Rýming á lokametrunum

Eldvatnsbrú var lokað fyrr í dag.
Eldvatnsbrú var lokað fyrr í dag. mbl.is/JAX

Vel hefur gengið að rýma svæði í nágrenni Skaftár, að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Landsbjörg. Slysa­varna­fé­lagið sendi hópa sem eru á há­lendis­vakt til þess að rýma Langa­sjó, Sveinstind-Skæl­inga og inn að Hóla­skjóli á þriðja tímanum í dag en Jónas á von á að rýmingu ljúki á næsta klukkutímanum.

Búið er að finna gönguhópa sem leitað var að og aðra einstaka ferðamenn sem ekki var vitað um fyrr í dag. Þá segir Jónas að leitarmenn hafi rekist á einn bíl sem var óafvitandi á bannsvæði.

Aðspurður segir hann að engir ökumenn hafi hunsað lokanir Vegagerðarinnar en búið er að loka Eldvatnsbrú, vegi F208 austan Eldgjár og Hvammi í Skaftártungum.

Óvissu­stigi al­manna­varna hefur verið lýst yfir vegna jök­ul­hlaups úr Eystri-Skaft­ár­katli sem hófst fyrr í dag og hefur Veður­stof­an aukið vökt­un á svæðinu í sam­ráði við lög­regl­una á Suður­landi og al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.

Brúin stóð af sér hlaupið 2015 og samkvæmt upplýsingum frá …
Brúin stóð af sér hlaupið 2015 og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni mun ekki reyna á hana fyrr en hlaupið nær hámarki síðdegis á morgun. mbl.is/JAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert