Flokksmenn í Suðurkjördæmi styðja SDG

Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi lýsir fullum stuðningi við formann flokksins.
Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi lýsir fullum stuðningi við formann flokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórn Miðflokksins í Suðurkjördæmi lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, að því er segir í ályktun stjórnar sem send hefur verið til fjölmiðla. „Krafa grasrótarinnar er um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði áfram það öfluga starf sem hann hóf,“ segir í ályktuninni.

Fyrr í dag sagði Hannes Karl Hilmarsson, formaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi, við fréttastofu RÚV  að hann styðji áfram formann flokksins þótt hann telji uppákomuna á barnum Klaustri óverjandi. „Ég ætla ekki að reyna að verja þetta mál, hvorki sem stjórnmálamaður eða manneskja. Þetta er engum til sóma,” er haft eftir Hannesi Karli.

mbl.is