Læknisleikur eðlilegur á ákveðnum aldri

Anna Kristín Newton á ráðstefnunni í morgun.
Anna Kristín Newton á ráðstefnunni í morgun. mbl.is/Arnþór

Anna Kristín Newton sálfræðingur ræddi um muninn á milli barna sem sýna viðeigandi og óviðeigandi kynhegðun á ráðstefnu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum á Hótel Natura í morgun.

Hún hefur lengi unnið með gerendum í kynferðisbrotamálum, meðal annars með ungum einstaklingum. Oft eru þetta börn sem eru í slakri félagsstöðu og „svolítið brotin“.

Byrja snemma að vera kynverur

Hún sagði börn byrja mjög snemma að vera kynverur og sagði kynferðislega hegðun þeirra að megninu til eðlilega. Nefndi hún sem dæmi læknisleik á ákveðnum aldri, samanburð á kynfærum, dónatal, að horfa á nakið fólk, herma eftir kynferðislegri hegðun fullorðinna og sjálfsfróun í einrúmi.

Þarna eru einkennin aldurs- og þroskasamsvarandi hegðun, forvitni, báðir aðilar eru þátttakendur, börnin hætta þegar þeim eru sett mörk, þau fara hjá sér en upplifa ekki skömm.

Þegar börn hegða sér á óviðeigandi hátt reyna þau að koma við kynfæri annarra, tala á klámfengin hátt, stunda sjálfsfróun ekki í einrúmi, þvinga aðra til kynferðislegra athafna, leita á yngri börn, hræða, ógna eða beita ofbeldi.

Þar eru einkennin kynferðisleg hegðun út fyrir aldur eða þroska og hegðun sem veldur öðrum vanlíðan, auk þess sem börnin hætta ekki eftir að hafa fengið ábendingar.

Frá ráðstefnunni í morgun.
Frá ráðstefnunni í morgun. mbl.is/Arnþór

Tala um kynlíf á jákvæðum nótum

Anna Kristín sagði mikilvægt fyrir foreldra að tala við börn um kynlíf á jákvæðum og góðum nótum og benti á að heimurinn mundi tala við börnin ef þeir gerðu það ekki. Í því samhengi benti hún á auglýsingar með kynferðislegum tilvísunum, meðal annars frá fyrirtækinu Dolce & Gabbana. Foreldrar verði jafnframt að grípa inn í ef þeir sjá að eitthvað er að.

Hún velti fyrir sér hvers vegna börn sýna óviðeigandi kynhegðun. Dæmi um það eru að börnin hafa séð eitthvað sem vekur forvitni þeirra eins og klámefni, þetta sé leið til að takast á við neikvæðar tilfinningar, þau sjálf hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða orðið vitni að því og að misræmi sé í líkamsþroska þeirra samanborið við andlegan þroska.

Að sögn Önnu Kristínar eiga þessi börn erfitt með að tjá tilfinningar sínar eða þarfir, eiga erfitt með að setja sig í spor annarra, sýna dómgreindarleysi, búi við slaka félagsstöðu og eigi við þroskatengd vandamál að stríða.

Bætti hún því við að um 30% barna sem sýndu af sér óviðeigandi kynhegðun hefðu sjálf orðið fyrir einhvers konar ofbeldi.

Börn sem setja upp grímu

Hún benti á að fullorðnir vilji oft sjá hluti sem börnin geta ekki sýnt þeim. Það sem kemur í veg fyrir að barnið gerir það er að það skammast sín, getur ekki talað um hlutinn sem það gerði og er hrætt við viðbrögð annarra. Þannig setja börn upp grímu, láta sem ekkert sé að en eru í raun að passa sig.

Frá ráðstefnunni.
Frá ráðstefnunni. mbl.is/Arnþór

Drengir segja síður frá 

Sigrún Sigurðardóttir, PhD og lektor við Háskólann á Akureyri, ræddi um kynferðislegt ofbeldi gagnvart drengjum. Hún sagði að 17,8% drengja hefðu orðið fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur og vitnaði þar í íslenska rannsókn á framhaldsskólanemum frá árinu 2011.

Margir sem hafa orðið fyrir slíku ofbeldi hafa glímt við áfengis- og fíkniefnavandamál í framhaldinu. 

Í máli hennar kom fram að á síðasta ári hefðu 40 manns framið sjálfsvíg hér á landi, flestir drengir eða karlmenn. Sjálfsvíg væri algengasta dánarmein ungra karla og í dag væru 30 tilfelli til rannsóknar vegna lyfjatengdra dauðsfalla það sem af væri ári.

Sigrún benti á að drengir segðu síður frá kynferðislegu ofbeldi, bæði vegna fordóma og ranghugmynda og nefndi í framhaldinu verkefnið Einn blár strengur sem hún kynnti fyrir nemendum sínum í HA. Það er í anda bandaríska verkefnisins 1in6 sem snýst um að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi. Leikarinn Anthony Edwards hefur verið virkur þátttakandi í því verkefni en hann varð sjálfur fyrir kynferðisofbeldi.

Sömuleiðis minntist hún á umræðu um enskan knattspyrnuþjálfara sem var dæmdur fyrir að kynferðisofbeldi gegn ungum drengjum. 

Hún sagði mikilvægt fyrir þá sem ynnu með drengjum að átta sig á því að þeir segðu ekki alltaf frá ofbeldinu. Ef þeir mættu ekki í skólann og væru í fleiri vandræðum gæti það verið merki sem þyrfti að horfa á í forvörnunum.

Í lokum fyrirlestrarins sagði hún að samtök um stofnum meðferðarseturs fyrir ungt fólk í vanda yrðu stofnuð 17. september í Iðnó.

mbl.is

Innlent »

„Haugabræla“ á færeysku miðunum

16:23 „Þetta var barningur en þó lentum við í smá hrotu þar sem hægt var að hífa tvisvar á dag. Verst að það var haugabræla þessa sömu daga en það tjáði ekkert að hugsa um það.“ Þetta segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK Meira »

Hnúfubakur á svamli við hafnarbakkann

15:15 „Þetta var alveg magnað. Þetta er „once in a lifetime-dæmi“, alveg ótrúlegt,“ segir Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Special Tours Wildlife Adventures, sem náði myndskeiði af hnúfubaki að svamla í sjónum við hafnarbakkann á Skarfabakka. Meira »

Í síðasta sinn fyrir þremur dómurum

15:04 Síðasta málið var flutt fyrir þremur dómurum í Hæstarétti í dag. Samkvæmt nýrri dómsstólaskipan sem tók gildi við árbyrjun er kveðið á um að fimm eða sjö dómarar skipi dóm þegar mál fara fyrir Hæstarétt. Var málið sem flutt var í dag áfrýjað til Hæstaréttar fyrir gildistöku breytinganna. Meira »

Úrvinnslu samræmdra prófa lokið

14:47 Menntamálastofnun hefur lokið úrvinnslu samræmdra könnunarprófa sem lögð voru fyrir í haust. Niðurstöðurnar eru þær að yfir landið allt fengu nemendur í fjórða bekk að meðaltali 6,1 í einkunn í íslensku og 6,8 í einkunn í stærðfræði. Í sjöunda bekk fengu nemendur að meðaltali 6,4 í einkunn í íslensku og 5,9 í stærðfræði. Meira »

Hagnaður Landsvirkjunar 9,9 milljarðar

14:46 Rekstrartekjur Landsvirkjunar hækkuðu um 5,7 milljarða króna fyrstu níu mánuði þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. Voru tekjur fyrirtækisins 44,3 milljarðar á tímabilinu, að því er segir í níu mánaða uppgjöri Landsvirkjunar. Meira »

Lakari eldvarnir hjá ungu fólki

12:57 Fólk á aldrinum 25 til 34 ára stendur öðrum langt að baki þegar kemur að eldvörnum á heimilinu, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og Eldvarnabandalagið. Meira »

Yrði dæmdur fyrir að standa með konunni

12:36 „Það var alls ekki ætlunin að hafa í hótunum,“ segir Einar Bárðarson, maður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, um bréf sem hann sendi Bjarna Bjarnasyni, forstjóra OR, og Sólrúnu Kristinsdóttur, starfsmannastjóra OR, í kjölfar uppsagnar Áslaugar Thelmu. Meira »

Vara við brennisteinslykt við Sólheimajökul

12:16 Veðurstofa Íslands varar við mikilli brennisteinslykt við Sólheimajökul og Jökulsá á Sólheimasandi. Er fólki ráðlagt að halda sig frá lægðum í landslagi og vera ekki nálægt jökulánni. Meira »

Kálmál til skoðunar hjá MAST

11:49 Matvælastofnun hefur til skoðunar innflutning og dreifingu á romaine-káli hér á landi vegna upplýsinga um E.coli-bakteríusmit í slíku salati í Bandaríkjunum. Þar hafa heilbrigðisyfirvöld varað neytendur við neyslu romaine-salats í kjölfar þess að 32 manneskjur veiktust. Meira »

Tæplega helmingur enn útistandandi

11:42 Verulegur stígandi hefur verið í fjölda veglykla og ónotaðra miða í Hvalfjarðargöngin sem búið er að skila, en afgreiðslustöðum Spalar verður lokað um næstu mánaðamót. „Það er búið að vera þó nokkuð margt fólk að koma og skila,“ segir Anna Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Spalar ehf. Meira »

„Spörkuðu ítrekað í son minn“

11:38 „„Pabbi ...Strákarnir voru að sparka í mig og ég veit ekki af hverju ... Þeir sögðu eitthvað „ginger“ og það hlógu allir a[ð] mér og ég skil ekki af hverju?““ Þannig hefst Facebook-færsla Hákonar Helga Leifssonar en rauðhærður sonur hans varð fyrir aðkasti í gær. Meira »

Vildu ekki stokka upp sætaröðun

11:13 Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar hafnaði í síðustu viku tillögu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að dregið verði í sæti í borgarstjórn. Meira »

Geymd í læstri skjalatösku milli kosninga

11:01 Víða eru gerðabækur geymdar í skjalageymslum eða á skrifstofum sveitarfélaganna milli kosninga. Óvenjulegri geymslustaðir finnast þó. Þannig er kjörstjóri Strandabyggðar með gerðabókina í læstri skjalatösku og í Svalbarðshreppi og Hörgársveit eru þær geymdar í atkvæðakassa hreppsins. Meira »

Leggja frekar til lækkun hámarkshraða

10:26 Vegagerðin telur að frekar ætti að lækka leyfðan ökuhraða almennrar umferðar á þjóðvegum landsins heldur en að hækka leyfðan ökuhraða vörubifreiða og annarra ökutækja sem nú er bundinn við 80 kílómetra hámarkshraða á klukkustund á bundnu slitlagi. Meira »

„Ég upplifi mig sem tannhjól atvinnulífsins“

10:11 Gunnar Sigurðarson, sem oftast hefur verið nefndur Gunnar samloka eða Gunnar á Völlum, hefur verið ráðinn viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins. Hulda og Logi slóu á þráðinn til að forvitnast um starfið. Meira »

Jólabjalla setur svip á Bankastræti

08:18 Rúmur mánuður er til jóla en þau eru samt farin að minna á sig. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru í gær að setja upp jólaskreytingar í miðborginni. Meira »

Veggjöld fjármagni vegagerðina

07:57 Viðræðuhópur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og ríkisins hefur skilað niðurstöðu varðandi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. fjallað um áform um borgarlínu. Fulltrúar ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu munu nú yfirfara tillögurnar. Meira »

Minni olía notuð til að ná í betra hráefni

07:37 Nýr Cleopatra-bátur, Indriði Kristins BA 751, sem Þórsberg ehf. á Tálknafirði hefur keypt frá Trefjum gerir útgerðinni kleift að minnka olíukostnað. Áhöfnin getur lagt tvær lagnir í hverjum róðri og þannig minnkað stímið um helming. Meira »

Allt að tíu stiga frost í nótt

06:55 Spáð er allt að tíu stiga frosti í innsveitum á Norðausturlandi í nótt en gert er ráð fyrir að þar verði heiðskírt. Ekki er spáð frosti með suðurströndinni. Meira »
ANDLITSBAÐ Á KR.7500 TIL JÓLA
Gefðu andliti þinu næringu í roki og rigningu kulda eða öðru sem á því mæðir. ...
GRUNDIG túbusjónvarp
Grundig TB 800. Til sölu kr. 2500.- Br:80cm.. Hæð:57cm. uppl: 8691204...
Fallega jólaskeiðin frá ERNU er komin
Jólaskeiðin 2018 er nú fáanleg í verslun okkar í Skipholti 3. Sama verð frá 2015...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...