Segir orð ódýr en aðgerðir kosta

Sagði Guðmundur Ingi það mikið fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi stigið …
Sagði Guðmundur Ingi það mikið fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi stigið skref í að setja hvata sem lengi hafi vantað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef lýst því yfir að ekki verði hreyft við fjármagni til loftslagsmála með þeim breytingum sem hafa verið kynntar í fjármálaáætlun og hyggst einfaldlega standa við það,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í svari sínu við óundirbúinni fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem furðaði sig á því að sækja ætti 11 milljarða í umhverfisskatta sem þó skiluðu sér í samdrætti til málaflokksins um 10%.

Mér eru minnisstæð orð hæstvirts ráðherra þar sem hann þakkaði þessum ungu aðgerðasinnum fyrir aðhaldið en hvatti þá sömuleiðis til að horfa með bjartsýni á þær jákvæðu aðgerðir sem ríkisstjórnin hefði ráðist í og sem stæði einnig til að framkvæma á næstu árum,“ sagði Þórhildur Sunna um fund þingmanna og ráðherra með loftslagsmótmælendum á Austurvelli síðastliðinn föstudag.

Þórhildur Sunna spurði hvers vegna þeir 11 milljarðar sem gert …
Þórhildur Sunna spurði hvers vegna þeir 11 milljarðar sem gert sé ráð fyrir í tekjur vegna grænu skattanna skiluðu sér ekki í miklu meiri innspýtingu í umhverfismál. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Á sama fundi benti ég aðgerðasinnum á að fylgjast með breytingum á fjármálaáætlun sem til stóð á þeim tíma. Því eins og við hæstvirtur ráðherra vitum eru orð ódýr en aðgerðir gegn hamfarahlýnun kosta. Fjármálaáætlunin er því mun nákvæmari spámiðill um alvöruáform ríkisstjórnarinnar en fögur fyrirheit í ræðu og riti.“

Sagði Guðmundur Ingi það mikið fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi stigið skref í að setja hvata sem lengi hafi vantað: hækkun verðs á sorpurðun og skatt á notkun flúoriðaðra gróðurhúsalofttegunda í kæli- og frystitækjum.

34% fjármagnsaukning árið 2024

Ef við lítum á það hvaða máli þetta skiptir í stóra samhenginu í loftslagsmálunum eru úrgangsmál ábyrg fyrir um 7% af útlosun Íslendinga og f-gösin fyrir öðrum 7% þegar kemur að beinum skuldbindingum íslenskra stjórnvalda.

Þá sagði hann ef prósentutölur aukningar væru skoðaðar væri 15% aukning til umhverfismála á fjárlögum 2019 miðað við 2017. „Og sýnist mér að það fari upp í um 34% árið 2024.“

Þórhildur Sunna spurði hvers vegna þeir 11 milljarðar sem gert sé ráð fyrir í tekjur vegna grænu skattanna skiluðu sér ekki í miklu meiri innspýtingu í umhverfismál „frekar en að fylla upp í eitthvert gat vegna ekkert sérlega ófyrirséðra efnahagsáfalla“ og sagði Guðmundur Ingi það að sjálfsögðu sjónarmið út af fyrir sig að þessu ætti að fylgja innspýting í umhverfismálin.

En við lifum í heimi þar sem lög um markaðar tekjur gilda og við sjáum mikla aukningu útgjalda til umhverfismála á næstu árum. Þessar skattatillögur eru fyrst og fremst til að hvetja til umhverfisvænni lifnaðarhátta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert