Flokksmenn í Suðurkjördæmi styðja SDG

Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi lýsir fullum stuðningi við formann flokksins.
Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi lýsir fullum stuðningi við formann flokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórn Miðflokksins í Suðurkjördæmi lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, að því er segir í ályktun stjórnar sem send hefur verið til fjölmiðla. „Krafa grasrótarinnar er um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði áfram það öfluga starf sem hann hóf,“ segir í ályktuninni.

Fyrr í dag sagði Hannes Karl Hilmarsson, formaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi, við fréttastofu RÚV  að hann styðji áfram formann flokksins þótt hann telji uppákomuna á barnum Klaustri óverjandi. „Ég ætla ekki að reyna að verja þetta mál, hvorki sem stjórnmálamaður eða manneskja. Þetta er engum til sóma,” er haft eftir Hannesi Karli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert