„Ég hafði aldrei hugmynd um það“

Hákon Örn Bergmann ásamt verjanda sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í ...
Hákon Örn Bergmann ásamt verjanda sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Eggert

„Ég hafði aldrei hugmynd um það,“ sagði Hákon Örn Bergmann fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun við aðalmeðferð svokallaðs Skáksambandsmáls spurður hvað hann hafi talið að væri í sendingu sem kom frá Spáni og merkt var Skáksambandi Íslands. Málið snýst um innflutning á rúmlega fimm kílóum af amfetamíni til landsins og er Hákon ákærður fyrir að hafa verið einn þeirra sem stóðu að innflutningnum en hann neitar sök í málinu.

Hákon er ákærður í málinu ásamt þeim Sigurði Kristinssyni og Jóhanni Axeli Viðarssyni. Hákon og Sigurður neita sök í málinu en Jóhann hefur játað sök að hluta en segist líkt og Hákon ekki hafa vitað hvað hafi verið í sendingunni. Fram kom fyrir héraðsdómi að Sigurður teldi efnislýsinguna rétta í málinu en hann hafnaði því hins vegar sem ákæran byggði á, það er því magni fíkniefna sem honum væri gert að sök að hafa ætlað að flytja inn til landsins.

Hákon sagðist hafa þekkt Sigurð lengi og þeir gert hvorir öðrum greiða. Sigurður hafi lent í lausafjárvanda sumarið 2017 og Hákon þá lánað honum fjármuni. Hákon hafnaði því aðspurður hvort hann hafi fjármagnað fíkniefnakaupin. Hann hafi aðeins ætlað að aðstoða Sigurð við að standa við skuldbindingar eins og afborganir af íbúðarláni og heimilisbókhaldið. Sagði hann bankayfirlit Sigurðar staðfesti þetta.

Sigurður sagði björgunarhring á leiðinni

Hákon sagðist hafa verið farinn að ýta á eftir því að fá féð endurgreitt enda verið kominn í fjárhagsvanda. Sigurður hafi sagt fyrir jólin 2017 að björgunarhringur væri á leiðinni og beðið hann að kaupa símanúmer og hafa í síma yfir jólin vegna sendingar til landsins. Eftir jólin hafi tvær grímur verið farnar að falla á hann vegna málsins og hann því viljað fjarlægja sig frá því. Fyrir vikið hafi hann ákveðið að fá Jóhann til þess að nálgast sendinguna í sinn stað.

Lagði hann áherslu á að hann hefði verið samvinnuþýður frá upphafi. Spurður af Guðjóni Marteinssyni dómara hvað hann hafi talið að Sigurður ætti við með björgunarhringi sagðist Hákon hafa talið að hugsanlega væri um að ræða peninga. Hann hefði ekki haft hugmynd um hvað væri í pakkanum. Hákon sagðist aðspurður af Önnu Barböru Andradóttur aðstoðarsaksóknara ekki hafa haft ástæðu til annars en að treysta Sigurði. Þeir hefðu þekkst lengi.

Hákon kannaðist aðspurður við skjáskot af farmbréfum tengdum sendingunni sem fundist í síma hans og fartölvu þar sem meðal annars hafi komið fram að sendingin væri tilbúin að afhendingar þegar búið væri að greiða af henni. Sagðist hann hafa fengið þau hjá Sigurði. Hann hafi komið þessum upplýsingum til Jóhanns. Hákon sagði aðspurður að Sigurður hafi ekki talið rétt að Hákon tæki við sendingunni sjálfur. Í framhaldinu hafi Hákon beðið Jóhann um það.

Henti símanum út um bílgluggann

Spurður hvers vegna Hákon hafi talað við Jóhann sagðist hann hafa gert það vegna þess að hann væri ólíklegur til þess að spyrja spurninga og vegna þess að hann hefði skuldað sér pening, 300 þúsund krónur. Hákon sagðist hafa lofað Jóhanni að sú skuld yrði látin falla niður ef hann tæki verkefnið að sér. Aðspurður sagði Hákon skuldina vera gamla og til komna vegna þess að Jóhann hefði notað fíkniefni sem Hákon hefði átt. Hann neitaði að hafa selt honum fíkniefnin.

Saksóknari spurði Hákon hvers vegna hann hefði fylgt Jóhanni eftir þegar hann hafi sótt sendinguna og sagði hann ástæðuna þá að þó hann hafi viljað fjarlægja sig frá málinu hafi hann ekki heldur viljað svíkja vin sinn, Sigurð. Hann hafi viljað kanna hvort allt gengi rétt fyrir sig. Spurður hvað hann hafi haldið að væri í pakkanum sagðist Hákon hafa spurt Sigurð einu sinni að því að fengið þau svör að í pakkanum væru fæðubótaefni. Jóhann hefði ekkert vitað um það.

Hákon sagðist aðspurður hafa brugðið þegar Jóhann var handtekinn. Hann hafi fyrst farið heim og síðan í vinnu. Spurður hvað hann hafi gert við símann sem hann hafi verið með vegna málsins sagðist hann hafa kastað honum út um bílgluggann. Það hafi einfaldlega verið fyrstu viðbrögð hans. Aðspurður sagðist hann ekki hafa vitað hver ætti að taka við pakkanum. Hann hafi átt að láta Sigurð vita þegar sendingin væri komin á áfangastað. Hann hafi ekkert átt að fá fyrir þetta.

Lögreglumaður sem kom fyrir héraðsdóm sem vitni sagði grun hafa fallið á Hákon þar sem hann hafi sést fylgjast með Jóhanni úr bifreið sinni. Hann hafi verið handtekinn í kjölfarið og gögn fundist í framhaldinu í símanum hans.

mbl.is

Innlent »

Rignir víða í nótt

Í gær, 23:12 Rigning er framundan víða í nótt en þó síst með norðurströndinni. Áttin verður austlæg yfirleitt 5-10 m/s. Dregur úr úrkomu um vestanvert landið í fyrramálið en aftur rigning eða skúrir þar síðdegis. Hiti 10 til 18 stig og verður hlýjast norðaustanlands Meira »

Hvetur til mótmæla

Í gær, 23:00 Mikið er rætt um skipulagsmál borgarinnar um þessar mundir og ekki eru allir á eitt sáttir þegar kemur að áformum um að byggja á grænum svæðum borgarinnar, skipulag miðborgarinnar og fleira í þeim dúr. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur haldið uppi gagnrýni á meirihlutann og segir þrjóskju ríkja í borgarstjórn. Meira »

Malbika Reykjanesbraut í fyrramálið

Í gær, 22:54 Stefnt er að því að malbika aðrein á mislægum gatnamótum Reykjanesbrautar og Njarðvíkurvegar á morgun 16. júlí. Fráreininni verður lokað og þrengt að umferð við Reykjanesbraut. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp. Meira »

Vilja sameina tvær stofnanir í eina

Í gær, 22:44 Lagt er til að Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun sameinist í nýja Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samhliða uppskiptingu Íbúðalánasjóðs í drögum að nýju frumvarpi. Félagsmálaráðuneyti birti í dag í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpinu. Meira »

Getur ekki gjafar á tónlistarhátíð

Í gær, 22:13 Allir kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar gátu fengið aðgöngumiða á tónlistarhátíðina Secret Solstice sem fram fór í síðasta mánuði, samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg í þeim tilgangi að uppfylla eftirlitsskyldu sína. Meira »

Býst við að smitum fjölgi ekki

Í gær, 21:30 „Ég býst við að þetta fari að fjara út í þessari viku ef allt virkar eins og maður vonast til að það geri,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir við mbl.is um E.coli-sýkingu sem hefur greinst hjá 19 börnum. Meira »

Bílaleigubílar 5% færri en í fyrra

Í gær, 21:10 Þær bílaleigur sem starfa hér á landi eru með 24.943 ökutæki í umferð, en á sama tíma í fyrra voru bílaleigubílar í umferð 26.211 talsins. Um er að ræða 5% fækkun á milli ára. Meira »

Dómari óskar eftir launuðu leyfi

Í gær, 20:17 Jón Finnbjörnsson, einn fjögurra dómara við Landsrétt sem hefur ekki sinnt dómstörfum vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu, hefur óskað eftir launuðu leyfi til áramóta. Nýr dómari verður settur í hans stað. Meira »

