Bann við sæstreng yrði andstætt EES

Farice sæstrengurinn tengir Ísland við Færeyjar og Skotland.
Farice sæstrengurinn tengir Ísland við Færeyjar og Skotland. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Peter Thomas Örebech, lagaprófessor við háskólann í Tromsö, telur að reglurnar sem felast í þriðja orkupakka Evrópusambandsins muni eiga fullkomlega við um Ísland, hafni Íslendingar ekki upptöku hans.

Það myndi þýða að hans mati að íslenskt bann við því að stofna til sæstrengstenginga við útlönd væri andstætt EES-samningnum.

Örebech segir einnig að greinargerð sem unnin var fyrir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra einkennist af misskilningi, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta álitaefni í Morgunblaðinu í dag en þar er vísað í umfjöllun á vef Heimssýnar.

Samtökin standa fyrir opnum fundi í dag um aukið vald Evrópusambandsins í orkumálum hér á landi og er Peter T. Örebech fyrsti frummælandi á fundinum. Aðrir frummælendur á fundinum verða Vigdís Hauksdóttir lögfræðingur og Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert