„Tækifæri til að vinda ofan af þessari skrípasögu“

Guðmundar- og Geirfinnsmálið í Hæstarétti.
Guðmundar- og Geirfinnsmálið í Hæstarétti. mbl.is/​Hari

„Núna, virðulegi Hæstiréttur, loksins gefst hinum virðulega rétti tækifæri til að vinda ofan af þessari skrípasögu sem hefur leitt þessar hörmungar yfir þessa einstaklinga,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar, í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem fer fram í Hæstarétti í dag.

Kristján Viðar var ákærður fyr­ir að bana Geirfinni og hlaut sex­tán ára dóm í Hæstarétti árið 1980.

Jón Steinar, eins og ákæruvaldið í þessu máli, fer fram á að Kristján Viðar verði sýknaður og sagðist Jón Steinar taka hatt sinn ofan fyrir ákæruvaldinu fyrir að fram á sýknu yfir Kristjáni. Minntist hann þess ekki þrátt fyrir áratuga langa málflutningsreynslu að hafa vísað í málflutning ákæruvaldsins, sem verjandi, máli sínu til stuðnings. 

Rakti hann ítarlega skilyrðin fyrir endurupptöku og taldi að breyting á lögum um meðferð sakamála frá árinu 1999, sem gerir Hæstarétti kleift að endurmeta sönnunargögn í endurupptöku á óáfrýjaðu máli, hafi verið gerð með Guðmundar- og Geirfinnsmálið í huga. 

Allar þjóðir heims upplifa það að dómstólar geri mistök

Jón Steinar sagðist vita að dómar Hæstaréttar væru endanlegir en hvatti réttinn til að endurmeta þau sönnunargögn sem lögð voru til grundvallar í málinu á sínum tíma.

„Við vitum það vel að dómsniðurstöður Hæstaréttar eru endanlegar og þannig verður það að vera í réttarríkjum,” sagði Jón Steinar og bætti við að slíkt mætti þó ekki að þýða að ómögulegt væri að taka mál upp að nýju ef eitthvað bjátaði á.

„Allar þjóðir heims upplifa það að dómstólar geri mistök. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa í lögum heimildir til að leiðrétta slík mistök. Þetta er ungt fólk dæmt í áratuga langt fangelsi, þetta eru hræðileg örlög.” 

Rétt eins og endurupptökunefndin telur Jón Steinar nauðsynlegt að leggja til grundvallar þær réttarfarsreglur sem lögreglu, ákæruvaldi og dómsvaldi bar að vinna eftir þegar málið var til meðferðar. Benti hann á að það þýddi ekki að beita nýjum lagareglum með afturkvæmum hætti. Það þýðir þó eingöngu að miða verði lagaumhverfið við þau lög sem voru í gildi á þeim tíma og ætti það ekki að stöðva þá nýju möguleika sem eru til staðar til að meta sönnunargögn að mati Jóns Steinars, sem tók DNA-rannsóknir sem dæmi, og sagði að það sama ætti við um nýja þekkingu á játningum í dag. En játningarnar voru grundvöllur sakfellingar í Hæstarétti á sínum tíma.

Lögreglumenn ekki í leit að sannleikanum

„Þessar játningar urðu til við algjörlega óforsvaranlegar rannsóknaraðferðir. Þetta væri grófara í dag því það er búið að bæta réttarstöðu sakborninga en þetta eru algjörlega óforsvaranlegar rannsóknaraðferðir sem höfðu það aldrei að markmiði að upplýsa málið. Heldur að laga atburði að einhverri kenningu. Þetta var ekki leit að sannleikanum,” sagði Jón Steinar.

Benti hann einnig á þá staðreynd að lögreglumenn eyddu tímunum saman með sakborningum í einangrun, samkvæmt fangelsisdagbók Síðumúlafangelsis, án þess að neinar skýrslur væru gerðar. Voru dómfelldu síðan færðir í skýrslutökur nokkrum tímum seinna. „Öll frásögn sem þessar játningar byggjast á getur einfaldlega verið komin frá lögreglunni. Við vitum ekkert annað.”

„Það er alltaf talið skipta máli við rannsókn á sakamáli hvert var upphafið? hvernig byrjaði þetta? Guðmundarmálið, hvernig byrjaði það? það veit það enginn. Það er staður í málinu þar sem er sagt að einhver orðrómur hafi sett það að stað.”

Sagði hann þá einangrun sem skjólstæðingur sinn og aðrir dómþolar hefðu sætt vera ekkert annað en pyndingar. 

„Það er mikið velferðarmál fyrir réttarríkið á Íslandi að þetta verði, þótt seint sé, leiðrétt nú.“

Endurupptaka málsins er ólík öðrum dómsmálum þar sem bæði ákæruvald og verjendur fara fram á sýknu. Sagði Jón Steinar að þetta leiddi ti þess að Hæstiréttur ætti ekki annan kost en að fallast á kröfurnar sem þannig væru samhljóða gerðar af báðum málsaðilum.

Guðmundar- og Geirfinnsmálið í Hæstarétti.
Guðmundar- og Geirfinnsmálið í Hæstarétti. mbl.is/​Hari
mbl.is

Innlent »

Fundu gró og sveppahluti í Vörðuskóla

21:55 „Það var farið í skoðun á húsnæðinu í janúar/febrúar til þess að kanna raka og mögulega myglu, þetta er gamalt hús. Fyrstu niðurstöður gáfu fullt tilefni til þess skoða húsnæðið nánar og ákveðin rými betur,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í samtali við mbl.is. Meira »

Kom Blikum fyrir

21:30 Blikinn Guðmundur Þórðarson, sem setið hefur sem varamaður eða aðalmaður í knattspyrnudómstóli KSÍ í 45 ár, tengist íslenskri knattspyrnu á margan hátt og hefur víða látið að sér kveða í íþróttinni. Meira »

Ekkert til að kippa sér upp við 2019

21:09 „Það er svolítið sérstakt að fólk sé að kippa sér upp við þetta árið 2019, sérstaklega þar sem kvennafótboltinn var orðinn sterkur langt á undan karlafótboltanum,“ segir Guðrún Bergsteinsdóttir lögmaður, eini kvenkyns umboðsmaðurinn sem skráður er hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Meira »

Smíða nýja göngubrú eftir hrun

20:00 Vegagerðin stefnir á að ljúka við smíði nýrrar göngubrúar yfir Jökulsá í Lóni við Kollumúla í júní. Gert er ráð fyrir því að verkið kosti nokkuð yfir tuttugu milljónir króna. Meira »

Konum í iðngreinum þarf að fjölga

19:45 „Við þurfum fleira fólk í iðngreinarnar, þar sem duglegu og hæfileikaríku fólki bjóðast mörg frábær tækifæri til náms og starfa. Vissulega er iðnnemum að fjölga en slíkt mun ekki gerast að neinu marki fyrr en konur koma þarna inn til jafns við karlana,“ segir Þóra Björk Samúelsdóttir, formaður Félags fagkvenna. Meira »

Grásleppuvertíðin hafin

19:30 Hugur er í smábátasjómönnum við upphaf grásleppuvertíðar, sem byrjaði klukkan sjö í morgun. Það verð sem gefið hefur verið út er hærra en það sem sást á sama tíma í fyrra að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Sýrlenskri flóttakonu vísað úr landi

19:20 Leikskólinn Vinagarður varð í síðustu viku einum starfsmanni fátækari. Sá var sýrlensk kona á flótta sem hefur nú verið vísað frá Íslandi og til Grikklands. Á flóttanum og í Grikklandi hafði hún lent í miklum hremmingum og verið hótað lífláti. Meira »

Von á orkupakkanum innan 10 daga

18:50 „Það er auðvitað markmiðið að fara með þau mál og þeim tengd fyrir þann frest,“ svarar Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, þegar mbl.is spyr hvort ríkisstjórnin hyggist leggja fram frumvarp um þriðja orkupakka Evrópusambandsins áður en frestur til slíks rennur út 30. mars. Meira »

„Fimm verkefni upp á milljarð“

18:30 „Eigum við eitthvað að ræða skýrslu innri endurskoðanda sem var birt í borgarráði síðastliðinn fimmtudag þar sem fjögur verkefni voru framúr sem nemur heilum bragga. Fimm verkefni upp á milljarð,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í borgarstjórn í gærkvöldi. Meira »

Vekja athygli á nýrri gerð netglæpa

18:08 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vekur á Facebook-síðu sinni athygli á því að henni hafi undanfarið borist tilkynningar um nýja gerð netglæpa. Að þessu sinni er í póstinum látið líta út fyrir að viðtakandi póstsins tengist rannsókn CIA á barnaklámi „og er pósturinn að því leiti frekar ógeðfelldur,“ segir í færslunni. Meira »

Sund eða svefn?

17:50 Ungt íslenskt sundfólk, á aldrinum 10 til 24 ára, sefur að meðaltali í sex og hálfa klukkustund á sólarhring, nokkuð minna en minna en jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna. Meira »

Segja málflutning Ásmundar villandi

17:30 Málflutningur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag var bæði rangur og villandi, segir í yfirlýsingu Öryrkjabandalags Íslands sem segir sorglegt að hlýða á fullyrðingar um að ÖBÍ leggist gegn afnámi krónu-á-móti krónu skerðingarinnar. Meira »

Hvatti þingmenn til að líta í eigin barm

16:58 „Ég hef velt því fyrir mér þar sem ég hef fylgst með umræðunni hvort sumum þeirra sem hafa haft hvað hæst um þann meinta sóðaskap og fleira í þá veru og talað um virðingu í því samhengi sé meira annt um virðingu líflausrar styttu en lifandi fólks.“ Meira »

Stjórnvöld leysi úr réttaróvissu

16:56 Stjórn Lögmannafélags Íslands vill að stjórnvöld leysi úr þeirri réttaróvissu sem er uppi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi skipan dómara í Landsrétt. Meira »

Skaðabótaábyrgð ráðherra ekki útilokuð

16:35 Ekki er lögfræðilega útilokað að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, beri einhverja fjárhagslega skaðabótaábyrgð á skipunum sínum í embætti dómara við Landsrétt. Meira »

Siðferðisgáttin og sálfræðistofa í samstarf

16:34 Hagvangur mun hér eftir vísa þeim málum sem koma í gegnum Siðferðisgáttina til sálfræðistofunnar Lífs og sálar ehf., séu málin þess eðlis að það þurfi að fara fram formleg athugun á einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu ofbeldi eða annarskonar ofbeldi, óski viðkomandi fyrirtæki með Siðferðisgátt starfrækta eftir tilvísun. Meira »

Ætla sér að slá í gegn

16:30 Dömurnar í The Post Performance Blues Band ætla að gefa sér eitt ár til að slá í gegn. Ekki aðeins á Íslandi heldur á heimsvísu. Fyrst er meiningin að koma sér á kortið í London. „Ef fyrirætlunin gengur ekki eftir leggjum við árar í bát og hættum,“ segir Álfrún Helga Örnólfsdóttir. Meira »

Gætu verið byrjuð að afnema skerðinguna

16:28 „Ég vek athygli á því að á sama tíma og Öryrkjabandalagið ætlar að fara í mál við ríkið vegna þessara ömurlegu skerðinga þá hafnaði Öryrkjabandalagið og þingmaðurinn þessari tillögu,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins. Meira »

Segja verkföll bara ná til félagsmanna

16:19 Verkfall Eflingar nær einungis til félagsmanna verkalýðsfélagsins. Þetta segja Samtök atvinnulífsins á vef sínum og ítreka að boðuð verkföll nái einungis til þeirra starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR HVÍTLAKKAÐUR STOFUSKÁPUR MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41 H=9...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Starfsmaður á sauðburði
Starfsmaður óskast í sauðburð í Húnaþingi vestra, ekki verra að hann hafi einhve...