„Með þessum dómi teljast þeir saklausir“

Sævar Ciesielski með greinargerð Ragnars Aðalsteinssonar árið 1997.
Sævar Ciesielski með greinargerð Ragnars Aðalsteinssonar árið 1997. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Ég bjóst við sýknudómi og það vill svo ánægjulega til að það var niðurstaðan,“ sagði Oddgeir Einarsson, lögmaður fjölskyldu Sævars Ciesielski, eftir að sýknudómur í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var kveðinn upp fyrr í dag.

Oddgeir gerði ekki kröfu um það fyrir hönd Sævars að lýst yrði yfir sakleysi hans líkt og hluti verjenda gerði, en hann vonaðist engu að síður til að efnislega yrði fjallað um málið, sem ekki var gert. „Dómkrafan er sýkna og það er fallist á það. Ég reyndar óskaði eftir því að það yrði fjallað efnislega um málið, en það er eitthvað sem er mat Hæstaréttar. Mér sýnist á lestrinum að dómurinn hafi bara sýknað af þeirri ástæðu að bæði ákæruvaldið og verjendur kröfðust sýknu.“

Oddgeir segir fjölskyldu Sævars hafa vonast eftir því að efnislega yrði farið ofan í málið, en aðalatriðið sé að sakborningar séu hreinsaðir af sökunum. „Með þessum dómi teljast þeir saklausir af þessu og það er aðalatriðið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka