15-40% samdráttur í skálagistingu

Ferðamönnum á Laugaveginum fækkaði úr 15 þúsund á síðasta ári ...
Ferðamönnum á Laugaveginum fækkaði úr 15 þúsund á síðasta ári niður í um 12 þúsund á þessu ári. Mynd/Ferðafélag Íslands

Um 15-20% færri ferðamenn gengu Laugaveginn í ár en í fyrra og um 15% samdráttur var á komu ferðamanna í Landmannalaugar. Gisting í skálum Ferðafélags Íslands dróst saman um 15-20% frá því í fyrra og hjá ferðafélagsdeildum á landsbyggðinni var samdrátturinn allt að 40%. Þetta segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, í samtali við mbl.is. Telur hann fækkun ferðamanna frá Mið-Evrópu vega þungt í þessari þróun.

Ferðafélag Íslands á og rekur 16 skála á hálendinu, á Ströndum og Hornströndum. Páll segir að sumarið í ár hafi verið nokkuð sérstakt. Í fyrsta lagi hafi veðrið fyrri hluta sumars verið slæmt og mikil vætutíð. Þá hafi HM í knattspyrnu einnig haft áhrif á ferðir fólks fyrri hluta sumars. Þegar HM lauk hafi hins vegar bæði birt til og ferðafólk aukið komu sína á Fjallabak og Fimmvörðuháls, en frá Landmannalaugum og suður á Fimmvörðuháls er félagið með sjö skála og koma flestir ferðamenn á það svæði, enda Laugavegurinn vinsælasta gönguleið landsins.

Umferð um Laugaveg og Landmannalaugar ekki minni í 3-4 ár

Ekki er búið að taka saman lokatölur fyrir sumarið, en Páll segir ljóst að umferðin um Laugaveginn og í Landmannalaugar hafi ekki verið minni í 3-4 ár. Hún hafi þó áfram verið töluverð og segir hann félagið áætla að 12 þúsund manns hafi farið Laugaveginn í ár, samanborið við 15 þúsund í fyrra. „Við berum okkur samt ekki illa með þennan fjölda, það koma tugir þúsunda í Landmannalaugar,“ segir Páll.

Ferðafélag Íslands rekur meðal annars skála í Emstrum, en hann ...
Ferðafélag Íslands rekur meðal annars skála í Emstrum, en hann er einn sex skála sem félagið á við Laugaveginn.

Ferðamönnum sem sækja í lengri göngur fækkar 

Ferðamönnum frá Mið-Evrópu fækkaði um 16-23% á landinu í sumar og Páll segir að það komi vel fram í tölum um komur á Fjallabak. Þannig hafi Þjóðverjar, Frakkar, Belgar, Hollendingar, Austurríkismenn og Svisslendingar verið meðal stærstu hópa sem þangað komu á hverju sumri.

Bandaríkjamönnum hefur hins vegar fjölgað mikið undanfarin ár, en Páll segir að þeir fari minna í lengri gönguferðir og stoppi jafnframt styttra á landinu en Mið-Evrópubúar. Þá skipuleggi þeir ferðalög sín mest út frá suðvesturhorni landsins og fari minna upp á hálendið.

Uppbókað í fyrra, 80% nýting í ár

Undanfarin ár hefur skálagisting á Laugaveginum að mestu verið uppbókuð, en Páll segir að í ár hafi hún verið um 80%. Á fyrri hluta sumarsins hafi vætutíðin jafnvel hjálpað aðeins til við að hækka það hlutfall, en margir sem ætluðu að gista í tjöldum hafi leitað inn í skála og fengið gistingu þar sem laust var í koju.

Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.
Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.

Þórhallur Þorsteinsson, formaður Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, tekur undir með Páli og segir ljóst að um talsverða fækkun hafi verið í miðað við síðustu ár. Félagið á og rekur sex skála; þrjá á Víknaslóðum, tvo á Lónsöræfum og einn í samstarfi við Ferðafélag Húsavíkur í Kverkfjöllum.

Allt að 40% samdráttur í Lónsöræfum

Mestur samdráttur var að sögn Þórhalls í Lónsöræfum, en þar fækkaði gestum um 30-40% milli ára. Í Kverkfjöllum og á Víknaslóðum fækkaði gestum um 20-30%. Hann nefnir þó að í Víkunum hafi fleiri Íslendingar komið en undanfarin ár og þá hafi Ítölum ekki fækkað, en þeir séu einmitt fjölmennasti hópur erlendra ferðamanna sem gisti í skálum félagsins.

„Ég held að breyttar ferðavenjur skýri þetta,“ segir Þórhallur og vísar þar til fækkunar ferðafólks frá Mið-Evrópu. Þá segir hann breytingu á virðisaukaskatti og sterka krónu hafa valdið því að Ísland sé í dag dýrari áfangastaður en áður. Fólk sé á landinu í færri daga og fari í styttri ferðir og það hafi sérstaklega áhrif þeim mun lengra sem farið er frá höfuðborgarsvæðinu.

Egilssel, skáli Ferðafélags Fljótsdalshéraðs í Lónsöræfum. Þar fækkaði gestum um ...
Egilssel, skáli Ferðafélags Fljótsdalshéraðs í Lónsöræfum. Þar fækkaði gestum um 40% milli ára. Ljósmynd/Ferðafélag Fljótsdalshéraðs

60% færri gestir í Kverkfjöllum en fyrir 25 árum 

Þróunin undanfarið er sérstaklega mikil í Kverkfjöllum, en Þórhallur segir að þegar horft sé á 25 ára tímabil sé gestum búið að fækka um tæplega 60%. Í ár hafi undir tvö þúsund manns komið í skálann í Kverkfjöllum, en á árunum 1992 til 1993 hafi fjöldi gesta verið um 4.600.

Þrátt fyrir þessa fækkun í ár segist Þórhallur ekki gera ráð fyrir að þetta marki upphafið að endalokum ferðaþjónustu í fjallaskálum fyrir austan. Segir hann fjalla- og göngulífið vera ákveðin lífsstíl. „Ég hef trú á að gönguferðirnar komi upp aftur,“ segir hann og bætir við að hann hafi trú á bæði fjölgun Íslendinga og erlendra ferðamanna á komandi árum.

mbl.is

Innlent »

Hyggst nálgast málið af yfirvegun

16:29 „Við stöndum hér frammi fyrir mjög vandasömu en mikilvægu verkefni. Í erfiðum málum eins og hér um ræðir er niðurstaðan sjaldnast einsýn og það á ekki að láta eins og svo sé,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra í umræðum á Alþingi í dag um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Rússar innan loftrýmissvæðisins

16:22 Í morgun komu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO hér við land tvær óþekktar flugvélar sem hvorki höfðu tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru með ratsjársvara í gangi. Í samræmi við vinnureglur bandalagsins flugu tvær orrustuþotur ítalska flughersins til móts við vélarnar til að auðkenna þær. Meira »

Bæti stöðu sína á kostnað sveitarfélaga

16:15 Al­dís Haf­steins­dótt­ir, formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, segir að þær upplýsingar sem sambandið hafi fengið frá fjármálaráðuneytinu í síðustu viku hafi falist í því að þingsályktunartillaga þess efnis að skerða eigi fram­lög til Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga hafi verið fullgerð. Meira »

Rannsaka ferðir Tarrant um Ísland

16:08 Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar nú ferðir hryðjuverkamannsins Brenton Harris Tarrant, sem myrti 50 í tveimur moskum í Christchurch í Nýja-Sjálandi á föstudag, um Ísland. Meira »

Bótaskylt vegna húss sem má ekki rífa

15:37 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins á tjóni sem framkvæmd laga um menningarminjar ollu eiganda fasteignar á Holtsgötu í Reykjavík. Meira »

41,8% segjast styðja ríkisstjórnina

15:32 Fylgi Sjálfstæðisflokksins hækkaði um eitt prósentustig milli kannana MMR og mælist nú 23,6% miðað við 22,7% í síðustu könnun. Flokkurinn hlaut 25,2% atkvæða í kosningum. VG bætti við sig 0,3 prósentustigum og mælist með 11,4% fylgi, en Framsóknarflokkurinn tapar nokkru fylgi og mælist nú með 11,1%. Meira »

83% hlynnt skattalækkunum tekjulægri

14:58 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Alþýðusamband Íslands eru 83% Íslendinga hlynnt því að launafólk með heildartekjur undir 500 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt fái meiri skattalækkanir en aðrir. Meira »

Niðurstöðurnar áhyggjuefni

14:53 „Þarna er um að ræða líflátshótanir og hótanir um nauðganir og barsmíðar,“ sagði Martin Chungong, framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins IPU, um niðurstöður nýrrar rannsóknar, þar sem kynjamismunun og kynbundið ofbeldi og áreitni gegn konum í þjóðþingum í Evrópu var kannað. Meira »

Búi sig undir að fjölga dómurum

14:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að mögulega þyrftu alþingismenn að vera undir það búnir að samþykkja á næstunni fjölgun dómara við Landsrétt, til þess að tryggja eðlilegt starfsumhverfi dómstólsins í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Með amfetamínvökva í rauðvínsflöskum

14:10 Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hefur til rannsóknar fíkniefnamál sem upp kom fyrr í mánuðinum þegar íslenskur karlmaður á sextugsaldri reyndi að smygla rúmlega einum og hálfum lítra af amfetamínvökva inn í landið. Maðurinn sætir nú gæsluvarðhaldi. Meira »

Taldi tillöguna ekki tímabæra

14:02 „Ég taldi þessa tillögu einfaldlega ekki tímabæra,“ segir Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, í samtali við mbl.is spurð um bókun stjórnar Dómstólasýslunnar fyrir helgi sem síðan var send til fjölmiðla en Hervör greiddi atkvæði gegn henni. Meira »

Kláruðu maraþon í sjö heimsálfum

14:00 Í gær lauk Gunnar, ásamt Unnari Steinn Hjaltason, sjöunda maraþoni sínu í heimsálfunum sjö. Þeir kláruðu maraþonið á Suðurskautinu á ca. 5:50 klst við erfiðar aðstæður. Þeir komast því í hinn eftirsóknaverða „7 Continents Club.“ Meira »

Samkomulagi náð við Færeyinga

13:55 Kristján Þór Júlíusson og Högni Hoydal, sjávarútvegsráðherrar Íslands og Færeyja, hafa náð samkomulagi um fiskveiðisamning á milli Íslands og Færeyja. Meira »

Í beinni: Katrín gefur skýrslu

13:55 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun gefa munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu við upphaf þingfundar kl. 14 í dag. Meira »

Riðið á vaðið á Siglufirði

12:31 Fáir kaupendur á grásleppu hafa gefið upp verð fyrir vertíðina en örfáir dagar eru þar til vertíðin hefst. Grásleppuverkandinn Sverrir Björnsson ehf. á Siglufirði hefur þó riðið á vaðið en hann mun hafa gefið upp 260 krónur fyrir kílógrammið af óskorinni grásleppu 6. mars. Meira »

Kúnst að reka smiðshögg á verkið

12:27 „Það getur verið mikil kúnst að reka smiðshöggið á verkið, en sú vinna sem við höfum unnið hérna undanfarnar vikur fer ekki frá okkur,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við mbl.is eftir að Starfsgreinasambandið sleit viðræðum á tólfta tímanum. Meira »

Engin ný mislingasmit greinst

12:08 Engin ný mislingatilfelli hafa verið greind og er heildarfjöldi staðfestra tilfella fimm og eitt vafatilfelli. Alls hafa verið tekin sýni hjá um 80 einstaklingum á undanförnum vikum. Meira »

SGS slítur viðræðum

11:42 Starfsgreinasambandið hefur slitið viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Fundi samningsaðila hjá ríkissáttasemjara var slitið eftir rúmlega hálftíma og tilkynnti Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, fjölmiðlum ákvörðunina fyrir utan fundarherbergið. Meira »

Klaustursmálið „bleiki fíllinn“

11:34 „Mér líður svolítið eins og þetta sé bleiki fíllinn hérna inni,“ sagði Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, áður en hún spurði um Klaustursmálið á málþinginu „Stjórnmálin og #MeeToo“ í morgun. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
Einstakt verslunarhúsnæði í miðbænum
Um það vil 70 fermetra verslunarhúsnæði á besta stað í miðbæ Reykjavíkur, neðst ...