Ljósmæðraverkfalli hefur verið aflýst

Ljósmæður hafa fallist á að aflýsa yfirvinnubanni samhliða framlagningu miðlunartillögu …
Ljósmæður hafa fallist á að aflýsa yfirvinnubanni samhliða framlagningu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. mbl.is/Valli

Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Tillagan felur í grundvallaratriðum í sér sambærilegar hækkanir og samningur aðila frá 29. maí. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ríkissáttasemjara.

Ljósmæðrafélag Íslands hefur samþykkt samhliða framlagningu tillögunar að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni ljósmæðra.

Miðlunartillagan verður kynnt ljósmæðrum og og fjármála- og efnahagsráðherra á næstu dögum og munu samningsaðilar greiða atkvæði um hana fyrir kl. 12 á miðvikudag, 25. júlí.

Þriggja manna gerðardómur skipaður

„Djúpstæður ágreiningur hefur verið í milli samningsaðila um það hvort launasetning stéttarinnar sé í samræmi við álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra,“ segir í tilkynningu ríkissáttasemjara.

Miðlunartillagan felur í sér að sérstökum gerðardómi verði falið að kveða upp úr um það hvort og þá að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttarinnar.

„Ríkissáttasemjari skipar þrjá menn í gerðardóminn sem er annars sjálfstæður í störfum sínum. Skal gerðardómurinn ljúka störfum sínum eigi síðar en 1. september 2018,“ segir í tilkynningu ríkissáttasemjara, sem lesa má í heild sinni hér að neðan.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert