Dæmdur fyrir brot gegn barni

Héraðsdómur Norðurlands eystra
Héraðsdómur Norðurlands eystra mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í sjö mánaða skilorðbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Manninum dæmdur fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn konu í lok árs 2013 þegar hún var 14 ára gömul. Var honum ennfremur gert að greiða konunni 800 þúsund krónur í miskabætur með vöxtum.

Fram kemur í dómun að fólkið hefði þekkst og verið í talsverðum rafrænum samskiptum þar sem það hefði aðallega rætt um andlega líðan sína. Maðurinn hefði síðan sótt hana á bifreið sinni og ekið á afskekktan stað. Þar hefðu þau reykt saman en síðan sest í aftursæti bifreiðarinnar þar sem maðurinn hafi farið að kyssa konuna.

Konan greindi frá því að hún hefði verið þessu andsnúin og gert ýmislegt til þess að senda þau skilaboð til mannsins. Hann var sakfelldur meðal annars fyrir að hafa snert brjóst hennar utanklæða og látið hana snerta getnaðarlim sinn og fróað sér.

Maðurinn ræddi við konuna í kjölfarið og baðst afsökunar en sagði fyrir dómi að hann hefði ekki gert sér grein fyrir því að hann hefði gert eitthvað rangt fyrir utan ungan aldur hennar. Við ákvörðun dómsins var tekið tillit til ungs aldurs hans sjálfs þegar brotið var framið sem og að hann hefði ekki áður verið gerð refsing sem og dráttar málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert