Öryggi mæðra og barna varla tryggt

Katrín segir viðbúið að hættuástandi geti skapast.
Katrín segir viðbúið að hættuástandi geti skapast. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Sif Sigurðardóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, vonast til að ákvörðun um yfirvinnubann, sem samþykkt var í morgun, komi til með þrýsta á stjórnvöld að fundin verði lausn í kjaradeilu ljósmæðra áður en til verkfallsaðgerða kemur. Annars verði hvorki hægt að halda uppi eðlilegri barneignaþjónustu né tryggja öryggi mæðra og nýfæddra barna.

„Miðað við það sem á undan er gengið þá kemur það manni alltaf á óvart hve lítill áhugi stjórnvalda er á því að takast á við þennan vanda. En við vonum það svo sannarlega því staðan er mjög alvarleg. Ljósmæður munu ekki snúa til starfa og halda uppi þessari barneignaþjónustu að óbreyttu, það er bara þannig,“ segir Katrín í samtali við mbl.is

Uppsagnir 12 ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi í dag og því ljóst að álagið mun aukast til muna á næstu dögum. Þá hafa ljósmæður á öðrum heilbrigðisstofunum víða um land einnig sagt upp.

„Það eru enn að tínast inn uppsagnir og staðan er orðin þannig að þær sem eftir eru geta engan veginn borið uppi óbreytta þjónustu. Ég veit ekki hvernig þetta á að ganga, þannig það verður að koma til móts við okkur.“

Verða að ganga fyrr út af vaktinni

Yfirvinnubann var samþykkt með 90 prósent greiddra atkvæða og verkfallsboðun verður borin út á morgun. Aðgerðirnar munu hefjast um miðjan mánuðinn, náist ekki að leysa úr deilunni fyrir þann tíma.

Katrín segir sjúkrastofnanir í nágrenni Reykjavíkur ekki í stakk búnar ...
Katrín segir sjúkrastofnanir í nágrenni Reykjavíkur ekki í stakk búnar til að taka við fleirum. mbl.is/Golli

„Ef yfirvinnuverkfallið tekur gildi þá þurfa allar stofnanir þar sem ljósmæður hafa unnið einhverja yfirvinnu í rauninni að vera búnar að búa sér til aðgerðaráætlun til að bregðast við því. Það eru allar stofnanir fyrir utan heilsugæsluna,“ útskýrir Katrín.

„Ég veit satt að segja ekki hvernig þeir ætla að leysa úr því. Mönnunin á mörgum stöðum, kannski þá sérstaklega á Landspítalanum, hefur verið þannig að vaktir hafa verið keyrðar á neyðarmönnun í langan tíma. Sem skýrir svolítið ástandið. Það má ekkert út af bregða, ekki neitt.“

Hún segir til dæmis alla kaffitíma nú greidda á yfirvinnu og skapist strax vandamál. „Fólk verður að fá svigrúm til að taka sína kaffitíma, sem hefur yfirleitt ekki verið. Eða labba út fyrr af vaktinni, sem því nemur. Ég veit ekki hvernig stofnunin ætlar að manna það gap sem myndast bara við það eitt.“

Ekki raunhæft að senda skjólstæðinga annað

Aðspurð segir Katrín viðbúið að hættuástand geti skapast. „Að sjálfsögðu, það liggur í hlutarins eðli. Frá og með deginum í dag er gríðarlegur skortur á ljósmæðrum. Aðgerðaráætlun Landspítalans tekur gildi og þeir gera auðvitað allt sem þeir geta til að tryggja öryggi sinna skjólstæðinga, en hún hún byggir á því að heimaþjónustuljósmæður taki við konum nánast strax eftir fæðingu. Ég hef hvergi séð að heimaþjónustuljósmæður hafi samþykkt það.“

Aðgerðaráætlunin Landspítalans, sem tekur gildi í dag, byggir einnig á því að valkeisurum verði hugsanlega beint á Akranes og til Akureyrar og að aðrar heilbrigðisstofnanir í nágrenni Reykjavíkur létti á álaginu.

Katrín segir það ekki raunhæft, enda eigi heilbrigðisstofnanir í nágrenni Reykjavíkur einnig eiga erfitt með að taka við fleiri skjólstæðingum vegna manneklu og lokana. „Kragasjúkrahúsin væru örugglega í stakk búin til að taka við þessu fólki ef þau væru fullmönnuð og í fullum rekstri, en það er ekki þannig,“ segir hún og vísar þar til sjúkrahúsanna Selfossi, Akranesi og Keflavík. „Fæðingardeildin í Keflavík verður lokuð allan júlímánuð af því það fæst ekki starfsfólk. Það vantar líka starfsfólk uppi á Skaga og þar er verið að sameina tvær deildir í sumar vegna þess. Ég get ekki séð að þessi aðgerðarátætlun virki. Auðvitað hefur þetta áhrif á öryggi skjólstæðinga, því miður,“ segir Katrín. „Ábyrgðin er þeirra og ábyrgðin er gríðarleg,“ bætir hún við og vísar þar til stjórnvalda.

Katrín segir kröfur ljósmæðra mjög skýrar og þær séu tilbúnar viðræðna hvenær sem er. „Það stendur ekki á því, en samninganefndin þarf að hafa umboð og vilja til að ganga til samninga og það hefur skort. Sem fyrr er það einlæg ósk okkar að ekki komi til þess að við þurfum að beita svona aðgerðum. Að við fáum áheyrn og það verði fundin lausn á okkar málum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Andlát: Einar Sigurbjörnsson

05:30 Einar Sigurbjörnsson, fyrrverandi prófessor í guðfræði, lést á Vífilsstöðum 20. febrúar síðastliðinn á sjötugasta og fimmta aldursári. Meira »

Eftirlitið kostað milljarða króna

05:30 Ekki reyndist unnt að svara með fullnægjandi hætti fyrirspurn Birgis Þórarinssonar alþingismanns sem laut að rekstrarkostnaði gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands. Meira »

Krossgjafaskipti í burðarliðnum

05:30 Bið eftir nýrnagjöf ætti að styttast komist á samkomulag um svonefnd krossgjafaskipti innan Norðurlandanna en undirbúningur að því er vel á veg kominn. Meira »

Benda hvorir á aðra

05:30 Samtök atvinnulífsins og Eflingu greinir á um hvað felist í kröfugerð félagsins, en samtökin halda því fram að hún feli í sér frá 59% og upp í 82% hækkun á mánaðarlaunum eftir launaflokkum og aldursþrepi, þannig að núgildandi byrjunarlaun í lægsta þrepi færu úr 266.735 krónum í 425.000 krónur. Meira »

Semja skýrslu um bankastjóralaun

05:30 Bankasýsla ríkisins, sem fer með 98,2% eignarhlut ríkisins í Landsbankanum og 100% eignarhlut í Íslandsbanka, hefur sent Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, bréf, vegna launa og starfskjara framkvæmdastjóra félaga í meirihlutaeigu ríkisins. Meira »

Leyfa ekki innflutning á ógerilsneyddri mjólk

05:30 Ekki stendur til að leyfa innflutning á ógerilsneyddum mjólkurafurðum. Þetta kemur fram í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins við yfirlýsingu Bændasamtaka Íslands (BÍ) og fréttum Morgunblaðsins í gær. Meira »

Verða opnar áfram

05:30 „Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri Toys'R'Us á Smáratorgi, þegar hann er spurður um framtíð verslananna hér á landi. Meira »

Verðið lægra en gengur og gerist

05:30 Af þeim 60 íbúðum sem byggingarsamvinnufélag Samtaka aldraðra byggir nú í Austurhlíð 10 í Reykjavík, í grennd við Kennaraháskólann, eru 53 seldar, en íbúðirnar verða afhentar um mitt ár 2021. Þetta eru fyrstu íbúðirnar sem félagið byggir sjálft síðan skömmu eftir hrun, eða í áratug. Meira »

Eins og að ganga inn í aðra veröld

Í gær, 23:45 „Ég ólst upp við mikla tónlist á mínu æskuheimili, pabbi er mjög músíkalskur og hann spilar á mörg hljóðfæri. En ég var alltaf frekar feimin og byrjaði ekki að syngja fyrr en ég var orðin táningur. Þegar ég byrjaði í Versló fór ég alveg á fullt í þetta, tók þátt í öllu sem ég gat í skólanum, öllum söngleikjum og söngkeppnum,“ segir Elín Harpa Héðinsdóttir. Meira »

Konan sigursælust

Í gær, 22:50 Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar stóð uppi sem sigurvegari á Edduhátíðinni 2019 sem lauk á ellefta tímanum í kvöld. Kvikmyndin hafði verið tilnefnd til 10 verðlauna og vann þau öll, m.a. sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, leikkonu í aðalhlutverki og tónlist. Meira »

Smakkar ekki kökuna fyrr en hún hefur unnið

Í gær, 22:40 „Ég hef fyrst og fremst áhuga á faginu og metnað til að gera vel og framleiða góða vöru fyrir viðskiptavinina,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, höfundur köku ársins 2019. Meira »

Egill Eðvarðsson heiðraður

Í gær, 22:35 Heiðursverðlaunahafi Eddunnar í ár er Egill Eðvarðsson, sem hefur starfað við íslenska sjónvarps- og kvikmyndagerð í hartnær 50 ár – og er enn að. Hann kveðst þó aldrei hafa leitt hugann sérstaklega að því að sjálfur ætti hann eftir að standa á sviðinu og taka á móti Eddu-verðlaunum. Meira »

Lagði Þjóðverjum lið við val á lagi

Í gær, 22:25 Einar Bárðarson dæmdi í kvöld í söngvakeppni þýska ríkissjónvarpsins (d. Unser lied für Israel), en Einar er landsmönnum meðal annars kunnugur fyrir að hafa samið lagið Birta (e. Angel) sem var framlag Íslands í Eurovision árið 2001 auk fjölda annarra slagara. Meira »

Eldur kom upp í bifreið á Bústaðavegi

Í gær, 22:14 Eldur kom upp í bifreið á gatnamótum Bústaðavegar og Litluhlíðar um áttaleytið í kvöld.  Meira »

Í verkfall fyrir loftslagið: Myndir

Í gær, 22:05 Fjöldi fólks, aðallega ungs fólks og nemenda, kom saman á Austurvelli í dag til þess að mótmæla aðgerðaleysi vegna loftslagsbreytinga. Ljósmyndari mbl.is fór á staðinn. Meira »

Vinna með virtu fólki í bransanum

Í gær, 21:45 „Við vorum búnir að vera á sama stað í átta ár og þurftum á ákveðinni breytingu að halda. Það er gott að prófa nýja hluti og kannski að taka skrefið upp á við,“ segir leikstjórinn Gunnar Páll Ólafsson. Meira »

Fjúkandi fiskikör í Ólafsvík

Í gær, 21:38 Lögreglan í Ólafsvík hefur lokað fyrir umferð á hafnarsvæði bæjarins vegna fiskikara og ruslatunna sem fjúka um svæðið. Auk hífandi roks er sjávarstaða afar há, en vindhviður í Ólafsvík hafa farið allt upp í 27 metra á sekúndu í kvöld. Meira »

1,6 milljónir fyrir ólögmæta handtöku

Í gær, 21:30 Landsréttur dæmdi karlmanni 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem hann sætti í tvo sólarhringa auk einangrunar í sex sólarhringa. Maðurinn var grunaður um kynferðisbrot gegn 16 ára gamalli stúlku í félagi við fjóra aðra menn. Meira »

Sátu fastir um borð vegna hvassviðris

Í gær, 21:16 Um 500 farþegar sátu fastir um borð í þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli um tíma í kvöld vegna hvassviðris, en landgangar flugvallarins eru teknir úr notkun þegar vindhraði fer upp í 50 hnúta. Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Í boði á bokmenntir.netserv.is
Anna í Grænuhlíð I-III. Íslenskar ljósmæður I-II. Forn frægðarsetur I-IV. Fles...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
Er kominn tími á framkvæmdir?
Múrari: Lögg. múraram... og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísala...