Undirbýr breikkun vegarins

Umferðarteppa á Vesturlandsvegi við bæinn Esjuberg.
Umferðarteppa á Vesturlandsvegi við bæinn Esjuberg. mbl.is/Brynjar Gauti

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur hefur til meðferðar nýtt deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg á Kjalarnesi. Nýtt skipulag er forsenda þess að hægt verði að breikka veginn eins og þrýst hefur verið á í kjölfar alvarlegra slysa á veginum á þessu ári.

Deiliskipulagið var auglýst fyrr á þessu ári og frestur til að gera athugasemdir og ábendingar rann út 9. maí sl. Bárust fjölmargar slíkar frá stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum, sem teknar voru til skoðunar, að því er fram kemur í Mrgunblaðinu í dag.

Þær upplýsingar fengust hjá Reykjavíkurborg að málið yrði tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í dag og það fer síðan í borgarráð til lokaafgreiðslu borgarinnar. Að því loknu verður málið sent til Skipulagsstofnunar, sem afgreiðir það væntanlega eftir nokkrar vikur, og að lokum verður skipulagið birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert