Vilja ekki móta sögu vitna

Frá vettvangi eldsvoðans við Kirkjuveg á Selfossi.
Frá vettvangi eldsvoðans við Kirkjuveg á Selfossi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á Suðurlandi berast enn upplýsingar frá vitnum í tengslum við brun­ann í ein­býl­is­húsi á Kirkju­vegi 18 á Sel­fossi í síðustu viku. Lögregla hefur tekið skýrslu af manni og konu sem grunuð eru um aðild að eldsvoðanum.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segist ekkert vilja gefa upp hvað hefur komið fram í skýrslutökum af fólkinu að svo stöddu.

„Við viljum sem minnst móta sögu vitna, sem enn eru að koma til okkar, með því að setja út einhver efnisatriði,“ segir Oddur.

Hann segir rannsókn málsins í fullum gangi og verið sé að vinna úr þeim gögnum sem liggja fyrir. Spurður um eldsupptök segir Oddur að ekkert sé hægt að segja til um þau, nema að talið sé að þau séu af mannavöldum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert