„Því miður ekki skets frá Fóstbræðrum“

Grensáskirkja.
Grensáskirkja.

„Ég get ekki orða bundist vegna framgöngu bæði prestsins og lögmanns hans undanfarna daga,“ segir Þyrí Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna fimm sem báru sakir á Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, um kynferðislega og kynbundna áreitni.

Þyrí birtir pistil á Facebook-síðu sinn í dag vegna ummæla Einars Gauts Steingrímssonar, lögmanns Ólafs, á mbl.is í gær. Þar sagði hann meðal annars að hann hefði aldrei séð eins mikla valdníðslu í nokkru máli á sínum 30 ára lögmannsferli og í þessu máli Ólafs.

„Þessar konur sem ég vann fyrir voru hugrakkar og sterkar. Þær stigu fram og sögðu frá ósiðlegri og ósæmilegri háttsemi prestsins í sinn garð og mættu gríðarlegri andspyrnu, bæði innan kirkjunnar og utan hennar. Háttsemin sem konurnar lýstu var að mínu mati hægt að heimfæra undir lagalegar skilgreiningar á kynferðislegri áreitni og kynbundnu áreitni. Þær skilgreiningar er að finna í jafnréttislögum,” segir Þyrí, sem segir jafnframt að Einar fari með rangt mál þegar hann fullyrðir að áfrýjunarnefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um siðabrot að ræða.

„Í tveimur málum komst Úrskurðarnefndin að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu að presturinn hefði gerst sekur um siðferðisbrot í skilningi þjóðkirkjulaga með háttsemi sinni.Þeirri niðurstöðu áfrýjaði presturinn til Áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar sem staðfesti niðurstöðu Úrskurðarnefndarinnar,“ segir Þyrí.

„Hann er að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna“

Hún vísar jafnframt í rökstuðning úrskurðarnefndarinnar þar sem sagði meðal annars að sóknarpresturinn „sé kunnur af galsa og að vera jafnvel frakkur að eðlisfari. […]Það getur ekki farið á milli mála að faðmlög og kossar þar sem viðkomandi er lyft upp er á engan hátt venjuleg eða viðurkennd háttsemi á milli fólks við þær aðstæður sem greinir í máli þessu.“

Þyrí Steingrímsdóttir.
Þyrí Steingrímsdóttir.

Hún segir að framganga sóknarprestsins og lögmanns hans undanfarna daga um að hann sé alsaklaus og hafi verið sýknaður af öllum ásökunum, og eigi því rétt á því að sinna sínu embætti eins og ekkert hafi í skorist, neyði hana til þess að leggja orð í belg.

„Ekkert af þessu er rétt. Presturinn var fundinn sekur um siðferðisbrot, sem er alvarlegt og ámælisvert. Hann er talinn hafa brotið gegn skrifuðum og óskrifuðum siðareglum með framkomu sinni í garð kvenna sem hann starfaði með á vettvangi kirkjunnar, m.a. siðareglum vígðra þjóna kirkjunnar. Það er því ekki af „einhverjum ástæðum“ verið að meina honum að sinna starfi sínu.“

„Hann er að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna sem hvorki hann né lögmaður hans virðast geta horfst í augu við. Þeir skilja ekkert í þessum látum, maðurinn er nú bara „kunnur af galsa“ og „frakkur að eðlisfari“ en konurnar fimm að sama skapi húmorslausar og leiðinlegar. Þetta er því miður ekki skets frá Fóstbræðrum, þetta eru raunverulegar málsástæður prestsins hjá bæði Úrskurðarnefnd og Áfrýjunarnefnd.“

Sérstaklega alvarlegt sem vígður prestur

Þyrí líkur pistli sínum á því að hún vonist til þess að ákvörðun biskups um að veita honum lausn úr embætti takist.

„Að koma fram við konur á þann veg sem presturinn gerði er ekki í lagi, það er ekki leyfilegt og það er ólöglegt. Það er líka sérstaklega alvarlegt ef þú ert vígður prestur og kallast þá siðferðisbrot. Af þeim ástæðum vill biskup veita honum lausn úr embætti. Ég vona að það takist.“

Pistil Þyríar má finna í heild hér að neðan.

mbl.is

Innlent »

Lögreglumaður sleginn í Garðabæ

07:31 Lögreglu barst í gærkvöldi tilkynning um ágreining sambúðarfólks í húsi í Garðabæ og er lögregla kom á staðinn um kl. 23, réðst konan á lögreglumann og sló hann. Hún var handtekin í kjölfarið og eyddi nóttinni í fangageymslu lögreglu. Meira »

Þetta er adrenalínfíkn

Í gær, 22:33 Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður. Meira »

„Allt gekk upp og allir voru glaðir“

Í gær, 21:55 Mýrdalshlaupið var hlaupið í dag og mikil lukka var meðal þátttakenda. Nýlunda í ár var sú að boðið var upp á 23 kílómetra leið. Það var uppselt fyrir viku í þann flokk. Meira »

Margrét Friðriksdóttir kveður

Í gær, 21:41 Síðasta útskriftarathöfn Margrétar Friðriksdóttur sem skólameistara MK var haldin í Digraneskirkju í gær. Þar brautskráðust alls 218 nemar úr skólanum. Meira »

Tuttugu stúdentar útskrifaðir

Í gær, 21:26 Tuttugu stúdentar voru útskrifaðir í dag frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Þá lauk einn nemandi námi í fjallamennsku, tveir nemendur luku framhaldsskólaprófi, einn útskrifaðist af fisktæknibraut, einn útskrifaðist úr tækniteiknun og einn nemandi A stigi vélstjórnar að því er segir í fréttatilkynningu frá skólanum. Meira »

Tveimur milljónum króna ríkari

Í gær, 20:55 Heppinn lottóspilari er tveimur milljónum króna ríkari eftir að dregið var í Lottóinu í kvöld en hann var með allar fimm tölurnar réttar í Jókernum. Meira »

Rokkhrokinn settur í aftursætið

Í gær, 20:00 Hann er leikari og þungarokkari, trommari og fjölskyldumaður. Björn Stefánsson, oft nefndur Bjössi í Mínus, hefur nú stimplað sig inn í leikhúsheiminn. Hann hefur verið edrú í áratug, lært leiklist í Danmörku og sýnt og sannað að hann á heima uppi á sviði, og ekki bara á bak við trommurnar. Meira »

Þingmenn að „bregðast þjóð sinni“

Í gær, 18:42 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, vandaði ráðamönnum ekki kveðjurnar á útifundi á Austurvelli í dag. Hann sagði þá vera að „bregðast þjóð sinni“ og að Alþingi væri ekki treystandi. Meira »

Eineggja tvíburar dúx og semídúx

Í gær, 18:00 Við útskrift í Flensborgarskólann á fimmtudaginn reyndust dúx og semídúx vera tvíburasystur. Þær eru á sömu námsbraut, í sömu íþrótt og líta eins út. Þær gera allt saman. Meira »

Barðsvíkin kjaftfull af rusli

Í gær, 17:45 Félagið Hreinni Hornstrandir stendur fyrir hreinsunarferð í Barðsvíkina helgina 14.-16. júní og segir forsprakki hópsins Barðsvíkina kjaftfulla af rusli. Sjálfur hóf hann að hreinsa rusl á Hornströndum eftir að franskur ljósmyndari setti upp sýningu erlendis á ruslinu við strendurnar. Meira »

Þakklátur pabba að hafa rekið mig í iðnnám

Í gær, 17:17 Myndlistarmaðurinn Daníel Magnússon er mikill hagleikssmiður og þekktur fyrir sérstaka stóla sína. Hann segir góða endingu nytjahluta á vissan hátt vera fegurð ef hún sé skynsamlega útfærð. „Í mínum huga eru nytjahlutir eitthvað sem allir listamenn ættu að hafa skoðun á.“ Meira »

Riðin árleg tvídreið

Í gær, 16:51 Þau voru gleðileg að sjá, fólkið sem klæddi sig í sitt fínasta púss upp úr hádegi í dag og kom saman við Hallgrímskirkju til þess að hjóla uppstrílað um miðbæ Reykjavíkur. Það var í hinni árlegu tvídreið, sem er kölluð Tweed Ride Reykjavík. Meira »

Vilja meiri umfjöllun um afstöðu sína

Í gær, 16:04 Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, gagnrýndu fjölmiðla, og þá aðallega ríkisfjölmiðilinn, fyrir skort á umfjöllun um þau efnisatriði sem Miðflokksmenn hafa lagt áherslu á í málflutningi sínum um innleiðingu þriðja orkupakkans, í þingræðum sínum um málið í morgun. Meira »

Eyþór tók Krúnuleikastefið á Selló

Í gær, 15:46 Á sjötta hundrað manns mættu á 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins í dag en um þessar mundir eru 90 ár liðin frá samruna Íhaldsflokksins og frjálslynda flokksins. Meira »

Glöð ef þau komast inn fyrir jólin 2021

Í gær, 14:47 Það er öryggi að þetta bjargræði er til staðar. Fólk treystir því að það er í lagi að eldast hér,” segir Guðrún Dadda Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSU í Hornafirði. Meira »

Íslenskur sundknattleikur að lifna við

Í gær, 14:15 Ármenningar eru Íslandsmeistarar í sundknattleik 2019, en þeir lögðu keppinauta sína úr Sundfélagi Hafnarfjarðar (SH) með 13 mörkum gegn 8 í Laugardalslaug fyrir hádegi. Leikurinn var liður í alþjóðlegu tíu liða móti sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Meira »

Rannsakar malavísk börn með malaríu

Í gær, 12:50 „Ég heillaðist af landi, þjóð og sér­staka­lega börn­un­um,“ seg­ir Guðlaug María Svein­björns­dótt­ir sál­fræðinemi um fyrstu kynni sín af Mala­ví. Í loka­verk­efni sínu í klín­ískri sál­fræði við HÍ skoðar hún úrræði fyrir mala­vísk börn sem hafa greinst með heilahimnubólgu af völdum malaríu. Meira »

Breytingar á leiðakerfi Strætó

Í gær, 12:37 Leiðakerfi Strætó mun taka lítilsháttar breytingum á morgun, 26. maí. Sumaráætlun verður tekin upp á þremur leiðum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum landsbyggðarleiðum, leið 18 verður breytt og akstur mun hætta klukkustund fyrr á sunnudögum í sumar. Meira »

Segir dóm MDE „umboðslaust at“

Í gær, 11:35 „Ég treysti því að þegar frá líður verði litið á þessa at­lögu frá póli­tísk kjörn­um dómur­um í Strass­borg með sömu aug­um og minni­hlut­inn gerði. Sem umboðslaust póli­tískt at,“ segir Sigríður Á. Andersen þingkona og fyrrverandi dómsmálaráðherra í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í morgun. Meira »
Sumarhús með Nissan rafbíl til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Til sölu panelklæðning 16 mm þykk, þeku
Til sölu panelklæðning 16 mm þykk, þekur 12.5cm. Verð kr. 550 lm án vsk. Uppl. s...
Frímerkjasafnarar
Frímerkjasafnarar Þýskur alvöru frímerkjasafnari vill komast í kynni við íslensk...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...