„Tækifæri til að vinda ofan af þessari skrípasögu“

Guðmundar- og Geirfinnsmálið í Hæstarétti.
Guðmundar- og Geirfinnsmálið í Hæstarétti. mbl.is/​Hari

„Núna, virðulegi Hæstiréttur, loksins gefst hinum virðulega rétti tækifæri til að vinda ofan af þessari skrípasögu sem hefur leitt þessar hörmungar yfir þessa einstaklinga,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar, í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem fer fram í Hæstarétti í dag.

Kristján Viðar var ákærður fyr­ir að bana Geirfinni og hlaut sex­tán ára dóm í Hæstarétti árið 1980.

Jón Steinar, eins og ákæruvaldið í þessu máli, fer fram á að Kristján Viðar verði sýknaður og sagðist Jón Steinar taka hatt sinn ofan fyrir ákæruvaldinu fyrir að fram á sýknu yfir Kristjáni. Minntist hann þess ekki þrátt fyrir áratuga langa málflutningsreynslu að hafa vísað í málflutning ákæruvaldsins, sem verjandi, máli sínu til stuðnings. 

Rakti hann ítarlega skilyrðin fyrir endurupptöku og taldi að breyting á lögum um meðferð sakamála frá árinu 1999, sem gerir Hæstarétti kleift að endurmeta sönnunargögn í endurupptöku á óáfrýjaðu máli, hafi verið gerð með Guðmundar- og Geirfinnsmálið í huga. 

Allar þjóðir heims upplifa það að dómstólar geri mistök

Jón Steinar sagðist vita að dómar Hæstaréttar væru endanlegir en hvatti réttinn til að endurmeta þau sönnunargögn sem lögð voru til grundvallar í málinu á sínum tíma.

„Við vitum það vel að dómsniðurstöður Hæstaréttar eru endanlegar og þannig verður það að vera í réttarríkjum,” sagði Jón Steinar og bætti við að slíkt mætti þó ekki að þýða að ómögulegt væri að taka mál upp að nýju ef eitthvað bjátaði á.

„Allar þjóðir heims upplifa það að dómstólar geri mistök. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa í lögum heimildir til að leiðrétta slík mistök. Þetta er ungt fólk dæmt í áratuga langt fangelsi, þetta eru hræðileg örlög.” 

Rétt eins og endurupptökunefndin telur Jón Steinar nauðsynlegt að leggja til grundvallar þær réttarfarsreglur sem lögreglu, ákæruvaldi og dómsvaldi bar að vinna eftir þegar málið var til meðferðar. Benti hann á að það þýddi ekki að beita nýjum lagareglum með afturkvæmum hætti. Það þýðir þó eingöngu að miða verði lagaumhverfið við þau lög sem voru í gildi á þeim tíma og ætti það ekki að stöðva þá nýju möguleika sem eru til staðar til að meta sönnunargögn að mati Jóns Steinars, sem tók DNA-rannsóknir sem dæmi, og sagði að það sama ætti við um nýja þekkingu á játningum í dag. En játningarnar voru grundvöllur sakfellingar í Hæstarétti á sínum tíma.

Lögreglumenn ekki í leit að sannleikanum

„Þessar játningar urðu til við algjörlega óforsvaranlegar rannsóknaraðferðir. Þetta væri grófara í dag því það er búið að bæta réttarstöðu sakborninga en þetta eru algjörlega óforsvaranlegar rannsóknaraðferðir sem höfðu það aldrei að markmiði að upplýsa málið. Heldur að laga atburði að einhverri kenningu. Þetta var ekki leit að sannleikanum,” sagði Jón Steinar.

Benti hann einnig á þá staðreynd að lögreglumenn eyddu tímunum saman með sakborningum í einangrun, samkvæmt fangelsisdagbók Síðumúlafangelsis, án þess að neinar skýrslur væru gerðar. Voru dómfelldu síðan færðir í skýrslutökur nokkrum tímum seinna. „Öll frásögn sem þessar játningar byggjast á getur einfaldlega verið komin frá lögreglunni. Við vitum ekkert annað.”

„Það er alltaf talið skipta máli við rannsókn á sakamáli hvert var upphafið? hvernig byrjaði þetta? Guðmundarmálið, hvernig byrjaði það? það veit það enginn. Það er staður í málinu þar sem er sagt að einhver orðrómur hafi sett það að stað.”

Sagði hann þá einangrun sem skjólstæðingur sinn og aðrir dómþolar hefðu sætt vera ekkert annað en pyndingar. 

„Það er mikið velferðarmál fyrir réttarríkið á Íslandi að þetta verði, þótt seint sé, leiðrétt nú.“

Endurupptaka málsins er ólík öðrum dómsmálum þar sem bæði ákæruvald og verjendur fara fram á sýknu. Sagði Jón Steinar að þetta leiddi ti þess að Hæstiréttur ætti ekki annan kost en að fallast á kröfurnar sem þannig væru samhljóða gerðar af báðum málsaðilum.

Guðmundar- og Geirfinnsmálið í Hæstarétti.
Guðmundar- og Geirfinnsmálið í Hæstarétti. mbl.is/​Hari
mbl.is

Innlent »

Konur hvattar til að ganga út 24. október

10:59 „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!“ verður yfirskrift kvennafrídagsins 24. október næstkomandi. BSRB, heildarsamtök stéttarfélaga starfsmanna í almannaþjónustu, hvetja konur til að leggja niður vinnu klukkan 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli sem hefst klukkan 15:30. Að fundinum standa samtök kvenna og samtök launafólks. Meira »

Vilja lækka skatta á tíðavörur

10:50 Tíðavörur og getnaðarvarnir falla í lægra þrep virðisaukaskatts, verði nýtt frumvarp, sem þingmenn Pírata, Samfylkingar, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram, samþykkt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Píratar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Meira »

Gera strandhögg í austri og vestri

10:27 Gengið hefur ágætlega það sem af er ári hjá KAPP ehf. í Garðabæ, segir Freyr Friðriksson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og stofnandi. Fyrirtækið selur, þjónustar og framleiðir kælibúnað, meðal annars til notkunar í sjávarútvegi. Meira »

Innkalla hnetur vegna sveppaeiturs yfir mörkum

10:21 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur greinir frá því að búið sé að innkalla Delicata Brasilíuhnetur vegna þess að sveppaeitrið aflatoxín greindist í hnetunum yfir mörkum. Meira »

Alltaf óheppilegt að valda óánægju

10:11 „Það er alltaf óheppilegt þegar við erum að valda óánægju hjá okkar starfsfólki en þegar við erum í rekstri þarf alltaf að grípa til aðgerða og taka ákvarðanir,“ segir starfandi forstjóri Icelandair Group, spurður út í þá ákvörðun að láta flugfreyjur og flugþjóna í hlutastarfi ákveða hvort þau vilja ráða sig í fulla vinnu eða láta af störfum. Meira »

Vala Pálsdóttir endurkjörin formaður LS

09:48 Ný stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna var kjörin á aðalfundi sambandsins sem haldinn var í gær. Alls taka 28 konur víðs vegar af landinu sem hafa fjölbreyttan feril og búa að víðtækri reynslu sæti í stjórn og varastjórn. Meira »

Kona fer í stríð Óskarsframlag Íslands

09:41 Kvikmyndin Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019. Myndin var valin af félögum í Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni, ÍKSA, í rafrænni kosningu sem lauk á miðnætti í gær. Meira »

Fór út að sá og upp kom SÁ

09:04 Ljósmyndari Morgunblaðsins rak upp stór augu þegar hann sá stafina SÁ spretta upp úr berangursmel sunnan við Þórisjökul þegar flogið var þar yfir. Jóhann Kristjánsson landgræðslumaður tók upp á því fyrir ellefu árum að græða þarna upp uppblásið og illa farið svæði. Meira »

Tengja vöxt fataverslunar við opnun H&M

08:59 Kortavelta Íslendinga í innlendri fataverslun jókst um 13,1% í ágúst síðastliðnum og nam tæpum 2,2 milljörðum í ágúst nú samanborið við rúma 1,9 milljarða í ágúst í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum hagtölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Tölurnar byggja á kortanotkun og greiðslumiðlun á Íslandi. Meira »

Kínverjar opnuðu dyr eftir að aðrir lokuðu

08:18 Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, leituðu eftir aðstoð hjá leiðtogum Kínverja á vikunum eftir hrun eftir að ljóst var orðið að ríki Evrópu og Bandaríkin hygðust ekki koma Íslandi til bjargar. Meira »

Sala á plastpokum minnkar stöðugt

07:57 Sala á plastburðarpokum hefur minnkað töluvert á undanförnum árum að mati Bjarna Finnssonar, formanns stjórnar Pokasjóðs.  Meira »

Flugfreyjum og -þjónum settir afarkostir

07:40 Flug­freyj­ur og flugþjón­ar í hluta­starfi hjá Icelanda­ir þurfa að gera upp á milli þess að ráða sig í fulla vinnu hjá fyrirtæk­inu frá og með næstu ára­mót­um eða láta af störfum. Meira »

Vátryggingar fyrir stjórnsýslumál

07:37 Einstaklingar sem fara í stjórnsýslumál gætu átt rétt á endurgreiðslu úr tryggingum fyrir málskostnað, samkvæmt niðurstöðu nýrrar fræðigreinar Sindra M. Stephensen, lögmanns og aðstoðarmanns dómara við EFTA-dómstólinn, í Tímariti Lögréttu. Meira »

Köld og hvöss norðanátt

07:03 Snjóþekja er á fjallvegum á norðanverðu landinu, til dæmis á Steingrímsfjarðarheiði, Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Búast má við versnandi akstursskilyrðum og er vegfarendum ráðlagt að sýna aðgát. Meira »

Óttast um hana í vetur

06:58 Hún er á þrítugs­aldri og er á göt­unni vegna neyslu og geðrænna veik­inda. Fjöl­skylda henn­ar er ráðalaus og ótt­ast mjög um af­drif henn­ar í vet­ur. Gat­an er ekki heim­ili og ekki ör­ugg­ur staður, ekki síst fyr­ir ung­ar kon­ur þar sem hóp­ur karla leit­ar þær uppi og nýt­ir sér neyð þeirra. Meira »

Kanna áhuga kaupenda á Fréttablaðinu

06:52 365 miðlar hf., eigandi Torgs ehf., útgefanda Fréttablaðsins, hefur fengið Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi, vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið setti við sölu á eignum 365 til Sýnar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Innbrot í verslun í Breiðholti

06:27 Brotist var inn í verslun í Breiðholti rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Þegar lögreglu bar að garði voru þjófarnir hins vegar farnir af vettvangi. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Icelandair boðið að fjárfesta í flugfélagi

06:20 Icelandair hefur fengið boð frá ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja, Cabo Verde Airlines, um að eignast ráðandi hlut í félaginu þegar það verður einkavætt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnvöldum á Grænhöfðaeyjum. Meira »

Ísland í 2. sæti félagslegra framfara

05:30 Ísland er í öðru sæti af 146 þjóðum í mælingu fyrirtækisins Social Progress Imperative á vísitölu félagslegra framfara.   Meira »
Járnsmiðja - vantar mann
Vantar vandvirkan og góðan járnsmið sem getur unnið sjálfstætt. Íslenskumælandi....
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Ertu með krabbamein á byrjunarstigi?
Eftir hægðir setur þú eitt Ez Detect prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð e...
Antik!!! Bílkasettutæki og hátalarar..
Til sölu Clarion bílkasettutæki ónotað, enn í kassanum..Verð kr 10000 (antik ! )...