„Því miður ekki skets frá Fóstbræðrum“

Grensáskirkja.
Grensáskirkja.

„Ég get ekki orða bundist vegna framgöngu bæði prestsins og lögmanns hans undanfarna daga,“ segir Þyrí Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna fimm sem báru sakir á Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, um kynferðislega og kynbundna áreitni.

Þyrí birtir pistil á Facebook-síðu sinn í dag vegna ummæla Einars Gauts Steingrímssonar, lögmanns Ólafs, á mbl.is í gær. Þar sagði hann meðal annars að hann hefði aldrei séð eins mikla valdníðslu í nokkru máli á sínum 30 ára lögmannsferli og í þessu máli Ólafs.

„Þessar konur sem ég vann fyrir voru hugrakkar og sterkar. Þær stigu fram og sögðu frá ósiðlegri og ósæmilegri háttsemi prestsins í sinn garð og mættu gríðarlegri andspyrnu, bæði innan kirkjunnar og utan hennar. Háttsemin sem konurnar lýstu var að mínu mati hægt að heimfæra undir lagalegar skilgreiningar á kynferðislegri áreitni og kynbundnu áreitni. Þær skilgreiningar er að finna í jafnréttislögum,” segir Þyrí, sem segir jafnframt að Einar fari með rangt mál þegar hann fullyrðir að áfrýjunarnefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um siðabrot að ræða.

„Í tveimur málum komst Úrskurðarnefndin að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu að presturinn hefði gerst sekur um siðferðisbrot í skilningi þjóðkirkjulaga með háttsemi sinni.Þeirri niðurstöðu áfrýjaði presturinn til Áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar sem staðfesti niðurstöðu Úrskurðarnefndarinnar,“ segir Þyrí.

„Hann er að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna“

Hún vísar jafnframt í rökstuðning úrskurðarnefndarinnar þar sem sagði meðal annars að sóknarpresturinn „sé kunnur af galsa og að vera jafnvel frakkur að eðlisfari. […]Það getur ekki farið á milli mála að faðmlög og kossar þar sem viðkomandi er lyft upp er á engan hátt venjuleg eða viðurkennd háttsemi á milli fólks við þær aðstæður sem greinir í máli þessu.“

Þyrí Steingrímsdóttir.
Þyrí Steingrímsdóttir.

Hún segir að framganga sóknarprestsins og lögmanns hans undanfarna daga um að hann sé alsaklaus og hafi verið sýknaður af öllum ásökunum, og eigi því rétt á því að sinna sínu embætti eins og ekkert hafi í skorist, neyði hana til þess að leggja orð í belg.

„Ekkert af þessu er rétt. Presturinn var fundinn sekur um siðferðisbrot, sem er alvarlegt og ámælisvert. Hann er talinn hafa brotið gegn skrifuðum og óskrifuðum siðareglum með framkomu sinni í garð kvenna sem hann starfaði með á vettvangi kirkjunnar, m.a. siðareglum vígðra þjóna kirkjunnar. Það er því ekki af „einhverjum ástæðum“ verið að meina honum að sinna starfi sínu.“

„Hann er að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna sem hvorki hann né lögmaður hans virðast geta horfst í augu við. Þeir skilja ekkert í þessum látum, maðurinn er nú bara „kunnur af galsa“ og „frakkur að eðlisfari“ en konurnar fimm að sama skapi húmorslausar og leiðinlegar. Þetta er því miður ekki skets frá Fóstbræðrum, þetta eru raunverulegar málsástæður prestsins hjá bæði Úrskurðarnefnd og Áfrýjunarnefnd.“

Sérstaklega alvarlegt sem vígður prestur

Þyrí líkur pistli sínum á því að hún vonist til þess að ákvörðun biskups um að veita honum lausn úr embætti takist.

„Að koma fram við konur á þann veg sem presturinn gerði er ekki í lagi, það er ekki leyfilegt og það er ólöglegt. Það er líka sérstaklega alvarlegt ef þú ert vígður prestur og kallast þá siðferðisbrot. Af þeim ástæðum vill biskup veita honum lausn úr embætti. Ég vona að það takist.“

Pistil Þyríar má finna í heild hér að neðan.

mbl.is

Innlent »

Hafa rætt orkupakkann í um 50 tíma

Í gær, 23:52 Þriðja kvöldið í röð stefnir í að næturumræður fari fram á Alþingi um þriðja orkupakkann. Síðustu sólarhringa hafa nær eingöngu þingmenn Miðflokksins haldið ræður í síðari umræðu um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann og þessa stundina eru eingöngu þingmenn Miðflokksins á mælendaskrá. Meira »

Bílvelta í Hörgárdal

Í gær, 23:33 Ung kona var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hafa velt bifreið sinni á Staðarbakkavegi, skammt við bæinn Staðartungu, í Hörgárdal í kvöld. Meira »

Hugsi yfir stöðu uppljóstrara

Í gær, 22:30 Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru Halldórsdóttur, segir umbjóðanda sinn nokkuð sátta með úrskurð Persónuverndar og að hún sé reiðubúin að eyða upptökunum frá því á Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. Þetta kom fram í viðtali við lögmann Báru í tíufréttum á RÚV. Meira »

Borðtennis í blóðinu

Í gær, 22:15 Systkinin Gestur, Eiríkur Logi og Guðbjörg Vala, börn Guðrúnar Gestsdóttur og Gunnars Skúlasonar, urðu samtals fimmfaldir Íslandsmeistarar í borðtennis á dögunum. Meira »

„Bjóða ódýrasta dropann sem er í boði“

Í gær, 21:59 Tvö ár verða á morgun frá því að Costco hóf starfsemi á Íslandi. Hver hafa „Costco-áhrifin“ verið á hinn almenna neytanda síðan þá? mbl.is ræddi við einstaklinga sem gæta að hagsmunum neytenda og allir eru þeir sammála um að mestu muni um samkeppnina sem Costco veitir á eldsneytismarkaði. Meira »

Gengu með dýragrímur á Dýradaginn

Í gær, 20:30 „Þetta gekk vonum framar. Við stefnum að því að þetta verði árlegur viðburður og Jane Goodall hefur sýnt því áhuga að mæta á næsta ári,“ segir Katrín Magnúsdóttir, verkefnastjóri Skóla á grænni grein hjá Landvernd. Landvernd stóð fyrir Dýradeginum sem haldinn var hátíðlegur í fyrsta skipti á Íslandi í dag, á degi líffræðilegs fjölbreytileika. Meira »

Var farin að ímynda mér það versta

Í gær, 20:20 „Það ríkti aldrei nein óeining innan Hatara. Við vorum öll á sömu blaðsíðu, jafnvel þó ég hafi verið hrædd eftir þetta,“ segir Sólbjört Sigurðardóttir, dansari Hatara. Greint var frá óeiningu eftir að Hatari veifaði palestínska fánanum á Eurovision en Sólbjört segir það af og frá. Meira »

Dæmdur fyrir nauðgun, kúgun og blekkingu

Í gær, 19:50 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa á um 20 mánaða tíma­bili villt á sér heim­ild­ir í sam­skipt­um við konu á sam­fé­lags­miðlin­um Snapchat, fengið hana hana til að senda sér nekt­ar­mynd­ir og notað þær til að kúga hana til kyn­maka með öðrum mönn­um. Meira »

Bára braut af sér

Í gær, 19:37 Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í dag að Bára Halldórsdóttir hefði brotið af sér þegar hún tók upp samtal þingmanna Miðflokksins á Klaustri í lok nóvember á síðasta ári. Henni var ekki gert að greiða sekt. Meira »

Verði stærsta timburhús landsins

Í gær, 19:24 Samkvæmt vinningstillögu fyrir skipulag á lóð við Malarhöfða og Sævarhöfða, þar sem nú er Malbikunarstöðin, er gert ráð fyrir að reisa stærsta timburhús landsins með sem samtals verður um 22 þúsund fermetrar að stærð, þar af um 17 þúsund fermetrar af íbúðum. Meira »

Mótmælti Katrínu og Jóni Atla

Í gær, 19:08 Mótmælandi með gjallarhorn setti svip sinn á opnun ráðstefnu á sviði kynjafræða í dag þegar hún mótmælti stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda. Meira »

Úrskurðaður í nálgunarbann og gæsluvarðhald

Í gær, 18:42 Karlmaður sem var á mánudag úrskurðaður í sex mánaða nálgunarbann vegna rökstudds gruns um að hafa beitt fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu sína lík­am­legu, and­legu og kyn­ferðis­legu of­beldi, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku. Meira »

„Hinn besti reytingur“

Í gær, 18:30 „Það var jafn og góður afli allan túrinn, hinn besti reytingur. Við vorum einungis að veiðum í rétt rúmlega þrjá sólarhringa þannig að aflinn fór yfir 30 tonn á sólarhring. Við vorum í ýsu og þorski á Lónsbugtinni og síðan héldum við í Berufjarðarálinn og enduðum túrinn í Hvalbakshallinu.“ Meira »

Hafi enn tíma til að sjá að sér

Í gær, 18:19 Efling stendur fast á því að rifta kjarasamningi við hótelstjórann Árna Val Sólonsson vegna þess sem stéttarfélagið segir að séu ólöglegar hópuppsagnir á hótelunum Capital-Inn, Park Hotel og City Center Hotel sem Árni rekur. Meira »

Ekki hagkvæm lausn á sorphirðu

Í gær, 17:55 „Mitt mat er það að staðan er ekki góð. Það er greinilegt að þarna erum við með opna hauga,“ segir formaður Landverndar eftir ferð að urðun­ar­stöðinni í Fífl­holti á Mýr­um til að skoða aðstæður. Ljóst sé þó að góður vilji og þekking sé þó til að bregðast við. Meira »

300 íbúðir við Lágmúla

Í gær, 17:39 Vinningstillaga fyrir skipulag á lóð við gatnamót Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar gerir ráð fyrir 4-8 hæða byggingu sem verður samtals 10.360 fermetrar, þar af verslanir á fyrstu tveimur hæðunum, skrifstofur á næstu tveimur og 300 íbúðir í svokölluðu „co-living“ umhverfi þar fyrir ofan. Meira »

Eitt stórfellt fíkniefnalagabrot í apríl

Í gær, 17:20 Tilkynningum um innbrot fjölgaði á milli mánaða í aprílmánuði og fjölgaði innbrotum í fyrirtæki og stofnanir þar af hlutfallslega mest. Þá fjölgaði tilkynningum um eignaspjöll á milli mánaða og voru alls 124 í aprílmánuði. Meira »

„Þetta eru auðvitað ánægjuleg tíðindi“

Í gær, 17:06 „Þetta eru auðvitað ánægjuleg tíðindi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is innt eftir viðbrögðum hennar við þeirri ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í morgun að lækka vexti um 0,5% í 4%. Meira »

Drífa á þingi Evrópusambands verkalýðsfélaga

Í gær, 16:29 Drífa Snædal, forseti ASÍ, ávarpaði þing Evrópusamband verkalýðsfélaga (ETUC) í gær þar sem rætt var um þann kafla í aðgerðaráætlun ETUC sem fjallar um „Traustara lýðræði og betri framtíð í Evrópu fyrir vinnandi fólk“. Meira »
Vor í Tungunum, Eyjasól ehf.
Nú er að skella sér í sumarbústað um helgina og eða næstu... Rúm fyrir 5-6. Tak...
Til sölu kvk Hjól
2 ára kvk reiðhjól með háu stýri.Comfort style eins og nýtt. Keypt hjá Erninum....
Jessenius Faculty
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf í læknisfræði...
LOFTDÆLA
Til sölu loftdæla verð kr. 30.000. Upplýsingar í síma 6990930...