Feginn að komið sé að endimörkum
„Þetta er í þriðja skipti sem fjölskipaður dómur hefur sýknað Jón í þessu máli. Ég vona að það sé nú endir þessa alls,“ segir Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, um sýknudóminn í Aurum Holding-málinu fyrr í dag.
Landsréttur sýknaði alla þrjá sakborningana málinu, þá Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, og Jón Ásgeir, sem var aðaleigandi bankans í gegnum eignarhaldsfélagið FL Group. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt Lárus í eins árs fangelsi, Magnús í tveggja ára fangelsi en sýknað Jón Ásgeir.
„Ég er sannfærður um réttmæti þess sem var forsendan í dómnum um að stjórnendum bankans hafi ekkert gengið annað til í sínum störfum heldur en að tryggja hagsmuni bankans,“ segir Gestur.
Samferða Jóni Ásgeiri í 16 ár
Aðspurður segir hann að dómurinn í dag hafi ekki komið sér á óvart, enda telji hann að niðurstaðan hafi verið rétt, en tekur fram að hann sé feginn að komið sé að þessum endimörkum. „Ég hef nú verið samferða Jóni Ásgeiri í lífinu í 16 ár og 2 mánuði og ég vona að samvera okkar í framtíðinni byggist á öðru en því að ég sé að verja hann fyrir einhverjum ásökunum.“
Hvað áfrýjun í málinu til Hæstaréttar varðar þarf saksóknari að sækja um áfrýjunarleyfi. Gestur telur það langsótt, að minnsta kosti gagnvart Jóni Ásgeiri, vegna þess að frumverknaðurinn hafi verið talinn lögmætur og þar af leiðandi hafi engin umfjöllun verið í dómi Landsréttar um þátt Jóns Ásgeirs í málinu.
Getur ekki tjá sig um dóminn
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segist í samtali við mbl.is ekki hafa lesið dóminn og getur því ekki tjáð sig um hann að svo stöddu. Hann bendir á að ríkissaksóknari fari yfir alla dóma Landsréttar með það í huga hvort sótt verði um áfrýjunarleyfi en nefnir að niðurstaðan í dag hafi „ekki verið það upplegg sem ákæruvaldið fór fram með“.
Innlent »
- Grunaðir um skipulagðan þjófnað
- Umfangsmesta aðgerðin hingað til
- HÍ brautskráir 444 í dag
- MDE kveður upp dóm í máli Landsréttar
- Atvinnumaður í Reykjavík
- Vatnsleki á veitingahúsum í Austurstræti
- Njóta skattleysis í Portúgal
- Segja hæstu launin hækka mest
- Kjarabaráttan snýst ekki um staðreyndir
- Ekkert lát á umhleypingum í veðri
- Aðalfundi Íslandspósts frestað
- Eftirlitið kostað milljarða króna
- Krossgjafaskipti í burðarliðnum
- Benda hvorir á aðra
- Semja skýrslu um bankastjóralaun
- Leyfa ekki innflutning á ógerilsneyddri mjólk
- Verða opnar áfram
- Verðið lægra en gengur og gerist
- Andlát: Einar Sigurbjörnsson
Föstudagur, 22.2.2019
- 1,6 milljónir fyrir ólögmæta handtöku
- Sátu fastir um borð vegna hvassviðris
- Hungurganga á Austurvelli
- Aðrar leiðir til að láta vita
- Hækkun lægstu launa gefi ranga mynd
- „Útlitið nánast aldrei jafn dökkt og nú“
- Forskot Airbnb aukið með verkföllum
- Eygló hreppti verðlaunin
- Fundurinn upplýsandi fyrir báða aðila
- Reyndist lögreglumaður en ekki þjófur
- Hvatti hana til að fara úr baðfötunum
- Fær 3,6 milljónir vegna fangelsisvistar
- Vildi upplýsa um veikleika í Mentor
- FKA og RÚV í samstarf um fjölbreytni
- Skuldi fólki opinbera afsökunarbeiðni
- Telja fiskrækt í ám og eftirlit í ólestri
- „Framtíðin okkar, aðgerðir strax“
- Eldur í ruslageymslu í Ljósheimum
- Starfsfólkið óskar friðar frá pólitík
- Talinn hafa látist eftir inntöku heilaörvandi efnis
- „Búnir að svíkja okkur frá A-Ö“
- Stór fyrirtæki í ferðaþjónustu skotmarkið
- „Berja hausnum við steininn“
- Kosið verði aftur í þingnefndir
- Ólafur og Karl Gauti í Miðflokkinn
- Þegar orðið tjón vegna verkfalla
- Gefur lítið fyrir útreikningana
- Stefán þurfi að skýra skrif sín betur
- Segir stefna í hörðustu átök í áratugi
- Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri

- Ólafur og Karl Gauti fengu 600.000 kr.
- Gagnrýna RÚV fyrir vanvirðingu
- Njóta skattleysis í Portúgal
- „Vitlaust að gera“ í sundi á Akureyri
- Í vinsælasta spjallþætti á Írlandi
- Allt að 1.000 leggi niður störf 8. mars
- „Ekkert óeðlilegt“ við kröfu Miðflokks
- Krapaflóð á Eskifirði
- Enn ekkert spurst til Jóns
- Öflugur skjálfti í Bárðarbungu