Fluttu 6,3 tonn af rusli úr Barðsvík

Í gær, 19:30 Hreinsun Hornstranda hefur staðið yfir, vík úr vík, frá árinu 2014. Alls hafa nú 35 tonn af rusli verið fjarlægð úr sjö víkum og einungis tvær eru eftir, sem til stendur að hreinsa næsta sumar. 6,3 tonn voru flutt úr Barðsvík til Ísafjarðar í gærkvöldi. Meira »

„Við erum heppin með hópinn“

Í gær, 19:27 „Þetta lítur vel út og við erum heppin með hópinn. Þetta er jafnsterkur hópur,“ segir Sigurbjörn Bárðarson landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem kynnt var í dag. Landsliðið keppir fyrir hönd Íslands á Heimsleikum íslenska hestsins sem fram fer í Berlín 4. - 11. ágúst. Meira »

Vonast til að farþegar sitji ekki aftur eftir

Í gær, 19:07 Icelandair vonast til þess að ekki komi aftur upp atvik svipað og átti sér stað í dag þegar 39 farþegar sem áttu bókað með vél félagsins frá Manchester til Íslands urðu eftir á Bretlandseyjum. Meira »

Brottfall úr námi langmest á Íslandi

Í gær, 18:20 Hlutfall íslenskra ungmenna á aldrinum 18-24 ára sem hættu of snemma í námi á árinu 2018 var 21,5%. Það er hvergi meira í allri Evrópu, þar sem meðaltalið er 10,6%. Meira »

Hefring náð samkomulagi um fjármögnun

Í gær, 18:15 Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Hefring ehf. hafa gengið frá samkomulagi um fjármögnun og mun sjóðurinn eignast tæplega fjórðungshlut í félaginu. Meira »

Níu sveitarfélög kæra Skipulagsstofnun

Í gær, 17:45 Níu sveitarfélög hafa kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar í 2+1 veg sé háð mati á umhverfisáhrifum. Þetta eru sveitarfélögin Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær. Meira »

Diamond Beach er víða

Í gær, 17:15 Sum íslensk „destinations“ eru ferðamönnum kærari en önnur. Blue Peak, Sulfur Wave, Black Sand Beach, Arrowhead Mountain. Og það er gott og blessað. En þessi nöfn ganga ekki lengur, finnst örnefnanefnd. Meira »

Færri ferðast til útlanda í ár

Í gær, 16:57 Alls 40% landsmanna kváðust ætla að ferðast bæði innanlands og utan í sumarfríinu þetta árið, 38% kváðust eingöngu ætla að ferðast innanlands og 12% kváðust eingöngu ætla að ferðast utanlands. Meira »

Hafa sótt um flugrekstrarleyfi fyrir WAB

Í gær, 16:15 Fyrirtækið WAB air er búið að sækja um flugrekstrarleyfi til Samgöngustofu, en það var gert fyrir um þremur vikum síðan.   Meira »

Pólverjar draga framsalsbeiðni til baka

Í gær, 15:30 „Málið er bara í þeirri meðferð sem það á að sæta lögum samkvæmt og það verður bara að koma í ljós hvað kemur út úr því,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um Euro-Market-málið svokallaða, sem lögmaður meints höfuðpaurs segir „orðið að engu“. Meira »

Alvarlega slasaður eftir fjórhjólaslys

Í gær, 15:29 Karlmaður var fluttur alvarlega slasaður á Landspítalann eftir að hann fór út af veginum í ná­grenni Geys­is í Hauka­dal um klukkan hálfellefu í morgun. Maðurinn var á fjórhjóli þegar slysið varð. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Til sölu á Jótlandi, íbúð + iðnaður
Mikið pláss 1268 m/2 á 3000 m/2 lóð, m.a. 300 m/2 íbúð, stórt rafmagnsinntak. Ým...
Hyundai Getz árgerð 2007. Ekinn 187.000
Hyundai Getz árgerð 2007. Ekinn 187.000 km. Góður snattari sem þarf að laga aðei...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...