„Tækifæri til að vinda ofan af þessari skrípasögu“

Guðmundar- og Geirfinnsmálið í Hæstarétti.
Guðmundar- og Geirfinnsmálið í Hæstarétti. mbl.is/​Hari

„Núna, virðulegi Hæstiréttur, loksins gefst hinum virðulega rétti tækifæri til að vinda ofan af þessari skrípasögu sem hefur leitt þessar hörmungar yfir þessa einstaklinga,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar, í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem fer fram í Hæstarétti í dag.

Kristján Viðar var ákærður fyr­ir að bana Geirfinni og hlaut sex­tán ára dóm í Hæstarétti árið 1980.

Jón Steinar, eins og ákæruvaldið í þessu máli, fer fram á að Kristján Viðar verði sýknaður og sagðist Jón Steinar taka hatt sinn ofan fyrir ákæruvaldinu fyrir að fram á sýknu yfir Kristjáni. Minntist hann þess ekki þrátt fyrir áratuga langa málflutningsreynslu að hafa vísað í málflutning ákæruvaldsins, sem verjandi, máli sínu til stuðnings. 

Rakti hann ítarlega skilyrðin fyrir endurupptöku og taldi að breyting á lögum um meðferð sakamála frá árinu 1999, sem gerir Hæstarétti kleift að endurmeta sönnunargögn í endurupptöku á óáfrýjaðu máli, hafi verið gerð með Guðmundar- og Geirfinnsmálið í huga. 

Allar þjóðir heims upplifa það að dómstólar geri mistök

Jón Steinar sagðist vita að dómar Hæstaréttar væru endanlegir en hvatti réttinn til að endurmeta þau sönnunargögn sem lögð voru til grundvallar í málinu á sínum tíma.

„Við vitum það vel að dómsniðurstöður Hæstaréttar eru endanlegar og þannig verður það að vera í réttarríkjum,” sagði Jón Steinar og bætti við að slíkt mætti þó ekki að þýða að ómögulegt væri að taka mál upp að nýju ef eitthvað bjátaði á.

„Allar þjóðir heims upplifa það að dómstólar geri mistök. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa í lögum heimildir til að leiðrétta slík mistök. Þetta er ungt fólk dæmt í áratuga langt fangelsi, þetta eru hræðileg örlög.” 

Rétt eins og endurupptökunefndin telur Jón Steinar nauðsynlegt að leggja til grundvallar þær réttarfarsreglur sem lögreglu, ákæruvaldi og dómsvaldi bar að vinna eftir þegar málið var til meðferðar. Benti hann á að það þýddi ekki að beita nýjum lagareglum með afturkvæmum hætti. Það þýðir þó eingöngu að miða verði lagaumhverfið við þau lög sem voru í gildi á þeim tíma og ætti það ekki að stöðva þá nýju möguleika sem eru til staðar til að meta sönnunargögn að mati Jóns Steinars, sem tók DNA-rannsóknir sem dæmi, og sagði að það sama ætti við um nýja þekkingu á játningum í dag. En játningarnar voru grundvöllur sakfellingar í Hæstarétti á sínum tíma.

Lögreglumenn ekki í leit að sannleikanum

„Þessar játningar urðu til við algjörlega óforsvaranlegar rannsóknaraðferðir. Þetta væri grófara í dag því það er búið að bæta réttarstöðu sakborninga en þetta eru algjörlega óforsvaranlegar rannsóknaraðferðir sem höfðu það aldrei að markmiði að upplýsa málið. Heldur að laga atburði að einhverri kenningu. Þetta var ekki leit að sannleikanum,” sagði Jón Steinar.

Benti hann einnig á þá staðreynd að lögreglumenn eyddu tímunum saman með sakborningum í einangrun, samkvæmt fangelsisdagbók Síðumúlafangelsis, án þess að neinar skýrslur væru gerðar. Voru dómfelldu síðan færðir í skýrslutökur nokkrum tímum seinna. „Öll frásögn sem þessar játningar byggjast á getur einfaldlega verið komin frá lögreglunni. Við vitum ekkert annað.”

„Það er alltaf talið skipta máli við rannsókn á sakamáli hvert var upphafið? hvernig byrjaði þetta? Guðmundarmálið, hvernig byrjaði það? það veit það enginn. Það er staður í málinu þar sem er sagt að einhver orðrómur hafi sett það að stað.”

Sagði hann þá einangrun sem skjólstæðingur sinn og aðrir dómþolar hefðu sætt vera ekkert annað en pyndingar. 

„Það er mikið velferðarmál fyrir réttarríkið á Íslandi að þetta verði, þótt seint sé, leiðrétt nú.“

Endurupptaka málsins er ólík öðrum dómsmálum þar sem bæði ákæruvald og verjendur fara fram á sýknu. Sagði Jón Steinar að þetta leiddi ti þess að Hæstiréttur ætti ekki annan kost en að fallast á kröfurnar sem þannig væru samhljóða gerðar af báðum málsaðilum.

Guðmundar- og Geirfinnsmálið í Hæstarétti.
Guðmundar- og Geirfinnsmálið í Hæstarétti. mbl.is/​Hari
mbl.is

Innlent »

Sjaldgæfur hvalreki í Eyjum

18:24 Norðsnjáldra rak á land í Klaufinni í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum dögum, trúlega á sunnudag. Snjáldrinn er af tegund svínhvela og heldur sig yfirleitt á djúpsævi langt frá landi. Sjaldgæft er að dýr af þessari tegund reki hér á land. Meira »

Bjargað úr nauðungarhjónabandi

18:19 Alisha er 18 ára stúlka, fædd í Pakistan en uppalin í Noregi. Í sumar fór hún í heimsókn til stórfjölskyldunnar í Pakistan ásamt nánustu fjölskyldu. Alisha sneri ekki til baka um haustið heldur var hún skilin eftir hjá ættingjum sínum. Af hverju? Til að giftast frænda sínum. Meira »

Ýsan hefur ekki notið sannmælis

18:15 Flestir tengja ýsuna við soðningu, en margt annað má gera við þennan fisk sem sést sjaldnar á borðum Íslendinga en áður var. Kjartan Óli matreiðslumaður og Saga Sig ljósmyndari voru leidd saman í listrænt samstarf fyrir myndaþátt sem birtist í nýjasta hefti tímaritsins FÆÐA/FOOD. Meira »

Segja fjárlögin óásættanleg

17:38 Miðstjórn Alþýðusambands Ísland sakar meirihluta fjárlanganefndar Alþingis um að reka „óábyrga ríkisfjármálastefnu,“ í ályktun sem send hefur verið fjölmiðlum. Þá mótmælir ASÍ „harðlega þeirri stefnu sem endurspeglast með skýrum hætti í breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar.“ Meira »

Mögulega óheimilt að banna sæstreng

17:25 Fjórfrelsisreglur EES gera „það mögulega að verkum að óheimilt sé að leggja fortakslaust bann við lagningu [sæ]strengs,“ að því er segir á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins í færslu sem ætlað er að útskýra hvað felst í þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Telur að VG hafni orkupakkanum

17:18 Vinstrihreyfingin - grænt framboð mun væntanlega leggjast gegn því að innleiðing þriðja orkupakka Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn verði samþykkt á Alþingi. Þetta er mat Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi þingmanns og ráðherra flokksins. Meira »

Ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

16:34 Héraðssaksóknari hefur ákært tvítugan karlmann fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa staðið fyrir innflutningi á samtals 985,35 grömmum af kókaíni. Efnið hafði 86-88% styrkleika og var það ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Meira »

„Haugabræla“ á færeysku miðunum

16:23 „Þetta var barningur en þó lentum við í smá hrotu þar sem hægt var að hífa tvisvar á dag. Verst að það var haugabræla þessa sömu daga en það tjáði ekkert að hugsa um það.“ Þetta segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK Meira »

