Undanþágur vegna orkupakkans torsóttar

Torsótt gæti reynst að fá undanþágur samþykktar frá innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins í sameiginlegu EES-nefndinni hafni Alþingi því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara vegna innleiðingarinnar.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bréfi sem þeir Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður sendu Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í dag að ósk ráðherrans þar sem áréttuð eru ákveðin atriði vegna umfjöllunar Alþingis um málið. Þeir Stefán og Friðrik rituðu álitsgerð um þriðja orkupakkann fyrir utanríkisráðuneytið.

Vísað er til þeirrar leiðar sem þeir Stefán og Friðrik lögðu til að hægt væri að fara vegna málsins. Það er að hafna því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara sem þýddi að málið færi aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar þar sem hægt væri að óska eftir undanþágum vegna þess. Þeir segja að þeirri leið fylgi sá kostur að henni fylgdi ekki lögfræðileg óvissa.

Hins vegar hafi ekki reynt á þessa leið til hlítar í 25 ára sögu EES-samningsins og því margir pólitískir óvissuþættir til staðar varðandi afleiðingarnar. Sú leið sem ríkisstjórnin hefði kosið að fara, og þeir Stefán og Friðrik segja mögulega lausn í álitsgerð sinni, felst í því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara vegna þriðja orkupakkans en innleiða ekki þann hluta hans sem skiptar skoðanir eru um hvort standist stjórnarskrána.

Mjög ólíklegt að ESA geri athugasemdir

Þeir Stefán og Friðrik segja engan vafa á því að þessi leið standist stjórnarskrána sem skipti mestu máli að þeirra mati. Ágallar þessarar leiðar lúti að því hvort innleiðing umræddrar löggjafar með þessum hætti gæti orðið tilefni athugunar af hálfu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Þrátt fyrir að umrædd leið sé ekki hafin yfir allan lögfræðilegan vafa telji þeir mjög ósennilegt að ESA geri athugasemdir.

Fyrir því nefna þeir þær ástæður að umrædd löggjöf hafi þá verið tekin upp og innleidd og að ákvæði hennar varðandi raforkutengingar á milli landa komi ekki til framkvæmda nema slíkri tengingu verði komið á sem ekki verði gert nema með samþykki Alþingis. Valdheimildir ACER (ESA) nái ekki til ákvarðana um hvort sæstrengur verði lagður og þær muni aðeins taka gildi þegar slík tenging er til staðar.

Ekki muni reyna á umrædd ákvæði nema Alþingi ákveði að tengja Ísland við raforkumarkað Evrópusambandsins með sæstreng og því geti enginn byggt rétt sinn á þeim. Þá dragi yfirlýsing orkumálastjóra sambandsins, um að umræddar reglur gildi ekki og hafi enga raunhæfa þýðingu hér á landi í ljósi þess að Ísland er ekki tengt innri orkumarkaði þess, mjög úr líkunum á því að ESA geri athugasemdir við innleiðinguna.

Þótt slík yfirlýsing sé pólitísk í eðli sínu hafi hún engu að síður verulegt gildi og þýðingu í þessu samhengi.

mbl.is

Innlent »

Kröfum um stöðvun framkvæmda hafnað

17:22 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum kærenda í sex kærumálum um stöðvun undirbúningsframkvæmda vegna Hvalárvirkjunar á meðan að úrskurðað er í málunum. Meira »

Starfsmaður smitaði ekki ferðamann

17:18 Það er útilokað að starfsmaðurinn á Efstadal, sem var smitaður af E.coli, hafi smitað erlendan ferðamann þann 8. júlí. Ferðamaðurinn smitaðist þó að aðgerðir á staðnum hafi átt að koma í veg fyrir það. Meira »

31 þúsund tonn í sérstakar aðgerðir

17:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðstafað rúmlega 31 þúsund tonnum til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfinu eða samtals 23.316 þorskígildistonnum. Meira »

Sóttu veikan mann í Drottninguna

16:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan mann um borð í skipið Queen Mary 2, skip breska skipa­fé­lag­sins Cun­ard í gærkvöldi. Beiðni barst Landhelgisgæslunni um klukkan sjö í gærkvöldi þegar skipið var um 80 sjómílum sunnan af Vík í Mýrdal. Meira »

Greiðir ekki ­fólki með lausa kjara­samn­inga

16:34 Akureyrarbær ætlar ekki að greiða starfs­fólki með lausa kjara­samn­inga ein­greiðslu 1. ág­úst næstkomandi. Meirihluti bæjarráðs hafnar erindi Einingar-Iðju þess efnis og vísar jafnframt til þess að samningsumboð sveitarfélagsins vegna kjarasamninga er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Meira »

