Vildi ekki hleypa slökkviliði að eldi

mbl.is/Eggert

Afskipti voru höfð af manni sem var að brenna rusl á lóð sinni í Hafnarfirði um hálfeittleytið í nótt. Lóðin er lokuð með hárri girðingu og vildi maðurinn ekki hleypa slökkviliði og lögreglu að eldinum og var ósáttur við afskiptin.

Slökkviliðið náði að sprauta vatni á eldinn og maðurinn slökkti í glæðunum, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Um sexleytið í gær var tilkynnt um vinnuslys í hverfi 112. Ungur maður var að keyra svokallaðan sópara þegar þungir kassar féllu úr hillurekka á hann. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Hann er talinn óbrotinn en með verki víða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert