Fjögurra manna liðin farin af stað

Frá ræsingu fjögurra manna liða í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni í …
Frá ræsingu fjögurra manna liða í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni í dag. mbl.is/Arnþór Birkisson

Keppni fjögurra manna liða í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni er farin af stað og eru 12 lið alls skráð í öllum þremur flokkum; blönduðum, kvenna og karla. Keppendur voru ræstir af stað frá Egilshöllinni en keppendur í B-flokki eru nú í lokaundirbúningnum áður en tíu manna liðin verða flautuð af stað. B-flokkurinn er sá langfjölmennasti í keppninni, þar sem 720 manns eru skráðir til leiks.

Hér má sjá myndskeið frá ræsingunni: 

Í gær lögðu 115 keppendur af stað í einstaklings og Hjólakraftsflokki. Keppendur þurfa að hjóla í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi á innan við 72 tímum. Á meðan þessu stendur keppa liðin einnig sín á milli í fjáröflunarkeppni en í ár er safnað fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg.

Lítilsháttar breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi WOW Cyclothon í ár sem þó gætu haft töluverð áhrif á gengi liðanna.

Hér má fylgjast með hjólreiðamönnunum í beinni

Í stað þess að hjóla á Vesturlandsvegi alla leið af höfuðborgarsvæðinu og að Hvalfirði er nú beygt inn á Þingvallarveg inn í Mosfellsdal og þaðan hjólað um Kjósarskarðsveg inn í Hvalfjörð. Lögregla fylgir keppendum að Kjósarskarðsvegi og gætir þess að enginn framúrakstur á sér stað á þeim kafla. Hluti Kjósarskarðsvegar er grófur malarvegur svo á þeim hluta leiðarinnar þurfa liðin að hafa klárt fjallahjól. Einnig er aðeins leyfilegt að skipta út hjólreiðafólki einu sinni á þessum kafla. Liðin þurfa að vera búin að skipuleggja sig vel og haga keppnisáætlun sinni í samræmi við það.

Björgunarsveitir voru til staðar þegar ræsingin fór fram.
Björgunarsveitir voru til staðar þegar ræsingin fór fram. mbl.is/Arnþór Birkisson

Önnur breyting er varðandi skiptingar í endasprett. Ekki er lengur leyfilegt fyrir lið að skipta út hjólurum á síðustu 20 kílómetrum keppninnar. Þetta þýðir að allir meðlimir liða sem ætla sér að taka þátt í endasprettinum þurfa fara út og byrja að hjóla hjá Fúlapolli og þurfa þá að klára keppnina á hjóli.

Keppendur voru ræstir af stað frá Egilshöllinni síðdegis.
Keppendur voru ræstir af stað frá Egilshöllinni síðdegis. mbl.is/Arnþór Birkisson
Búningarnir eru af ýmsu tagi, til dæmis í fánalitunum.
Búningarnir eru af ýmsu tagi, til dæmis í fánalitunum. Keppendur voru ræstir af stað frá Egilshöllinni
Heilmikill búnaður of farangur fylgir keppnisliðunum.
Heilmikill búnaður of farangur fylgir keppnisliðunum. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert