Svæðið ekki merkt lokað á vef Vegagerðar

Ljót sár geta myndast eftir utanvegaakstur á hálendinu. Myndin er ...
Ljót sár geta myndast eftir utanvegaakstur á hálendinu. Myndin er úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Leiðin á milli Kerlingarfjalla og Setursins undir Hofsjökli var ekki merkt lokuð á hálendiskorti Vegagerðarinnar þegar tveir ökumenn festu jeppa sína utan vegar á svæðinu á sunnudag. Um er að ræða svokallaðan „veg í náttúru Íslands“, sem heyrir ekki undir Vegagerðina, en Vegagerðin reynir þó ávallt að birta kort af svæðum þar sem akstursbann er í gildi hverju sinni á vefsíðu sinni.

Einar Pálsson, forstöðumaður hjá þjónustudeild Vegagerðarinnar, segir í samtali við mbl.is að stofnunin líti á það sem samfélagslegt hlutverk sitt að útbúa þessi kort, sem upphaflega voru gerð í samstarfi við náttúruverndarráð, sem var lagt niður árið 2001.

Starfsfólki upplýsingaþjónustu Vegagerðarinnar er uppálagt að hafa samband við Umhverfisstofnun og kunnuga aðila á hálendinu er það útbýr hálendiskortin.

Kort sem var birt á vef Vegagerðarinnar 12. júlí síðastliðinn sýndi engar lokanir á þessu svæði, en nýtt hálendiskort, sem birt var á vefnum í gær, sýnir að akstur er bannaður á umfangsmiklu svæði sunnan Hofsjökuls.

„Upplýsingaþjónustan okkar sér um að gera þessi kort. Í þessu tilfelli höfðu þau samband við yfirverkstjóra um ástandið og eiga alltaf að gera þetta eftir bestu upplýsingum hverju sinni,“ segir Einar.

Stórt svæði sunnan Hofsjökuls hefur nú verið skyggt á hálendiskorti ...
Stórt svæði sunnan Hofsjökuls hefur nú verið skyggt á hálendiskorti Vegagerðarinnar. Kort/Vegagerðin

„Við höfum litið á þetta sem samfélagslegt hlutverk okkar að reyna að veita sem bestar upplýsingar um hvernig ástandið er,“ segir Einar, en þetta gerir stofnunin þrátt fyrir að vegirnir á svæðinu heyri ekki undir Vegagerðina.

„Sérstaklega í tengslum við þessi svæði er okkar fólki uppálagt að hafa samband við Umhverfisstofnun og síðan höfum við nýtt okkur hann Pál Gíslason í Kerlingarfjöllum sem hefur mikla þekkingu á svæðinu þarna í kring,“ bætir Einar við.

Settu inn kortið í góðri trú

Hann segir að „því miður“ hafi hans fólk ekki leitað nógu vel þangað þegar verið var að útbúa hálendiskortið og að skyggðu svæðin, sem gefa til kynna að akstur sé bannaður, hafi verið umfangsminni en þau áttu að vera.

„Þau settu inn kortið í góðri trú um að þetta væri ekki svona blautt miðað við þann árstíma sem kominn er,“ segir Einar.

Páll Gíslason framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar í Kerlingarfjöllum, segir að þrátt fyrir að vegurinn hafi ekki verið merktur lokaður á vef Vegagerðarinnar hafi ferðamennirnir keyrt fram hjá lokunarmerkjum sem eru á staðnum.

Brotið, sem ökumenn bílanna greiddu samtals 400.000 krónur fyrir, fólst síðan í því að keyra út fyrir veginn, þar sem bílarnir tveir sátu síðan fastir.

„Við höfum lagt áherslu á það við Vegagerðina að opna þetta svæði ekki nema að höfðu samráði við okkur og við áttuðum okkur á því í gærmorgun að 12. júlí hafði kortinu verið breytt og þá hvarf þetta út, þessi lokun,“ segir Páll, sem benti Vegagerðinni á það í gær og kortið var lagfært samdægurs.

Handan Kerlingarfjalla eru vegir utan umráðasvæðis Vegagerðarinnar.
Handan Kerlingarfjalla eru vegir utan umráðasvæðis Vegagerðarinnar. Kort/Vegagerðin

Hann segist  þó ekki hafa neitt formlegt boðvald um lokun veganna þarna, en það er í raun nokkur óvissa um það boðvald á vegum til fjalla, þar sem eru margir ónúmeraðir vegir eða slóðar án veghaldara.

„Það er erfitt fyr­ir okk­ur og lög­reglu að hafa eft­ir­lit alls staðar. Við biðlum þess vegna til fólks og ferðamanna að vera vak­andi fyr­ir þessu og láta vita ef það verður vart við slík­an akst­ur eða skemmd­ar­verk,“ sagði Ólaf­ur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, í samtali við mbl.is 2. júlí síðastliðinn, en brot gegn akst­urs­banni varða sekt­um eða varðhaldi.

Reglugerð ætlað að skýra úr óvissu

Ný reglugerð um vegi í náttúru Íslands var birt snemma á þessu ári og hún sögð marka tímamót varðandi vegamál á miðhálendinu, þar sem lengi hafi ríkt óvissa um vegi og slóða sem eru ekki hluti þjóðvegakerfisins.

Með náttúruverndarlögum, sem tóku gildi síðla árs 2015, var komið á því fyrirkomulagi að sveitarstjórnir skuli taka saman skrá yfir vegi í náttúru Íslands, aðra en þjóðvegi, þegar þær ganga frá aðalskipulagi eða svæðisskipulagi.

mbl.is

Innlent »

„Það er tundurdufl – skipið er að sökkva!“

17:02 Þrír hildarleikir á þremur árum eru umfjöllunarefni nýjustu bókar Óttars Sveinssonar. Með góðfúslegu leyfi Óttars er hér stuttlega gripið niður í einn þeirra atburða sem greint er frá. Meira »

Ekki áður í svo stórum verkefnum

16:02 Reykjavíkurborg og íslenska ríkið eru formlega búin að sækja um að fá að halda 33. verðlaunahátíð evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. Þetta staðfestir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Meira »

VG og Samfylkingin sitja á bar

15:50 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti í dag pistil á vefsíðu sinni þar sem velt er upp hver viðbrögð af Klausturmálinu hefðu verið ef annar flokkur en Miðflokkurinn ætti í hlut. Segist hann hafa fengið að birta pistilinn og kveðst vona að einhverjum þyki þetta jafn áhugavert og sér. Meira »

Veggjöld samþykkt eftir áramót

14:01 Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir að samgönguáætlun verði afgreidd snemma á nýju ári. Full samstaða er meðal ríkisstjórnarflokkanna um afgreiðslu samgönguáætlunar en samkomulag var gert milli ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um að samgönguáætlun verði í forgangi þegar þing kemur saman að nýju eftir jólafrí. Meira »

„Þarna er mikilvægum áfanga náð“

13:23 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir niðurstöðuna á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í Póllandi í gær vera mikilvægan áfanga þó að enn standi ákveðin atriði út af sem þurfi að klára á ráðstefnunni að ári. Meira »

Brýnt að allir njóti ávaxta uppsveiflu

12:31 Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikið upp úr efnahagslegum umsvifum, hagvexti og drift í atvinnulífinu þannig að leggja megi meira til þeirra sem á aðstoð þurfa að halda. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Þingvöllum. Meira »

Skaðabótaskylda vegna falls í stiga

10:45 Veitingastaður hefur verið dæmdur skaðabótaskyldur vegna slyss sem kona varð fyrir í stiga þar árið 2015. Féll konan í stiganum, en í málinu var meðal annars tekist á um hvort öryggi hefði verið nægt í stiganum, en þar voru engin handrið þegar slysið átti sér stað. Meira »

Með lag í Netflix-kvikmynd

10:09 „Þetta var allt mjög mikil tilviljun,“ segir Unnur Eggertsdóttir, leik- og söngkona, en nýlega keypti leikstjórinn Dan Gilroy af henni lag fyrir senu í Netflix-kvikmyndinni Velvet Buzzsaw, sem skartar leikaranum Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki. Meira »

Mátti gera fjárnám vegna skattbrots

09:40 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í vikunni beiðni karlmanns um að ógilda fjárnám sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði gert. Fjárnámið var gert vegna skuldar mannsins við sýslumann í kjölfar dóms sem hann hlaut árið 2013 í skattamáli. Hafði hann verið dæmdur til að greiða 64 milljónir vegna vangoldins virðisaukaskatts. Meira »

Bjarni Benediktsson mætir á Þingvelli

08:30 Störfum Alþingis var frestað nú á föstudaginn eftir að hafa lokið afgreiðslu fjölmargra mála nú í desember, meðal annars fjárlaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætir í þjóðmálaþáttinn Þingvelli í dag. Meira »

Enn ein lægðin gengur yfir á morgun

08:22 Á morgun kemur enn ein lægðin upp að landinu með vaxandi vindi þar sem búast má við 15-23 m/s víða um land og allt að 28 m/s um tíma syðst á landinu auk hvassari hviða. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Greiðfært en hálka víða

07:43 Víðast er vel greiðfært á landinu, en hálku og hálkubletti má finna víða. Hellisheiði er til að mynda orðin auð, en hálka er á Mosfellsheiði, Kjósarskarði og hálkublettir í Þrengslum. Þá er hálka á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Snæfellsnesi og Bröttubrekku. Meira »

Eldur í jólaskreytingu í Borgartúni

07:12 Eldur kom upp í jólaskreytingu í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni í Reykjavík rétt fyrir miðnætti. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang, en eldurinn var minniháttar og hafði verið slökktur þegar slökkviliðið kom á staðinn. Meira »

Róa áfram inn í nóttina

Í gær, 22:15 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamennirnir sjö sem hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni til styrktar Frú Ragnheiði láta engan bilbug á sér finna og voru á fleygiferð þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði fyrr í kvöld. Söfnunin gengur vonum framar miðað við fyrstu væntingar. Meira »

Stekkjastaur laumufarþegi í flugvélinni

Í gær, 22:02 Grunnskólabörn í Kulusuk létu sig ekki vanta á flugvöllinn í dag, þegar liðsmenn Hróksins og Kalak mættu með jólagjafir handa öllum börnum í bænum. Stekkjarstaur var laumufarþegi og sá um að útdeila gjöfunum með aðstoð starfsmanna Air Iceland Connect. Meira »

Galdurinn að komast á trúnó

Í gær, 20:05 „Það tók langan tíma að fá Ragga til að samþykkja að koma í viðtal. Hann sagðist vera búinn að vera í svo mörgum viðtölum um ævina og að hann væri hættur að fara í fjölmiðla,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir sem á hugmyndina að sjónvarpsþáttunum Trúnó, en myndavélin hefur fylgt henni frá æsku. Meira »

Situr einn að 40 milljónunum

Í gær, 19:42 Einn spil­ari var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó í kvöld og fær hann rúma 41 milljón króna, en vinningsmiðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Meira »

Á sama vegheflinum í nær 26 ár

Í gær, 19:20 Vegagerðin heldur úti víðtæku eftirlitskerfi og þar gegna hefilstjórar á 22 vegheflum mikilvægu hlutverki. Einn þeirra er Gunnlaugur Einarsson, flokkstjóri og vélamaður á Vopnafirði. Hann hefur staðið vaktina og heflað vegi í tæplega þrjá áratugi og man tímana tvenna. Meira »

Gluggi inn í störf lögreglu

Í gær, 18:45 „Við höfum náð á síðustu árum og áratugum að einfalda þau verkefni sem við sinnum, en þó eru þau verkefni sem við sinnum gríðarlega fjölþætt og ég held að það sé áhugavert fyrir fólk að sjá hvað starf lögreglunnar er fjölþætt,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
Tekk skrifborð og tekk stóll
Tekk skrifborð og stóll. Lítur mjög vel út. St 119x59cm. verð kr 22.000 sa...
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...