„Ég hafði aldrei hugmynd um það“

Hákon Örn Bergmann ásamt verjanda sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í ...
Hákon Örn Bergmann ásamt verjanda sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Eggert

„Ég hafði aldrei hugmynd um það,“ sagði Hákon Örn Bergmann fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun við aðalmeðferð svokallaðs Skáksambandsmáls spurður hvað hann hafi talið að væri í sendingu sem kom frá Spáni og merkt var Skáksambandi Íslands. Málið snýst um innflutning á rúmlega fimm kílóum af amfetamíni til landsins og er Hákon ákærður fyrir að hafa verið einn þeirra sem stóðu að innflutningnum en hann neitar sök í málinu.

Hákon er ákærður í málinu ásamt þeim Sigurði Kristinssyni og Jóhanni Axeli Viðarssyni. Hákon og Sigurður neita sök í málinu en Jóhann hefur játað sök að hluta en segist líkt og Hákon ekki hafa vitað hvað hafi verið í sendingunni. Fram kom fyrir héraðsdómi að Sigurður teldi efnislýsinguna rétta í málinu en hann hafnaði því hins vegar sem ákæran byggði á, það er því magni fíkniefna sem honum væri gert að sök að hafa ætlað að flytja inn til landsins.

Hákon sagðist hafa þekkt Sigurð lengi og þeir gert hvorir öðrum greiða. Sigurður hafi lent í lausafjárvanda sumarið 2017 og Hákon þá lánað honum fjármuni. Hákon hafnaði því aðspurður hvort hann hafi fjármagnað fíkniefnakaupin. Hann hafi aðeins ætlað að aðstoða Sigurð við að standa við skuldbindingar eins og afborganir af íbúðarláni og heimilisbókhaldið. Sagði hann bankayfirlit Sigurðar staðfesti þetta.

Sigurður sagði björgunarhring á leiðinni

Hákon sagðist hafa verið farinn að ýta á eftir því að fá féð endurgreitt enda verið kominn í fjárhagsvanda. Sigurður hafi sagt fyrir jólin 2017 að björgunarhringur væri á leiðinni og beðið hann að kaupa símanúmer og hafa í síma yfir jólin vegna sendingar til landsins. Eftir jólin hafi tvær grímur verið farnar að falla á hann vegna málsins og hann því viljað fjarlægja sig frá því. Fyrir vikið hafi hann ákveðið að fá Jóhann til þess að nálgast sendinguna í sinn stað.

Lagði hann áherslu á að hann hefði verið samvinnuþýður frá upphafi. Spurður af Guðjóni Marteinssyni dómara hvað hann hafi talið að Sigurður ætti við með björgunarhringi sagðist Hákon hafa talið að hugsanlega væri um að ræða peninga. Hann hefði ekki haft hugmynd um hvað væri í pakkanum. Hákon sagðist aðspurður af Önnu Barböru Andradóttur aðstoðarsaksóknara ekki hafa haft ástæðu til annars en að treysta Sigurði. Þeir hefðu þekkst lengi.

Hákon kannaðist aðspurður við skjáskot af farmbréfum tengdum sendingunni sem fundist í síma hans og fartölvu þar sem meðal annars hafi komið fram að sendingin væri tilbúin að afhendingar þegar búið væri að greiða af henni. Sagðist hann hafa fengið þau hjá Sigurði. Hann hafi komið þessum upplýsingum til Jóhanns. Hákon sagði aðspurður að Sigurður hafi ekki talið rétt að Hákon tæki við sendingunni sjálfur. Í framhaldinu hafi Hákon beðið Jóhann um það.

Henti símanum út um bílgluggann

Spurður hvers vegna Hákon hafi talað við Jóhann sagðist hann hafa gert það vegna þess að hann væri ólíklegur til þess að spyrja spurninga og vegna þess að hann hefði skuldað sér pening, 300 þúsund krónur. Hákon sagðist hafa lofað Jóhanni að sú skuld yrði látin falla niður ef hann tæki verkefnið að sér. Aðspurður sagði Hákon skuldina vera gamla og til komna vegna þess að Jóhann hefði notað fíkniefni sem Hákon hefði átt. Hann neitaði að hafa selt honum fíkniefnin.

Saksóknari spurði Hákon hvers vegna hann hefði fylgt Jóhanni eftir þegar hann hafi sótt sendinguna og sagði hann ástæðuna þá að þó hann hafi viljað fjarlægja sig frá málinu hafi hann ekki heldur viljað svíkja vin sinn, Sigurð. Hann hafi viljað kanna hvort allt gengi rétt fyrir sig. Spurður hvað hann hafi haldið að væri í pakkanum sagðist Hákon hafa spurt Sigurð einu sinni að því að fengið þau svör að í pakkanum væru fæðubótaefni. Jóhann hefði ekkert vitað um það.

Hákon sagðist aðspurður hafa brugðið þegar Jóhann var handtekinn. Hann hafi fyrst farið heim og síðan í vinnu. Spurður hvað hann hafi gert við símann sem hann hafi verið með vegna málsins sagðist hann hafa kastað honum út um bílgluggann. Það hafi einfaldlega verið fyrstu viðbrögð hans. Aðspurður sagðist hann ekki hafa vitað hver ætti að taka við pakkanum. Hann hafi átt að láta Sigurð vita þegar sendingin væri komin á áfangastað. Hann hafi ekkert átt að fá fyrir þetta.

Lögreglumaður sem kom fyrir héraðsdóm sem vitni sagði grun hafa fallið á Hákon þar sem hann hafi sést fylgjast með Jóhanni úr bifreið sinni. Hann hafi verið handtekinn í kjölfarið og gögn fundist í framhaldinu í símanum hans.

mbl.is

Innlent »

„Börn eiga alltaf rétt á stuðningi“

20:40 Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og aðstoð í samræmi við stöðu sína sem börn,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Vekur hún þar athygli á frumvarpi sínu um að heildstætt mat verði frekar notað heldur en aldursgreiningar. Meira »

Ekkert sem bendir til ójafnvægis

20:10 „Það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið í einhverju ójafnvægi eða eitthvað slíkt,“ sagði Davíð Karl Wiium á K100 síðdegis í dag um hvarf bróður síns Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni. „Hvað varðar andlega heilsu Jóns þá er ekkert sem bendir til annars að hann hafi bara verið við góða heilsu.“ Meira »

„Vonin minnkar með hverjum deginum“

19:45 „Mér líst ekkert á þetta,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, spurður hvernig hann meti líkurnar á því að kvóti verði gefinn út fyrir loðnuveiðar á næstu vikum. Afleiðingarnar geti orðið gífurlegar fyrir mörg sjávarútvegsfyrirtæki, fólkið sem hjá þeim starfar og ríkissjóð. Meira »

Segja árás formanns VR ómaklega

19:16 Almenna leigufélagið segist fagna allri umræðu um leigumarkaðinn á Íslandi. Málflutningur Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um Almenna leigufélagið sé hins vegar óheppilegt innlegg í umræðuna. Meira »

Appelsína úr Hveragerði

19:00 Daginn er farið vel að lengja, snjór er yfir öllu bæði í byggð og uppi á hálendinu og því er kominn fiðringur í fjallamenn. Til þess að koma sér í gírinn og fá tilfinningu fyrir tækjunum mættu margir á hina árlegu jeppasýningu Toyota sem haldin var í Garðabæ á laugardag. Meira »

Munu styðja samkomulag við vinnumarkað

18:39 Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, myndi styðja breytingar á skattkerfinu líkt og verkalýðsfélögin hafa óskað eftir. Meira »

Veita 30 milljónir fyrir flóttafólk frá Venesúela

18:02 Utanríkisráðherra hefur ákveðið að verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Er það til viðbótar tuttugu milljóna króna framlagi sem var ráðstafað til hjálpar flóttafólki frá Venesúela í lok janúar. Meira »

Keyptu níu „svindl-bíla“ árið 2017

18:02 Rekstraraðilar bílaleigu sem keypti notaða bílaleigubíla af gerðinni Suzuki Jimny af bílaleigunni Procar árið 2017 voru undrandi og hálf slegnir er blaðamaður hafði samband og sagði þeim að átt hefði verið við kílómetramælana í a.m.k. níu bílum sem nú eru í eigu fyrirtækisins. Meira »

Þakkaði Karli Gauta góða yfirferð

17:22 Karl Gauti Hjaltason, þingmaður utan þingflokka, gagnrýndi í fyrirspurn sinni til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hafi verið fenginn til starfa í Reykjavík án þess að staða hans hafi verið auglýst, þar sem kveðið er á um að sýslumaður skuli vera í Eyjum. Meira »

Nektarmyndsendingar algengar í 10. bekk

17:00 Tæplega helmingur stúlkna í 10. bekk í grunnskóla hefur verið beðin um að senda einhverjum öðrum ögrandi mynd eða nektarmynd af sér í gegnum netið. Í tilfelli drengja er hlutfallið 28%. Þá hafa 27% stúlkna í sama bekk sent slíkar myndir og 21% drengja. Meira »

„4 milljóna króna laun eru ekki hófleg“

16:07 „Fjögurra milljóna króna laun eru ekki hófleg í neinum þeim veruleika sem við þekkjum til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Voru orð hennar svar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Meira »

Húsnæði fyrir flóttafólk mesta áskorunin

15:50 Stærsti fyrirvari Blönduósbæjar við móttöku sýrlenskra fjölskyldna á flótta er að finnist nægilegt húsnæði, segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, í samtali við mbl.is. Sveitarstjórn bæjarins samþykkti í síðustu viku að að taka við flóttafólki samkvæmt beiðni frá félagsmálaráðuneytinu. Meira »

Hóta að taka fé úr stýringu hjá Kviku

15:24 VR segist ekki sætta sig við að Almenna leigufélagið hafi hækkað leigu um tugþúsundir króna í einhverjum tilfellum og gefið leigjendum fjóra daga til að samþykkja hækkunina. Krefst VR þess að áformin séu dregin til baka, en að öðrum kosti ætli félagið að taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá Kviku banka, en um er að ræða 4,2 milljarða. Meira »

Mótmæla við Landsbankann

15:03 Hópur fólks er saman kominn fyrir utan húsnæði Landsbankans í Austurstræti til þess að mótmæla launum bankastjórans. Sjá má af skiltum fólksins að farið er fram á að laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur verði lækkuð. Meira »

Unnur Brá tekur á ný sæti á Alþingi

14:52 Unnur Brá Konráðsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í dag sæti á Alþingi fyrir Ásmund Friðriksson, alþingismann flokksins. Unnur Brá starfar sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, skipuð af forsætisráðherra í fyrra, og var henni falið að sinna verkefnisstjórn við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Meira »

Tvö snjóflóð féllu á Ólafsfjarðarveg

14:42 Tvö snjóflóð féllu með stuttu millibili yfir þjóðveginn við Sauðanes milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar um hádegisbil.   Meira »

Stafrænt kynferðisofbeldi til umræðu

13:59 Nú klukkan 14:00 hefst fundur í Háskóla Reykjavíkur um stafrænt kynferðisofbeldi, en frumvarp sem tekur á slíku ofbeldi liggur nú fyrir Alþingi í annað skiptið. Verður meðal annars rætt um stöðuna á slíku ofbeldi, hvaða refsingar búa við slíkum brotum og þá vernd sem er til staðar. Meira »

Mikill meirihluti vill kvótakerfið áfram

13:49 Mikill meirihluti mjólkurframleiðenda vill ekki afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu heldur halda í það. Samtals var það afstaða tæplega 90% af þeim 493 mjólkurframleiðendum sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu Bændasamtakanna, en atkvæðagreiðslu um málið lauk nú á hádegi í dag. Meira »

„Aldrei heyrt um loðnu svo sunnarlega“

13:48 „Við fengum aflann í sex holum þannig að það gekk vel að veiða. Veiðisvæðið var um 300 mílur suður af Rockall en það er sunnan við mitt Írland. Við þurftum að sigla 790 mílur heim til að landa og það er andskoti langt,“ segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki NK, sem kom til Neskaupstaðar í gærmorgun með tæplega 2.300 tonn af kolmunna. Vel gekk að fylla skipið að hans sögn. Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Múrverk, múrviðgerðir, flísalagnir, flotun ofl.
Getum bætt við okkur verkefnum í múrverki, múrviðgerðum, flísalögnum, flotun ofl...