Farið talsvert nærri stjórnarskránni

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra. mbl.is/Eggert

„Sífellt fleirum líður eins og Evrópusambandið beri ekki þá virðingu fyrir tveggja stoða kerfinu sem okkur finnst það eiga að gera. Það eru fleiri mál þar sem gengið hefur verið ansi langt gagnvart framsalsheimildum okkar miðað við stjórnarskrá okkar.“

Þetta sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, á Alþingi í dag þar sem rætt var um þriðju orkutilskipun Evrópusambandsins sem til stendur að taka upp í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum.

Vísaði Þórdís þar til tveggja stoða kerfis EES-samningsins sem kveður á um að EES-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein eigi ekki að falla undir völd stofnana Evrópusambandsins heldur aðeins stofnana á vegum Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA).

Fleiri ráðherrar hafa gagnrýnt þróun EES-samningsins í þessa átt og sakað Evrópusambandið um virðingarleysi gagnvart tveggja stoða kerfinu. Þar á meðal Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Málið á könnu Þórdísar og Guðlaugs Þórs

Ljóst er að fyrirhuguð innleiðing þriðju orkutilskipunarinnar hér á landi hefur mætt vaxandi andstöðu og ekki síst innan stjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokksins, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Framsóknarflokksins auk Miðflokksins.

Miðað við niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var síðasta vor af fyrirtækinu Maskínu fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru rúmlega 80% landsmanna andvíg því að færa völd yfir íslenskum orkumálum til evrópskra stofnana.

Þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokksins hafa lýst miklum efasemdum um innleiðingu þriðju orkutilskipunarinnar. Nú síðast Brynjar Níelsson í útvarpsþættinum Þingvellir á K100 um helgina þar sem hann sagðist vilja komast hjá því að innleiða hana í lengstu lög.

Til stendur að leggja fram þingmál um innleiðingu þriðju orkutilskipunar Evrópusambandsins á Alþingi í febrúar samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Málið er á könnu tveggja ráðherra, Þórdísar annars vegar og hins vegar Guðlaugs Þórs.

Sjálfsagt að ræða þróun EES-samningsins

Þórdís sagðist á Alþingi í dag ekki útiloka að Ísland myndi leggjast gegn því að innleiða orkutilskipunina en rifjað var upp í umræðunni á þingi að hún hefði áður sagt að hún væri tilbúin í þann leiðangur ef til þess kæmi að beita neitunarvaldi Íslands.

„Þess vegna loka ég ekki á að ef við ætlum okkur að hefja eitthvert samtal við Evrópusambandið um EES-samninginn og um frekara valdaframsal er ég alveg til í að ræða það,“ sagði Þórdís en sagði aðspurð að hún vildi ekki slíta EES-samningnum.

Rifjaði hún upp að samkvæmt EES-samningnum væri heimilt að neita upptöku einstakra lagagerða Evrópusambandsins en hins vegar hefði slíku neitunarvaldi aldrei verið beitt í raun. Fyrir vikið lægi ekki nákvæmlega fyrir hvaða afleiðingar það hefði.

Þórdís sagði hins vegar að sjálfsagt væri að ræða það hvernig EES-samningurinn væri að þróast og hvort rétt væri að stíga niður fæti á einhverjum tímapunkti, staldra við og spyrja hvort þróunin væri á þann hátt að Íslendingar væru sáttir við hana. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tilkynntu um eld í atvinnuhúsnæði

06:38 Lið frá öllum slökkvistöðvum höfuðborgarsvæðisins var sent í Hálsahverfið í Reykjavík eftir að tilkynning barst um eld í atvinnuhúsnæði þar um fimmleytið í morgun. Voru það öryggisverðir sem höfðu samband við slökkvilið og tilkynntu að eldur hefði sést í glugga hússins. Meira »

Umræðu lokið um veiðigjöld

05:30 Þriðju umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld lauk á Alþingi í gærkvöldi en atkvæðagreiðslu var frestað.   Meira »

Nær ómögulegt að tryggja fulla dekkun

05:30 Nær ómögulegt er að ná fram fullri dekkun farsímaþjónustu hér á landi með hefðbundinni uppbyggingu farsímakerfisins á landi. Meira »

Grænt ljós á tillögu um strandeldi

05:30 Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Landeldis ehf. að matsáætlun vegna fyrirhugaðrar strandeldisstöðvar fyrirtækisins á Laxabraut 1 við Þorlákshöfn, sem verður með allt að 5.000 tonna ársframleiðslu á laxfisksafurðum. Meira »

Amber situr kyrrt á sandbotni

05:30 Ekki tókst að ná hollenska saltflutningaskipinu Amber á flot í gærmorgun og ekki var talið raunhæft að reyna að draga það á flóðinu í gærkvöldi. Skipið strandaði á sandrifi í innsiglingunni til Hornafjarðarhafnar að morgni sunnudags og situr þar fast. Meira »

Notkun ljósabekkja minnkar jafnt og þétt

05:30 Notkun Íslendinga á ljósabekkjum minnkaði jafnt og þétt síðustu ár og hefur hríðfallið ef miðað er við hversu oft landsmenn fóru í ljósabekki fyrir tíu til fimmtán árum. Meira »

Mun efla ferðaþjónustu

05:30 Mikil lækkun olíuverðs eykur líkur á að ferðaþjónustan muni vaxa í takt við spár. Það gæti reynst þungvægt. Greining Analytica fyrir samgönguráðuneytið bendir þannig til að flugfargjöld hafi mikil áhrif á fjölda skiptifarþega og ferðamanna. Meira »

Fallið verði frá dómsmáli

05:30 Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) lýsir yfir miklum vonbrigðum með afstöðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem hún segir krefjast þess að SSS afturkalli skaðabótamál gegn ríkinu. Meira »

Vatnsleki á Landspítala

00:00 Kalla þurfti til slökkvilið vegna vatnsleka á Landspítalanum við Hringbraut á ellefta tímanum í kvöld. Um var að ræða lítið rör við vask sem hafði farið í sundur. Einn og hálfan tíma tók að ná vatninu burt. Meira »

Íslenska jólabjórnum vel tekið í Færeyjum

Í gær, 23:13 „Þetta var frábær helgi og við þurftum meira að segja að bæta við aukaviðburði,“ segir Sunneva Háberg Eysturstein, veitingakona í Þórshöfn í Færeyjum. Sunneva er framkvæmdastjóri Bjórkovans og Sirkuss og á fyrrnefnda staðnum var haldin kynning á jólabjórum frá íslenska brugghúsinu Borg á dögunum. Meira »

Biðu í á fjórðu klukkustund

Í gær, 22:35 Allir landgangar á Keflavíkurflugvelli, nema einn, voru teknir í notkun rétt eftir kl. 21 í kvöld og var þegar hafist handa við að koma fólki frá borði. Farþegar í nokkrum flugvélum höfðu setið fastir, en landgöngubrýr voru teknar úr notkun vegna hvassviðris. Meira »

Vilja auka virkni á hlutabréfamarkaði

Í gær, 22:00 Meðal tillagna, sem er að finna í hvítbók um fjármálakerfið sem kynnt var í dag, er að finna hugmyndir um hertar reglur um fjárfestingastarfsemi banka og aukið frjálsræði í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði í þeim tilgangi að stuðla að aukinni virkni markaðarins. Meira »

Nokkur útköll vegna vonskuveðurs

Í gær, 21:15 Björgunarsveitir á Suðvesturlandi hafa verið kallaðar út í nokkur minni verkefni síðdegis og í kvöld vegna veðurs á Kjalarnesi, Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Meira »

Gátu ekki sest á þing vegna anna

Í gær, 21:09 Tveir varamenn voru á undan Ellert B. Schram í röðinni eftir að ljóst var að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Hvorugur varamannanna sá sér fært að taka sæti á þingi fyrir jól. Meira »

„Ábyrgðarleysi“ gagnvart Parísarsamningnum

Í gær, 20:55 „Þetta ber vott um ákveðið ábyrgðarleysi og það veldur mér vonbrigðum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, um viðhorf nokkurra ríkja gagnvart skýrslu vísindanefndar Loftslagssamningsins um áhrif 1,5 gráðu hlýnunar andrúmslofts. Meira »

Sitja fastir í flugvélum vegna veðurs

Í gær, 20:18 Farþegar sitja fastir í sex flugvélum á Keflavíkurflugvelli en ekki er hægt að hleypa þeim inn í flugstöðvarbygginguna vegna ofsaveðurs. Auk þess situr áhöfn föst í sjöundu vélinni. Meira »

„Stórt alþjóðlegt vandamál“

Í gær, 20:10 „Þarna var dregin upp raunsæ mynd af því að plastmengunin er stórt alþjóðlegt vandamál,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, eftir að hafa tekið þátt í pallborðsumræðum um plast, samhliða loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Sendi erindi til Persónuverndar

Í gær, 19:51 Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins sem hljóðritaðir voru á Klaustri Bar 20. nóvember sendi Persónuvernd erindi í síðustu viku þar sem þess var krafist að rannsakað yrði hver tók þingmennina upp. Meira »

Leggja til að veggjöld verði tekin upp

Í gær, 19:21 Meirihluti samgöngunefndar Alþingis mun leggja til að veggjöld verði tekin upp um allt landið til að fjármagna vegagerð. Þar með taldar eru allar stofnbrautir inn og út úr höfuðborginni. Meira »
Múrverk
Múrverk...
Spennandi ljósmyndanámskeið
Flott námskeið fyrir þá sem vilja læra á myndavélina og ná enn betri myndum. ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...