Svæðið ekki merkt lokað á vef Vegagerðar

Ljót sár geta myndast eftir utanvegaakstur á hálendinu. Myndin er ...
Ljót sár geta myndast eftir utanvegaakstur á hálendinu. Myndin er úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Leiðin á milli Kerlingarfjalla og Setursins undir Hofsjökli var ekki merkt lokuð á hálendiskorti Vegagerðarinnar þegar tveir ökumenn festu jeppa sína utan vegar á svæðinu á sunnudag. Um er að ræða svokallaðan „veg í náttúru Íslands“, sem heyrir ekki undir Vegagerðina, en Vegagerðin reynir þó ávallt að birta kort af svæðum þar sem akstursbann er í gildi hverju sinni á vefsíðu sinni.

Einar Pálsson, forstöðumaður hjá þjónustudeild Vegagerðarinnar, segir í samtali við mbl.is að stofnunin líti á það sem samfélagslegt hlutverk sitt að útbúa þessi kort, sem upphaflega voru gerð í samstarfi við náttúruverndarráð, sem var lagt niður árið 2001.

Starfsfólki upplýsingaþjónustu Vegagerðarinnar er uppálagt að hafa samband við Umhverfisstofnun og kunnuga aðila á hálendinu er það útbýr hálendiskortin.

Kort sem var birt á vef Vegagerðarinnar 12. júlí síðastliðinn sýndi engar lokanir á þessu svæði, en nýtt hálendiskort, sem birt var á vefnum í gær, sýnir að akstur er bannaður á umfangsmiklu svæði sunnan Hofsjökuls.

„Upplýsingaþjónustan okkar sér um að gera þessi kort. Í þessu tilfelli höfðu þau samband við yfirverkstjóra um ástandið og eiga alltaf að gera þetta eftir bestu upplýsingum hverju sinni,“ segir Einar.

Stórt svæði sunnan Hofsjökuls hefur nú verið skyggt á hálendiskorti ...
Stórt svæði sunnan Hofsjökuls hefur nú verið skyggt á hálendiskorti Vegagerðarinnar. Kort/Vegagerðin

„Við höfum litið á þetta sem samfélagslegt hlutverk okkar að reyna að veita sem bestar upplýsingar um hvernig ástandið er,“ segir Einar, en þetta gerir stofnunin þrátt fyrir að vegirnir á svæðinu heyri ekki undir Vegagerðina.

„Sérstaklega í tengslum við þessi svæði er okkar fólki uppálagt að hafa samband við Umhverfisstofnun og síðan höfum við nýtt okkur hann Pál Gíslason í Kerlingarfjöllum sem hefur mikla þekkingu á svæðinu þarna í kring,“ bætir Einar við.

Settu inn kortið í góðri trú

Hann segir að „því miður“ hafi hans fólk ekki leitað nógu vel þangað þegar verið var að útbúa hálendiskortið og að skyggðu svæðin, sem gefa til kynna að akstur sé bannaður, hafi verið umfangsminni en þau áttu að vera.

„Þau settu inn kortið í góðri trú um að þetta væri ekki svona blautt miðað við þann árstíma sem kominn er,“ segir Einar.

Páll Gíslason framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar í Kerlingarfjöllum, segir að þrátt fyrir að vegurinn hafi ekki verið merktur lokaður á vef Vegagerðarinnar hafi ferðamennirnir keyrt fram hjá lokunarmerkjum sem eru á staðnum.

Brotið, sem ökumenn bílanna greiddu samtals 400.000 krónur fyrir, fólst síðan í því að keyra út fyrir veginn, þar sem bílarnir tveir sátu síðan fastir.

„Við höfum lagt áherslu á það við Vegagerðina að opna þetta svæði ekki nema að höfðu samráði við okkur og við áttuðum okkur á því í gærmorgun að 12. júlí hafði kortinu verið breytt og þá hvarf þetta út, þessi lokun,“ segir Páll, sem benti Vegagerðinni á það í gær og kortið var lagfært samdægurs.

Handan Kerlingarfjalla eru vegir utan umráðasvæðis Vegagerðarinnar.
Handan Kerlingarfjalla eru vegir utan umráðasvæðis Vegagerðarinnar. Kort/Vegagerðin

Hann segist  þó ekki hafa neitt formlegt boðvald um lokun veganna þarna, en það er í raun nokkur óvissa um það boðvald á vegum til fjalla, þar sem eru margir ónúmeraðir vegir eða slóðar án veghaldara.

„Það er erfitt fyr­ir okk­ur og lög­reglu að hafa eft­ir­lit alls staðar. Við biðlum þess vegna til fólks og ferðamanna að vera vak­andi fyr­ir þessu og láta vita ef það verður vart við slík­an akst­ur eða skemmd­ar­verk,“ sagði Ólaf­ur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, í samtali við mbl.is 2. júlí síðastliðinn, en brot gegn akst­urs­banni varða sekt­um eða varðhaldi.

Reglugerð ætlað að skýra úr óvissu

Ný reglugerð um vegi í náttúru Íslands var birt snemma á þessu ári og hún sögð marka tímamót varðandi vegamál á miðhálendinu, þar sem lengi hafi ríkt óvissa um vegi og slóða sem eru ekki hluti þjóðvegakerfisins.

Með náttúruverndarlögum, sem tóku gildi síðla árs 2015, var komið á því fyrirkomulagi að sveitarstjórnir skuli taka saman skrá yfir vegi í náttúru Íslands, aðra en þjóðvegi, þegar þær ganga frá aðalskipulagi eða svæðisskipulagi.

mbl.is

Innlent »

Vill að borgarstjóri axli ábyrgð

Í gær, 23:13 „Munurinn á þessum tveimur málum er þessi: framkvæmdastjóri félagsbústaða hefur sagt af sér en framkvæmdastjóri braggamálsins, sem er framkvæmdastjóri borgarinnar og borgarstjóri, hefur ekki gert það,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins, spurður út í sitt álit á verkefni Félagsbústaða við Írabakka. Meira »

Skútuþjófurinn í farbann

Í gær, 22:08 Héraðsdómur Vestfjarða hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum um að maðurinn sem sigldi seglskútu í heimildarleysi úr höfn á Ísafirði aðfararnótt sunnudags sæti farbanni. Meira »

Íslenskir nemar elstir og tekjuhæstir

Í gær, 21:03 Íslenskir háskólanemar eru þeir elstu í Evrópu, eiga fleiri börn og eru með hærri tekjur en háskólanemar í öðrum Evrópulöndum, en kostnaður íslenskra háskólanema vegna fæðis og húsnæðis er um tvöfalt hærri en meðaltalið er í Evrópu. Meira »

Sveitarstjórn mótmælir seinagangi

Í gær, 20:58 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir seinagangi vegna gistináttaskatts í ályktun sem var samþykkt á dögunum.  Meira »

Kröfugerð VR samþykkt

Í gær, 20:32 Kröfugerð VR fyrir komandi kjaraviðræður var samþykkt á fundi trúnaðarráðs í kvöld. Í kröfugerðinni kemur fram að markmið kjarasamninga nú verði að rétta hlut þeirra lægst launuðu og auka ráðstöfunartekjur allra félagsmana. Meira »

Vilja láta rjúpuna njóta vafans

Í gær, 20:24 „Það er ljóst að við ofmetum rjúpnastofninn og það er skylda Náttúrufræðistofnunnar að hvetja til varfærni í tengslum við nytjar,“ segir fuglafræðingar hjá Náttúrufræðistofnun. Stofnunin hafi því ákveðið að miða rjúpnaveiðiráðgjöf sína við Vesturland í stað Norðausturlands eins og hefð sé fyrir. Meira »

Minnir á Bakkabræður

Í gær, 20:18 Veiðigjöld á útgerðir eru ósanngjörn og gríðarlegur munur er á veiðigjöldum eftir fisktegundum, segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Meira »

Hagsýni er kvenfélagskonum í blóð borin

Í gær, 20:05 „Kvenfélög hafa nú sem endranær mikilvægu hlutverki að gegna. Í ýmsum líknar- og velferðarmálum úti um allt land hefur mjög munað um framlag kvenfélaganna, enda er starfsemi félaganna öflug mjög víða, og áherslumál að styðja góð málefni í nærsamfélaginu. Á árabilinu 2007 til 2017 var þetta samanlagt stuðningur upp á einn milljarð króna,“ segir Guðrún Þórðardóttir, formaður Kvenfélagasambands Íslands. Meira »

„Ég var ekki aðalhönnuður verksins“

Í gær, 19:30 Arkitekt hjá Arkibúllunni segir reikninga fyrirtækisins vegna braggans við Nauthólsveg ekki óvenjuháa og að tímarnir séu ekki óvenjulega margir í ljósi þess hve verkefnið dróst á langinn. Meira »

Kvartað yfir aðstæðum í skólamötuneyti

Í gær, 19:11 Umboðsmaður barna sendi síðasta vor bréf til Hafnarfjarðarbæjar eftir að embættinu hafði borist ábending vegna aðstæðna í skólamötuneyti í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Meira »

Styttri vinnuvika hjá Hugsmiðjunni

Í gær, 18:57 Minni vinna og allir vinna segir Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar sem hefur gengið mjög langt í vegferð jafnréttis með því að stytta vinnuviku starfsfólks fyrirtækisins úr átta í sex. Mælingar sýna meiri framleiðni, færri veikindadaga og aukna starfsánægju starfsfólksins. Meira »

Músarrindill, glókollur og rjúpa

Í gær, 18:43 Fuglalífið í Hrísey hefur sjaldan verið blómlegra en nú. Þegar sumrin eru góð og áfallalaus verður viðkoma fuglanna góð og lífið dafnar. Alls verpa um 40 tegundir fugla í eynni og mér finnst alltaf ævintýrið eitt að fylgjast með lífi þeirra,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, fuglaáhugamaður á Akureyri. Hann á sínar rætur í Hrísey og hefur síðan í æsku fylgst vel með fuglalífinu þar. Meira »

„Innri endurskoðun hlífir engum“

Í gær, 18:41 „Það var gott að það var farið fram á að innri endurskoðun tæki út þessar framkvæmdir og viðhald við Írabakka,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, um úttekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Öðruvísi staðið að framkvæmdum núna

Í gær, 17:55 „Ég fagna því að það hafi verið ráðist í þessa úttekt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn um út­tekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Nauðganir öflugt vopn í stríði

Í gær, 17:55 Kynferðislegt ofbeldi á ekkert sammerkt með kynlífi heldur er það glæpur og er notað sem valdatæki segir Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins. Nauðganir eru öflugt vopn á átakasvæðum og rödd Íslands skiptir máli þegar kemur að mannréttindum segir hann. Meira »

Hljóp á brott frá lögreglunni

Í gær, 17:52 Ökumaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði stöðvað í Grafarvogi vegna gruns um ölvunarakstur hljóp úr bíl sínum á brott frá lögreglunni um fimmleytið í dag. Meira »

Fiskeldi í Reyðarfirði fyrir dóm

Í gær, 17:50 Mál málsóknarfélagsins Náttúruverndar 2 á hendur Matvælastofnun og Löxum fiskeldi ehf. verður flutt fyrir Héraðsdómi Reykjaness 15. nóvember. Meira »

Krefjast farbanns yfir skútuþjófnum

Í gær, 17:24 Lögreglan á Vestfjörðum hefur yfirheyrt manninn sem handtekinn var um borð í skútu á Rifi á Snæfellsnesi í gær.   Meira »

Sigurvissir Svisslendingar

Í gær, 17:20 Þeir voru sigurvissir stuðningsmenn svissneska landsliðsins sem voru í miðbænum í dag og biðu eftir landsleiknum við Ísland á Laugardalsvelli í kvöld. Minnugir stórsigursins í síðasta leik spá þeir sínum mönnum öruggum sigri. Meira »
Bolir
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Bómullarbolir Sími 588 8050. - vertu vi...
BÍLALYFTUR
EAE og Jema bílalyftur í úrvali,gæðalyftur á góðu verði. Eigum nokkrar gerðir á ...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN
SPÁI Í TAROT OG BOLLA. þEIR SEM FARNIR ERU SEGJA MER UM FRAMTÍÐ ÞÍNA. ERLA S. 58...