Eldur í vinnuskúr í Kópavogi

16:11 Eldur kom upp í vinnuskúr á vegum Kópavogsbæjar við Fífuhvamm á þriðja tímanum í dag. Slökkviliði var kallað á vettvang og hefur það náð tökum á eldinum þótt enn logi. Nú er barist við að rífa af þaki og slökkva eldinn. Meira »

Ekki ákærðir vegna dauða ungrar konu

16:11 Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumönnum sem voru til rannsóknar vegna afskipta lögreglu af ungri konu sem dó á Landspítala síðar sama kvöld í apríl. Rannsókn málsins lauk í upphafi mánaðar. Meira »

Hótaði að skera kærustuna á háls

15:41 Maðurinn sem er grunaður um að stinga ann­an mann í heima­húsi í Nes­kaupstað um miðnætti 10. júlí síðastliðinn situr í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Landsréttur staðfesti fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Austurlands. Meira »

Viðræður um Boeing-bætur standa yfir

15:36 Ekkert liggur fyrir um fjárhæð þeirra bóta sem Icelandair mun fá frá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna galla í Boeing 737 Max-vélunum, sem hafa verið kyrrsettar síðan í mars. Meira »

„Vona að þetta séu bara eftirhreytur“

15:05 Greining E.coli bakteríunnar í tveimur fullorðnum einstaklingum sem greint var frá í dag kom heilbrigðisyfirvöldum á óvart, bæði að smit hafi komið upp eftir að gripið var til aðgerða sem og að bakterían væri útbreiddari en áður hafi verið talið. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Meira »

Sterkur grunur um sýkingu í barni

14:59 Sterkur grunur er um E. coli sýkingu í rúmlega þriggja ára barni sem er með faraldsfræðilega tengingu við Efstadal. Í dag voru rannsökuð saursýni frá þremur einstaklingum varðandi mögulega E. coli sýkingu og gaf niðurstaða frá barninu sterkan grun um smit. Meira »

„Þessi óreiða bjó til einræðisherra“

14:30 „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni um umræðu í röðum Pírata um samstarf í þingflokki flokksins við Birgittu Jónsdóttur. Hafa þingmenn flokksins dregið upp dökka mynd af samskiptum sínum við hana. Meira »

Mikilvægt „að anda með nefinu“

14:12 „Miklir hagsmunir geta auðvitað verið fyrir okkur í því að sumar jarðir séu í einhvers konar nýtingu. Það mætti auðvitað setja einhverjar reglur um það hvaða starfsemi eigi að vera á hvaða jörðum. En það ætti þá frekar að vera á könnu sveitarfélaganna.“ Meira »

Fylgi Sjálfstæðisflokksins aldrei minna

13:38 Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst lægra í skoðanakönnunum fyrirtækisins MMR, en samkvæmt niðurstöðum þeirrar nýjustu er fylgi flokksins nú 19%. Lægst fór fylgið áður í 19,5% í janúar 2016. Meira »

Heyrði óp og allt varð rafmagnslaust

13:21 „Ég heyrði bara einhver óp og svo varð allt rafmagnslaust,“ segir Dagur Tómas Ásgeirsson stærðfræðingur, sem staddur er í miðborg Aþenu. Stór jarðskjálfti skók borgina í morgun og mældist 5,3 á Richter. Meira »

Nýi Herjólfur í slipp vegna galla

12:55 Taka þarf nýja Herjólf í slipp vegna galla sem reyndist vera í öðrum jafnvægisugganum. Þetta staðfestir G. Pétur Mattíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við mbl.is en ferjan kom til landsins um miðjan síðasta mánuð. Meira »

Hagkvæms húsnæðis senn að vænta

12:47 Framkvæmdir geta nú hafist við byggingu fjölda íbúða sem eiga að vera ódýrar fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Sex aðilar eru komnir með fullgild lóðarvilyrði. Fleiri bíða þess að fá sitt staðfest. Meira »

Ekki búið að uppræta E.coli bakteríuna

12:31 Gerðar hafa verið auknar kröfur um úrbætur vegna E.coli í Efstadal II. Þetta kemur fram í frétt á vef embættisins. 21 hefur nú greinst með E.coli bakteríuna og var einn þeirra á ferð í Efstadal eftir að gripið var til aðgerða til að uppræta smit og smitleiðir. Meira »

Stöðvi tafarlaust innheimtu smálánaskulda

12:31 Neytendasamtökin skora á Almenna innheimtu ehf. að stöðva tafarlaust innheimtu á smálánaskuldum sem byggja á ólögmætum lánum. Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum. Meira »
Ertu að spá í framtíðinni? spamidill.is
Einkatímar í spámiðlun og Reiki heilun. í persónu eða gegnum svarbox spamidill.i...
Sprautulökkun
Ónotað síubox til sölu, stærð breidd 241 cm, dýpt 78 cm og hæð 115 cm + plús gri...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...