Verð losunarheimilda í sögulegu hámarki

Áætla má að heildarlosun af flugi til og frá Íslandi ...
Áætla má að heildarlosun af flugi til og frá Íslandi sé um helmingi meiri en sá hluti sem fellur undir kerfi EES- og Evrópusambandsríkja. Mynd úr safni. AFP

Áætla má að heildarlosun af flugi til og frá Íslandi sé um helmingi meiri en sá hluti sem fellur undir kerfi EES og Evrópusambandsríkja. Öll stóru íslensku flugfélögin þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir flug sitt, en verð fyrir losunarheimildirnar er nú í sögulegu hámarki að sögn Margrétar Helgu Guðmundsdóttur, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun.

Greint var frá því í gær að losun frá flugi til og frá landinu hafi aukist um 13,2% milli áranna 2016 – 2017. Heildarlosun í flugi sem fellur undir kerfi EES- og ESB-ríkja var 813.745 tonn koltvísýringsígildi í fyrra. Árið áður var losunin 718.624 tonn, en fram kom í frétt Umhverfisstofnunar að þessar tölur tækju ekki til Ameríkuflugs, eða flugs til ríkja utan EES- eða ESB-ríkja.

„Við getum að minnsta kosti tvöfaldað töluna ef Ameríkuflug og flug til ríkja utan EES og ESB er tekið með,“ segir Margrét Helga í samtali við mbl.is.

„Allir flugrekstraraðilar að kaupa heimildir“ 

Íslenskir, líkt og aðrir evrópskir flugrekendur, fá úthlutað endurgjaldslausum losunarheimildum. Heildarlosun flugfélaganna er þó töluvert umfram endurgjaldslausu heimildirnar. „Það eru allir flugrekstraraðilar að kaupa heimildir,“ segir Margrét Helga. 

Minni flugrekendur í atvinnurekstri sem eru undir 10.000 tonnum, eða með færri en 243 flugferðir á hverju þriggja mánaða tímabili, eru þó undanskildir því að þurfa að gera upp heimildir sínar. Þannig er Air Iceland Connect til að mynda eina flugfélagið í innanlandsflugi hér á landi sem þarf að gera upp losunarheimildir sínar.

„Tilgangurinn er að ná til þessara stóru,“ útskýrir Margrét Helga.

Eins og áður sagði nam losun flugrekenda innan þess kerfis 813.745 tonnum á síðasta ári og standa fimm íslenskir flugrekendur á bak við þá tölu. Sé horft til þeirra stærstu er Icelandair með 186.364 tonn af endurgjaldslausum losunarheimildum það ár, WOW air með 152.382 tonn, Bluebird með 14.058 tonn og Air Iceland Connect með 8.011 tonn. Alls eru þetta 360.815 tonn sem er ríflega tvisvar sinnum minna en sú losun sem gerð var upp.

Verðið fyrir hverja losunarheimild, en ein heimild samsvarar einu tonni, ...
Verðið fyrir hverja losunarheimild, en ein heimild samsvarar einu tonni, er í dag 20,69 evrur. AFP

77% viðbót hjá Air Iceland Connect og meira en tvöföldun hjá Icelandair

Umhverfisstofnun er ekki heimilt að gefa upp upplýsingar um viðskipti hvers fyrirtækis með losunarheimildir, en samkvæmt tölum sem birtar eru á vef ESB má sjá uppsafnaða losun hvers flugfélags fyrir sig yfir árabilið 2013-2017.

Sé Air Iceland Connect skoðað, en það fær 8.011 tonn á ári, sést að það hefur á árabilinu 2013-2017 notað 71.050 tonn, eða sem reiknast sem 14.210 tonn á ári ef magninu er skipt jafnt niður á þetta 5 ára tímabil. Það er 77% viðbót við losunarkvóta flugfélagsins.

Hjá Icelandair er þörfin fyrir viðbótarheimildir enn meiri. Fyrirtækið fær úthlutað 186.364 tonnum á ári, en losun flugfélagsins innan EES- og ESB-svæðisins fyrir árabilið 2013-2017 nemur 2.189.045 tonnum. Það jafngildir 437.809 tonnum á ári sem er meira en tvöfaldur endurgjaldslaus losunarkvóti. Rétt er þó að taka fram að í ljósi mikils vaxtar í ferðamannaiðnaði hér á landi undanfarin ár má gefa sér að losunartölurnar skiptist ekki svona jafnt milli ára, heldur hafi þær frekar farið vaxandi.

Ekki er að finna tölur um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda fyrir WOW air fyrr en fyrir árið 2017, en það ár er flugélagið skráð með 152.382 tonn og gert er ráð fyrir sambærilegu magni ár hvert til ársins 2020. Uppsafnað magn fyrir WOW air sem gefið er upp fyrir árabilið 2013-2017 er svo 616.685 tonn. WOW air er raunar með tvöfalt magn endurgjaldslausra losunarheimilda til ársins 2020, en flugfélagið fær sinn kvóta úr svokölluðum „Special reserve“-sjóði sem ætlaður er nýjum þátttakendum á flugmarkaði og sem úthlutað var fyrst úr árið 2017.

Vöxturinn langt umfram þá stöðu sem var uppi

„Það sem er svo að gerast núna er að verð á losunaheimildum í viðskiptakerfinu er í sögulegu hámarki miðað við síðustu 10 ár,“ segir Margrét Helga og kveður verðið orðið hátt miðað við það sem áður var. „Það er kannski núna farið að nálgast það verð sem upphaflega var lagt upp með.“ Verðið fyrir hverja heimild, en ein heimild samsvarar einu tonni, er í dag 20,69 evrur að því er fram kemur á vefnum Carbon Pulse.

„Þannig að ef við segjum að við séum með flugrekenda sem er að gera upp 500.000 heimildir og hann er að fá úthlutað 200.000 heimildum þarf hann að kaupa 300.000 heimildir á markaði,“ útskýrir Margrét Helga.

Haldi blaðamaður áfram með þá útreikninga má geta sér til þess að sá flugrekandi sé að greiða um 6,2 milljónir evra fyrir losunarheimildir á núvirði, eða um 776 milljónir króna. Sé þessum sömu útreikningum síðan beitt fyrir ofangreint Icelandair-dæmi væri fyrirtækið að greiða að minnsta kosti 5,2 milljónir evra í losunarheimildir á núvirði, en verðið var lægra er viðskipti með losunarheimildirnar fóru fram fyrr á árinu.

Margrét Helga segir alla evrópska flugrekendur í vexti vera að greiða fyrir losunarheimildir, ekki hvað síst þá íslensku. Ástæðu þess segir hún vera þann mikla vöxt sem hafi verið í flugsamgöngum hér á landi frá því endurgjaldslausu losunarheimildirnar voru reiknaðar út frá ákveðnu hlutfalli heildarlosunar árin 2010 og 2014. „ Vöxturinn hefur verið það mikill hjá þeim og langt umfram þá stöðu sem þá var uppi,“ útskýrir hún.

Núverandi losunarheimildum er úthlutað til ársins 2020. „Í iðnaðinum erum við með línulega lækkun á því magni sem fyrirtækin eiga rétt á. Það hefur ekki verið þannig í fluginu, en stendur til að byrja á því 2021,“ segir Margrét Helga.

Verði núverandi kerfi notuð áfram má gera ráð fyrir að endurgjaldslaus losunarheimild flugfélaganna lækki árið 2021. „Það er þó líka verið að vinna að nýju kerfi CORSIA, sem á að taka í notkun 2021. Það er kerfi sem Alþjóðaflugmálastofnunin er að setja upp,“ útskýrir hún. „Þá erum við að tala um miklu fleiri ríki og um leið að fara að ná Ameríkuríkjunum inn.“ Margrét Helga segir þó ekki liggja fyrir í dag hvaða heimildir verði notaðir í CORSIA-kerfinu. 

mbl.is

Innlent »

Vaxandi rigning með snjókomu til fjalla

07:31 Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu í dag, en vaxandi norðanátt verður í dag með rigningu fyrir norðan og austan, en slyddu eða snjókomu til fjalla. Færð getur því orðið varasöm á fjallvegum þegar líður að kvöldi. Meira »

Grunaður um alvarlegt brot á samkeppnislögum

07:10 Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Meira »

57% öryrkja með geðgreiningu

06:43 Tæp­lega 38% ör­yrkja, sjö þúsund og tvö hundruð manns, eru ör­yrkj­ar á grund­velli geðrösk­un­ar sem fyrstu grein­ing­ar. Hlut­fallið fer upp í 56,6% eða hátt í ell­efu þúsund manns þegar litið er til allra þeirra sem eru með geðgrein­ingu ásamt fleiri grein­ing­um. Meira »

Fannst í annarlegu ástandi í kjallaranum

06:11 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var barst tilkynning um hávaða frá íbúð við Hringbraut á öðrum tímanum í nótt. Er lögregla kom á staðinn fannst eigandi íbúðarinnar hvergi í íbúðinni. Meira »

Meirihluti Borealis úr landi

05:30 Alþjóðlegt sérhæft gagnaversfyrirtæki, Etix Group, með höfuðstöðvar í Lúxemborg, hefur keypt 55% hlut í gagnaversfyrirtækinu Borealis Data Center. Etix Group er að 41% hluta í eigu japanska bankans SBI Holdings. Meira »

300 æfa viðbrögð við hryðjuverkum

05:30 Árleg æfing sprengjusérfræðinga, Northern Challenge, er haldin á Suðurnesjum um þessar mundir. Frá þessu er greint á heimasíðu Landhelgisgæslu Íslands. Meira »

Fráveita skýrir há fasteignagöld

05:30 Mikill kostnaður við uppbyggingu hreinsistöðva, fráveitu og tengdra mannvirkja er meginástæða þess hve há fasteignagjöld í Borgarbyggð eru. Byggðastofnun birti á dögunum samanburð á heildarálagningu fasteignagjalda í 26 sveitarfélögum á landinu. Þar er Borgarbyggð í 2. sæti. Meira »

Áform um Indlandsflug óbreytt

05:30 Wow air mun fljúga fyrsta áætlunarflug sitt milli Keflavíkur og Delí á Indlandi í desember. Áform félagsins um að hefja Asíuflug eru óbreytt. Meira »

Rannsaka vopnalagabrot á Rauðasandi

05:30 Lögreglan í Borgarnesi rannsakar nú mögulegt vopna- og veiðilagabrot í Rauðasandi á Mýrum. Veiðimenn á báti skutu þar tugi fugla að sögn sjónarvotta. Meira »

Aldrei hlustað á okkur

05:30 Þeir sem reka hótel við Laugaveg eru mjög andvígir þeim áformum Reykjavíkurborgar að gera Laugaveginn að göngugötu allan ársins hring. Meira »

Auka hernaðarumsvif sín

05:30 Ekkert samráð var haft við stjórnvöld hér á landi þegar bandaríska varnarmálaráðuneytið undirritaði á sunnudaginn viljayfirlýsingu um að leggja fram fjármuni til uppbyggingar á mannvirkjum á Grænlandi með það fyrir augum að styrkja stöðu Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins á norðurslóðum. Meira »

Tillaga um nýtt sjúkrahús til borgarráðs

Í gær, 22:22 „Það var enginn sem gat mælt gegn þessu,“ segir Eyþór Arnalds. Borgarstjórn samþykkti í kvöld að vísa tillögu hans um staðarvalsgreiningu fyrir aðra sjúkrahúsuppbyggingu í Reykjavík í borgarráð til úrvinnslu. „Það þarf líka að ná sátt í þessum málum og ekki vera í skotgröfum.“ Meira »

Landakotsskóli í stappi við borgina

Í gær, 22:06 Landakotsskóli hefur staðið í miklu stappi við Reykjavíkurborg varðandi kostnaðarþátttöku borgarinnar í frístund. Skólinn hefur boðið upp á hljóðfæranám og marga aðra áhugaverða kosti í frístund án þess að rukka sérstaklega fyrir þá og að vonast er til þess að svo verði hægt áfram. Meira »

Reykjavík önnur dýrasta borgin

Í gær, 21:18 Reykjavík er önnur dýrasta borg í Evrópu samkvæmt ferðavefnum Wanderu og fylgir þar á hæla Mónakó sem er dýrasta borgin og er aðgangur að reykvískum söfnum 28 sinnum dýrari en í Chisinau í Moldvaíu, þar sem hann var ódýrastur. Ódýrasta borgin er hins vegar Skopje í Makedóníu. Meira »

Vilja tryggja trúverðugleika úttektar

Í gær, 20:45 „Mál Áslaugar verður að sjálfsögðu skoðað sem hluti þessarar úttektar, og það verður skoðað frá öllum hliðum,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Að hennar sögn verður aðkoma óðháðs aðila að úttektinni tekin til skoðunar á stjórnarfundi á morgun. Meira »

Jáeindaskanninn kominn í notkun

Í gær, 20:33 Jáeindaskanninn á Landspítalanum við Hringbraut var tekinn í notkun í síðustu viku. Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, staðfestir í samtali við mbl.is að byrjað sé að nota skannann og að níu sjúklingar hafi þegar gengist undir rannsókn í tækinu. Meira »

„Auðvitað gekk ýmislegt á“

Í gær, 20:22 „Það er ánægjulegt að sjá þennan vilja til að fjárfesta í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við 200 mílur um kaup FISK-Seafood á öllum hlut Brims hf. í Vinnslustöðinni. Meira »

Pysjum bjargað í Vestmannaeyjum

Í gær, 20:05 Pysjutíðin stendur sem hæst um þessar mundir í Vestmannaeyjum og hafa margir Eyjamenn gert sér glaðan dag og bjargað pysjum.  Meira »

Reiði og tómleikatilfinning

Í gær, 19:53 Al­gengt er að fólk með jaðar­per­sónu­leikarösk­un sé rang­lega greint með geðhvörf (bipol­ar) en þar standa sveifl­ur í skapi yfir í lengri tíma og eru sjald­gæfari ásamt því að önn­ur ein­kenni en skapsveifl­ur greina á milli hvorri rösk­un fyr­ir sig. Um 2-6% fólks er með röskunina. Meira »
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...
Suzuki GS 1000L,Forn, 81, Mótorhjól
Árgerð 1981. Keyrt 13.000 mílur, fornhjól sem þarf að skoða annað hvert ár. Hjó...
Járnsmiðja - vantar mann
Vantar vandvirkan og góðan járnsmið sem getur unnið sjálfstætt. Íslenskumælandi....
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...