Tók ekki við vegna ásakana um kynferðisbrot

Þórður Ásmundsson.
Þórður Ásmundsson. Ljósmynd/Gunnar Svanberg Skúlason

Ásakanir um alvarleg kynferðisbrot urðu til þess að Þórður Ásmundsson, sem átti að taka tímabundið við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, tekur ekki við starfinu.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur ákváðu þetta um helgina en tilkynnt var á fimmtudag að Þórður tæki við starfinu. Stjórn Orku náttúrunnar var upplýst um málið.

Ásakanirnar tengdust ekki starfi Þórðar hjá Orku náttúrunnar, að sögn RÚV, en hann hafði gegnt stafi forstöðumanns innan Orku náttúrunnar. 

Í stað hans tók Berglind Rán Ólafsdóttir tímabundið við starfinu.

Orkuveitan fékk upplýsingar um málefni tengd Þórði seint á föstudag, að því er upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur greindi RÚV frá. Þá var þegar orðið ljóst að Þórður tæki ekki við stöðu framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Hann er núna í leyfi og framhaldið er óvíst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert