Kröfum hafnað í Klaustursmálinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins.

Stjórn Persónuverndar hefur hafnað kröfum lögmanns þingmanna Miðflokksins um frekari gagnaöflun í Klaustursmálinu.

RÚV greinir frá þessu.

Þess var meðal annars krafist að þingmennirnir fengju upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur, uppljóstrara í málinu, frá 15. nóvember til 15. desember og upplýsingar um smáskilaboð og símtöl til hennar.

Í úrskurðinum kemur fram að Persónuvernd telji sig ekki hafa heimild til öflunar upplýsinga frá fjarskipta- og fjármálafyrirtækjum vegna máls sem varði fyrirtækin ekki, heldur Báru.

Einnig telur stjórn Persónuverndar að atvik málsins verði talin nægilega upplýst til að Persónuvernd geti komist að efnislegri úrlausn.

Fram kemur í úrskurðinum að lögmaður þingmannanna telji sig hafa óræka sönnun fyrir því að Bára hafi undirbúið aðgerð sína vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert