Aðeins einu sinni talað við drenginn

Haukur Guðmundsson (t.h.) rannsakaði Geirfinnsmálið á sínum tíma. Hér er ...
Haukur Guðmundsson (t.h.) rannsakaði Geirfinnsmálið á sínum tíma. Hér er hann á spjalli við Atla Steinarsson, heitinn, blaðamann. Árni Sæberg

Haukur Guðmundsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður sem kannaði hvarf Geirfinns Einarssonar í Keflavík á sínum tíma, segir að alltaf hafi verið vitað um Vilhjálm, sem var elskhugi eiginkonu Geirfinns á tíma hvarfsins.

Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina var sagt frá því að í nýrri heimildarmynd Þjóðverjans Boris Quatram um Geirfinnsmálið sé sett spurningarmerki við það, að umræddur Vilhjálmur hafi „aldrei verið skoðaður sérstaklega og ekki tekin af honum formleg skýrsla.“

Haukur, sem rannsakaði málið á meðan það var enn í höndum embættisins á Suðurnesjum, segir að „drengurinn“, Vilhjálmur, hafi aldrei verið grunaður í málinu frekar en aðrir. „Það var tekin skýrsla og hann var ekki talinn tengjast málinu neitt,“ segir Haukur. „Það var enginn vandi að sækja drenginn ef við vildum tala við hann.“ Vilhjálmur þessi flutti svo úr landi og býr nú í Þýskalandi.

Haukur segist ekki telja að lykillinn að málinu liggi í þessum þræði. „Auðvitað væri samt gaman ef menn gætu upplýst um þetta mál,“ segir hann. „Einhver veit hvað gerðist og ég hef alltaf staðið í þeirri trú að tveir eða fleiri viti það,“ segir hann. Hann segir ekki fráleitt að ímynda sér að einhver kunni að segja frá á dánarbeðnum, þegar fram líða stundir. „Kannski þeir vilji ekki hitta Lykla-Pétur án þess að hafa sagt frá,“ segir Haukur.

Slóðin féll í skuggann af hinum þegar grunuðu 

Ragnar Aðalsteinsson segir að þáttur Vilhjálms hafi ekki verið sérlega mikið rannsakaður. Hann segir í samtali við mbl.is að hann minni að þetta hafi verið talið upplýst og að talað hafi verið manninn aðeins einu sinni.

Ragnar segir aðspurður að lítil rannsókn á aðkomu þessa manns kunni að hafa stafað af því að lögreglan hafi verið of föst í kenningum sínum um hina seku, þannig að þeir hafi gefið sig lítið að öðrum vísbendingum. Slíkt sé þekkt í mörgum rannsóknum. Þannig hafi þessi slóð fallið í skuggann af hinu.

Ragnar segir að nú þegar búið er að sýkna hina ákærðu og dæmdu, geti verið að málið rísi að nýju. Að hans mati kann Vilhjálmur að vera einn af ýmsum þráðum sem voru ekki nægilega rannsakaðir á sínum tíma. Hann kveðst ekki þora að staðhæfa um að rannsaka þurfi þennan tiltekna þátt betur en telur þó líklegt að lögreglan telji rétt, úr því að málið er komið í það horf sem það er núna, að rannsaka aðra anga málsins en voru rannsakaðir á sínum tíma.

Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður var lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, sem var sýknaður ...
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður var lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, sem var sýknaður af áður felldum dómum í Geirfinnsmálinu í Hæstarétti um árið.
mbl.is

Innlent »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða ofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »

Kólnar smám saman í veðri

Í gær, 20:51 Það gengur í norðan og norðaustan 8-13 m/s með rigningu eða slyddu á austanverðu landinu seint í kvöld og nótt, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá. Það mun snjóa á fjallvegum og því má búast við versnandi færð þar. Meira »

Aldrei fóru fleiri vestur

Í gær, 20:20 „Það var ekkert drama, allt gekk upp og meira til, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Kristján Freyr Hall­dórs­son, rokk­stjóri tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Aldrei fór ég suður. Meira »

Innnes hækkar ekki vöruverð

Í gær, 18:49 Engar verðhækkanir vegna nýrra kjarasamninga eru í farvatninu hjá Innnesi, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir samningamenn hafa sýnt skynsemi og að hinn nýi kjarasamningur sé góður. Meira »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

Í gær, 18:23 Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Ekki hótun hjá ÍSAM

Í gær, 18:03 „Ég skil vel að þetta hafi vakið eftirtekt, en ég skil ekki að menn skuli líta á þetta sem einhverja hótun eða klofning hjá SA. Þá er búið að snúa hlutunum svolítið á hvolf,“ segir Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Meira »

Humarpizza er ekkert pizza!

Í gær, 17:30 Á Glóð á Egilsstöðum má nú fá eldbakaða pizzu sem að sögn eigandans er nákvæmlega eins og þú myndir fá hana í Róm. Hann flutti inn menntaðan pizzubakara, sem tekur sér 50 klukkustundir í að gera deigið. Meira »

Klifraði ölvaður upp á þak

Í gær, 17:25 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í einu og öðru að snúast á þessum páskadegi. Snemma í morgun barst lögreglu tilkynning frá fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík um að ölvaður ungur maður hefði farið út á svalir á fjórðu hæð og þaðan upp á þakið. Meira »

Skelfileg sjón blasti við eigandanum

Í gær, 16:55 „Eigandi þessarar bifreiðar lenti í því að hjólbarði sprakk á bifreiðinni í gærkvöldi. Bifreiðin var skilin eftir á Stapavegi rétt hjá Stofnfiski í Vogum á Vatnsleysuströnd. Er eigandinn kom að bifreiðinni í morgun blasti þessi sjón við honum,“ skrifar lögreglan á Suðurnesjum í færslu á Facebook. Meira »

Íslendingar á Sri Lanka óhultir

Í gær, 14:58 Nokkrir Íslendingar sem staddir eru á Sri Lanka hafa sett sig í samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins til þess að láta vita af sér. Ráðuneytið veit ekki betur en að allir Íslendingar sem staddir eru ytra, þar sem yfir 200 eru látnir eftir hryðjuverkaárásir, séu heilir á húfi. Meira »

Slökkvistarfi lokið við Sléttuveg

Í gær, 14:11 Vettvangur eldsins sem braust út í bílakjallara við Sléttuveg 7 á tíunda tímanum í morgun var afhentur lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Meira »

Atli Heimir Sveinsson látinn

Í gær, 14:06 Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins.  Meira »

Íslendingar í Sri Lanka láti vita af sér

Í gær, 14:00 Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að Íslendingar í Sri Lanka láti aðstandendur vita af sér eftir hryðjuverkaárásirnar í morgun. Þá er þeim sem þurfa á aðstoð að halda bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar +354-545-0-112. Meira »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

Í gær, 12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

Í gær, 11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

Í gær, 11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

Í gær, 11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »