„í 43 ár var pabbi minn fórnarlamb“

Kristín Anna var með tárin í augunum þegar blaðamaður náði ...
Kristín Anna var með tárin í augunum þegar blaðamaður náði tali af henni. mbl.is/Hari

„Ég vildi fá að sjá það svart á hvítu á blaði, með opinberum stimpli, að þetta væri búið. Að það væri enginn hali, enginn hluti af málinu sem væri skilinn eftir eða einhverju bætt við. Reynslan hefur kennt mér það að taka ekki öllu sem gefnu. En nú er þetta búið,“ segir Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Trygga Rúnars Leifssonar, sem var í Hæstarétti í dag sýknaður af því að hafa banað Guðmundi Einarssyni árið 1974, ásamt Sævari Ciesielski. 

Hún er með tárin í augunum eftir að hafa farið yfir dóminn með Jóni Magnússyni, lögmanni Tryggva. Hann lofaði henni að nú væri þetta búið. Kristín segist vera í hálfgerðu spennufalli. Það skýri tárin.

Það var hún sem steig fram með dagbækur föður síns í viðtali á Stöð 2 árið 2011, en dagbækurnar, sem Tryggvi hélt á meðan hann var í Síðumúlafangelsinu, voru meðal mikilvægra nýrra gagna sem lögð voru fram við endurupptöku málsins. Tryggvi lést sjálfur árið 2009.

Kristín á erfitt með að lýsa því hvernig henni líður eftir að mannorð föður hennar hefur loksins verið hreinsað. „Auðvitað er þetta sigur en ég er líka alveg hundfúl. Þetta er ekkert réttlæti. Jú, það er komin sýkna í málinu en það breytir því ekki að í 43 ár var pabbi minn fórnarlamb. Og við þurftum að koma hingað í hans nafni og svara fyrir það.“

Hún segir óréttlætið enn vera til staðar að einhverju leyti. „Það er fullt af fólki sem hefur ekki þurft að svara til saka. Ég er ekki að segja að það eigi að hengja fólk upp í hæsta tré, en það er fólk sem hefur komist í gegnum þetta með því að segja: „ég man það ekki“ og maður upplifir það sem mikið óréttæti. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það verður aldrei hægt að taka það upp eða skoða,“ segir Kristín, en rannsakendur í málinu báru fyrir sig minnisleysi varðandi ýmis atriði fyrir dómi á sínum tíma. Það virtist til dæmis enginn muna hvernig það kom til að dómfelldu í málinu voru bendlaðir við það í upphafi. Hvaðan ábendingin kom.

„Með því að setja þessa slaufu á málið fyrir mig og mína fjölskyldu þá eru aðrar fjölskyldur þarna úti sem þurfa að taka skell á móti. Þannig þetta er allt á vogarskálum. Núna erum við aðeins ofar og fjölskyldur Guðmundar og Geirfinns aðeins neðar. Hvert fara þau með það? Þurfa þau ekkert að sækja rétt sinn og láta rannsaka þetta mál? Mér finnst halla á þau og mér finnst það sárt. Ég myndi ekki vilja vera í þeirra sporum.“

Aðspurð hvort henni finnist erfitt að faðir hennar hafi ekki lifað þennan dag, að fá mannorð sitt hreinsað, svarar hún neitandi. „Ég er bara glöð með það. Ég held að hann hefði verið reiður yfir þessu óréttlæti. Miklu reiðari en ég. Ég held líka að ef pabbi og Sævar væru á lífi þá væru við ekki hér í dag. Það þurfti þá undir græna torfu til að geta komist á þennan stað. Ég held að pabbi væri fúll og þætti aftur brotið á sér, eins og staðan er í dag.“

Jón Magnússon lögmaður ræðir við fjölskyldu Tryggva Rúnars.
Jón Magnússon lögmaður ræðir við fjölskyldu Tryggva Rúnars. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Íslendingar alltaf að hugsa um vinnuna

09:16 Það skiptir miklu máli að við sköpum samfélag með jafnvægi milli heimilis og vinnustaðar, þar sem fólk getur lifað af launum sínum, sinnt fjölskyldu sinni og haft sín áhugamál. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ráðstefnu um vellíðan á vinnustað á vegum Hagvangs í dag. Meira »

Á að byggja á mati fjölmiðlamanna

08:22 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að almennt sé afstaða félagsins sú að það eigi að vera mat fjölmiðlamanna hvað varði almenning. Meira »

Þrýstingur á vegabætur

08:18 Það dró úr meðalfjölda ferða fólks út fyrir búsetusvæði á liðnu sumri, miðað við fyrri kannanir. Þetta átti sérstaklega við um höfuðborgarsvæðið og er spurning hvort rigningin hafði þessi áhrif. Meira »

Banaslysum barna hefur fjölgað

07:57 Tíu einstaklingar á aldrinum 0-16 ára létust í umferðinni á tímabilinu 2013-2017, samanborið við aðeins tvo á árunum 2008-2011. Meira »

Góða veðrið nýtt til hins ýtrasta í malbikuninni

07:37 Malbikunarhópur greip tækifærið sem gafst með þurra veðrinu í gær og malbikaði þennan vegspotta í Breiðholtinu.   Meira »

Malbikað á Vesturlandsvegi

07:32 Stefnt er að því að malbika hægri akrein á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, á milli hringtorga við Álafossveg og Reykjaveg.  Meira »

Kveikt í strætóskýli

06:55 Kveikt var í strætóskýli við Ártúnsbrekku í gærkvöldi en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mjög mikið hefur verið um sjúkraflutninga. Meira »

Vélarvana norður af Húnaflóa

06:44 Björgunarbátur er á leiðinni til þess að aðstoða áhöfn vélarvana báts norður af Húnaflóa. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er engin hætta á ferðum. Meira »

Hangir þurr víða

06:28 Útlit er fyrir hægan vind á landinu í dag. Það ætti að verða þurrt nokkuð víða en þó ber að nefna að úrkomusvæði lónar yfir syðsta hluta landsins og gefur einhverja rigningu eða slyddu með köflum á þeim slóðum. Meira »

Stórir skjálftar við Bárðarbungu

05:50 Rétt eftir miðnætti mældust tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu af stærð 3,3 og 3,5. Engin merki eru um gosóróa að sögn sérfræðings á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

53% aukning í ráðgjöf um síldarafla

05:30 Gert er ráð fyrir tæplega 53% aukningu afla úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Meira »

Vertíðinni lauk í gærkvöldi

05:30 Síðasta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík snemma í gærmorgun. Er um að ræða skipið Ocean Dream, sem er 35.265 brúttótonn, og lagðist það að Skarfabakka, en skipið lét úr höfn í gærkvöldi. Skemmtiferðaskip þetta tekur nokkuð yfir 1.000 farþega og eru í áhöfn rúmlega 500 manns. Meira »

Ferðatíminn hefur lengst

05:30 Meðaltími ferða milli heimilis og vinnu á höfuðborgarsvæðinu hefur lengst síðasta áratuginn. Hann var níu og hálf mínúta 2007 en var kominn í rúmar 14 mínútur sumarið 2018. Meira »

Ríkið sýknað í máli spilafíkils

05:30 Íslenska ríkið var á föstudag sýknað af tæplega 77 milljóna króna skaðabótakröfu Guðlaugs Jakobs Karlssonar.  Meira »

Flestir sóttu um hæli í september

05:30 Alls sóttu 98 manns um alþjóðlega vernd hér á landi í september síðastliðnum og er það mesti fjöldi hælisumsókna á einum mánuði það sem af er þessu ári. Meira »

Endurskoða þarf reglur um skýrslutökur

05:30 Nauðsynlegt er að fara í heildarendurskoðun á þeim reglum sem gilda um skýrslutöku á sakborningum og vitnum með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Meira »

Hærri laun fækka störfum

05:30 Vísbendingar eru um að launahækkanir muni þrýsta á um sjálfsafgreiðslu í íslenskri verslun á kostnað starfa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir fyrirtækið vera að innleiða sjálfsafgreiðslu í Hagkaup. Meira »

Víða hált á vegum landsins

Í gær, 22:07 Hálkublettir eru suðvestanlands á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Kjósarskarði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sömu sögu er að segja um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði vestanlands. Meira »

40 íslenskir hestar niður Strikið

Í gær, 21:45 Fjörutíu íslenskir hestar fóru um stræti Kaupmannahafnar í gær, í tilefni af 50 ára afmæli Íslandshestasamtakanna í Danmörku. Meira »
LÚGUSTIGAR - 4 STÆRÐIR Á TILBOÐI
Vel einangraðir lúgustigar 58x85, 68x85 og 55x113 Einnig Álstigi 45,7x56 Á Face...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...
AUDI A6 Quadro
Til sölu Audi A6, Quadro, 4.2 árg. 2005 Ekinn 166 þús. Bose hljóðkerfi, leður,...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...