:41 „Í samstarfi við norræna kollega sýndum við að almenningur hefur tilhneigingu til að vanmeta refsiþyngd dómstóla, einkum í kynferðisbrotamálum, segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands,sem hefur í fjölda ára rannsakað glæpi frá öllum hliðum. Meira »

2,4 milljarða króna sektarheimildir

Í gær, 17:20 Stórfyrirtæki sem vinna mikið með persónuupplýsingar hafa tilhneigingu til að leita til ríkja þar sem reglugerðir og eftirlit eru linari en í öðrum ríkjum. Þetta segir Björg Thorarensen prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Meira »

Fjölmenni fagnar 17. júní: Myndir

Í gær, 16:20 Fjöldi fólks gerði sér dagamun í dag, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, og skellti sér miðbæinn til þess að fagna fullveldi Íslands. Meira »

Vatnsnotkun lítil á meðan á leik stóð

Í gær, 15:25 Leikur Íslands og Argentínu á HM í gær hafði mikil áhrif á vatnsnotkun Reykvíkinga í gær, en eins og af grafinu hér að neðan má lesa hafa Íslendingar að mestu leyti haldið í sér á meðan á leik stóð. Margir hafa þó nýtt hálfleikinn til þess að fara á salernið. Meira »

Fjórtán hlutu fálkaorðuna

Í gær, 15:10 Fjórtán manns hlutu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní.  Meira »

Hjólreiðafólk þekki blinda svæðið

Í gær, 15:05 Mikil hætta hefur skapast við Klettagarða og Vatnagarða að undanförnu vegna aukinnar hjólreiðaumferðar. Þetta segir Haukur Jón Friðbertsson, vörubílstjóri, sem segist verða var við mikla hjólaumferð á vinnusvæðinu. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...