Hnúfubakur á svamli við hafnarbakkann

15:15 „Þetta var alveg magnað. Þetta er „once in a lifetime-dæmi“, alveg ótrúlegt,“ segir Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Special Tours Wildlife Adventures, sem náði myndskeiði af hnúfubaki að svamla í sjónum við hafnarbakkann á Skarfabakka. Meira »

Í síðasta sinn fyrir þremur dómurum

15:04 Síðasta málið var flutt fyrir þremur dómurum í Hæstarétti í dag. Samkvæmt nýrri dómsstólaskipan sem tók gildi við árbyrjun er kveðið á um að fimm eða sjö dómarar skipi dóm þegar mál fara fyrir Hæstarétt. Var málið sem flutt var í dag áfrýjað til Hæstaréttar fyrir gildistöku breytinganna. Meira »

Úrvinnslu samræmdra prófa lokið

14:47 Menntamálastofnun hefur lokið úrvinnslu samræmdra könnunarprófa sem lögð voru fyrir í haust. Niðurstöðurnar eru þær að yfir landið allt fengu nemendur í fjórða bekk að meðaltali 6,1 í einkunn í íslensku og 6,8 í einkunn í stærðfræði. Í sjöunda bekk fengu nemendur að meðaltali 6,4 í einkunn í íslensku og 5,9 í stærðfræði. Meira »

Hagnaður Landsvirkjunar 9,9 milljarðar

14:46 Rekstrartekjur Landsvirkjunar hækkuðu um 5,7 milljarða króna fyrstu níu mánuði þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. Voru tekjur fyrirtækisins 44,3 milljarðar á tímabilinu, að því er segir í níu mánaða uppgjöri Landsvirkjunar. Meira »

Lakari eldvarnir hjá ungu fólki

12:57 Fólk á aldrinum 25 til 34 ára stendur öðrum langt að baki þegar kemur að eldvörnum á heimilinu, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og Eldvarnabandalagið. Meira »

Yrði dæmdur fyrir að standa með konunni

12:36 „Það var alls ekki ætlunin að hafa í hótunum,“ segir Einar Bárðarson, maður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, um bréf sem hann sendi Bjarna Bjarnasyni, forstjóra OR, og Sólrúnu Kristinsdóttur, starfsmannastjóra OR, í kjölfar uppsagnar Áslaugar Thelmu. Meira »

Vara við brennisteinslykt við Sólheimajökul

12:16 Veðurstofa Íslands varar við mikilli brennisteinslykt við Sólheimajökul og Jökulsá á Sólheimasandi. Er fólki ráðlagt að halda sig frá lægðum í landslagi og vera ekki nálægt jökulánni. Meira »

Kálmál til skoðunar hjá MAST

11:49 Matvælastofnun hefur til skoðunar innflutning og dreifingu á romaine-káli hér á landi vegna upplýsinga um E.coli-bakteríusmit í slíku salati í Bandaríkjunum. Þar hafa heilbrigðisyfirvöld varað neytendur við neyslu romaine-salats í kjölfar þess að 32 manneskjur veiktust. Meira »

Tæplega helmingur enn útistandandi

11:42 Verulegur stígandi hefur verið í fjölda veglykla og ónotaðra miða í Hvalfjarðargöngin sem búið er að skila, en afgreiðslustöðum Spalar verður lokað um næstu mánaðamót. „Það er búið að vera þó nokkuð margt fólk að koma og skila,“ segir Anna Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Spalar ehf. Meira »

„Spörkuðu ítrekað í son minn“

11:38 „„Pabbi ...Strákarnir voru að sparka í mig og ég veit ekki af hverju ... Þeir sögðu eitthvað „ginger“ og það hlógu allir a[ð] mér og ég skil ekki af hverju?““ Þannig hefst Facebook-færsla Hákonar Helga Leifssonar en rauðhærður sonur hans varð fyrir aðkasti í gær. Meira »

Vildu ekki stokka upp sætaröðun

11:13 Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar hafnaði í síðustu viku tillögu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að dregið verði í sæti í borgarstjórn. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Hauststemning í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í okt/nóv. Hlý og kósí hús með heitum potti.. Besti vinur...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...