„Vanvirðing gagnvart skattfé“

„Þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál og ég held að við upplifum það öll,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, braggamálið sé birtingarmynd á stærra vandamáli, vanvirðingu gagnvart skattfé innan borgarkerfisins.

Mikil vinna sé framundan en hún vill að fólk gangist við ábyrgð, án þess að kalla eftir afsögnum að svo stöddu segir hún tímabært að fólk gangist við ábyrgð í málinu. Í því samhengi nefnir hún borgarstjóra og borgarritara sem hafi brugðist á vissum stigum í málinu og á það sé bent í skýrslu innri endurskoðunar borgarinnar sem kynnt var fyrir borgarráði í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert