Telja tekjur standa undir tengingum Hvalárvirkjunar

Fossinn Drynjandi og í baksýn má sjá Drangajökul. Með fyrirhugaðri ...
Fossinn Drynjandi og í baksýn má sjá Drangajökul. Með fyrirhugaðri Hvalárvirkjun yrði virkjað rennsli þriggja áa á Ófeigs­fjarðar­heiði: Hvalár, Rjúk­anda og Ey­vind­ar­fjarðarár. Rennsli í Drynjanda myndi minnka verulega. mbl.is/Golli

Tekjur Landsnets af því að flytja raforku frá Hvalárvirkjun munu standa undir framkvæmdum við fyrsta áfanga nýs tengipunktar frá Ísafjarðardjúpi að meginflutningskerfi raforku í Kollafirði. „Þetta verkefni eitt og sér er sjálfbært og mun ekki leiða til kostnaðarhækkunar hjá öðrum notendum,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, í samtali við mbl.is.

Tenging Hvalárvirkjunar verður, ef áætlanir ganga eftir, frá nýju tengivirki sem sett yrði upp í Ísafjarðardjúpi og um 26 kílómetra leið með loftlínu yfir Kollafjarðarheiði og í nýtt tengivirki sem reist yrði í Kollafirði í Reykhólasveit. Er það mat Landsnets að öll framkvæmdin, með tengingu Hvalárvirkjunar, kosti rúma fimm milljarða króna og að hún greiðist upp á fjörutíu árum.

Vesturverk hyggst reisa Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði í Árneshreppi á Ströndum sem er langt frá meginflutningskerfi raforku. Ýmsar leiðir hafa verið ræddar til að tengja virkjunina við kerfið og sú sem hér um ræðir felur í sér að flytja rafmagnið úr virkjuninni yfir Ófeigsfjarðarheiði og vestur í Djúp og þaðan áfram að Vesturlínu í Kollafirði.

Hvalárvirkjun yrði reist í Ófeigsfirði í Árneshreppi. Raforkuna þyrfti að ...
Hvalárvirkjun yrði reist í Ófeigsfirði í Árneshreppi. Raforkuna þyrfti að flytja yfir Ófeigsfjarðarheiði í tengivirki í Ísafjarðardjúpi, þaðan yfir Kollafjarðarheiði og að Vesturlínu í Kollafirði. Kort/Landsnet

Enn hefur ekki verið ákveðið hvort jarðstrengur yrði lagður alla 45 kílómetrana yfir Ófeigsfjarðarheiði eða hvort loftlínur yrðu reistar að hluta. Vinna við umhverfismat á valkostum er að hefjast og sömuleiðis vinna samráðshóps um verkefnið sem fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila munu eiga sæti í.

 „Hér er á ferðinni fyrsti áfangi þess verkefnis að tengja Hvalárvirkjun inn í Kollafjörð og enn er þetta á undirbúningsstigi,“ segir forstjóri Landsnets. Engar formlegar ákvarðanir um framkvæmdir hafi enn verið teknar enda mikil vinna fyrir höndum, m.a. skipulagsvinna þriggja sveitarfélaga og samningar við landeigendur.

Landsnet er nú að skoða þrjár mögulegar staðsetningar tengivirkis í Ísafjarðardjúpi: Langadal, Lágadal og Miðdal.

Eftir að skipulagsvinnu lýkur verður farið í mat á umhverfisáhrifum, bæði tengipunktsins sjálfs sem og línunnar um Ófeigsfjarðarheiði. „Ákvarðanir verða ekki teknar fyrr en búið er að fara í gegnum alla þessa ferla, svo það er enn töluvert í að endanleg útfærsla liggi fyrir,“ segir Guðmundur Ingi.

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. mbl.is/Árni Sæberg

Hann segir nokkrar ástæður fyrir því að til greina komi að hafa tengipunkt virkjunarinnar í Ísafjarðardjúpi. „Í fyrsta lagi er verið að skoða fleiri virkjanakosti en Hvalárvirkjun á þessu svæði svo þetta kann að vera heppilegur staður til að tengja aðrar virkjanir inn á kerfið. Einnig er það forsenda hjá okkur að þessi tengipunktur falli að framtíðaruppbyggingu raforkukerfis Vestfjarða og möguleikum að hringtengingu úr Djúpinu til Ísafjarðar sem Vestfirðingar hafa kallað eftir.“

Í þriðja lagi nefnir hann þá möguleika að dreifikerfi Orkubús Vestfjarða á þessum slóðum geti í framtíðinni tengst inn á hið fyrirhugaða kerfi. „Þannig að þetta gæti bætt afhendingaröryggi íbúanna í Djúpinu og á Hólmavík og í nágrenni. Almennt séð er það okkar mat að nýr tengipunktur á þessu svæði styrki mjög raforkukerfið til framtíðar.“

Guðmundur Ingi segir þennan fyrsta áfanga verkefnisins hagkvæman og að gert sé ráð fyrir að viðbótartekjur af Hvalárvirkjun muni standa undir kostnaði við framkvæmdir.

Tengingin áður ekki talin arðbær

Áður var staðan metin önnur. Haustið 2016 gáfu greiningar Landsnets til kynna að kostnaður við nýjan tengipunkt í Djúpinu yrði meiri en þær tekjur sem reiknuðust á móti „og að óbreyttu regluverki [væri] ekki til staðar heimild til að ráðast í framkvæmdina nema að þessi mismunur [yrði] gerður upp sérstaklega,“ líkt og Guðmundur Ingi orðaði það í bréfi til oddvita Árneshrepps í lok ágúst það ár.

Hvað hefur breyst frá þeim tíma sem gerir verkefnið sjálfbært nú?

Guðmundur Ingi segir ýmislegt hafa breyst og verkefnið þróast. Þá hafi verið til skoðunar að hafa tengipunktinn á allt öðrum stað eða í Geiradal. „Nýja útfærslan, að tengja inn í Kollafjörð, er hagkvæmari, þetta er miklu styttri leið að fara. Hún mun líka hafa meiri áhrif á öryggi Vestfirðinga heldur en fyrri lausn.“

Hann bendir á að tekjur Landsnets af verkefninu séu annars vegar hefðbundnar gjaldskrártekjur og hins vegar tengigjald sem Vesturverk þurfi að greiða. „Þannig að virkjunaraðilinn leggur fram ákveðna upphæð inn í fjárfestinguna, hversu mikið mun fara eftir því hvernig tengingin verður útfærð.“

Á þessu stigi getur Landsnet ekki upplýst hver kostnaðarhlutdeild virkjunaraðila verður, „en unnið er eftir reglugerðum og skilmálum á skiptingu kostnaðar á milli Landsnets og nýs aðila sem tengist kerfinu“.   

En er ákvörðun um þennan fyrsta áfanga og kostnaðargreining hans háð því að fleiri virkjanir verði reistar á þeim slóðum sem tengipunkturinn er fyrirhugaður?

„Þessi framkvæmd og þessar fjárfestingar sem við leggjumst í núna í fyrsta áfanganum eru sjálfbærar,“ ítrekar Guðmundur Ingi. „En komi fleiri virkjanir inn, sem gæti orðið annar áfangi þessa verkefnis, mun það auðvitað skila meiri tekjum og gæti leitt til gjaldskrárlækkunar eða staðið undir frekari fjárfestingum til styrkingar kerfisins. Svo vissulega hjálpar það okkur í ákvarðanatökunni að fleiri virkjanakostir séu til skoðunar.“

Á kortinu er sýnt hvernig Hvalárvirkjun yrði tengd meginflutningsnetinu og ...
Á kortinu er sýnt hvernig Hvalárvirkjun yrði tengd meginflutningsnetinu og einnig eru merktar inn á það aðrar fyrirhugaðar virkjanir á Vestfjörðum: Í Hest- og Skötufirði, Sængurfoss, í Hvanneyrardal, Austurgili og Þverá (Skúfnavötn). Kort/Landsnet

Ekki mun koma til þess að sögn Guðmundar Inga að þessi framkvæmd Landsnets hægi á annarri nauðsynlegri uppbyggingu og styrkingu raforkukerfisins á Vestfjörðum. Áfram verði unnið að ýmsum verkefnum í því sambandi.

Jarðstrengur alla leið eða að hluta

Kerfislega séð er mögulegt að flytja rafmagn alla leiðina frá Hvalárvirkjun og vestur í Djúp um jarðstreng, líkt og Vesturverk hefur óskað eftir, en þó er ekki víst að það verði niðurstaðan. Það mun stjórnast af spennustigi strengsins því hafa þarf í huga að lagning jarðstrengs á einum stað í raforkukerfinu hefur áhrif á slíka möguleika annars staðar.

Ef 66 kílóvolta (kV) strengur yrði fyrir valinu væri hægt að leggja hann alfarið í jörð. Ef valinn yrði 132 kV strengur væri hægt að leggja hann í jörð á 55-67% leiðarinnar. Hærra spennustig er fýsilegri kostur að því leyti að þá  tapast mun minni orka, um 0,6 MW á móti um 1,6 MW. Þessi miklu orkutöp eru kostnaðarsöm og auk þess sóun á orku, „eitthvað sem þarf að skoða með tilliti til skuldbindinga okkar í loftslagsmálum,“ bendir Guðmundur Ingi á. „Það kann að vera að það sé vænlegra að nýta þessa orku sem annars myndi tapast til orkuskipta eða eitthvað slíkt.“

Hagsmunaaðilar kallaðir að borðinu

Vinna við mat á umhverfisáhrifum þessara tveggja kosta er nú að hefjast. Samhliða er stefnt að því að vinna umhverfismat fyrir tengipunktinn frá Djúpi til Kollafjarðar. Einnig er nú að hefjast vinna samráðshóps um verkefnið sem ýmsir hagsmunaaðilar munu eiga sæti í, m.a. fulltrúar frá fjórum sveitarfélögum, skógræktinni og ferðaþjónustu- og  náttúruverndarsamtökum á Vestfjörðum ásamt samtökum ungra umhverfisverndarsinna. „Markmiðið með að kalla þessa hagsmunaaðila að borðinu og hafa þá með í undirbúningnum er að finna heppilegustu lausnina innan þess ramma sem við getum uppfyllt, tæknilega og fjárhagslega.“

Guðmundur Ingi segir góða reynslu af þessu fyrirkomulagi. „Með svona vinnu og samstarfi við fagaðila og fulltrúa nærumhverfis höfum við fundið betri lausnir.“

Kortið sýnir mögulega tengingu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar við meginflutningskerfið sem og ...
Kortið sýnir mögulega tengingu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar við meginflutningskerfið sem og mögulega tengingu hennar til Ísafjarðar í framtíðinni. Kort/Landsnet

Orkustofnun á lokaorðið

Tengipunkturinn verður hluti af framkvæmdaáætlun næstu kerfisáætlunar Landsnets. Kerfisáætlun er háð samþykki Orkustofnunar, en með samþykki sínu samþykkir stofnunin öll þau verkefni sem eru á framkvæmdaáætlun. Næsta kerfisáætlun fyrir tímabilið 2019-2028 er á lokametrunum og verður sett í almennt umsagnarferli í fyrri hluta maí. Hún fer svo til samþykktar hjá Orkustofnun í september og hefur Orkustofnun frest til 15. desember þess að samþykkja hana.

Ef Orkustofnun er ekki sátt við innihald hennar, þar á meðal einstök verkefni, getur hún farið fram á að Landsnet geri breytingar á áætluninni, eða einstökum verkefnum á framkvæmdaáætlun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Guðni kvartar ekki yfir Hatara

21:08 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var staddur í Kanada að fagna aldarafmæli Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi þegar hljómsveitin Hatari steig á svið í Eurovision í gærkvöldi. „Þeir kunna að láta á sér bera,“ segir forsetinn um alræmt uppátæki þeirra með palestínska fánann. Meira »

Þór kjörinn formaður Landsbjargar

20:26 Þór Þorsteinsson úr Borgarfirði var kjörinn formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í gær. Auk hans voru átta félagar víða af landinu kjörnir í stjórn. Meira »

Rannsókn lögreglu verði hætt

20:16 Eimskipafélagi Íslands hf. barst eftir lokun markaða á föstudag bréf frá lögmanni Gylfa Sigfússonar, fyrrverandi forstjóra félagsins. Tilefni bréfsins er krafa Gylfa um að rannsókn lögreglunnar á kæru Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2014 verði hætt. Meira »

Margt sem við þyrftum að vakta betur

19:54 Helsta ógn lífiríkis hafsins við Íslandsstrendur stafar af hitabreytingum og súrnun sjávar. Sviðssjóri botnfiska hjá Hafrannsóknastofnun segir stæða sé þó til að leggja stóraukin kraft í það að kortleggja búsvæðin í hafinu. Það myndi gefa skýrari mynd af því hvert ástandið sé. Meira »

Of stórar og of dýrar íbúðir

19:53 Áætlað er að samtals um 7.700 nýjar íbúðir verði fullkláraðar á höfuðborgarsvæðinu í ár og á næstu tveimur árum. Eins er talað um mikla umframeftirspurn eftir litlum og ódýrum íbúðum. Stærstur hluti íbúða sem eru á leið á markað eru of stórar og of dýrar til þess að leysa þann vanda sem fyrir er. Meira »

Jafnréttismál að morran sé kvenkyns

19:06 „Það hefur alltaf verið mín kenning og áhersla að svokallaðar barnabækur megi ekki vera leiðinlegar fyrir fullorðna. Það er mjög hræðilegt þegar börn ánetjast bókum sem eru afskaplega leiðinlegar,“ segir Þórarinn Eldjárn sem þýddi ljóð um kríli og er það komið út á bók. Meira »

Stefna Sósíalistaflokksins samþykkt

18:55 Á þingi Sósíalistaflokksins í Bíó Paradís í dag var samþykkt stefna flokksins í mennta-, velferðar og vinnumarkaðsmálum.  Meira »

Kepptu á krúttlegasta hjólamóti ársins

18:17 Heljarinnar hjólamót fór fram við Perluna í Öskjuhlíð í morgun þegar hjólreiðafélagið Tindur og Krónan héldu eitt stærsta, og líklega krúttlegasta, barnahjólamót ársins. Meira »

Andri Hrannar vann 40 milljónir

17:06 Andri Hrannar Einarsson, þáttastjórnandi í þættinum Undralandið á FM Trölla, varð einn heppnasti Siglfirðingur sögunnar í síðasta mánuði þegar hann var með allar tölur réttar og vann fjörutíu milljónir í lottóinu. Meira »

Þúsundir krefjast brottrekstrar Íslands

16:46 Fleiri þúsundir manna eru í óðaönn við að skrifa undir áskorun þess efnis að Íslandi verði meinuð þátttaka í Eurovision að ári. Hópurinn stækkar og stækkar. Meira »

„Þetta hefur verið mikil rússíbanareið“

16:17 Togarinn Sóley Sigurjóns er kominn í höfn í Akureyri. Togarinn Múlaberg dró skipið um 90 sjómílur. Sóttist sá dráttur seinlega, enda troll Sóleyjar í eftirdragi lungann úr ferðinni. Meira »

Borgarbúar spöruðu klósettferðirnar

16:14 Vatnsnotkun Reykvíkinga minnkaði til muna þegar Eurovision-söngvakeppnin var sýnd í sjónvarpinu í gærkvöldi miðað við laugardagskvöldið vikuna á undan. Eins og við mátti búast virðast flestir Íslendingar hafa setið límdir yfir skjáunum þegar Hatari flutti atriði sitt. Meira »

Þekkingarleysi eða vísvitandi blekking

15:25 Fyrir liggur að embættismenn og ráðherrar hafa annað hvort ekkert vitað hvað þeir voru að gera þegar draga átti til baka umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið með bréfi íslenskra stjórnvalda til sambandsins árið 2015 eða þeir hafa vísvitandi blekkt íslensku þjóðina. Meira »

Miðflokksmenn einir á mælendaskrá

14:43 Umræður um þriðja orkupakkann halda áfram á þingfundi á morgun, mánudag. Sé mælendaskrá fyrir dagskrárliðinn skoðuð vekur athygli að þingmenn Miðflokksins eru þeir einu sem hyggjast taka til máls, en þeir héldu uppi málþófi um orkupakkann aðfaranótt fimmtudags. Meira »

Sýslumenn senda út neyðaráskorun

14:10 Viðvarandi hallarekstur er á sýslumannsembættum. Vegna þessa hafa embættin séð sig knúin til aðgerða á kostnað veittrar þjónustu, eins og beinna uppsagna og styttingu afgreiðslutíma. Meira »

Strætó um Sæbraut í stað Hverfisgötu

13:41 Framkvæmdir við Hverfisgötu hefjast á morgun, mánudag, og mun Strætó aka um Sæbraut á meðan framkvæmdir standa yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Um er að ræða leiðir 1, 6, 11, 12, 13 og 14. Meira »

Ætlum ekki að spila Wham-lög!

13:17 Simon Le Bon, söngvari Duran Duran er fullur tilhlökkunar yfir fyrirhuguðum tónleikum sveitarinnar hér á landi í júní. Hann lofar stuði fram á nótt, hyggst ekki spila lög með Wham á tónleikunum og ætlar að halda áfram að skemmta þangað til hann dettur niður. Meira »

Til greina komi að kæra brot Ásmundar

12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir það koma til greina að kæra möguleg brot Ásmundar Friðrikssonar á hegningarlögum til lögreglu. Hún er þó ekki viss um að það sé hennar að gera það, vegna þess að hún sé löggjafinn. Meira »

Áreitti konu á leið til vinnu

11:56 Kona óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna ókunnugs manns sem var að elta hana og áreita á leið hennar til vinnu í miðborginni á áttunda tímanum í morgun. Lögregla handtók manninn og vistaði í fangageymslu. Meira »
veggklukka antik veggklukka
er með flotta veggklukku með mjúkum og þægilegum slætti á12,000 kr sími 869-279...
fjóir eldhús- stálstólar
fjórir stáleldhússtólar nýlegir á 25,0000 allir sími 869-2798...
NP Þjónusta
NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.þ.h.. Hafið samband í síma 83...
INNSKOTSBORÐ FLÍSAR MEÐ BLÓMAMUNSTRI
ANTIK INNSKOTSBORÐ BLÓMUMSKRÝDD Á 15,000 KR SÍMI 869-2798...