Svæðið ekki merkt lokað á vef Vegagerðar

Ljót sár geta myndast eftir utanvegaakstur á hálendinu. Myndin er ...
Ljót sár geta myndast eftir utanvegaakstur á hálendinu. Myndin er úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Leiðin á milli Kerlingarfjalla og Setursins undir Hofsjökli var ekki merkt lokuð á hálendiskorti Vegagerðarinnar þegar tveir ökumenn festu jeppa sína utan vegar á svæðinu á sunnudag. Um er að ræða svokallaðan „veg í náttúru Íslands“, sem heyrir ekki undir Vegagerðina, en Vegagerðin reynir þó ávallt að birta kort af svæðum þar sem akstursbann er í gildi hverju sinni á vefsíðu sinni.

Einar Pálsson, forstöðumaður hjá þjónustudeild Vegagerðarinnar, segir í samtali við mbl.is að stofnunin líti á það sem samfélagslegt hlutverk sitt að útbúa þessi kort, sem upphaflega voru gerð í samstarfi við náttúruverndarráð, sem var lagt niður árið 2001.

Starfsfólki upplýsingaþjónustu Vegagerðarinnar er uppálagt að hafa samband við Umhverfisstofnun og kunnuga aðila á hálendinu er það útbýr hálendiskortin.

Kort sem var birt á vef Vegagerðarinnar 12. júlí síðastliðinn sýndi engar lokanir á þessu svæði, en nýtt hálendiskort, sem birt var á vefnum í gær, sýnir að akstur er bannaður á umfangsmiklu svæði sunnan Hofsjökuls.

„Upplýsingaþjónustan okkar sér um að gera þessi kort. Í þessu tilfelli höfðu þau samband við yfirverkstjóra um ástandið og eiga alltaf að gera þetta eftir bestu upplýsingum hverju sinni,“ segir Einar.

Stórt svæði sunnan Hofsjökuls hefur nú verið skyggt á hálendiskorti ...
Stórt svæði sunnan Hofsjökuls hefur nú verið skyggt á hálendiskorti Vegagerðarinnar. Kort/Vegagerðin

„Við höfum litið á þetta sem samfélagslegt hlutverk okkar að reyna að veita sem bestar upplýsingar um hvernig ástandið er,“ segir Einar, en þetta gerir stofnunin þrátt fyrir að vegirnir á svæðinu heyri ekki undir Vegagerðina.

„Sérstaklega í tengslum við þessi svæði er okkar fólki uppálagt að hafa samband við Umhverfisstofnun og síðan höfum við nýtt okkur hann Pál Gíslason í Kerlingarfjöllum sem hefur mikla þekkingu á svæðinu þarna í kring,“ bætir Einar við.

Settu inn kortið í góðri trú

Hann segir að „því miður“ hafi hans fólk ekki leitað nógu vel þangað þegar verið var að útbúa hálendiskortið og að skyggðu svæðin, sem gefa til kynna að akstur sé bannaður, hafi verið umfangsminni en þau áttu að vera.

„Þau settu inn kortið í góðri trú um að þetta væri ekki svona blautt miðað við þann árstíma sem kominn er,“ segir Einar.

Páll Gíslason framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar í Kerlingarfjöllum, segir að þrátt fyrir að vegurinn hafi ekki verið merktur lokaður á vef Vegagerðarinnar hafi ferðamennirnir keyrt fram hjá lokunarmerkjum sem eru á staðnum.

Brotið, sem ökumenn bílanna greiddu samtals 400.000 krónur fyrir, fólst síðan í því að keyra út fyrir veginn, þar sem bílarnir tveir sátu síðan fastir.

„Við höfum lagt áherslu á það við Vegagerðina að opna þetta svæði ekki nema að höfðu samráði við okkur og við áttuðum okkur á því í gærmorgun að 12. júlí hafði kortinu verið breytt og þá hvarf þetta út, þessi lokun,“ segir Páll, sem benti Vegagerðinni á það í gær og kortið var lagfært samdægurs.

Handan Kerlingarfjalla eru vegir utan umráðasvæðis Vegagerðarinnar.
Handan Kerlingarfjalla eru vegir utan umráðasvæðis Vegagerðarinnar. Kort/Vegagerðin

Hann segist  þó ekki hafa neitt formlegt boðvald um lokun veganna þarna, en það er í raun nokkur óvissa um það boðvald á vegum til fjalla, þar sem eru margir ónúmeraðir vegir eða slóðar án veghaldara.

„Það er erfitt fyr­ir okk­ur og lög­reglu að hafa eft­ir­lit alls staðar. Við biðlum þess vegna til fólks og ferðamanna að vera vak­andi fyr­ir þessu og láta vita ef það verður vart við slík­an akst­ur eða skemmd­ar­verk,“ sagði Ólaf­ur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, í samtali við mbl.is 2. júlí síðastliðinn, en brot gegn akst­urs­banni varða sekt­um eða varðhaldi.

Reglugerð ætlað að skýra úr óvissu

Ný reglugerð um vegi í náttúru Íslands var birt snemma á þessu ári og hún sögð marka tímamót varðandi vegamál á miðhálendinu, þar sem lengi hafi ríkt óvissa um vegi og slóða sem eru ekki hluti þjóðvegakerfisins.

Með náttúruverndarlögum, sem tóku gildi síðla árs 2015, var komið á því fyrirkomulagi að sveitarstjórnir skuli taka saman skrá yfir vegi í náttúru Íslands, aðra en þjóðvegi, þegar þær ganga frá aðalskipulagi eða svæðisskipulagi.

mbl.is

Innlent »

Rúmin jafnmörg og fyrir 42 árum

18:40 Alls eru 138 sjúkrarúm á vegum Landspítalans og SÁÁ fyrir fólk á aldrinum 15-64 ára sem glímir við áfengis- og vímuefnasjúkdóminn. Rúmin eru jafnmörg og þau voru fyrir 42 árum en landsmenn á þessum aldri eru 100 þúsund fleiri í dag en árið 1976. Meira »

Skullu saman við Seljalandsfoss

14:53 Umferðarslys varð við afleggjarann að Seljalandsfossi þegar fólksbíll og jeppi skullu saman upp úr hádegi í dag. Að sögn Sveins K. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var um minni háttar árakstur að ræða og bar enginn skaða af. Meira »

Boltinn hjá íbúum og verktökum

14:38 „Ég er ánægðastur með hvað kjörsókn var góð og að íbúarnir hafi tekið þessari áskorun um íbúalýðræði með því að mæta á kjörstað,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Nýtt aðalskipulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss var samþykkt með öruggum meirihluta í gær. Meira »

Sviplausasta útivertíð í áratugi

13:57 Vegna mikillar rigningartíðar á höfuðborgarsvæðinu í maí, júní og júlí hefur sala á útimálningu verið minni en oft áður. „Þetta hefur algjörlega verið sviplausasta útivertíðin sem hefur komið hjá okkur í einhverja áratugi,“ segir Vigfús Gíslason, framkvæmdastjóri Flügger. Meira »

Helmingi fleiri útköll slökkviliðs

12:47 Allt tiltækt slökkvilið var kallað út á sjötta tímanum í morgun vegna hugsanlegs elds í lýsisverksmiðjunni á Granda. Við komu slökkviliðs var ljóst að ekki var um eld að ræða. Meira »

Í haldi eftir stunguárás

12:40 Karlmaður er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í austurborginni á fimmta tímanum í morgun. Maðurinn sem fyrir árásinni varð var fluttur á spítala eftir að hafa verið stunginn ítrekað í neðri hluta líkamans. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. Meira »

Segir mótmæli gegn eftirliti tvískinnung

10:29 „Mér finnst ákveðinn tvískinnungur og skjóta skökku við að fulltrúi SA hafi miklar áhyggjur af þessu,“ segir Halldór Oddsson, lögmaður hjá ASÍ, um mótmæli Samtaka atvinnulífsins gegn eftirlitsmyndavélum um borð í fiskiskipum. Eftirlitsmenning hafi þegar átt sér stað í skjóli SA. Meira »

Lægðir á leiðinni með úrkomu

09:40 Hæðarhryggurinn sem færði okkur sólríkt veður á stórum hluta landsins í gær er nú á leið til austurs og verður brátt úr sögunni. Við tekur lægðagangur sem er með allra slappasta móti því vindur nær sér engan veginn á strik í dag eða næstu daga. Meira »

Vilja sökkva hvalveiðiskipunum

08:17 Stofnandi samtakanna Sea Shepherd, Paul Watson, segir að þau myndu gjarnan vilja sökkva þeim tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. sem gerð eru út frá Íslandi til veiða á langreyði, líkt og samtökin hafi gert árið 1986 í tilfelli hinna tveggja skipa fyrirtækisins. Það sé hins vegar ekki skynsamlegt. Meira »

Á annað hundrað mál til kasta lögreglu

07:33 Alls komu upp að minnsta kosti 130 mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19 í gærkvöldi. Þar á meðal voru líkamsárás, slagsmál meðal ungmenna, unglingadrykkja, heimilisofbeldi og akstur undir áhrifum, auk þess sem ekið var á gangandi vegfaranda. Meira »

Strætó tæmir miðborgina

00:03 Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, sagði við blaðamann rétt fyrir miðnætti í kvöld að eftir því sem hann best vissi gengi tæmingaráætlun miðbæjarins vel fyrir sig. Glæsileg flugeldasýning Menningarnætur er afstaðin, en eftir hana þurfa tugir þúsunda að koma sér heim. Meira »

Öruggur meirihluti fyrir nýju skipulagi

Í gær, 22:25 Öruggur meirihluti er fyrir nýju deili- og aðalskipulagi á Selfossi. Lokatölur liggja fyrir úr íbúakosningu meðal íbúa Árborgar vegna nýs miðbæjar á Selfossi en 58,5 prósent sögðust fylgjandi breyttu aðalskipulagi og 55,9 prósent fylgjandi nýju deiliskipulagi. Meira »

Annasamur dagur hjá Strætó

Í gær, 22:02 Vel hefur gengið hjá Strætó í dag þrátt fyrir miklar annir. Eitthvað var um tafir í byrjun dags vegna götulokana en að öðru leyti hefur dagurinn gengið vel og vagnarnir verið þétt setnir að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó. Meira »

Menningarnótt í blíðskaparveðri

Í gær, 21:35 Miðborg Reykjavíkur hefur verið troðfull af fólki í allan dag, sem hefur notið einmuna veðurblíðu og ýmissa viðburða á Menningarnótt. Ljósmyndarar mbl.is hafa verið á flakki um borgina og litið við á ýmsum stöðum. Meira »

„Hef bara gaman af lífinu“

Í gær, 21:30 Gerður Steinþórsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og ævintýramanneskja með meiru, lauk nýlega við allar Landvættaþrautirnar svokölluðu. Að hennar sögn gekk undirbúningur fyrir keppnina vel og var hún sátt við árangurinn. Meira »

Gáfu tvö tonn af ís

Í gær, 21:05 Sjaldan eða aldrei hafa eins margir verið í Hveragerði og í dag þegar bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fóru þar fram að sögn bæjarstjórans, Aldísar Hafsteinsdóttur. „Þetta hefur verið alveg stórkostlegt. Veðrið lék við mannskapinn, það er yndislegt þegar verið er að skipuleggja svona viðburð að vera svona lánsöm með veðrið,“ segir Aldís. Meira »

Mikill meirihluti með breytingum

Í gær, 19:50 Miklu fleiri íbúar Árborgar segjast fylgjandi breyttu deili- og aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss. Þegar 2.366 atkvæði hafa verið talin segjast 58 prósent vera samþykk breyttu aðalskipulagi og 55 prósent fylgjandi breyttu deiliskipulagi. Meira »

Gróandi sveit

Í gær, 19:45 Hrunamannahreppur í uppsveitum Árnessýslu er gósenland. Þetta er víðfeðm sveit sem liggur milli Hvítár í vestri og Stóru-Laxár í suðri og austri. Til norðurs eru landamærin nærri Kerlingarfjöllum. Í byggð og á láglendi er sveitin vel gróin; byggðin er við hálendisbrúnina og á góðum sumardögum kemur hnjúkaþeyr svo hitinn getur stigið hátt. Meira »

Reykjavíkurmaraþonið í myndum

í gær Það var mikið líf og fjör í miðborginni í morgun, er Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram. Ljósmyndari mbl.is var á staðnum og fangaði stemninguna við endamarkið í Lækjargötu. Meira »
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Svarthvít axlabönd
Til sölu fyrsta ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Svarthvít axlabönd. Árituð og ástand...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...