„Því miður ekki skets frá Fóstbræðrum“

Grensáskirkja.
Grensáskirkja.

„Ég get ekki orða bundist vegna framgöngu bæði prestsins og lögmanns hans undanfarna daga,“ segir Þyrí Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna fimm sem báru sakir á Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, um kynferðislega og kynbundna áreitni.

Þyrí birtir pistil á Facebook-síðu sinn í dag vegna ummæla Einars Gauts Steingrímssonar, lögmanns Ólafs, á mbl.is í gær. Þar sagði hann meðal annars að hann hefði aldrei séð eins mikla valdníðslu í nokkru máli á sínum 30 ára lögmannsferli og í þessu máli Ólafs.

„Þessar konur sem ég vann fyrir voru hugrakkar og sterkar. Þær stigu fram og sögðu frá ósiðlegri og ósæmilegri háttsemi prestsins í sinn garð og mættu gríðarlegri andspyrnu, bæði innan kirkjunnar og utan hennar. Háttsemin sem konurnar lýstu var að mínu mati hægt að heimfæra undir lagalegar skilgreiningar á kynferðislegri áreitni og kynbundnu áreitni. Þær skilgreiningar er að finna í jafnréttislögum,” segir Þyrí, sem segir jafnframt að Einar fari með rangt mál þegar hann fullyrðir að áfrýjunarnefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um siðabrot að ræða.

„Í tveimur málum komst Úrskurðarnefndin að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu að presturinn hefði gerst sekur um siðferðisbrot í skilningi þjóðkirkjulaga með háttsemi sinni.Þeirri niðurstöðu áfrýjaði presturinn til Áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar sem staðfesti niðurstöðu Úrskurðarnefndarinnar,“ segir Þyrí.

„Hann er að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna“

Hún vísar jafnframt í rökstuðning úrskurðarnefndarinnar þar sem sagði meðal annars að sóknarpresturinn „sé kunnur af galsa og að vera jafnvel frakkur að eðlisfari. […]Það getur ekki farið á milli mála að faðmlög og kossar þar sem viðkomandi er lyft upp er á engan hátt venjuleg eða viðurkennd háttsemi á milli fólks við þær aðstæður sem greinir í máli þessu.“

Þyrí Steingrímsdóttir.
Þyrí Steingrímsdóttir.

Hún segir að framganga sóknarprestsins og lögmanns hans undanfarna daga um að hann sé alsaklaus og hafi verið sýknaður af öllum ásökunum, og eigi því rétt á því að sinna sínu embætti eins og ekkert hafi í skorist, neyði hana til þess að leggja orð í belg.

„Ekkert af þessu er rétt. Presturinn var fundinn sekur um siðferðisbrot, sem er alvarlegt og ámælisvert. Hann er talinn hafa brotið gegn skrifuðum og óskrifuðum siðareglum með framkomu sinni í garð kvenna sem hann starfaði með á vettvangi kirkjunnar, m.a. siðareglum vígðra þjóna kirkjunnar. Það er því ekki af „einhverjum ástæðum“ verið að meina honum að sinna starfi sínu.“

„Hann er að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna sem hvorki hann né lögmaður hans virðast geta horfst í augu við. Þeir skilja ekkert í þessum látum, maðurinn er nú bara „kunnur af galsa“ og „frakkur að eðlisfari“ en konurnar fimm að sama skapi húmorslausar og leiðinlegar. Þetta er því miður ekki skets frá Fóstbræðrum, þetta eru raunverulegar málsástæður prestsins hjá bæði Úrskurðarnefnd og Áfrýjunarnefnd.“

Sérstaklega alvarlegt sem vígður prestur

Þyrí líkur pistli sínum á því að hún vonist til þess að ákvörðun biskups um að veita honum lausn úr embætti takist.

„Að koma fram við konur á þann veg sem presturinn gerði er ekki í lagi, það er ekki leyfilegt og það er ólöglegt. Það er líka sérstaklega alvarlegt ef þú ert vígður prestur og kallast þá siðferðisbrot. Af þeim ástæðum vill biskup veita honum lausn úr embætti. Ég vona að það takist.“

Pistil Þyríar má finna í heild hér að neðan.

mbl.is

Innlent »

Met slegið í orkupakkaumræðunni

08:56 Met var slegið á Alþingi í morgun fyrir þann þingfund sem staðið hefur lengst fram á morgun, en þingmenn Miðflokksins héldu þar áfram umræðu um þriðja orkupakkann þar til hlé var gert á þingfundi klukkan 9.04. Þingfundur hófst í gær klukkan 15.30 og stóð umræðan því yfir í tæpar 16 klukkustundir. Meira »

Gæslan með í plokkinu

08:38 Mikill fjöldi landsmanna hefur undanfarið verið öflugur við að hreinsa rusl víða um land. Ruslið leynist þó ekki bara á landi, því Landhelgisgæslan greinir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að varðskipið Þór hafi i í vikunni brugðist við tilkynningu um rekald á sjó vestan við Sandgerði. Meira »

Í einum rykk til Patreksfjarðar

08:18 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Leið hans lá nokkuð langt norður fyrir landið og síðan suður með Vestfjörðum. Meira »

Nettó í Lágmúlann

08:02 Nettó opnar nýja lágvöruverðsverslun í Lágmúla 9 í dag og verða umhverfismál í forgrunni í versluninni.  Meira »

Kringlan plastpokalaus 2020

07:57 Verslunarmiðstöðin Kringlan ætlar að vera plastpokalaus árið 2020 og verslunum Kringlunnar verður þá eingöngu heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvæna poka. Meira »

Miðflokksþingmenn enn í pontu

07:15 Þingmenn Miðflokksins hafa skipst á að flytja ræður á Alþingi í alla nótt og eru enn að. Ekki liggur fyrir hvenær þingfundi lýkur en umræðuefnið er þriðji orkupakkinn líkt og undanfarnar nætur. Meira »

Kyrrsetning varir lengur en talið var

07:04 Ekki liggur ljóst fyrir hvenær hægt verður að aflétta kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum sem hafa verið kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys. Eftir að tilkynnt var um þetta í gær sendi Icelandair frá sér tilkynningu um að útlit sé fyrir að kyrrsetningin muni vara lengur en gert var ráð fyrir. Meira »

Svipað veður og undanfarið

06:47 Í dag er útlit fyrir hæga norðlæga eða breytilega átt. Svipað veður og hefur verið. Skýjað og súld fyrir austan, bjart að mestu á Norður- og Vesturlandi og skúrir sunnan til. Mögulega verða einhverjar hellidembur í uppsveitum sunnanlands og á hálendinu í dag. Meira »

Sorg sem hverfur aldrei

06:36 Foreldrar sem missa barn í sjálfsvígi ganga í gegnum gífurlega langvinnt sorgarferli og vanlíðanin er bæði andleg og líkamleg. Á sama tíma fer ekkert formlegt ferli af stað í heilbrigðiskerfinu sem grípur foreldrana sem glíma við djúpa sorg, sorg sem ekki hverfur og verður alltaf til staðar. Meira »

18 ára á 177 km hraða

05:57 Lögreglan stöðvaði bifreið á Kringlumýrarbraut um miðnætti eftir að hafa mælt bifreiðina á 177 km hraða. Ökumaðurinn er aðeins 18 ára og var hann færður á lögreglustöð þar sem mál hans var afgreitt og hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Meira »

Óljóst um arftaka Álfsness

05:30 Það stefnir í alvarlegt ástand hjá Sorpu á höfuðborgarsvæðinu ef ekki finnst lausn á því hvaða förgunarúrræði tekur við af urðunarstaðnum í Álfsnesi, verði hann tekinn úr notkun í lok árs 2020 eins og samkomulag eigenda Sorpu kveður á um. Meira »

Hvassahraun besti kostur

05:30 Hvassahraun er ekki eini raunhæfi kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll, að sögn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Athuganir hingað til bendi hins vegar til þess að það sé besti kosturinn. Meira »

Fleiri fara um Víkurskarð en áætlað var

05:30 Tæplega níu af hverjum tíu bílum fóru um Vaðlaheiðargöng í vetur, eftir opnun þeirra, og rúmlega einn af hverju tíu fór um Víkurskarð. Meira »

Íslandsvinur verðlaunaður á Spáni

05:30 Bandaríski rithöfundurinn Siri Hustvedt hlaut hin virtu bókmenntaverðlaun Asturias á Spáni á dögunum fyrir höfundarverk sitt. Meira »

Formaður bæjarráðs á móti borgarlínu

05:30 „Ég vil draga strik í sandinn. Það hefur verið fjallað um þetta mál og því mjakað áfram hægt og rólega. Það var skýrt í síðustu kosningum að við ætluðum ekki að taka þátt í þessu verkefni nema allt væri uppi á borðinu. Því miður er enn ekki allt komið upp á borðið.“ Meira »

Sigurboginn hættir

05:30 Verslunin Sigurboginn á horni Laugavegar og Barónsstígs heyrir senn sögunni til, en eftir er að taka ákvörðun um framtíð netverslunar fyrirtækisins. Meira »

Icelandair fellir niður fleiri flug

05:30 Flugfélagið Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína fyrir seinni hluta sumarsins vegna þess að útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla félagsins muni vara lengur en áður var áætlað. Meira »

Hafa áhuga á að fjárfesta á Íslandi

Í gær, 23:47 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í dag þátt í ráðstefnu um viðskipti á norðurslóðum sem haldin var í sendiráði Íslands í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Meira »

Páll Sveinsson hitti erlendu Þristana

Í gær, 23:10 Fimm Þristar, flugvélar af gerðinni Douglas DC-3 og Douglas C-47, lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag á leið sinni til Frakklands í tilefni af því að 75 ár eru frá innrásinni í Normandí í síðari heimsstyrjöldinni. Íslenski Þristurinn, Páll Sveinsson, tók meðal annarra á móti gestunum. Meira »
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Jessenius Faculty
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf í læknisfræði...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...