Hefur aldrei séð slíka hegðun

„Ég hef aldrei séð neinn haga sér með þessum hætti áður. Fólkið stóð í fjörunni beint fyrir framan risastórar öldur. Yfirleitt hleypur fólk á undan öldunum sem er líka mjög hættulegt en þetta var stórhættulegt,“ segir Petra Albrecht rútubílstjóri.

Hún myndaði stóran hóp erlendra ferðamanna í Reynisfjöru sem stóð í fjörunni og myndaði mannhæðarháar öldur og virtist ekki átta sig á hættunni sem steðjaði að þeim. Petra sem kemur talsvert oft í Reynisfjöru með hópa var sleginn yfir þessari hegðun eins og sést í meðfylgjandi myndbandi sem hún tók. 

„Vanalega skipti ég mér af fólki sem er í hættu statt á svæðinu og bendi því á öll skiltin sem vara við hættunni en í þetta skipti náði ég bara að taka upp myndbandið áður en ég þurfti að halda áfram leið minni,“ segir Petra. Á meðan hún var þarna hafi engum orðið meint af.

Hún bendir á að hópurinn hafi verið það stór að hún telji að leiðsögumaður hljóti að hafa verið með þeim þó að hún hafi ekki komið auga á hann.     

Ferðamenn virða oft að vett­ugi viðvar­an­ir vegna Reyn­is­fjöru og drukknaði kín­versk­ur ferðamaður í fjör­unni árið 2016.

Ferðamennirnir stóðu í miðju brimrótinu í Reynisfjöru í morgun.
Ferðamennirnir stóðu í miðju brimrótinu í Reynisfjöru í morgun. skjáskot úr myndbandinu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert