Sýnin breytti lífi mínu

„Mér fannst hljóta að vera einhver æðri tilgangur með lífinu. ...
„Mér fannst hljóta að vera einhver æðri tilgangur með lífinu. Ég var virkilega að leita og ég fann svör og mér var veitt sýn. Mér var sýnt þetta á þennan hátt svo ég yrði sátt,“ segir Hrafnhildur sem sá fallega sýn undir handleiðslu heilara. mbl.is/Ásdís

Það er notalegt um að litast á heimili Hrafnhildar Sigurðardóttur á Arnarnesinu. Þar býr hún ásamt manni sínum, fimm börnum og hundi. Við setjumst inn í stofuna með kaffi í bollum og horfum út á hafið á meðan við spjöllum. Hrafnhildur hefur áorkað miklu í lífinu og er bæði kennaramenntuð og menntuð í klassískum söng. Hún lét sér það ekki nægja heldur lærði að verða pílateskennari og síðar jógakennari.

Nú á hún og rekur fyrirtækið Hugarfrelsi sem sér til þess að skólabörnin okkar kynnist aðferðum til að róa hugann og efla jákvæða sjálfsmynd. Allt sitt líf hefur hún miðlað og gefið af sér til þess að hjálpa öðrum að öðlast betra líf, bæði andlega og líkamlega. Í seinni tíð hefur hið andlega verið áberandi í lífi Hrafnhildar en sýn sem hún sá fyrir níu árum breytti henni fyrir lífstíð.

Hver er tilgangur lífsins?

„Ég skráði mig í jógakennaranám, aðallega til að læra góðar teygjuæfingar. En þar opnaðist alveg nýr heimur og ég fór að skilja ýmislegt betur. Í jógaheimspeki er talað um alheimsorku, eða ljós, kærleika og visku sem er að verki. Þetta hjálpaði mér til að skilja betur að trúarbrögð eru ekki annað en mismunandi leiðir manna að sama kjarnanum. Fram að þeim tíma hafði ég ekki mikið verið að velta trúmálum fyrir mér. Það kom eitthvert „aha-móment“ í gegnum jógaheimspekina sem leiddi mig af stað í nýja andlega vegferð.“

Hrafnhildur segir að í kjölfarið hafi hún farið að leita að svörum við spurningum eins og: „Hver er ég, hvert er mitt hlutverk, hver er tilgangur lífsins?“ Hana þyrsti í svör og í þeim tilgangi sökkti hún sér í bækur um andleg málefni og fór hún m.a. til miðla til að leita svara.

Gekk í átt að ljósinu

„Ég fór til miðils 2010 og sagði honum að mig dreymdi oft sérstaka drauma og að ég héldi að ég væri dálítið næm. Hann svaraði: „Við skulum sjá hvað þeir segja.“ Svo lagðist ég á bekk, en hann er líka heilari, og hann lét hendurnar á iljarnar á mér. Hann leiddi mig í gegnum mjög djúpa heilun eða dáleiðslu. Ég fór að sjá sýnir. Það sem hafði mest áhrif á mig var að ég sá dimm göng en það var birta við endann. Hann segir mér að ganga í gegnum göngin, sem ég og geri, og mér finnst eins og það séu hendur sem leiða mig áleiðis. Svo þegar ég kem í ljósið birtist fallegasta sýn sem ég hef séð. Þar var grænt gras og tær blár himinn, allt svo friðsælt og kærleiksríkt. Ég get ekki lýst þessu með venjulegum orðum. Tilfinningin var svo yfirþyrmandi og ljósið svo bjart að ég hugsaði með mér að ég væri komin til himna. Þetta væri það sem fólk væri að tala um sem hefur dáið en snúið aftur og sagt frá þeirri reynslu,“ segir Hrafnhildur.

Að þjálfa ímyndunaraflið

Fyrir um fimm árum stofnaði Hrafnhildur ásamt vinkonu sinni Unni Örnu Jónsdóttur fyrirtækið Hugarfrelsi. „Fyrst bjuggum við til heilræðaspjöld og síðan bjuggum við til námskeið fyrir börn. Þetta hefur vaxið mikið síðan. Núna erum við í tíu sveitarfélögum með námskeið og kennarar á okkar vegum eru víða. Svo erum við að innleiða í leikskóla og grunnskóla öndun, slökun, hugleiðslu, jóga og sjálfsstyrkingu. Við kennum fagfólki að nota aðferðirnar með nemendum. Við leggjum mikla áherslu á að kenna þeim djúpa öndun sem er fyrst og fremst notuð til þess að róa hugann og tengjast sjálfum sér. Við kennum þeim að veita góðum og uppbyggilegum hugsunum athygli og þá eru meiri líkur á því að börnunum líði betur og fari í kjölfarið að hegða sér betur. Það er nauðsynlegt að við lærum betur á huga okkar,“ segir hún. 

„Svo notum við slökunaræfingar og hugleiðslusögur. Þar erum við að þjálfa ímyndunaraflið, því þegar krakkar eru mikið í tölvum og símum þá dregur verulega úr ímyndunaraflinu. Þetta er svo mikilvægt því öll ímyndun er sköpun,“ segir Hrafnhildur, en hún hefur alls skrifað sjö bækur.

Hrafnhildur og Arnar Þór eiga fimm börn. Kári Þór er ...
Hrafnhildur og Arnar Þór eiga fimm börn. Kári Þór er elstur, fæddur 1997, Óttar Egill er fæddur 2001, Ásdís árið 2004, Theodór Snorri 2007 og Sigrún Linda árið 2012. Ljósmynd/Tinna Stefánsdóttir


Ekki bölva vekjaraklukkunni

Í gegnum alla reynslu sem Hrafnhildur hefur gengið í gegnum er hún orðin viss um að þetta sé ekki okkar eina líf, lífið hér á jörðinni.

„Ég trúi því að sálin sé eilíf og hef ég fengið að sjá mörg fyrri líf í gegnum hugleiðslur. Inntak kristinnar trúar talar sterkt til mín. Jesús var skapaður í Guðs mynd eins og við öll.

Boðskapurinn gengur út á að opna augu okkar fyrir kærleikanum og hjálpa öðrum. Jesús er frábær fyrirmynd og sannkallaður leiðtogi,“ segir hún.

„Við gleymum oft að við erum öll í sama liði og þurfum að stíga inn í kærleikann og hjálpsemina og vera þakklát. Við hjá Hugarfrelsi tölum um það að fólk eigi að byrja daginn á jákvæðri hugsun. Þegar vekjaraklukkan hringir eigum við ekki að bölva henni heldur að þakka fyrir að geta farið á fætur. Á kvöldin ættum við að venja okkur á að þakka fyrir hvað dagurinn hefur fært okkur,“ segir hún.

Ertu með vissu fyrir því að það sé líf eftir þetta líf?

„Já, ég veit það. Annar og betri heimur sem hægt er að tengjast á einfaldan hátt. “
Þannig að þú ert ekki hrædd við dauðann?

„Nei, hann er ekki til, dauðinn er einungis umbreyting því sálin er ódauðleg.“

Viðtalið í heild birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Dúxinn með 9,83 í MH

Í gær, 21:37 126 nemendur voru brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð á laugardaginn. Flestir þeirra útskrifuðust af opinni braut, 43 talsins. Átta náðu ágætiseinkunn, það er meðaleinkunn yfir 9. Meira »

Flutningaskip sigldi inn í Kleppsbakka

Í gær, 19:27 Danskt flutningaskip stórskemmdi bryggjuna við Kleppsbakka í morgun þegar það sigldi á hana og skemmdi. Tjónið hleypur á tugum milljóna. Orsakir slyssins liggja ekki fyrir. Meira »

Kepptust um veiðina við Ólafsvík

Í gær, 18:19 Nóg var um að vera á bryggjunni í Ólafsvík í gær og á föstudag, þegar fram fór árlegt mót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness. Tæplega þrjátíu keppendur voru skráðir til leiks og héldu til veiða frá bryggjunni í Ólafsvík klukkan sex á föstudagsmorgun. Meira »

Saltkóngurinn í Svíþjóð

Í gær, 18:02 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi, eins og viðskipti, kaup og sala veðhlaupahesta og siglingar. Meira »

Harður árekstur í Árbæ

Í gær, 17:44 Harður árekstur varð þegar tveir bílar skullu saman á mótum Hraunbæjar og Bitruháls í Árbænum í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Farþegar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrír hlutu minni háttar meiðsl. Meira »

„Fólki finnst þetta ekki í lagi lengur“

Í gær, 17:32 „Það kom svolítið á óvart að heilt yfir skuli viðhorfið hafa verið neikvætt, sama hvaða hóp verið var að skoða,“ segir Soffía Halldórsdóttir, sem nýverið skilaði meistaraverkefni sínu sem ber heitið „Selur kynlíf?“ og fjallar um femínisma, kyn og kynferðislegar tengingar í auglýsingum. Meira »

„Sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“

Í gær, 16:52 „Getur verið að þingmenn í öllum flokkum telji sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“ spyr Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vefsíðu sinni í dag þar sem hann ræðir umfjöllun mbl.is fyrir viku hvar greint var frá því að utanríkisráðuneytið og Evrópusambandið væru sammála um að umsókn Íslands um inngöngu í sambandið frá 2009 hefði ekki verið dregin til baka eins og haldið var fram á sínum tíma. Meira »

Borgarbókasafnið fékk 18,5 milljónir

Í gær, 16:34 Dagur barnsins er í dag. Styrkjum var úthlutað úr Barnamenningarsjóði í Alþingishúsinu um hádegi við það tilefni. 36 voru styrkirnir, að heildarupphæð 97,5 milljónir. Umsóknirnar voru 108. Meira »

Skynsamlegt skref að banna svartolíuna

Í gær, 16:00 „Við hjá Faxaflóahöfnum höfum lengi nefnt að það sé ástæða til að takmarka notkun svartolíu í landhelgi Íslands, undir þeim formerkjum að til þess að ná árangri í loftslagsmálum að þá verður að grípa til aðgerða. Þess vegna erum við sammála þessari aðferðarfræði,“ segir hafnarstjóri Faxaflóahafna. Meira »

Barn flutt á slysadeild

Í gær, 15:31 Flytja þurfti barn á slysadeild á þriðja tímanum í dag með talsverða áverka eftir að það hafði orðið fyrir bifreið á Sogaveg í Reykjavík en barnið var þar á reiðhjóli. Meira »

Ragnar Þór segist „pólitískt viðundur“

Í gær, 15:15 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist hafa verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra, fyrir að lýsa yfir stuðningi við þá þingmenn sem haldið hafa uppi málþófi á Alþingi undanfarið gegn innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Bjarni á fund páfa

Í gær, 15:08 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er nú staddur í Rómarborg á Ítalíu þar sem hann kemur til með að hitta Frans páfa í Vatíkaninu á morgun, ásamt fjármálaráðherrum fleiri ríkja. Meira »

Lést við störf í Þistilfirði

Í gær, 12:07 Karlmaður á sjötugsaldri lést skammt frá bóndabæ í Þistilfirði um hádegisbil í gærdag. Maðurinn hafði verið við störf á fjórhjóli úti á túni. Meira »

Allir vilja upp við bestu aðstæðurnar

Í gær, 11:45 Fjallgöngumaðurinn Leifur Örn Svavarsson, sem stóð á toppi Everest fjalls ásamt Lýði Guðmundssyni í vikunni, segir að enginn óski sér þess, hvað þá Íslendingar sem séu vanir því að vera einir á fjöllum, að vera á hæsta punkti veraldar í mannmergð. Það skemmi aðeins upplifunina. Meira »

Eldur í gámum á Selfossi

Í gær, 11:32 Eldur logaði í tveimur ruslagámum fyrir aftan verslun Krónunnar á Selfossi í nótt og voru Brunavarnir Árnessýslu kallaðar til á þriðja tímanum í nótt til þess að slökkva eldinn. Meira »

Þurfa að bíða í allt að sjö mánuði

Í gær, 09:55 „Þetta er alvarleg staða. Það er ekki hægt að láta börn og foreldra bíða. Þetta á bara að vera í lagi,” segir Eyrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins, um langa bið eftir meðferð á fjölskyldumálum hjá embættinu. Meira »

Snýst í norðanátt og kólnar

Í gær, 08:27 Rólegheitaveður verður á landinu í dag og víða bjart fyrir norðan, en skýjað og stöku skúrir sunnan- og austantil. Það mun þó létta til við Faxaflóa eftir hádegi. Hiti verður 8-15 stig, hlýjast á Vesturlandi, en mun svalara með austurströndinni. Á morgun snýst í norðanátt og kólnar. Meira »

Lögreglumaður sleginn í Garðabæ

Í gær, 07:31 Lögreglu barst í gærkvöldi tilkynning um ágreining sambúðarfólks í húsi í Garðabæ og er lögregla kom á staðinn um kl. 23, réðst konan á lögreglumann og sló hann. Hún var handtekin í kjölfarið og eyddi nóttinni í fangageymslu lögreglu. Meira »

Þetta er adrenalínfíkn

í fyrradag Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Passa undir t...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...