Segir málið „storm í vatnsglasi“

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ljósmynd/Aðsend

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur beðist velvirðingar á því ef orðaskipti á fundi borgarstjórnar 19. júní hafi vakið upp særindi hjá embættismönnum, einum eða fleiri. Það gerir hún í bréfi sem hún sendi forsætisnefnd borgarstjórnar í dag.

Orðaskiptin átti sér stað eftir að Líf Magneudóttir borgarfulltrúi VG, upplýsti að Marta yrði myndi taka sæti í nýju umhverfis- og heilbrigðisráði.

Það lagðist illa í borg­ar­full­trúa minni­hlut­ans og gerði Marta at­huga­semd á fundinum 19. júní þar sem minni­hlut­inn hefði aldrei upp­lýst meiri­hlut­ann um hverja hann hygðist kjósa í nefnd­ir borg­ar­inn­ar. Sökuðu fulltrúar minnihlutans meirihlutann um trúnaðarbrest.

Skrifstofustjóri borgarstjórnar skrifaði í framhaldinu bréf þar sem hann taldi ákvæði sveita­stjórn­ar­laga um rétt­indi og skyld­ur kjör­inna full­trúa og siðaregl­ur kjör­inna full­trúa hjá Reykja­vík­ur­borg hafa verið brot­in á fundi borg­ar­stjórn­ar þegar starfs­menn borg­ar­inn­ar voru sakaðir um trúnaðarbrest og brot á starfs­skyld­um sín­um án þess að það hefði síðar verið leiðrétt.

Marta kallaði bréfið „fáheyrt fumhlaup“ og sagði að það væri síst gert til að auka traust milli kjörinna fulltrúa og embættismanna.

Marta kallar málið í bréfinu í dag hins vegar „storm í vatnsglasi“. Hún segir að aldrei hafi staðið til að efast um heilindi eða starfshæfni embættismannsins. Hún segir að þetta mál ætti að verða til þess að þess sé gætt framvegis að fylgjast öllum reglum á skrifstofu borgarinnar við birtingu á upplýsingum um tillögugerð borgarfulltrúa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert