Frelsi til að vera frábær

Fólk getur sleppt sér í dansi og haft litlar áhyggjur af viðbrögðum annara í félagsskap hinsegin fólks að sögn Rebeccu Hidalgo danskennara sem stýrði dansnámskeiði á Hinsegin dögum í Safnahúsinu í dag. Áhersla var lögð á að öðlast frelsi og styrk í gegnum dansinn og stemningin var frábær.

mbl.is var á staðnum og hægt er að sjá fólk sleppa sér í dansinum í myndskeiðinu sem fylgir auk þess sem rætt er við Hidalgo sem kemur frá Bandaríkjunum. Hinsegin dagar ná hámarki í Gleðigöngunni á morgun.

Vefur hátíðarinnar.

mbl.is