Fylgismenn virkjunar í öll sæti hreppsnefndar

Kjörstjórn telur atkvæði upp úr potti. Fimmtán manns voru viðstaddir ...
Kjörstjórn telur atkvæði upp úr potti. Fimmtán manns voru viðstaddir talningu atkvæða í félagsheimilinu í Trékyllisvik. mbl.is/Sunna

Það mátti heyra saumnál detta á meðan kjörstjórn í Árneshreppi taldi atkvæði í sveitarstjórnarkosningunum í vitna viðurvist í félagsheimilinu í Trékyllisvík í kvöld. Þrír sitja í kjörstjórn og voru nöfn sem kjósendur höfðu ritað á kjörseðla sína lesin upphátt. Fimmtán manns voru viðstaddir talninguna, m.a. Eva Sigurbjörnsdóttir núverandi oddviti.  Atkvæði féllu þannig að  Guðlaugur Ágústsson, Bjarnheiður Fossdal og Arinbjörn Bernharðsson fengu 24 atkvæði til aðalmanns  hvert og Eva Sigurbjörnsdóttir og Björn Torfason fengu 23 atkvæði hvort. Aðrir fengu færri. Munu þau fimm því skipa hreppsnefnd Árneshrepps á komandi kjörtímabili. Varamenn verða: Úlfar Eyjólfsson, Magnús Karl Pétursson, Sigurstein Sveinbjörnsson, Elín Agla Briem og Sigrún Ósk Ingólfsdóttir.

Allir í kjöri

Í Árneshreppi eru óbundnar kosningar sem þýðir að allir kjósendur í sveitarfélaginu eru í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrir fram skorast undan því.

Á kjörseðlinum eru því engir listabókstafir. Hann er tvískiptur og skrifa kjósendur á efri hluta hans nöfn þeirra sem þeir kjósa sem aðalmenn og á neðri hlutann rita þeir nöfn varamanna. Fimm aðalmenn eru í hreppsnefnd Árneshrepps og jafnmargir varamenn.

46 voru á kjörskrá; 24 konur og 22 karlar. Kosningaþátttaka var með besta móti, 43 kusu eða 93,48%.

Tvær fylkingar

Ákveðin lína var lögð þegar við upphaf talningar í kvöld. Þó að um óbundnar kosningar, nokkurs konar persónukjör, sé að ræða voru fylkingarnar tvær sem orðið hafa til í hreppnum með tilkomu hugmynda um Hvalárvirkjun augljósar. Mikill samhljómur var í vali fólks eftir því hvort það er með eða á móti virkjun.

Þannig kusu stuðningsmenn virkjunarinnar þau Arinbjörn Bernharðsson, Guðlaug Ágústsson, Bjarnheiði Fossdal, Björn Torfason og Evu Sigurbjörnsdóttur sem aðalmenn. Guðlaugur, Bjarnheiður og Eva sátu öll í hreppsnefnd á síðasta kjörtímabili og eru hlynnt virkjuninni.

Andstæðingar virkjunar kusu hins vegar Ólaf Valsson, Elínu Öglu Briem, Valgeir Benediktsson, Jóhönnu Ósk Kristjánsdóttur og Vigdísi Grímsdóttur. Einnig voru nöfn Sifjar Konráðsdóttur og Hrafns Jökulssonar á kjörseðlum andstæðinga virkjunarinnar.

 Hrefna Þorvaldsdóttir og Ingólfur Benediktsson sem sátu í hreppsnefnd á síðasta kjörtímabili og voru yfirlýstir andstæðingar virkjunar báðust undan kjöri í kosningunum nú.

Atkvæði dregin úr potti

Stemningin var vægast sagt rafmögnuð á meðan talning fór fram í litla félagsheimilinu sem kúrir í fjallasalnum umhverfis Trékyllisvík. Allir sem komnir voru til að fylgjast með sátu grafkyrrir og hljóðir á meðan nöfnin á kjörseðlunum voru lesin.

Kjörseðlar voru lagðir í stóran stálpott á langborðinu sem kjörstjórnin sat við.

„Nú er potturinn tómur og nú leggið þið saman,“ sagði Ingólfur Benediktsson, formaður kjörstjórnar, er atkvæði aðalmanna höfðu verið talin og beindi orðum sínum til talningarmannanna. Hófst svo lestur á nöfnum þeirra fimm sem flest atkvæði höfðu hlotið.  Í kjölfarið yfirgáfu margir félagsheimilið.

Nú tekur ný hreppsnefnd við því verkefni að ákveða framhald fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Hluti skipulagstillagna vegna hennar hafa verið samþykktar en Skipulagsstofnun á enn eftir að afgreiða þær og hefur óskað eftir gögnum frá hreppsnefnd um ákveðin atriði er skipulagsgerðinni tengjast. Enn á svo eftir að gera frekari breytingar á aðalskipulagi vegna virkjunarinnar og þá er það einnig í höndum hreppsnefndar að afgreiða framkvæmdaleyfi vegna hennar þegar þar að kemur.

 Virkjunarhugmyndin hefur sannarlega klofið hið fámenna samfélag á Ströndum í tvennt í afstöðu sinni. Eitt fyrsta verkefni hinnar nýju hreppsnefndar verður að kjósa sér oddvita. Það mun gerast um miðjan júní.

mbl.is

Innlent »

Einn enn í haldi vegna árásar á dyraverði

08:39 Gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um grófa líkamsárás á dyraverði fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 26. ágúst hefur verið framlengt til 2. nóvember. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhaldsins á grundvelli almannahagsmuna. Meira »

Lengsta orð íslenskrar tungu nú á ljósmynd

08:18 Lengi hefur verið sagt að lengsta orð íslenskrar tungu sé Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúrslyklakippuhringurinn.  Meira »

Mjólk, skyr og mysa í æsku

07:57 Elstu núlifandi tvíburar Íslands fögnuðu 96 ára afmælum sínum í gær. Það eru þær Hlaðgerður og Svanhildur Snæbjörnsdætur. Einungis tvennir aðrir tvíburar, sem nú eru látnir, hafa náð þeim aldri en Íslandsmetið er 96 ár og 292 dagar. Meira »

Varðskipið Óðinn í slipp

07:57 Varðskipið Óðinn verður tekið í slipp í Reykjavíkurhöfn í dag en skipið er hluti af safnaeign Sjóminjasafnsins.  Meira »

Framkvæmdir við stækkun stöðvaðar

07:37 „Þetta eru nokkur atriði sem ég þarf að kippa í liðinn,“ segir Árni Valur Sólonsson, eigandi Capital Hotels-hótelkeðjunnar, en Vinnueftirlitið bannaði á föstudag alla vinnu við byggingarframkvæmdir vegna stækkunar á einu hótela keðjunnar, City Park Hótel, Ármúla 5. Meira »

Vel skipulagður þjófnaður

07:00 Þjófnaðurinn á skútunni Inook úr Ísafjarðarhöfn aðfaranótt sunnudags var vel skipulagður og krafðist aðkomu eins eða fleiri manna sem kunnu til verka. Þetta segir heimildarmaður Morgunblaðsins á Ísafirði. Meira »

Umhleypingar og vætutíð

06:56 Hæglætisveður verður á landinu í dag en í kvöld fer að hvessa að austan og á morgun er spáð roki og rigningu víða á landinu. Síðan er búist við umhleypingum og vætutíð fram yfir helgi, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Opnað inn á heiðina

05:30 Brúarmenn frá Vestfirskum verktökum eru að byggja brú yfir Norðlingafljót, skammt ofan Helluvaðs, í Hallmundarhrauni fyrir Vegagerðina. Brúin er mikið mannvirki. Hún opnar fleira ferðafólki leið úr Borgarfirði og inn á Arnarvatnsheiði. Meira »

Lúpínan breiðir úr sér næstu árin

05:30 Búast má við því að með hlýnandi veðurfari og minnkandi sauðfjárbeit muni útbreiðsla alaskalúpínu og gróðurs sem fylgir í kjölfar hennar, svo sem skógarkerfils, margfaldast á næstu áratugum. Meira »

Þúsund eru án lífeyris

05:30 Nú eru 19.162 einstaklingar með 75% örorkumat og eiga því að öðru jöfnu rétt á örorkulífeyri. Hefur þeim fjölgað um 4.300 á tíu árum sem er um 29% aukning. Hins vegar fá aðeins 18.009 einstaklingar lífeyri og hluti hópsins fær skertan lífeyri vegna annarra tekna. Meira »

Brýtur ekki í bága við lög eða skuldbindingar

05:30 Lögin um að heimila ráðherra að veita fiskeldisfyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða ganga hvorki í berhögg við lög um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála né ákvæði Árósasamningsins. Meira »

Friðlýsing Víkurkirkjugarðs undirbúin

05:30 Minjastofnun Íslands hefur hafið undirbúning tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um friðlýsingu Víkurkirkjugarðs við Aðalstræti í Reykjavík. Þetta kemur fram í bréfi sem Minjastofnun Íslands sendi til Reykjavíkurborgar og annarra hagsmunaaðila. Meira »

Munu mótmæla NATO-æfingum

05:30 „Íslenskir friðarsinnar hafa í gegnum tíðina ekkert látið það athugasemdalaust, eða fram hjá sér fara, þegar hér hafa verið heræfingar. Það eru mörg dæmi um það að við höfum farið og látið til okkar taka. Það er fullkomlega eðlilegt að það verði að þessu sinni.“ Meira »

Leita til lækna eftir meðferð úti

05:30 „Sjálf hef ég séð vinnu sem aldrei myndi teljast ásættanleg hér heima,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í munn- og tanngervalækningum, og vísar í máli sínu til ferða Íslendinga til tannlækna í Austur-Evrópu. Meira »

Skipstjóri skútunnar handtekinn

Í gær, 21:39 Skipstjóri skútunnar sem kom að landi á Rifi um kl. 21 í kvöld var handtekinn við komuna þangað af lögreglunni á Vesturlandi. Hann var einn á ferð og er grunaður um að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn síðustu nótt. Meira »

„Laugardalsvöllur, hvar er það?“

Í gær, 21:10 Lögreglan sektaði 70-80 ökumenn um helgina fyrir að leggja bílum sínum ólöglega við Laugardalshöll. Varðstjóri í umferðardeild lögreglu segir að honum þyki „leiðinlegt að sekta fólk fyrir kjánaskap“. Meira »

Skútan komin til hafnar á Rifi

Í gær, 20:01 Skútunni Inook var stolið úr Ísafjarðarhöfn í nótt. Varðskipið Þór og þyrla Landhelgisgæslunnar hafa veitt henni eftirför í dag. Skútan kom til hafnar á Rifi á Snæfellsnesi um kl. 21 í kvöld og voru tveir sérsveitarmenn á meðal þeirra sem veittu henni móttöku. Meira »

Vill kveikja stolt í hjörtum Íslendinga

Í gær, 19:15 Hvaða erindi á milljónamæringur frá Kaliforníu til Íslands í október? Og hvað hefur togað hann hingað á norðurhjara veraldar ítrekað síðustu misseri, þar af þrisvar í ár? James Cox nýtur þess að ganga og hjóla um náttúru Íslands og vill leggja sín lóð á vogarskálarnar henni til verndar. Meira »

Þorskurinn vítamínsprauta og stuðpúði

Í gær, 18:57 Verðmæti útfluttra þorskafurða frá aldamótum jafngildir um 20 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Önnur lönd saxa smám saman á gæðaforskot Íslands. Meira »