Pálmatrén kosta 1,5 milljónir

Mynd/Reykjavíkurborg

Í kostnaðaráætlun fyrir verkið Pálmar sem á að setja upp í Vogabyggð er gert ráð fyrir því að tvö pálmatré kosti um 1,5 milljónir og gróðurhúsin tvö utan um þau um 43 milljónir króna hvort. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, kveðst fagna allri umræðu um list í almenningsrýmum.

„Verkið sem varð fyrir valinu er mjög djarft og skemmtilegt enda er listakonan þekkt fyrir slík verk. Það er fráleitt að verið sé að borga 140 milljónir króna fyrir trén sem slík. Þau munu ekki kosta nema brot af upphæðinni, heldur er verið að greiða fyrir höfundarverkið og gróðurhúsin sem eru hluti af verkinu,“ segir Ólöf í tilkynningunni.

Ólöf segir að í lýsingu listakonunnar Karin Sander segi að íbúar geti haft áhrif á verkið og lagt til annan framandi gróður í gróðurhúsin þegar fram líða stundir, t.d. kirsuberjatré eða aðrar jurtir. Þá hafi dómnefndin rætt við sérfræðinga varðandi pálmatrén sem segja að vel sé mögulegt að halda í þeim lífi í slíku vistkerfi og framkvæmdin því öll gerleg.

Í lokaðan hluta samkeppninnar bárust 13 gildar tillögur að útilistaverkum og eru allar tillögurnar til sýnis á Kjarvalsstöðum til 7. febrúar næstkomandi.

Mynd/Reykjavíkurborg

Ljósastaur á 12,5 milljónir króna

Dómnefndin lagði einnig til að Reykjavíkurborg festi kaup á tillögu danska listamannahópsins A Kassen sem kallast Endalausi ljósastaurinn en hann verður 30 metra hár. Gert er ráð fyrir að hann kosti 12,5 milljónir króna uppsettur.

Borgin fær tæpa sex milljarða

Fram kemur í tilkynningunni að þar sem listaverkið Pálmar muni prýða torg, geti risið um 1.300 íbúðir í fyrstu þremur áföngum uppbyggingarinnar. Tekjur borgarinnar af uppbyggingunni greiða kostnað við innviði þar með talið valin útilistaverk sem eru aðeins brot af heildarkostnaðinum eða um 1%.

Alls er áætlað að Reykjavíkurborg fái tæpa sex milljarða í byggingarréttar- og gatnagerðargjöld vegna uppbyggingarinnar og verða þær tekjur notaðar til að fjármagna alla innviði hverfisins eins og götur, lagnir, torg, lýsingu, gróður, skóla, leikskóla – og listaverk sem lóðarhafar greiða að jöfnum hluta á móti Reykjavíkurborg samkvæmt samningum, að því er segir í tilkynningunni.  

Í samþykktum samningsmarkmiðum borgarinnar á nýbyggingarsvæðum er ákvæði um að list í almenningsrýmum skuli fjármögnuð af lóðarhöfum. Er samið við hvern og einn lóðarhafa hversu hátt hlutfall þeir greiði til slíkra verka, aldrei minna en 50% og er fjármagnið eyrnamerkt listaverkum á svæðinu. Í því samhengi var Listasafni Reykjavíkur falið að halda alþjóðlega samkeppni um listaverk í Vogabyggð.

Árið 2019 er ár listar í almenningsrými hjá Listasafni Reykjavíkur sem mun vekja sérstaka athygli á slíkri list á árinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Höfðu afskipti af „virki“ í flugstöðinni

09:54 Flugvallarstarfsmenn á Keflavíkurflugvelli óskuðu nýverið eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna flugfarþega sem höfðu hreiðrað um sig hjá söluskrifstofu Icelandair í flugstöðinni. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að öryggisgæslan á flugvellinum hafi reynt að koma þeim á æskilegri stað, en þau brugðist illa við þeim umleitunum. Meira »

Stefnir í góðan dag í brekkunum

09:54 Helstu skíðasvæði landsins opna núna klukkan tíu í dag og eru opin frameftir degi. Bláfjöll, Skálafell og Hlíðarfjall tala öll á vefsíðum sínum um smá frost en hér um bil logn víðast. Meira »

Grænmetismarkaðurinn jafnar sig

08:18 „Mér sýnist markaðurinn vera heldur að jafna sig á Costco-áhrifunum. Ég upplifi það líka sem viðskiptavinur að hægt er að fá körfu þótt komið sé þangað á föstudegi,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, um þróunina í sölu á grænmeti og berjum. Meira »

Auka verður framlög til viðhalds og vegagerðar

07:57 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa áhyggjur af tíðum umferðarslysum á þjóðvegunum, að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra SAF. Hann benti á að auknum fjölda erlendra ferðamanna hefði fylgt fjölgun slysa. Meira »

Erlendir svikahrappar í símanum

07:37 Heimilisfólk á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík hefur orðið fyrir ónæði vegna hringinga í heimilissíma, þar sem hringjendur tala ensku, segjast vera frá tölvufyrirtæki og vilja laga tölvur viðkomandi með aðstoð eigendanna. Meira »

Réðst á gesti og starfsfólk

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ölvaðri konu við veitingahús í miðborginni á fjórða tímanum í nótt. Konan er grunuð um að hafa ráðist á gesti og starfsfólk veitingahússins. Konan neitaði aðspurð að gefa lögreglu nafn sitt eða kennitölu og var hún vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Meira »

Handtekinn eftir umferðarslys

07:14 Á þriðja tímanum í nótt var lögreglan kölluð til vegna umferðarslyss á Bústaðarvegi við Sprengisand, en þar höfðu tveir bílar skollið saman. Annar ökumaðurinn var handtekinn grunaðar um ölvun við akstur og að hafa ekið án réttinda. Meira »

Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin

05:30 „Ég var frekar undrandi að sjá þetta og kannaðist ekki við að hafa verið þarna á ferðinni, eða bílar á mínum vegum,“ segir Anders Hansen á Leirubakka í Landsveit á Suðurlandi, sem rak augun í rukkun frá Vaðlaheiðargöngum í vikunni, þegar hann opnaði heimabanka sinn í tölvunni. Meira »

Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón

05:30 Áætla má að kostnaður við útfarir sé nokkuð á þriðja milljarð króna á ári. Þórólfur Sveinsson, búfræðikandidat á Ferjubakka í Borgarfirði, segir að ef kostnaður við „venjulega“ útför sé orðinn yfir milljón skipti hann verulegu máli fyrir talsverðan hóp fólks. Meira »

Kostir stjórnvalda skýrir

05:30 „Valkostirnir eru skýrir fyrir stjórnvöld, það er annaðhvort að vera með vinnumarkaðinn í fanginu út kjörtímabilið eða fá vinnufrið og byggja upp betra, réttlátara og stöðugra samfélag,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, eftir að verkalýðsfélögin höfnuðu tilboði Samtaka atvinnulífsins í gær. Meira »

Reglur um kaupauka íþyngi ekki

05:30 Starfsfólk fjármálafyrirtækja á Íslandi getur fengið mest 25% kaupauka sem hlutfall af árslaunum. Slíkt hámark er ekki hjá öðrum starfsstéttum á Íslandi. Meira »

Sex skip voru við loðnuleit

05:30 Tvö norsk veiðiskip hafa bæst í hóp skipa sem leita loðnu við landið og í gær voru sex skip við loðnuleit. Langt er síðan slíkur fjöldi skipa hefur tekið þátt í verkefni sem þessu ef þá nokkurn tímann. Meira »

Heiðursborgarar funda í Iðnó

05:30 Boðað er til svonefndrar baráttuskemmtunar um Víkurkirkjugarð í Iðnó í dag, laugardag, kl. 14. Ávörp flytja Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Hjörleifur Stefánsson. Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar söng og leikarar flytja leikþátt. Meira »

Fjórhjólum ekið um göngustíga

05:30 Nokkur brögð eru að því innan og utan höfuðborgarsvæðisins að fjórhjólum sé ekið um göngustíga eða aðra slóða sem ökutækjum er bannað að aka eftir. Meira »

Vistaður í fangageymslu eftir bílveltu

Í gær, 23:42 Bíll valt á Vesturlandsvegi í Kollafirði á tíunda tímanum í kvöld. Ökumaður var fluttur á slysadeild Landspítala en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Meira »

Grunnurinn lagður með 25 aurum á mann

Í gær, 23:01 Knattspyrnufélag Reykjavíkur var stofnað 1899 og verður 120 ára á morgun, laugardaginn 16. febrúar. „Ekki mörg félög hérlendis eiga sögu sem nær til þriggja alda,“ segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR, en áfanganum verður fagnað með ýmsum hætti á árinu og byrjað á köku að loknu getraunakaffinu í fyrramálið. Meira »

„Þeir eru óheiðarlegir“

Í gær, 22:48 Alþjóðlega bílaleiguvefsíðan Auto Europe er hætt viðskiptum við íslensku bílaleiguna Procar. Sú ákvörðun var tekin í dag, að sögn forstjóra fyrirtækisins, Imad Khalidi, sem svaraði fyrirspurn mbl.is í kvöld. Meira »

Olli óhappi undir áhrifum

Í gær, 22:40 Ökumaður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, var handtekinn eftir að hann missti stjórn á bifreið sinni og ók á annan bíl á Nýbýlavegi í Kópavogi um klukkan níu í kvöld. Meira »

Ullin er óendanleg uppspretta

Í gær, 22:07 „Ég er alltaf með eitthvað skemmtilegt á prjónunun,“ segir Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir í Mosfellsbæ. Síðan í barnæsku hefur handverk og prjónaskapur verið hennar hálfa líf og starfsvettvangur síðustu árin. Hún var kennari um langt árabil, en valdi hins vegar að róa á ný mið og setti árið 2009 á laggirnar fyrirtækið Culture and Craft. Meira »
Viltu heilbrigt,fallegt og síðara hár? þetta er svarið
Cocoa locks https://cupid.is/flokkur/cocoalocks/ Our Hot Chocolate and Hair ...
Caddý maxi Life 7manna okt 2017 til sölu
til sölu Caddý maxi life 2017 ekin 23000,km 7 manna sjsk dísel einn með nánast ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2 Sneglu-Halli eftir Símon...