Ákæra ekki birt með réttum hætti

mbl.is/Hjörtur

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi úrskurð endurupptökunefndar frá í nóvember 2017 þar sem endurupptöku máls vegna hylmingar var hafnað.

Málið snerist um kaup karlmanns, sem höfðaði málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, á málverkum sem honum hafi mátt vera ljóst samkvæmt dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem dæmdi í upphaflega málinu, að hefði verið stolið í innbroti. Enn fremur vegna bifreiðar sem maðurinn var með í sinni vörslu en hann hefði samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms að sama skapi mátt vita að væri stolin. Brotin voru framin í Danmörku.

Héraðsdómur Reykjavíkur kemst að þeirri niðurstöðu að þar sem ekki hafi verið staðið rétt að því að birta manninum ákæru hafi honum ekki verið mögulegt að halda uppi vörnum sem aftur hafi verið til þess fallið að hafa áhrif á niðurstöðu héraðsdóms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert