Reyna að ná Herjólfi fyrir níu

Mjaldrarnir voru fluttir úr flugvélinni í sérútbúna flutningabíla sem keyra …
Mjaldrarnir voru fluttir úr flugvélinni í sérútbúna flutningabíla sem keyra með þá til Landeyjahafnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ferð flutningabílanna tveggja með mjaldrasysturnar Litlu Grá og Litlu Hvít hefur gengið eins og í sögu frá því að lagt var af stað frá Keflavík laust eftir klukkan 18. Bílarnir eru að nálgast Þorlákshöfn. Nýr Mecedes-Benz Actros 5 er notaður í að keyra vagnanna með mjöldrunum en þetta er nýjasta kynslóð þessara stóru at­vinnu­bíla.

Til stóð að stoppa í Grindavík til að kanna ástand mjaldranna en ekki hefur verið þörf á því þar sem allt gengur vel, að sögn Sigurjóns Inga Sigurðssonar, verkefnastjóra sérverkefnadeildar hjá TVG Zimsen. Beiðni barst um að stoppa á Selfossi og því verður gert stutt stopp af öryggisástæðum. Þar mun Helgi Haraldsson forseti bæjarstjórnar Árborgar taka á móti mjöldrunum og föruneyti þeirra. 

Ákveðið var að stoppa ekki í Grindavík heldur halda beint áfram og reyna að vinna upp tíma eftir seinkunina á fluginu. Sigurjón segir að einungis verða stoppað ef nauðsyn krefur en gott talstöðvar- og myndbandssamband við mjaldrana.

Vonast er til að mjaldrarnir komist með næstu áætlunarferð Herjólfs, klukkan 20:45. Næsta ferð frá Landeyjarhöfn þar á eftir er klukkan 23:15 og er það jafnframt síðasta áætlunarferð dagsins. 

mbl.is