Víðtækt alþjóðlegt leigusvindl

Nafn Urha Polona hefur verið notað í að svíkja fé …
Nafn Urha Polona hefur verið notað í að svíkja fé af fólki í leit að leiguíbúðum á Íslandi. Hún segir að vegabréfinu sínu hafi verið stolið í Slóveníu fyrir sex mánuðum og hún sé fórnarlamb persónustuldar. Ljósmynd/Wikimedia commons

„Þetta eru svik, ekki bóka, kaupa eða leigja neitt.“ Svona hljómuðu fyrstu orð starfsmanns í símaveri hjá endurskoðunarfyrirtæki í Slóveníu þegar blaðamaður hringdi til að spyrjast fyrir um leiguíbúðir á Íslandi.

Ástæðan fyrir símtalinu er sú að endurskoðandi hjá fyrirtækinu, kona að nafni Urha Polona, er skráð fyrir fjölda leiguíbúða á Íslandi, m.a. á fasteignavef mbl.is. Þessar íbúðaauglýsingar hafa verið nýttar til að svíkja hundruð þúsunda króna af grunlausum einstaklingum í leit að leiguíbúð í Reykjavík.

Morgunblaðið fjallaði ítarlega um leigusvindlið á miðvikudaginn og hafði í kjölfarið uppi á Urha Polona, sem fórnarlömb leigusvindlsins töldu sig vera að eiga samskipti við.

Svindlarinn sem notaði nafn Polona hafði samtals 380.000 kr. af vesturíslenskum hjónum sem töldu sig vera að greiða tryggingu fyrir íbúð við Hringbraut 65. Þá hafði hann/hún einnig 400.000 kr. af pólskri konu að nafni Adrianna Szuba sem taldi sig vera að greiða tryggingu fyrir leiguíbúð á Hverfisgötu 8. Þá hefur Morgunblaðið einnig undir höndum tölvupóstssamskipti svindlarans við 29 ára gamlan íslenskan karlmann sem ætlaði að leigja íbúð í Bláhömrum í Grafarvogi. Hann hætti þó við að leigja íbúðina án þess að greiða neitt.

Öll voru þau í samskiptum við einstakling sem sagðist heita Urha Polona og væri einstæð móðir frá Slóveníu en búsett erlendis og sagðist svindlarinn í öllum tilfellum hafa eignast íbúðina eftir skilnað

Í samtali í  Morgunblaðinu í dag segir Polona hins vegar að vegabréfinu hennar hafi verið stolið, hún sé fórnarlamb persónustuldar og að nafn hennar sé núna skráð fyrir leiguíbúðum um alla Evrópu.

„Þetta er ekki bara í gangi á Íslandi. Þetta er líka í gangi í Svíþjóð, Tékklandi, Grikklandi, Finnlandi, Frakklandi og Bretlandi,“ segir Polona sem tilkynnti stuld vegabréfsins samstundis til lögreglu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »